Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. desember 1980 7 Orðsending til Guð- rúnar á Mælifelli Arið 1977 þ. 4.april var á sam- eiginlegum fundi sveitarstjórna austan Blöndu samþykkt svo- felld ályktun um þingsályktun- artillögu um Villinganesvirkjun og frumvarp um virkjun Blöndu: „Fundur sveitarstjórna í Lýt- ingsstaða-, Seylu-, Bólstaðar- hliðar- og Akrahreppum, hald- inn i Miðgaröi 4. april 1977, lýsir yfir fyllsta stuðningi við fram- komna tillögu til þingsályktunar um virkjun hjá Villinganesi og beinir eindreginni áskorun til Alþingis að samþykkja hana. Jafnframt mótmælir fundurinn framkomnu frumvarpi rikis- stjórnarinnar um Blönduvirkj- un og skorar á rikisstjórnina að draga frumvarpið til baka, en Alþingi að synja um heimild til virkjunar að öðrum kosti. Leggur fundurinn áherslu á, að ekkert það hafi gerst i fram- vindu virkjunarmála á Norður- landi vestra, sem ástæða sé til að breyta margitrekuðu sam- þykktum Upprekstrarfélags Eyvindarstaðaheiðar um þau mál. Fundurinn bendir á, að nú- verandi hugmyndir um Blöndu- virkjun leiða af sér meiri land- eyðingu en nokkur dæmi eru til við mannvirkjagerð á Islandi til þessa. Þvi telur fundurinn aug- ljóst, að fullnægjandi samstaða náist aldrei meðal landeigenda um Blönduvirkjun eftir þeim hugmyndum, sem nú eru uppi, og telur þvi ástæðulaust að frek- ari viðræður fari fram i þeim efnum. Fundurinn itrekar þá megin- stefnu, að virkjanir af miðl- ungsstærð (30—70 megavött) skuli hafa forgang umfram virkjanir af stærstu gerð. Minn- ir fundurinn á fýrri röksemdir um að gjalda algeran varhug við orkusölu til erlendrar stór- iðju sem vaxandi þætti 1 at- vinnuþróun landsmanna. Þvi beinir fundurinn þvi til allra hlutaðeigandi aðila að veita áfangavirkjunum i Héraösvötn- um og Jökulsá eystri brautar- gengi og fylgja þvi máli eftir, svo sem framast eru föng á.” Þessi ályktun var samþykkt með atkvæðum allra fundar- manna 18 að tölu. Guðrún Lára Asgeirsdóttir var meöal hinna 18. Enginn ágreiningur kom þá fram varðandi afskipti Blönd- hliðinga af málinu. Ekkert hef- ur heyrst um óþarfa afskipta- semi fulltrúa á aðalfundi K.S. - B.S.S. né sýslunefndar en aðal- fundir allra þessara aðila hafa ályktað um málið. Og enginn minnst á hvar stöðvarhús vænt- anlegrar Villinganesvirkjunar skyldi reist. — Nýlega hefur bæjarstjórn Siglufjarðar álykt- að um málið. Þeirra afstaöa er stuðningur við Blönduvirkjun. En kemur þeim málið nokkuð við Guðrún Lára? Hverjir mega hafa afskipti af Blönduvirkjun og hverjir ekki? Hvað hefur breyst? Eru ein- hver þau rök sem borin hafa verið fram af ýmsum aðilum gegn Blönduvirkjun úr gildi fallin. _ Hvað um þá staðhæfingu Guðrúnar Láru og þeirra sveitarstjórnarmanna að Blönduvirkjun leiði af sér meiri landeyðingu en nokkur dæmi sé til um mannvirkjagerð á Islandi til þessa. Stendur hún ekki óhögguð? Og þegar að sá stóri sannleikur liggur fyrir — þá kemur.'málið öllum islend- ingum við. Ekki bara þeim, sem beinna hagsmuna hafa að gæta — heldureinnig mér og þér, sem viljum sjá — sárin foldar gróa — akra hylja móa. Sjá landið okk- ar stækka. Með bestu jóla- og nýársóskum að Mælifelli. KonráðGislason. Járnbraut Þar sem ég er fæddur nokkru fyrir aldamót get ég enn fundið vantrúna, sem ég inndrakk snemma á öldinni þegar til tals kom að leggja járnbraut austur yfir fjall. Ég ber mikla hlýju til ungra manna, sem finna þörf fyrir úrbætur og óska þeim vel- farnaðar.En að hverfa bakleiðis i átt til járnaldar finnst mér vond spá. Hörmungasaga rikis- járnbrauta i mörgum löndum, þar sem verkefnin eru þó i haugum, hefir skilið eftir sig spor, sem hræða. Þegar fyrri sagan um járn- braut hér gerðist voru einnig uppi ungir menn, sem töldu sig sjá fram i timann, og nú get ég i huganum státað af þvi að hafa verið fylgdarsveinn þeirra fram- sýnu manna, sem forðuðu land- inu frá járnbrautagerð. En úr þvi þessi hugmynd er komin fram að nýju er ég fús til að vekja eftirtekt á hinum gamla þræði. Auðvitað þarf aldrei að óttast kyrrstöðu sem betur fer, a.m.k. ácki til lengdar, en þessu bjóstégekki við.SU spurn er þvi tiltæk, hvert hlutverk þessi samgönguþáttur hefði haft, ef slik braut hefði verib gerð og hver staða hennar væri nú. Ég hygg, að enginn stór flutnings- stofn væri fyrir hendi heldur einungis smár ferða- og neyslu- stofn milli tveggja punkta, sem útheimti aðra fararskjóta til allra átta svo og nauðsynleg ,hliðartengsli við linuna, sem með forgangi klyfu byggðarlög- in. Þaðmákannske segja.að það sé mál Sunnlendinga hvort þeir velja sér þann kostnað og um- stang, sem þeim væri fyrirbúinn i þessu falli. Samfélagið fengi samt sinn skammt. Talið er, að þýsk undirbúningsrannsókn muni kosta 140 millj. kr. Ég tel að erlend ráðgjöf við ýmis atvik sé sjálfsögð og einnig við sumar framkvæmdir, en þetta er sjálf- dæmi. Líklega eru 10 ár siðan Berg- en t.d. hætti við járnbrautir og tók „bussa” í staöinn. Og enn lengra er siðan ég sá i bandar, stórborg brautateina kaffæröa i malbiki undir akreinar og kerfi sett upp vegna rafknúinna bila. Þessar 140 millj. gætu komið i góðar þarfir til að fræða þjóðina svo ekki þýði að segja henni, að Island sé vont land hvað vega- gerð snertir. Landið er dásam- legt að þessu leyti. En verk- færaleysi, vanþekking, pen- ingasvelti o.þ.h. hafa hrjáð þjóðina. Þetta blöskraði mér svo, að 13. nóv. 1969 skrifaði ég blaðagrein og m.a. hæddi fjár- veitingavaldið með svofelldum orðum: ... ,,að við gætum átt eftir aö heyra, að vegamála- stjóranum yrðu skaffaðar prjónamaskínur”. Vist er þjóðin fámenn en það segir ekki allt. Þéttbýlisþjóðir leggja vegi, sem oft eru meira notaðir af útlendingum, sem með hraði renna um löndin án þess að skilja eftir pening — heldur aðeins örtröð. Svisslendingar gerðu göng undir Alpana og lengdu þau ár- lega um nær 2 km. uns þau urðu lengri en loftlinan Akra- nes/Rvk. Er þú ekur inn á Elizabeth Turnpike i' U.S.A. er framundan mörg hundruð km. þráðbein lina. Ýmsar eignir og skaða varð að bæta með stórfé. Þó kom svo að beygja var gerð vegna bújarðar, kannske til að varðveita setrið sem minjar. Hinar svipmiklu stórbyggingar, hvitar og rauðar, korn- og fóðurturnar svo og breiður ræktarlands kom mér fyrir sjónir sem sýning. Svipað sá ég 1969 við langa hraðbraut skammt frá Vancouverborg. Þar var beygt fram hjá fógru eikartré, sem á sinum tima var gróðursett til minningar um kanadiska hermenn, sem féllu i heimsstyrjöldinni ’14-’18. Allt annað varð að vikja. Ég átti þarna leið um aftur 1971. Tréð var þá horfiðen skininn stofninn stóð eftir. Hversvegna? Blauð drullusokkasamtök höfðu i nátt- myrkri dælt bensini yfir trjá- stofninn, greinar hans og krónu og kveikt svo i' til að vekja eftir- tekt á „hugsjónum” sinum. Nútima vegagerð útheimtir i þéttbýli gffurlegt fjármagn, sem héreróþekkt. En þar spar- ast lika stærri upphæðir. I litlu landi er ný brú, sem talið er aö spari 8 millj. litra bensins á ári, ekki aðeins bilum úr næsta ná- grenni heldur h'ka úr mörgum fjörrum löndum. En þótt tilefni þessa máls sé járnbraut þá er ég meö vilja að ræða vegi. Þeir eru okkar nauð- ,syn og framtið. Rafmagn i þágu samgangna ber að nýta og 140 milljónirnar er aðeins for- smekkur. Stofnkostnaðurinn er annar kapitulinn, reksturinn sá þriðji. Svovel stendurá aö aust- ur liggur nýl. vegur, sem stenst allar kröfur. Við getum þvi sleppt jámbrautargerð en bara lagt raflinur meðfram veginum og breytt þeim bilum, sem eig- endur velja þann ferðamáta. Þar með geta stórir bilar og smáir, þunghlaðnir og lausir, knúnir rafmagni eða eldsneyti runnið hver i annars hjólför og sömu undirstöðu, svo sem tiðk- ast vitt um heim. Þessvegna er draumur um járnbraut óþarfur, en andvirði hennar gæti gengið til að auka þá landsins auðlind, sem góö vegasambönd eru. Lokaorð leiðarans f éllu niður Lokaorð leiðara Timans sl. sunnudag féllu niður i prentun, en þetta hefur valdið misskiln- ingi, einkum þar eð fyrirsögn leiðarans visar til lokaorðanna. Sfðasta málsgrein leiðarans óstytt er þannig: „Þetta vesen sumra flokks- bræðra iðnaðarráðherrans má fyrir enga muni verða til þess að leiða hugi fólks frá meginstað- reynd málsins, að viðskipta- hættir ALUSUISSE við Islend- inga eru stórmál sem skiptir alla þjóðina miklu. Ekkert má til spara að málið verði upplýst til fulls, misskilningi eytt og hagsmunir okkar og réttur tryggðir. Annað verður ekki þolað.” JS Kiwanisklúbburinn Hekla. Dregið þefur verið hjá Borgar- fógeta um vinninga i Jóladaga- tali Kiwanisklúbbsins Heklu. 1. desember 1071 2. desember 21 3. desember 1325 4. desember 471 5. desember 1323 6. desember 19 7. desember 255 t. desember 1317 9. desember 4M 19. desember 17 11. desember 1432 12. deseraber 690 13. desember 1220 14. desember 66 15. desember 146 16. desember 181 17. desember 1533 18. desember 855 19. desember 1433 20. desember 224 21. desember 417 22. desemher m» 23. desember »71 24. desember 1514 Allar uppiýsmgar hjá Á&geíri Guftlaugssyaí Urftwstekk 5; i siifia 748% eftir kl. » dagtega. bókmenntir Torfi Þorsteinsson í Haga Torfi Þorstcinsson i Ilaga. Töfrar liðins tima. Frásöguþættir fró liðinni tið i Austur-Skaftafeilssýsiu. Setberg. Höfundur þessa rits er mörg- um kunnur af útvarpserindum og blaðagreinum. Hann er glöggur og athugull alþýðu- maður, lesinn vel og kann að nota mannfræðilegar heimildir um liöna tiö. 1 formála segir höfundur m .a.: „löllum þessum þáttum eiga að varðveitast manniifsmyndir, semofthafa ónáöað mig og ekki fengið friftþægingu, fyrr en ég hafði innrammaft þær með að- stoft pappírs og penna”. Swmir þessir þættir eru frá fyrri t» e* raargir eru minn- ingitr höfundap iri ýmsum Um- unt. Þeir era aldarfarslýaing se*n i eru gireyptor maunfýs- mgaý, mwjáfnlega glöggar að Töf r ar hins liðna sjálfsögfcu en allar drcgnar af Þar sem við finnum samsvöruu n*»ri góðvild þó aö misjöfn séu er wiertur næmur strengur, sárt söguefnin. eöa þægilega eftir atvikum. Margt veldur þvi hvernig Kannske er Tveir tiu króna svona þættir komast að lesend- seftlár, bestu áWarfacelýsingw um og snerta þá. Viö erum svo Lárua gáltotí næmasta ör- takmörkuð aö vift skynjum allt lagasagab- og skiljum i ljósi eigin reynsiu. . / H. Kr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.