Tíminn - 10.12.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1980, Blaðsíða 1
V Síðumúla 15 * Pósthólf 370 * Reykjavík * Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 * Kvöldsímar 86387 & 86392 »31 „Vona að þeir skammist sín sem hæst hafa galað” — segir Örn 0. Johnson AM — „Auðvitað er það okkur ánægjuefni að staðfest er að eignir felagsins eru fvllilega nægar til þess að standa fyrir þeim ábyrgðum sem við höfum beðið um,” sagði örn O. John- son, forstjóri Flugleiða, þegar blaðið ræddi við hann i gær um það mat á eignum félagsins, sem nú liggur fyrir. örn sagði að matið væri ýmist of eða van á við það sem þeir Flugleiðamenn hefðu sjálfir haft skráð i eigin bókum,- t.d. væri upphæðin á flúgvélunum ekki fjarri lagi, þott þær hefðu metist nokkru lægra en vænta hefði mátt, einkum DC-8 vélar- nar. Hins vegar hefðu fasteign- irnar metist hærra en við var búist. örn 0. Johnson sagði að félagiðhefðiekkireynt mikið til við að svara þeim röddum sem fullyrt hefðu að ekki væru til eignir fyrir skuldum þess, en kvaðst vona að þeir myndu nú skammast sin eitthvað, sem hæst hefðu galað. Þótt það fé sem félagið fær nú mundi breyta stöðunni veru- lega, hvað það varðar að geta haldið rekstrinum áfram, kvað örn það ekki launungarmál aö eftir sem áður rikti óvissa um flugreksturinn og að erfiðir tim- ar mundu framundan. i Tali um lóðaskort vísað á bug: Lóðum undir 576 íbúðir úthlutaö í Reykjavík Kás — A þessu ári er búið að út- hluta lóðum undir 576 ibúðir i Keykjavik sagði Kristján Bene- diktsson borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins á siðasta fundi borgarstjórnar, þar sem hann mótmælti þvi að sérstaklega mik- ill lóðaskortur væri i Reykjavik. Samkvæmt áætlun næsta árs sagði Kristján aö úthlutað yrði lóðum undir 530 ibúðir. Sam- kvæmt þeirri framkvæmda- áætlun, sem lögð veröur fram i frumvarpi að fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár á næsta fundi borgarstjórnar er gertráðfyrir tveimur milljöröum á næsta ári til að gera fyrrnefnd- ar lóðir undir 530 ibúöir bygg- ingarhæfar. Þessu til samanburðar nefndi Kristján að á árunum 1975-78 hefði verið úthlutað að meðaltali lóðum undir 433 ibúðir. A sama timabili hefði Reykvikingum fækkað um 1500 en á siðasta ári hefði tekist að snúa þeirri þróun við þannig að Reykvikingum færi nú fjölgandi á ný i fyrsta skipti i mörg ár. Bankamenn: AB — Samningafundur fulltrúa hankanna og bankastarfsmanna sem hófst kl. 21.00 i fyrrakvöld stóötil kl. 12.00 á hádegi i gær. Þá var gert fundarhlé til kl. 18.00 i gær. Hljóðið i bankastarfsmönn- um i gærkveldi var það að for- menn starfsmannafélaganna hefðu verið beðnir um að vera i viðbragðsstöðu og tilbúnir að koma til fundar hjá sáttasemjara hvenær sem var i nótt. Þvi bendir allt til þess að skriður sé að kom- ast á deiluna. Samkvæmt heimildum Timans hafa fulltrúar bankanna nú boðið bankastarfsmönnum 3% kaup- hækkun til viðbótar 5% sem sam- ið var um i október en þessi 3% vilja þeir aðeins greiða frá 1. ágúst i sumar, en eins og kunnugt er þá gera bankastarísmenn það að kröfu sinni að 3% veröi aftur- reiknuö til 1. júli 1979 þegar þau voru tekin af þeim i ljósi Ólafs- laganna eins og fulltrúar bank- anna túlka þaö. Verkfallsvarsla fór fram i ró- legheitunum i gær og var ekkert um ágreiningsatriði. Einhverjir smærri sparisjóðir úti á landi Framhald á bls. 19 Nú er sól hvað lægst á loftiog menn kappklæddir I noröangarranum. Menn geta þó hresst sig við tilhugs- unina aö brátt mun sól aftur hækka á lofti, og þá verður þess ekki langt að biða að ungir pollar fari úr úipum sinum á nýjan leik. Tímamynd — Róbert. Bókin HAMPUR komin út: Er í athugun hjá ríkissaksóknara en í bókinni eru upplýsingar um hvernig standa eigi að hassrækt FRI — Nýlega var gefin út bókin HAMPUR inni/úti ræktunarleið- beiningar.íhcnni eru nákvæmar leiðbeiningar um hvernig fara eigi að þvi að rækta hampjurt- ina cn hdn er, sem kunnugt er, notuð til framleiðslu á fikni- efnutn. Þorsteinn Ulfar Björns- son hefur ritað bókina en útgef- andi cr KiM útgáfan. Þegar bókin er opnuð blasir við lesandanum eftirfarandi aðvörun: „Neysla hamps og hamps- afurða er ólögleg á Islandi. Hvorki höfundur né útgefandi mæla með eða hvetja til neyslu. Ef einhver fer eftir leiðbeining- um þessarar bókar gerir viðkomandi það á eigin ábyrgð. I formála bókarinnar segir m.a. að neysla hamps sé orðin mikil og almenn hérlendis og er það haft eftir yfirmanni fikni- efnalögreglunnar að um 7000 manns séu á skrá hjá þeim. Ennfremur segir að gera megi ráö fyrir þvi aö heildarneysla af kannabisefnum sé á milli 500- 750 kg á ári hérlendis. 1 samtali við Timann sagði Guðmundur Gi'gja lögreglufull- trúi hjá fikniefnalögreglunni að þessi tala væri ekki rétt. Megin- hluti þeirra sem á skrá væru h já þeim væru á aldrinum 18-30 ára og væri þetta þvi afbrigðilega há hlutfallstala. Aðspurður sagði hann aö bókin væri nú i athugun hjá yfir- völdunum en ekki væri hægt að segja til um það nú hvort gripið yrði til einhverra aðgerða gegn henni. Þóröur Björnsson rikissak- sóknari vildi ekki tjá sig um þetta mál þar sem hann fékk bókin’ fyrst I hendur siðdegis i gær og var þá ekki búinn að kynna sér efni hennar. Rætt um að fresta Alþingi 20. des. Ríkisstjórnin vill af- greiða 21 mál fyrir jól JSG — Rikisstjórnin hefur scnt formönnum allra þingflokka lista yfir 21 mál, sem hún óskar eftir að vcrði afgreidd áður en þingið fer i jólalcyfi. Enn hefur ekki verið gert samkomulag milli þingflokka um afgreiöslu inála fyrir jól, cn i dag mun for- sætisráðherra eiga fund meö formönnum þingflokkanna til að leita eftir samkomulagi. Nú er rætt um að Ijúka þinghaldi laugardaginn 20. desember, og Framhald á bls. 19 Tefur bankaverkfallið lánsfjáráætlun? JSG — Fjármálaráðhcrra upp- lýsti á Alþingi i gær að lánsfjár- áætlun fyrir 1981 væri nú þvi sem næst frágengin, og fátt annað en banka verkfallið sem nú væri skollið á gæti komið i veg fyrir að áætlunin verði lögð fram fyrir jól. Starfsmenn Seölabankans, sem nú eru i verkfalli hafa jafnan lagt hönd á gerð lánsfjáráætlana. Fjármálaráðherra kvað ljóst að lánsfjáráætlun lægi ekki fyrir við aðra umræðu um fjárlög, sem ætlunin er að fari fram n.k. föstu- dag. Hins vegar vonaöist hann til að áætlunin yrði lögð fram i næstu viku, fyrir þriðju umræðu um fjárlögin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.