Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 23. desember 1980 Daman hér á myndinni hlaut i haust titil-. inn ,,Diskódrottning Englands” eftir að hafa unnið 13 keppinauta sina i úrslita- keppni. Fyrir þetta afrek hlaut Jean Munro — Martin, en það er nafn þessarar glæsilegu ljósmyndafyrirsætu, rándýran bikar og mörg önnur verðlaun, sem alls námu um hálfri milljón króna að verð- mæti. Óneitanlega er þetta vel af sér vikið, en sé haft i huga, að aðeins tveim mánuðum áður hafði Jean lent i alvarlegu bilslysi,þar sem hún hlaut þvilika áverka, að sauma þurfti hana saman þvers og kruss, er þetta enn betur af sér vikið hjá henni. >*í spegli tímans Diskó- drottning Englands Omar Sharif haslar sér völl á nýjum vettvangi Hann Omar Sharif hefur ekki haft erindi seni erfiði, þegar hann hefur verið að fást við kvikmyndaleik. Satt er það, aö maðurinn er hinn gjörvu- legasti, en þvi miður virðist honum ekki hafa verið úthlutaö hinum minnsta skammti af leikhæfileikum. lfins vegar hefur hann þótt liötækur briddsspilari og satt er það, að hann er hið mesta spilafffl. Hann hcfur ekki látið við það sitja aö spreyta sig við briddsiö, hann hefur átt þaö til að taka rispur i spilavitum, en með misjöfn- un árangri. En nú er helst svo að sjá, sem hagur Omars sé loks að vænkast. Ifann hefur fengið starf sem spila- stjóri i spilavíti i Trouville i Normandi. Omar á reyndar hlutafé f fyrirtækinu og fær þar að auki prósentur af hagnaöi spila vitisins. Það þykir erkifjendum hans við spilaborðið alveg bráð- snjalll, þvi að eins -og þcir komast að orði, ef hann tap- ar núna, tapar hann fyrir sjálfum sér. Spilavitiö Casino Trouville hefur þegar hlotið virðingarsess meðal rikra iðjuleysingja, sem stunda staðinn af kappi, en innfæddir fá ekki aögang. Illgjarnar tungur halda þvi frant, að stjórnendur spila- vitisins gerisér vonir um, aö vellauðugar eldri konur sem minnast flauessbrúnna augna Omars Sharif frá kvikmyndadögunum, flykk- ist þangað og verði laust fé. Það sé eina ástæðan til hinn- ar nýju upphefðar Omars. 3479. Lárétt 1) Plöntur. 6) Hulduveru. 7) Til þessa. 9) Svar. 11) Drykkur. 12) Borðaði. 13) Öþrif. 15) Spýju. 16) Morar. 18) Meðalhóf. Lóðrétt 1) Land. 2) Lukka. 3) 1050. 4) Sepa. 5) Sjávarskepnu. 8) Afsvar. 10) Nýgræöing- ur. 14) Ræktað land. 15) Sturla. 17) 499. Ráðning á gátu No. 3478 Lárétt 1) Sómalia. 6) óró. 7) Már. 9) Und. 11) AA. 12) ÓO. 13) Rás. 15) Eir. 16) Eti. 18) Strenna. Lóðrétt 1) Samaria. 2) Mór. 3) Ar. 4) Lóu. 5) Andorra. 8) AAA. 10) Nói. 14) Sér. 15) Ein. 17) Te. bridge Nr. 258 NS i spilinu i dag virtust vera komnir i ágætis tvimenningssamning vegna þess að legan i laufinu gerði það að verkum að láglitaslemman stóð ekki. Norður. S. AG5 H. 74 T. AK L. ADG863 Vestur. Austur. S. 62 S.K964 H.KD1092 H.AG853 T. 854 T.932 L.1072 L.9 Suður. S. D1083 H. 6 T. DG1076 L. K54 Vestur. •— 3hjörtu pass pass Norður. Austur. Suður. 1 lauf 1 hjarta 2tiglar pass pass 3spaðar 4 lauf pass 4hjörtu 4spaðar allir pass. Þar sem 6 lauf standa ekki ef vörmn byrjar á að spila tvisvar hjarta (Suður verður að trompa og þá er ekki innkoma á tigulslagina) og 6 tiglar standa ekki með laufi út, virtust 4 spaðar vera upplagður tvimenningssamningur. Vestur spilaði hjartakóng út og siðan áfram hjarta. Austur yfirdrap og suður henti tigli til að missa ekki vald á spilinu ef spaðinn iægi 4- 2. Austur taldi öruggt að láglitirnir væru þéttir og spilaöi þvi þriðja hjartanu. Suður varð að trompa i borði og þaðan spilaði hann spaðagosanum. Austur tók strax á kónginn og spilaði hjarta i fjóröa sinn. Og þá var sama hvað suður gerði. Ef hann trompaði i borði með ásnum varö spaðania austurs slagur með timanum. Og ef hann trompaði heima var austur orðinn lengri i trompinu og hlaut að fá slag hvernig sem suður spilaði. Með__________ morgunkaffinu — Friðmundur þó, bauðstu mér I raun og veru heim til aö sýna mér örið eftir uppskurðinn...? — Nei, ég finn alltaf eitthvað handa honum Sæmundi minum að gera siðan hann komst á eftirlaunin. — Nýju stigvélin min eru alveg cins og segir i auglýsingunni — fin i for og bleytu — og ég hoppaöi i öllum drullu- pollunum.... ERTÞÚ viðbúinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.