Tíminn - 10.12.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.12.1980, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. desember 1980. 7 Rafmagnsveitur rikisins beittu sér fyrir íundi um virkjun Blöndu i Húnaveri 7. desember 1980. Hjörleifur Guttormsson iðn- aðarráðherra flutti itarlega framsöguræðu þar sem fram kom m.a. að á árinu 1981 verður að taka ákvörðun um næstu virkjun á Islandi. Er þá tekið tillit til þeirra aðgerða sem nú er að unnið i orkuöflun svo sem vatnsveitum á Þjörsársvæðinu, stækkun gufustöðvar i Svarts- engi og bættrar nýtingar Kröflu og endurbyggingar gufustöðv- arinnar i Bjarnarflagi. 1 máli hans kom einnig fram, að við virkjunartilhögun þá sem til umræðu var og kynnt, hafa fariðfram mjög umfangsmiklar vistfræðilegar rannsóknir bæði að þvi sem varðar gróðuríar, veðurfar og áhrif á veiði. Athugunum þessum er nú aö mestu leyti lokið, þó kom fram i ræðu formanns Veiðifélags Blöndu og Svartár Pétri Haf- steinssyni að ástæða væri til að halda áfram rannsóknum á svæðinu næsta sumar meö tilliti til veiðimála. Ljóst er, aö við undirbúning að þessari virkjun hefur verið varið miklum ljár- munum i rannsóknir og tillit tekið til sjónarmiöa heima- manna um breytta tilhögun frá 1975, þótt sumum finnist að það hafi mátt meir. 1 lýsingu Kristjáns Jónssonar rafmagnsveitustjóra rikisins komu fram eftiríarandi upplýs- ingar. Vettvangsrannsóknir fóru fram á vegum Orkustoínunar árin 1973-1979, mest þó tvö sið- ustu árin. Stiflustæði, skurðleið- ir, jarðgangaleiðir og stöövar- hússtæði hafa verið könnuð itar- lega. Boraðir hafa veriö sam- tals nálægt 3200 m til könnunar á jarðlagaskipan. Auk þess hafa farið fram jarðeðlisfræöilegar mælingar og bergspennumæl- ingar og itarleg leit og rannsókn á byggingarefnum. Nauðsyn- legum undirbúningi aö verk- hönnun er nú lokið. Rannsóknir á lifriki vatna og lifriki og nytjum heiðanna hafa farið fram. Að þeim hafa staðið auk Orkustofnunar, Veiðimála- stofnun og Rannsóknarstofnun Blönduvirkj un landbúnaðarins. Náttúrugripa- safnið á Akureyri annaöist nátt- úruverndarkönnun, sem gerð var árið 1976. Náttúruverndarráð hefur fjallað um íyrirhugaða Blöndu- virkjun, og i umsögn sinni hefur það ekki lagst gegn virkjuninni. 1 núverandi áætlun um virkj- un Blöndu er gert ráð íyrir að nýta 277,5 m raunfallhæð frá stiflu skammt neðan viö Gils- vatn niður i 125 m hæð y.s. i Blöndudal. Með tilhögun þess- ari, sem nefnd heíur verið virkj- un við Eiðsstaði, verður orku- vinnsla nálægt 11 af hundraði minni en með virkjun frá Sei- bungu. Kostir hennar eru hins vegar einkum þeir, að áætlaður stofnkostnaöur á orkueiningu er lægri og rekstur er betur tryggður með stærra inntaks- lóni og styttri skurði að inntaki. Ráðgerð er 20 G1 miðlun i inn- takslóni virkjunarinnar neðan við Gilsvatn og 400G1 miölun við Reftjarnarbungu eða 420 G1 alls. Með miðlun þessari er áætluð orkuvinnslugeta nálægt 800 GWh/a og afl virkjunarinnar 177 MW, miðað við u.þ.b. 4500 nýtingarstundir á ári. Áðurnefnd 400 G1 miölun við Reftjarnarbungu miðast við yfirfallshæð 478 m y.s. Við þá hæð fara undir vatn um það bil 56 ferkm. lands, sem að veru- legum hluta er gróiö. Beitar- gildi þess landssvæðis, sem ým- ist fer undir vatn eða ekki er tal- ið aðgengilegt til beitar eftir gerð miölunarlónsins, hefur verið metið nálægt 2400 ærgild- um, en eitt ærgildi telst beit fyrir eina á ásamt 1,4 lömbum. Þetta mat er nú i endurskoöun. Gerðar hafa veriö fram- kvæmdaáætlanir um byggingu Blönduvirkjunar. Þar er gert ráð fyrir, að byggingairam- kvæmdir taki rúm ljögur ár aö loknum nauðsynlegum undir- búningi. Núverandi andstaða gegn virkjun Blöndu beinist einkum gegn miðlun viö Reftjarnar- bungu, þar sem verömætt beiti- land fer undir vatn. Annaö, sem talið er valda spjöllum á landi og nytjum þess, er að jökulvatni er veitt um Þristiklu, Aust- ara-Friðmundarvatn og Gils- vatn að inntakslóni virkjunar- innar, sem m.a. mundi spilla silungsveiði. Einnig ler nokkurt land undir inntakslónið. Áður hefur komið fram, að at- hugaðar hafa verið ýmsarieiðir til að draga úr áhrifum miðlun- arlónsins á landnytjar. Þvi til viðbótar hafa komiö fram á- bendingar um breytta tilhögun virkjunar, þar sem einungis yrði miðlað og virkjað i Blöndu- gili. Áætlun um virkjun i Blöndugili með miðlun við Ref- tjarnarbungu var þáttur i sam- anburði mismunandi vitjunar- kosta, sem gerður var, áður en ráðist var i írumhönnun árið 1975. Slik tilhögun þótti ekki koma til álita sökum kostnaðar. 1 þau rúmlega fjögur ár, sem aðalframkvæmdir við byggingu Blönduvirkjunar myndu standa yfir, má gera ráð íyrir, að 150-200 manna starfi aö jafnaði við framkvæmdir. Starfsmönn- um mun fara fjölgandi yfir sumarmánuðina, eftir þvi sem á liður, og verða flestir nálægt 500 á fjórða sumri. Að loknum framkvæmdum er gert ráð fyrir 6-10 fastráðnum starfsmönnum við virkjunina. Fleiri munu þó að jafnaöi starfa timabundið á virkjunarstað til Sverrir Sveinsson rafveitustjóri eftirlits og viðhalds á mann- virkjum. Fyrirhugað er, að aðalupp- skipunarhöfn við framkvæmd- irnar verði á Skagaströnd, og þarf væntanlega að styrkja veg- inn þaðan til Blönduóss veru- lega. Vegna virkjunarinnar er ráðgert að leggja uppbyggöan veg úr Blöndudal að stiflustæð- urn við Reftjarnarbungu og Kolkuhól og vegna fram- kvæmda verður aö gera veg þaðan suður fyrir fyrirhugað miðlunarlón. Þessi vegur mun tengiast núverandi Kjalvegi. Helstu einkennistölur: Rennsli og miölun Vatnasvið virkjunar Meðalrennsli til virkjunar Flatarmál miðlunarlóns við Reftjarnarbungu Nýtanleg miðlun við Reítjarnarbungu Flatarmál inntakslóns............. Nýtanleg miðlun i inntakslóni..... hreppa sem upprekstrar eiga á afréttinni þar sem miðlunarlón- ið verður. Ljóst er að ef taka á ákvörðun um virkjun Blöndu i vetur verður að nást samstaða á sem breiðustum grundvelli um þá á- kvörðun. Til þess verður að skipa samninganeínd sem getur strax hafist handa um samninga við hagsmunaaðila, enda er þaö forsenda þess, að áíramhald verði á undirbúningi aö virkjun- inni og verkhönnun sett af stað og undirbúið útboö. 1522ferkm. 38,9 rúmm/s 56ferkm. .. . 400 Gl. . 5ferkm. .... 20 Gl. ið Afl or orkuvinnsla Verg fallhæð........... Raunfallhæð ........... Rennslisorka .......... Orkuvinnslugeta........ Virkjað rennsli........ Uppsett afl............ Árleg nýting........... ....... 285 m .....277,5 m . . .835 GWh/a . ,.800GWh/a 72,9rúmm./s .....177 MW .....4520h/a Þessi fundur var mjög fjöl- mennurog tóku margir til máls, leikir og lærðir. Greinilegur meirihluti heimamanna er fylgjandi virkjun Blöndu miöað við framsetta virkjunartilhögun þóttskiljanleg el'tirsjá manna al' landi sem fer undir uppistöðulón hafi komið lram. Iðnaðarráðuneytið helur skip- að ráðgjaíanefnd til samræm- ingar i þeim virkjunarvalkost- um sem tiltækir eru til saman- burðar, en það eru auk Blöndu- virkjunar, Fljótsdalsvirkjun og Sultartangavirkjun. 1 þessari nel'nd eru lulltrúar lrá Iðnaðarráðuneyti, Orku- stofnun, Landsvirkjun, Laxár- virkjun og Rafmagnsveitum rikisins. Fram kom á fundinum að kynningarfundir hafa verið haldnir með oddvitum þeirra nafns væri einn af þremur vin- um, sem lögðu grundvöll að tón- listarbyltingu i Ungverjalandi á sinum tima: hinir tveir voru Bela Bartók og Soltán Kodaly, en eftir hinn siðarnelnda fluttu þær Guðný Guðmundsdóttir og Nina Flyer Duo fyrir fiðlu og knéfiðlu fyrir 3 árum, sem nú stendur til að endurtaka innan tiðar. Og eftir Bartók er aíltaf verið að flytja eitthvað, t.d. heyrðum við lágfiðlukonsert hans um árið, og Contrasts fyrir fiðlu, klarinettu og pianó- Það var gaman að kynnast þessu tónskáldi, Dohnányi, i Bú- staðakirkju, eins og hann kom fyrir sjónir i i túlkun þeirra stallsystra. En nú var það eftir, sem erfið- ast var, Divertimento fyrir strengjatrió i Es-dúr K.563 eftir Mózart. Þetta divertimento, sem er i sex köflum, er talið mjög áhugavert bæði tækniiega og tónlistarlega — það er með siðari verkum Mozarts. Hér naut Laufey, að ég hygg, mestr- ar reynslu sinnar, og skar sig úr með köflum með myndarlegum leik, en almennt komu þær vel frá þessum flutningi, og hafi þökk fyrir. 6.12. Sigurður Steinþórsson. KairmaeirQúsíkMúbburmn Kammermúsikklúbburinn hélt aðra tónleika vetrarins hinn 1. desember i Bústaðakirkju. A efnisskránni voru þrjú verk, eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart (1756-1791) og Erno von Dohnányi (1877-1960). Fyrir fáeinum árum bar Kammermúsikklúbburinn öll merki þess að vera að veslast upp, og hefði þá fáa grunað að hann bæri i brjósti kveikju þeirrar fjörmiklu stárfsemi og miklu aðsóknar, sem nú gleður hjörtu aðstandenda og velunn- .ara. Bústaðakirkja hefur verið höfuðvigi klúbbsins hin siðari ár, eða allt endurreisnartima- bilið, en hún er meðal ánægju- legustu hljómleikasala bæjar- ins, eins og áður hefur verið drepið á i þessum þáttum. Ef min hugmynd um himnaföður er ekki þeim mun rangari, þá litur hann þessa sálar-upp- byggjandi starfsemi i húsi sinu miklu velvildarauga — eða er hinn mikli uppgangur Kammer- músikklúbbsins tilviljun ein? Efnisskráin var i rauninni helguð strengjatrióum, en fyrst lék Kristján Þ. Stephensen (óbó) F-dúr óbókvartett Mózarts K.370 ásamt trióinu Laufeyju Sigurðardóttur (fiðla), Helgu Þórarinsdóttur (lágfiðla) og Noru Kornblueh (knéfiðla) — hin siðastnefnda er bandarisk stúlka, skólasystir þeirra Laufeyjar og Helgu frá Boston, eftir þvi sem ég las i dagblaði. Þessi kvartett var, að Helga Þórarinsdóttir, Nora Kornblueh og Laufey Sigurðardóttir. minum dómi, einn hinn „bezti Mózart” sem ég hefi lengi heyrt. óbóröddin er óvenjuleg að þvi leyti, að hún liggur mjög hátt, þannig að hinum fremstu óbóleikurum þykir nóg um — þetta telja menn stafi af þvi, að óbóin á tlmum Mózarts hafi haft hrjúfan tón á neðri nótunum, og þaö hafi skáldið viljað forðast i þessu gullfallega verki. Mózart var nefnilega sérlega slyngur að skrifa fyrir hin ýmsu hljóðfæri, og I mörgum tilvikum hefur ekki verið betur gert siðan. Ein- leikur Kristjáns, og samleikur alls kvartettsins, var samsagt ljómandi. Næst léku stúlkurnar Serenöðu fyrir strengjatrió op. 10 el'tir Ungverjann Erno von Dohnányi. Einn af sagnfræðing- um Kammerrnúsikklúbbsins tjáöi mér, að eigandi hins erfiða TÓNLIST Sigurður Steinþórsson m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.