Tíminn - 12.12.1980, Blaðsíða 6
6
Föstudagur 12. desember 1980.
Ctgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjóifsson. — Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson.
Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur
Stefánsdóttir,, Friörik Indriöason, Frlöa Björnsdóttir
(Heimilis-Tíminn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson
(Alþing) Kristln Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir),.
Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson.
Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: FIosi Kristjánsson,
Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. —
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavlk.
Simi: 86300. Auglýsingaslmi: 18300. Kvöldslmar: 86387, 86392. —
Verö I lausasölu: kr. 350. Askriftargjald á mánuöi: kr. 7.000. —
Prentun: Blaöaprent h.f.
Prófsteinn
Sú deila sem upp er komin um viðskiptaháttu i
bóksölu milli samtaka bókaverslana og stór-
verslunar einnar i Reykjavik hefur að vonum vak-
ið mikla athygli,enda er nú hafinnaðalbóksölutimi
ársins. Ekki verður það dregið i efa heldur að
miklir hagsmunir i þessari grein verslunarstarf-
seminnar i landinu eru i húfi.
Á hitt er jafnframt að lita að hér er um að ræða
nokkurs konar prófstein á þau lög um verðlagn-
ingu og samkeppnishömlur sem sett voru fyrir fá-
um árum og áttu að miða að þvi að auka sam-
keppni og frjálsræði i viðskiptum i þvi skyni að
bæta þjónustu við almenning og tryggja hóflegt
vöruverð.
Um árabil hefur verið i gildi samkomulag milli
bókaútgefenda og bókaverslana um dreifingu og
sölu bóka. Þetta samkomulag hefur i meginatrið-
um falið það i sér að bókum væri þegar við útgáfu
dreift um land allt og að þær væru seldar við sama
verði hvarvetna. Jafnframt hefur samkomulagið
miðað að þvi að tryggja stöðu bókaverslunar sem
sérverslunar og að þvi að treysta stöðu litilla
bókaverslana i hverfum þéttbýlis og fámennari
stöðum i dreifbýli.
Segja má, að þessir hafi verið kostir samkomu-
lagsins, en þvi er ekki að leyna að þetta hefur verið
keypt þvi verði að bækur hafa þá ekki verið á boð-
stólum i stórverslunum innan um annan varning
og um verðsamkeppni hefur alls ekki verið að
ræða. i sambandi við hið siðast nefnda hafa t.d.
sérstakar ráðstafanir verið gerðar til þess að
tryggja að svo nefndir bókamarkaðir með niður-
settu verði hefðu ekki nýjar bækur á boðstólum.
Þá hafa i samkomulaginu verið ákvæði sem
hindra hvern sem er i þvi að hefja bóksölu án tillits
til þeirra sem fyrir eru, og þannig hafa þeir sem
mesta hagsmuni hafa haft að verja á hverjum stað
fengið að hafa úrslitaáhrif á tækifæri nýs aðila i
bóksölunni.
Það er vitanlega augljóst að i samkomulagi sem
þessu eru ákvæði sem hindra að nokkru leyti þá
viðskiptaháttu sem stefnt er að i lögunum sem nú
eru i gildi. Þess vegna er það ekki að undra að
samkeppnisnefndin, sem starfar á grundvelli lag-
anna, heíur komist að þeirri niðurstöðu að þetta
samkomulag um bóksöluna i landinu standist ekki
fyrirmæli laganna. Samkvæmt lögunum verður nú
næsta skrefið i þvi fólgið að fram fari viðræður
milli málsaðila um breytingar á bóksölukerfinu til
þess að kanna möguleikana á nauðsynlegum
breytingum.
Ef til vill finnst einhverjum að þetta sé ekki neitt
stórmál, en slikt er misskilningur. Lögunum um
þessi efni er ætlað að hafa i för með sér miklar
breytingar á samkeppnisaðstæðum og viðskipta-
háttum i landinu, og hér er um að ræða prófstein á
framkvæmd þeirra. Þá er það og ljóst að bóksala
skiptir allan almenning verulegu máli eins og á
hverju ári sannast af vinsældum bóka hér á landi.
Af öllum ástæðum þarf þvi að huga vel að öllum
þáttum þessa máls. JS.
Þórarinn Þórarinsson:
Erlent yfirlit
Skipar Deng hann skógarvörð eða rafveitustjóra?
Hua og Deng.
ÞÓTT sitthvaö sé ólikt meö
réttarhöldum þeim, sem fóru
fr^in i Moskvu á fjórða áratug
aldarinnar, þegar Stalin var að
útrýma keppinautum sinum,
virðlst ærið margt keimlikt.
Ekki sizt eru hin sameigin-
legueinkenni þau, að tilgangur-
inn með réttarhöldunum er að
ryðja andstæðingum úr vegi og
breyta sögunni þeim i óhag.
Margt bendir lika oröið til
þess, að þeim sé ekki aðeins
beint gegn fjórmenningunum,
heldur ef til vill fyrst og fremst
gegn Hua Guofeng, sem enn er
formaður . Korhmúnistaflokks-
ins, og félögum hans. Völd Hua
hófust fyrst aö ráði i menn-
ingarbyltingunni svonefndu og
hann var um lengra skeið sam-
starfsmaður fjórmenninganna
ákærðu. Hann naut slikrar hylli
Maós og fjórmenninganna, að
Maó útnefndi hann sem eftir-
mann sinn.
Ef fjórmenningarnir verða
dæmdir til þyngstu refsingar,
jafnvel lifláts, er erfitt aðsjá, að
jafn náinn samverkamaður
þeirra og Hua, geti haldið áfram
völdum á sama hátt og áður.
Það er lika orðið mat margra
fréttaskýrenda, að það eigi eftir
að koma i ljós, að réttarhöldun-
um sé i raun meira beint gegn
Hua en fjórmenningunum, sem
búið er að gera valdalausa með
öllu og engum stafar lengur
hætta af.
FRÉTTARITARAR i Peking
skýra frá þvi, að þar gangi nú
um Hua formann alls konar sög-
ur, sem bendi til þess, að valda-
ferill hans muni brátt á enda.
Ein sagan er sú, að Hua for-
maöur búi i villu, sem Jiang
Qing lét byggja handa sér, þeg-
ar veldi hennar var mest.
önnur sagan er sú, að Hua sé
haldinn þeirri ástriðu Brésnjefs
að safna bilum. Alls konar sögur
ganga orðið um bila þá, sem
hann hefur til afnota.
Þriðja sagan er sú, að Hua sé
sjálfur búinn að undirrita fyrir-
mæliumaö allar myndir af hon-
um verði fjarlægðar úr opinber-
um skrifstofum. Hann muni þó
engan veginn hafa gefið þessi
fyrirmæli af fúsum vilja.
Þá er mjög vitnað til þeirra
ummæla Dengs, sem nú er vold-
ugasti maður Kina, að brátt
muni Hu Iaobang hækka i tign,
en hann er nú aðalfram-
kvæmdastjóri flokksins og tal-
inn liklegasti eftirmaður Hua.
Deng lét ekki ósvipuð ummæli
falla alllöngu áður, en Zhao
Ziyang tók við forsætisráð-
herraembættinu af Hua. Deng
lét þá hafa eftir sér, að þess yrði
skammt að biða að Zhao færðist
upp i valdastiganum.
Gizkað hefur verið á, að Deng
stefndi aö þvi að láta formanns-
skiptin fara fram á þingi
Kommúnistaflokksins, sem ráð-
gert hefur verið að halda i janú-
ar, en nú er talið, að það geti
dregizt fram i mai eða júni.
Sumir fréttaritarar i Peking
telja, að formannsskiptin muni
ekki dragast svo lengi. Deng
muni 'vinna skipulega að þvi, að
Hua sjálfur segi af sér og hljóti
að launum einhverja minni
háttar stöðu i fjarlægum lands-
hluta. Deng muni beita svipuð-
um vinnubrögðum og Krústjoff,
þegar hann gerði Malenkoff að
rafveitustjóra i Siberiu. Annað
fordæmi er frá Tékkóslóvakiu,
þegar Dubcek var sviptur völd-
um og gerður að skógarverði i
afskekktu héraði i Slóvakiu.
Veggspjald I Peking, sem sýnir óþokkana fjóra á griliteini. Taliö frá
vinstri: Jao, Wang, Zhang og Jiang Qing.
RÉTTARHÖLDIN i Peking
yfir þorpurunum fjórum og sex
mönnum öðrum halda áfram.
Fátt hefur komið nýtt fram.
Flestir hinna ákærðu hafa játað
.meint afbrot sin, nema Jiang
Qing.
Jiang Qing neitar yfirleitt
öllu,eðasvarará þá leið,aðhún
hafi farið eftir fyrirmælum
eiginmanns sins, Maós for-
manns.
Mörgum fréttaskýrendum,
sem hafa gert réttarhöldin að
umtalsefni, finnst lika, að þeim
sé raunverulega beint gegn
Maó, þótt litið sé minnzt á hann
og reynt sé að láta lita þannig
út, að hann hafi ekki vitað um
glæpi fjórmenninganna, eða að
hann hafi verið orðinn svo sljór,
að hann var verkfæri i höndum
þeirra.
Margir erlendir stjórnmála-
menn og blaðamenn áttu við-
ræður við Maó á þessum tima og
siðar, og báru frásagnir þeirra
af viðræðum við Maó ekki merki
þess, að þeir teldu hann neitt
sljóan eða andlega vanheilan,
þvert á móti virtist Maó mjög
skýr i hugsun og hafa sizt minna
vald á umræðuefninu en við-
mælendur hans.
Þeir fréttaskýrendur, sem
hafa reynt að réttlæta réttar-
höldin yfir fjórmenningunum,
hafa reynt að gera samanburð á '
þeim og Niirnbergréttarhöldun-
um yfir leiðtogum nazista.
Þar virðist þó greinilega óliku
saman að jafna. Þar var ekki
farið dult með, að þau væru ekki
sizt haldin til að gefa sem rétt-
asta mynd af nazismanum, sem
væri uppspretta þeirra glæpa,
sem hinir ákærðu hefðu framið.
Hua sagður sækjast
um of eftir bílum