Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 1
.Slðumúla 15 • Póalhólf 3^0 • Jleykjavík • Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsimar 86387 & 86392 Lokágerð fjárlaganna: Svígrtun tíl skattahrfivtinga JSG — í hinum endanlegu fjár- lögum fyrir áriö 1981, sem sam- þykkt voru á Alþingi sföastliö- inn laugardag, feist fjöldi breytinga frá upphaflegu fjár- lagafrumvarpi. Flestar þessar breytingar eiga það sameigin- legt aö horfa til hækkunar. Þannig hækkaöi tekjuhliö fjár- lagafrumvarpsins samtals um 17,9 milljaröa í meðferð þings- ins en gjaldahliöin um 19,3 mill- jaröa. Niðurstöðutölur fjárlaganna eru þær, að heildartekjur eru 551,5 milljarðar en heildargjöld 545,8 milljarðar. Rekstraraf- gangur er þvi 5,7 milljarðar króna sem er nær 1,5 milljarði minni afgangur en var i upphaf- lega framvarpinu. Séu lána- hreyfingar teknar með, þá kem- ur i ljós að greiðsluafgangur fjárlaganna er 2,7 milljarðar króna. Ef litið er á breytingar sem urðu á tekjuhlið fjárlagafrum- varpsins þá er stærst þeirra hækkun á tekjuskatti einstak- linga um 4,9 milljarða. Tekju- skattsálagningin er við það miðuð að skattvisitala hækki um 45%, og þar með t.d. skatta- þrep og verði 146 stig. Hins veg- ar er talið að tekjubreyting milli áranna 1979 og 1980 verði að minnsta kosti 51% og e.t.v. 52 eða 53%. Þessi mismunur á skattvisitölu og tekjubreytingu leiðir af sér tiltölulega meiri skattheimtu en þá er miðaði við óbreytt álagningakerfi. Þar með er ekki öll sagan sögð. Þess konar álagning myndi gefa af sér nokkru meiri tekjur en hin endanlega fjár- lagatala segir til um. Þvi er beinlinis gertráð fyrir svigrúmi til breytinga á skattalögunum, til þess að létta skattbyrði ein- stakra tekju eða félagshópa. Fyrir utan breytingar á álagningakerfinu sjálfu s.s. lækkun álagningahlutfalla koma til greina breytingar á skattlagningu einstæðra for- eldra,einstaklinga i sjálfstæðum atvinnurekstri, svo eitthvað sé nefnt. Verði breytingar sem þessar settar i samband við viðtækari efnahagsaðgerðir, þá er ekki úr vegi að minna á að i fjárlaga- frumvarpinu er enn 11 milljarða gjaldaliður sem ætlað er að standa undir efnahagsað- gerðum. Sá liður var lækkaður um 1 milljarð i þinginu, en mill- jarðurinn er færður til nýsam- þykkts fæðingarorlofs. Övfst að talningu ljúkl fyr- irjól, í atkvæðagreiðslu bankamanna AB — t gær i eftirmiödaginn höföu atkvæöi aðeins borist frá liðlega heimingi kjörstaöa i at- kvæöagreiöslu bankastarfs- manna um nýgeröan kjara- samning. Aö sögn Vilhelms G. Kristinssonar framkvæmda- stjóra Sambands islenskra bankamanna þá hömluðu sam- gönguerfiöleikar þvi aö skrifstofu StB bærust kjörgögn. Þó sagöist Vilhelm enn vonast til þess aö þeir hjá SÍB gætu talið atkvæöin fyrir hádegi á morgun, aöfanga- dag. Vilhelm sagðist ekki vita ná- kvæmlega hversu mikil þátttakan i atkvæðagreiðslunni hefði verið en þó átti hann ekki von á að hún væri mikið-yfir 70%. Vilhelm taldi það mjög liklegt að samningurinn yrði samþykkt- ur og sagðist hann draga þá ályktun af viðbrögðum þeim er bankastarfsmenn hefðu sýnt á kynningarfundum. Vestfirðir: 500 manns bíða eft- ir flugi AM — Innanlandsflug gekk bærilega i gær, þótt ekki væru tök á að fljúga til Vestfjarða, þar sem vindur i fjallahæð hamlaði aðflugi að sögn Péturs Maack, af- greiðslustjóra innan- landsflugs Flugleiða. Flognar voru i gær fimm ferðir til Akureyrar tvær til Egilsstaða tvær á Sauðárkrók ein á Horna- fjörð, Húsavik og Vestmannaeyj- ar og tvær ferðir með vörur til Egilsstaða og ein á Húsavik. Stóð vöruflugið fram á nótt. Ekki blæs byrlega fyrir flug á Vestfirði i dag samkvæmt veður- spá i gærkvöldi en nú biða á þriðja hundrað manns eftir ferð þangað og um tvö hundruð vestra vilja komast suður. Gullrúsinan seld í dag AM — Nú hafa verðlags- yfirvöld fyrirboðið Ás- geiri Hannesi Eirikssyni að fela gullrúsinuna frægu i „pylsuendan- um” á einni af pylsum Pylsuvagnsins við Austurstræti og þegar við ræddum við Ásgeir sagði hann okkur að bú- ið væri að spretta upp megninu af þeim 100 pyisum, sem jafna átti niður á dagana fram til jóla og finna gripinn. Að vandlega athuguðu máii hefur Ásgeir ákveðið að pylsan verði boðin upp i dag á Lækjar- torgi eða i Austurstræti og and- virði hennar varið til þess að gleðja útigangsmenn sem gjarna eru á ferli i grennd við Pylsu- vagninn sem kunnugt er. Verð- mæti gullrúsinunnar er ekki undir hálfri milljón króna og er að vona að vel verði boðið i gripinn sem smiðaðurer af mesta hagleik hjá Gull og silfur á Laugaveginum. Uppboðstiminn verður auglýstur nánar i dag. AB —Ekkier aö efa þaö aö hinir fjölmörgu gestir sem hlýddu á Langholtskirkjukórinn syngja undir stjórn Jóns Stefánssonar sl. föstudagskvöld hafi komist i hátföarskap. Kórinn söng i kirkjuskipi sinu, en þaö komst undir þak I nóvember sl. Kirkju- skipiö var upplýst meö kyndlum og aö sögn fróöra manna var hijómurinn einstakiega falleg- ur, enda mun kórinn hugsa gott tU glóöarinnar aö fá aö syngja reglulega á þessum staö I fram- tlöinni, svo er hljómburöurinn góöur. Þess veröur vonandi ekki Iangt aö bföa aö kórmeölimir geti sungið fullum hálsi á þess- um staö, án þess aö þurfa aö diiöa sig 1 kuldaflikur, eins og þeir þurftu aö gera á föstudags- kvöldið. Timamynd —G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.