Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 23. desember 198» ..Svona skrif eru hrein hræsni” Segir Guðmundur 6. Þórarinsson um skrif stjórnarandstöðunnar sem fjallað hefur um afstöðu Guðmundar til frumvarpsins um vörugjald á sælgæti og gosdrykki AB — „Svona skrif eru ekkert annaö en hræsni,” sagði Guð- mundur G. Þórarinsson, þegar blaðamaður Tfmans bar undir hann skrif Morgunblaösins og Vísis um hann og afstöðu hans til vörugjaldsins. „Þegarrikisstjórn byggir á 32 þingmönnum, þá er þörf mikill- ar samstöðu til þess að koma málum i gegn. Það gefur náttiírlega auga leið að 32 þing- menn eru ekki sammála um alla hluti. Þess vegna þarf venjulega aö ná samkomulagi i málum. Þó getur það komið fyrir, eins og i þessu tilviki, að ágreiningur sé það mikill að menn telji nauðsynlegt aö láta þaö koma fram. Það átti við mig i þessu tilviki. Þarna átti ég um það að velja, þar sem ég ekki vifdí sætta mig við að styðja málið, aðfella málið, með þeim afleið- ingum að ekki yrðí hægt að afgreiða fjárlög fyrir áramót, þar sem hér var um að ræða tekjustofn til fjárlagagerðar. Það er alveg ljóst að engin rikis- stjórn eða fjármálaráðherra hefði samþykt að afgreiða fjár- lög með greiðsluhalla. Hefði ég greitt atkvæði gegn frumvarp- inu, hefði orðið að fresta af- greiðslu fjárlaga fram i febrúar, og fá greiðsluheimildir fyrir fjármálaráðherra. Slikt er náttúrlega mikið mál og hefði reynst rikisstjórninni mjög erfitt i framkvæmd. Þvi valdi ég þann kostinn að neita að styðja frumvarpið og gerði grein fyrir þvi á Alþingi að ég greiddi ekki atkvæði gegn frum- Guðmundur G. Þórarinsson. varpinu, heldur sæti hjá, i trausti þess að ef rikisstjórnin nýtti heimildir sinar til 2% hækkunar á jöfnunargjaldi, sem hún hefur fengið frá Alþingi, en þarf einnig að fá frá EFTA, þá yrði þetta gjald fellt niður. Ég treysti mér þvi ekki til þess að fella málið vegna aug- ljósra eftirkasta sem slikt hefði haft i för með sér. Menn mega held ég virða mér það til vork- unnar þó ég færi nú ekki að fella rikisstjórnina á gotteriinu,” sagði Guðmundur. Guðmundur sagði einnig að þótt hann væri ekki ánægður með allt sem rikisstjórnin hefði gert, og sér hefði fundist seina- gangur á ýmsu varðandi efna- hagsmálin, þá væri hann þeirr- ar skoðunar að betra væri að hafa rikisstjórn sem maður væri ekki fyllilega ánægður með heldur en enga rikisstjórn. Blaðamaður Timans spurði Guðmund hvað hann vildi segja um klausu eina i leiðara Visis i gær sem hljóðar svo: „Ekki hefur verið upplýst, hvaða dúsu var stungið upp i Guðmund af hálfu rikisstjórnarinnar.” „Varðandi þessi skrif, held ég að gamli málshátturinn: „Margur hyggur mig sig ” sé besta svarið. Það má vel vera að þeir Visismenn haldi að svona hlutir séu allir afgreiddir á þann hátt, og að þeir hefðu ekki sætt sig við, i minum spor- um, að sitja hjá nema fá ein- hverja dúsu. Ég þori að full- yrða það að öll skrif stjórnar- andstöðunnar um afstöðu min i þessu máli, eru hrein hræsni, þvi enginn þeirra hefði gengið lengra f þessumáli enég gerði.” AM — Aöfaranótt sunnudags kom upp eldur á rishæð hússins að Brautarholti 22. Varð hans vart kl. 3.40 er eldur logaði út um þak- glugga á húsinu. Var allt tiitækt lið slökkviliðsmanna kvatt til, en þarna er fjöldi leiguherbergja og smárra leiguibúða og mátti vænta að ibúarnir væru í fasta- svefni. í risinu voru og nokkrar smáar leiguibúðir undir súð og er reyk- kafarar gáðu eftir mönnum þar, fundu þeir mann i innstu ibúðinni og var hann látinn, er komið var með hann á slysavarðstofu. Er svo að sjá sem eldurinn hafi komið upp er gleymst hafði að slökkva á eldavél i ibúðinni. Brann Ibúðin og allur gangurinn, en ibúar i næstu herbergjum komust klakklaust út. Tókst aö ráða niðurlögum eldsins innan klukkustundar. Maðurinn sem fórst var skoskur og er blaðinu ekki kunn- ugt nafn hans. Athugasemd frá Flugleiöum: Tilboðið nam 138 millj. kr. Flugleiðir hafa sent Timanum athugasemd vegna forsiðufrétt- ar blaðsins á laugardaginn 20. þ.m. t upphafi hennar segir: A forsiöu Timans laugardag- inn 20 þ.e. er birt sem aðalfrétt „Flugleiðir höfnuöu 150 millj. kr. kauptilboði i hlutabréfin. Málið sett i gerðardóm”. I um- ræddri frétt er fariö frjálslega með staðreyndir og tölur og þvi nauösynlegt aö koma á fram- færi leiðréttingum. Um sjötta skilyröi ríkis- stjórnarinnar vegna aðstoöar við félagiö segir: , ,Stjórn félagsins hefir veriö kynnt sú ákvörðun ráöuneytis- ins aö móta nýja stefnu I flug- málum. Þar til stjórn félagsins er kunnugt hver sú stefna verður telur stjdrnin ótimabært aö taka ákvöröun um sölu þeirra eigna félagsins, sem beinlinis tengjast hagsmunum þess á sviði flugmála. Sé þess krafist samþykktir stjórn félagsins þó, fyrir sitt leyti aö hlutast til um að hafnar verði viöræöur fulltrúa félags- ins við fulltrúa Starfsmanna- félags Arnarflugs um sölu hlutabréfa Flugleiða hfd Arnar- flugi hf. Óski starfsmannafélagiö eftir kaupum verði hlutabréf þessi og hagsmunir Flugleiða hf. aö eignarhaldi á þeim metin til fjár af hlutlausum kunnáttumönn- um og fari viðræður við starfs- mannafélagiö um kaupin fram á þeim grundvelli eða öörum þeim grundvelli sem samkomu- lag næöist um. Samhliða þessum viðræðum viö starfsmannafélagiö fari fram viðræður milli Flugleiöa hf og Arnarflugs hf. um önnur atriöi sem þessu máli tengjast t.d. innlausn Arnarflugs hf. á varahlutum þeim sem Flug- Framhald á bls.18 Slökkviliðið vlð Brautarholt 22,skömmu eftir aðeidurinn hafði veriðslökktur. (Timamynd: G.E.) Vímugjafar nær alltaf tengdír manntjónum af völdum eldsvoða segir slökkviliösstjóri AM — „Ég tel að þótt aðstæöur þarna hafi ekki verið góðar hafi þær þó ekki verið óforsvaran- legar, enda gekk öðrum ibúum greiðlega að komast út,” sagði Rúnar Bjarnason, slökkviliðs- stjóri, i viðtali við Timann I gær um brunann i Brautarhoiti, ,, en það er ekki áhlaupaverk að koma öllu húsnæði i það horf sem skyidi með tilliti til brunavarna.” Rúnarsagði það áhyggjuefni að hér ferst að tiltölu álika margt fólk i brunum og i Ameriku og á Norðurlöndum, en ætti að vera færra hér, þar sem brunatjón eru miklu minni á íslandi en i um- ræddum löndum. Rúnar kvað mikið hafa orðið i þvi efni að fræða fólk um bruna- varnir og kenna þvi rétt viðbrögð þegar eldsvoða ber að höndum, þótt seint sé nóg að gert. Þvi miður er svo að sjá, að sögn Rún- ars, að vimugjafar séu nær alltaf helsti orsakavaldurinn, þegar fólk ferst i eldsvoðum. „Ég minnist þess varla að neinn hafi farist i eldsvoða siðustu árin, svo slikt hafi ekki komið við sögu, ef frá er talið barn, sem fórst fyrir um tveimur árum,” sagði Rúnar. Slökkviliðsstjóri bað blaðið að brýna fyrir fólki að sýna sérstaka aðgæslu um jólin i meðferð elds, raftækja og annars, sem valdið getur ikviknun, en eins og dæmin sanna eru stórhátiðir varhuga- Verðari I þvi sambandi, en aðrir dagar ársins. Að endingu bað hann fyrir bestu jólakveðjur til Reykvikinga. ,, Eigi skal skuturinn eftir liggja..." sagói Grettir, en svo for þo fyrir þess- um vorubiIstjora, sem Ijosmyndari blaósins hitti i Armulanum i gær, að hann missti sjálfan pallin aftan af bifreiö sinni. Sem betur fór hlutust engin slys af og hér sést er verið var aö hifa pall mn a sinn staö aó nýju Timamynd: G. E

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.