Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 6
6 Þriöjudagur 23. desember 1980 iðT & irnrnm Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Siguröur Brynjólfsson.—Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrfmsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friörik Indriöason, Friöa Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (Alþing) Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir),. Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Ágústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu: kr. 350. Áskriftárgjald á mánuöi: kr. 7.000. — Prentun: Blaöaprent h.f. Eftir þingfrestun Alþingi heí'ur fengið jólaleyfi að lokinni af- greiðslu f járlaganna fyrir næsta ár. Það markmið náðist að afgreiða fjárlögin greiðsluhallalaus og hækka ekki álögur frá þvi, sem var á þessu ári. Nýjum tekjustofnum var þvi aðeins bætt við, að aðrir voru felldir niður. I hinum nýju fjárlögum er áætluð nokkur upp- hæð til ráðstafana gegn verðbólgunni. Þessa upp- hæð má nota hvort heldur er til niðurborgana á vöruverði eða skattalækkunar. Fjárlögin eru byggð á þvi, að veruleg niðurtaln- ing eða niðuríærsla verðbólgunnar takist á kom- andi ári.Undaníarið hefur sérstök efnahagsnefnd, sem skipuð er fulltrúum allra aðila stjórnarsam- starfsins, f jallað um þær leiðir, sem helzt koma til greina i þessu sambandi. Þess er að vænta, að sá árangur náist af starfi efnahagsnefndarinnar, að hafizt verði handa með sérstakar ráðstafanir gegn verðbólgunni öðrum hvorum megin við áramótin. Það eru vonbrigði, að ekki hefur tekizt að hefja niðurfærslu verðbólgunnar á þvi ári, sem er að ljúka. Þvi valda margar ástæður, en þó sú helzt, að samningar um kaupgjaldsmál hafa staðið yfir allt árið, en meðan svo er ástatt, er erfitt að hefjast handa með niðurfærslu. En þótt ekki tækist að hef jast handa með niður- talninguna, hefur eigi að siður náðst umtalsverð- ur árangur. Verðbólguhraðinn hefur ekki aukizt, heldur frekar hið gagnstæða, öfugt við það, sem hefur gerzt viðast annars staðar. Þar hefur verð- bólgan aukizt og atvinnuleysi einnig. Hér hefur tekizt að tryggja næga atvinnu. Það er mikilvæg- ari árangur, en yfirleitt er viðurkennt. Það á sinn þátt i þvi, að minni árangur hefur náðst i verðbólgumálum en ella, að stjórnarand- staðan hefur reynt að vera til trafala eftir þvi, sem hún hefur megnað. Seinagangurinn i kjarasamningum stafaði ekki sizt af þvi, að innan samtaka vinnuveitenda voru öfl, sem reyndu að draga þá eftir megni. Hvað eftir annað gripu þessi öfl til þess ráðs að gera eins konar verkfall og tefja samningana á þann hátt. En stjórnarandstaðan hefur ekki aðeins verið óbilgjörn, heldur ótrúlega neikvæð og úrræðalaus. Gott dæmi um það fengu sjónvarpsáhorfendur að sjá og heyra siðastliðið föstudagskvöld, þegar formenn stjórnarandstöðuflokkanna, Geir Hall- grimsson og Kjartan Jóhannsson, leiddu saman hesta sina i sjónvarpsþætti, sem átti að snúast um efnahagsmál. Eftir að þeir Geir og Kjartan höfðu rabbað sam- an i hálfa klukkustund, voru áheyrendur jafn ófróðir og áður um það, sem Alþýðuflokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn vildu gera til lausnar efna- hagsvandanum. Þetta skýrir ekki eingöngu úrræðaleysi stjórn- arandstöðunnar. Efnahagsvandinn er ekki auð- veldur meðferðar og fátt verður gert til lausnar honum, sem ekki þrengir að einhvers staðar. Þeir Geir og Kjartan snerust kringum þetta eins og köttur i kringum heitan graut. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Kjósendur höfnuðu herstjórn í Uruguay Stjórnin sýnir þó ekki brottfararmerki Pyntingar eru liöur i fangelsum herstjórnarinnar I Uruguay. FYRSTU sex áratugi þess- arar aldar var yfirleitt talið, að Uruguay væri það riki Suð- ur-Ameriku, sem byggi við frjálsast stjórnarfar og lengst væri komið i félagslegum um- bótum. Af þessum ástæðum var Uruguay oft likt við Sviss og Sviþjóð. Uruguay var á þessum tima talið tiltöluiega auðugt land, enda þótt efnahagur þess byggðist nær eingöngu á einni atvinnugrein, nautgriparækt. Þetta breyttist skyndilega eft- ir 1960, þegar verð féll á nauta- kjöti sökum harönandi sam- keppni og offramleiðslu. Uruguay varekki ái neinn hátt undir það búið að mæta slikri kreppu. A velgengnisárunum hafði verið sett ein fullkomnasta tryggingalöggjöf, sem sogur fara af, og ekki hafði verið gætt neins hófs i opinberu starfs- mannahaldi. Stjórnarvöldin réðu ekki við þetta ástand. Atvinnuleysi og verðbólga jukust dag frá degi. Vinstri sinnaðir menntamenn stofnuðu skæruliðahóp. Tupamaros, sem hugðist knýja fram umbætur með hryöjuverk- um. Svo illt var ástandið orðiö, að flestir sættu sig við það, þegar herinn skarst i leikinn 1973 og tók völdin i hendur sinar, þótt Bordeberry, sem hafði verið kosinn forseti 1971, héldi þeim að nafninu til fyrst eftir að her- inn skarst i leikinn. Sfðan hefur herinn farið með völd óslitið, þótt hann hafi reynt að grimuklæða það. M.a. hefur hershöfðingi ekki veriö látinn gegna forsetaembættinu, en raunverulega er búið að gera það valdalaust. STJÓRN hersins i Uruguay hefur unnið sér það orð að vera hin óbilgjarnasta og afturhalds- samasta i Suður-Ameriku. I fyrstu var hún að visu neydd til að beita harðræði meðan hún var að sigrast á Tupamaros, en það tókst henni á tiltölulega skömmum tima. Tupamaros var fámennur skæruliðahópur, en sagöur mjög vel skipulagður. En þótt herinn hafi kveðið Tupamaros niður, virðist hann haldinn stöðugum ótta við nýja hreyfingu af þessu tagi. Pólitiskar fangelsanir hafa ver- ið tiöar og hinum hryllilegustu pyntingum hefur verið beitt i fangelsum. Það hefur ýtt undir ótta hers- höfðingjanna að þeim hefur ekki tekizt að bæta efnahagsástand- ið, heldur hefur það farið si- versnandi. Þótt það sé ekki að öllu leyti sök þeirra, hefur það ýtt undir andstöðu gegn þeim og kröfur um endurreisn lýðræðis- stjórnar fengið byr i seglin. Hershöfðingjarnir töldu þvi hyggilegt að koma til móts við þessar óskir og létu undirbúa frumvarp nýrrar stjórnarskrár. Samkvæmt henni skyldi tak- mörkuð stjórnmálastarfsemi leyfileg að nýju, en sérstakt öryggisráð, sem herinn skipaði, skyldi hafa rétt til að gripa i taumana, ef það áliti slikt nauð- synlegt. Hershöfðingjarnir ákváðu að fylgja fordæmi stéttarbræðra sinna i Chile og efna til þjóðar- atkvæöis um þetta uppkast sitt. Þjóöarkvæðagreiðslan fór fram 30. nóvember siöastliöinn. AF hálfu stjórnarvalda var rekinn gifurlegur áróður fyrir þvi, að kjósendur veittu stjórnarskrárfrumvarpinu samþykki sitt. Þau höfðu hljóð- varp og sjónvarp á sinu valdi og notuðu þessa fjölmiðla til linnu- lauss áróðurs. Andstæðingar uppkastsins fengu ekki til umráða i útvarpi nema örlitið brot af þeim tima, sem stjónarvöldin notuðu til þessa áróðurs. Á sama hátt notuðu stjórnar- völdin þá aðstöðu að ráða yfir öllum helztu blöðum landsins. Veggspjöldum var komið fyrir nær hvarvetna, þar sem menn voru hvattir til að sam- þykkja frumvarpið. Áróður hershöfðingjanna byggðist fyrst og fremst á þvi, að nýja stjórnarskráin kæmi i veg fyrir, að kommúnistar gætu komizt til valda. Andstæðingar frumvarpsins létu þessa kommúnistagrýlu ekki hindra samstöðu sina. Gömlu aðalflokkarnir tveir, sem gengu undir nöfnunum Blanco (ihaldssamir) og Colarado (frjálslyndir), mynd- uöu samfylkingu með kommúnistaflokknum, verka- lýðshreyfingunni og kirkjunni, en hún tók afstöðu gegn frum- varpinu. Þrátt fyrir þessa breiðu sam- fylkingu, þótti liklegt, að hers- höfðingjarnir myndu bera sigur úr býtum likt og raunin varð i áðurnefndri þjóðaratkvæða- greiðslu I Chile fyrr á árinu. Niðurstaðan varð sú, að stjórnarskrárfrumvarpið var fellt. Kosningaþátttakan var 85%. Atkvæöi skiptust þannig, að 54,5% sögðu nei, 39,5% sögðu já og 6% skiluðu auðu. Þetta er talinn mikill ósigur fyrir stjórn hershöfðingjanna, þvi að andstæðingar frum- varpsins lögðu áherzlu á, að með þvi að fella frumvarpið væri einnig verið að hafna stjórn hershöfðingjanna og láta stjórnarskrána frá 1967 taka aftur gildi. Hershöfðingjarnir hafa ekki stjórnað eftir henni og töldu hana endanlega úr sög- unni, ef frumvarpið yrði sam- þykkt. Hershöfðingjarnir hafa verið fáorðir um úrslitin i þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Þeir sýna þó engin merki þess, aö þeir ætli að sleppa völdunum. Uruguay er minnsta riki Suður-Ameriku, 187 þús. ferkm. tbúar eru 2.7 millj.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.