Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.12.1980, Blaðsíða 15
Þriöjudagur 23. desember 1980 19 Sigurgeir Bóaison flytur þingsályktunartíllögu um gerð áætíunar um eflingu iðnaðar og þjónustu á Vestfjörðum: „Emhætír atvmnuvegir stuðla að óstöðugleika í búsetu” Sigurgeir Bóasson hefur á AI- þingi flutt tillögu tii þingsálykt- unarum aö rikisstjórnin beiti sér fyrir gerö „áætlunar um eflingu iönaöar og þjónustu á Vestfjörö- um”. I greinargerö er rakin itar- lega þróun I atvinnumálum á Vestfjöröum, en þar segir: 1. Breytingar á fólksfjölda og bú- setu á Vestfjöröum. Tækniframfarir og hagvöxtur hafa leitt til mikilla breytinga á atvinnuháttum og búsetu hér á landi. A sama tima hefur orðið mesta fólksfjölgun i sögu þjóöar- innar, en tala ibúa hefur þrefald- ast frá aldamótum. Á Vestfjörðum hefur þróunin á marganhátt verið ólík þróuninni i öðrum iandshlutum. Um aldamót bjuggu um 12.500 manns á Vést- fjörðum, en 1. desember 1979 var ibúatalan 10.363 og eru Vestfirðir eini landshlutinn þar sem ibúum hefur fækkað frá aldamótum. Frá aldamótum til ársins 1940 var ibúafjöldi á Vestfjörðum svo til óbreyttur, en upp úr þvi fór að gæta verulegrar fólksfækkunar allt til ársins 1972, en þá var ibúa- talan lægst eða 9.925. Frá þeim tima hefur orðið nokkur fólks- fjölgun og var ibúaf jöldinn 10.363 1. desember 1979. Ef þessi þróun er athuguð nán- ar sést að á ýmsan hátt hafa Vest- firðir sérstöðu. 1 fyrsta lagi hefur’ fækkun i sveitum orðið hlutfalls- lega meiri á Vestfjörðum en i öðr- um landshlutum. Á árinu 1940 bjuggu 6.396 Vestfirðingar i sveit- um en 1. desember 1979 bjuggu aðeins 2.088 manns i sveitum á Vestfjörðum (sjá töflu 1). 1 öðru lagi hafa Vestfirðir sérstöðu að þvi leyti, að f jölgun i þéttbýli hef- ur orðið mun minni en i flestum öðrum landshlutuk. Á árinu 1940 bjuggu 6.547 á þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum samanborið við 8.275 1. desember 1979 og er fjölgunin aðeins 26,2% á þessu timabili. A sama tima hefur fólksfjöldi i þétt- býli á landinu öllu.-aukist um 140%. 1 samanburði viö aöra landshluta er fjölgun i þéttbýli á Vestfjöröum svipuö og á Noröur- landi vestra, en I öllum öörum landshlutum hefur fólksfjöldi i þéttbýli meira en tvöfaldast á þessu timabili. Með tilkomu skuttogaranna og mikillar uppbyggingar og endur- bóta á fiskvinnslustöövum hefur ibúum þéttbýlisstaða á Vestfjörð- um fjölgað nokkuö hin siðari ár, en mjög mismunandi eftir stöð- um. 1 Bolungarvik hefur orðið mikil fjölgun, en ibúum }>ar fjölgaðum 18.6% frá árinu 1975 til ársins 1979. A tsafirði hefur orðiö nokkur fólksfjölgun allra siðustu ár en á flestum öðrum þéttbýlis- stöðum á Vestfjörðum hefur ibúa- fjöldi nokkurn vegninn staðið I stað. Almennt má segja að þétt- býlisstaðir á Vestfjörðum hafi ekki tekið viö þvi fólki sem vegna breyttra atvinnuhátta hefur flust úr sveitum og minni útvegsstöð- um. Margar ástæður hafa valdið þessari þróun, en ein mikilvæg- ásta ástæðan er tvimælalaust sú að atvinnulif á Vestfjörðum er einhæft og þjónustu á mörgum sviðum mjög ábótavant. 2. Atvinnuskipting á Vestfjörðum. Nýjustu upplýsingar um skipt- ingu mannafla á atvinnugreinar og landshluta eru um árið 1978. Samkvæmt þeim var mannafli á Vestfjörðum 5.059 árið 1978. Heildarmannaflinn það ár var 100.912 og er hlutdeild Vestfjarða af heildarmannafla þvi um 5% (sjá töflu 2). Ef atvinnuskipting á Vestfjörð- um er athuguð nánar kemur i Ijós gifurlegt misvægi i uppbyggingu atvinnulifsins. Vestfirðingar hafa sérstöðu hvað varöar fiskveiðar og fisk- vinnslu, en við þessar greinar starfaði 40.1% mannaflans á Vestfjörðum á árinu 1978. A land- inu öllu störfuðu aðeins 13,7% heildarmannaflans við þessar greinar. 1 samanburði við aðra landshluta starfa hlutfallslega flestir viö fiskveiðar og fisk- vinnslu á Vestfjöröum. A hinn bóginn kemur hér einnig fram sérstaöa Vestfjarða hvaö varðar „annan iðnað” en fiskiðnað. A ár- inu 1978 störfuðu aöeins 394 við „annan iðnað” á Vestfjöröum eða 7.8% mannaflans. A landinu öllu störfuðu 17.638 við „annan iðnað” eða 17.5% heildarmannaflans. I samanburði við aðra landshluta starfa hlutfallslega fæstir viö „annan iðnað” á Vestfjörðum. 3. Iðnaður. Hlutdeild Vestfjarða miðað við mannafla var aðeins 2.2% i öðr- um iðnaði en fiskiðnaði á árinu 1978 (sjá töflu 2). Ef nánar er at- hugað hvernig mannafli við þennan iðnað skiptist á iðngreina- flokka sést hve hlutur fram- leiðsluiðnaðar er litill á Vesfjörð- um (sjá töflu 3). Við matvæla- og drykkjarvöru- iðnaö störfuðu 128 manns árið 1978. A landinu öllu störfuðu 2.894 viö þessar iðngreinar og er þvi hlutdeild Vestfjarða miðað við mannafla 4.4% i matvæla- og drykkjarvöruiðnaði. Ef teknir eru saman allir aðrir iðngreina- flokkar framleiðsluiðnaöar, þ.e. vefja-, fata- og skinnaiðnaður, trjávöruiðnaður, pappirsiðnaður, prentun og annar framleiðsluiön- aður, kemur i ljós að á Vestfjörð- um störfuðu aðeins 85 manns við þessa iðngreinaflokka á árinu 1978. A landinu öllu störfuðu hins vegar 8.639 við þessar iðngreinar. I heild er þvi hlutdeild Vestfjarða i þessum iðngreinaflokkum tæpt 1%, en eins og áður hefur komið fram varhlutdeild Vestfjarða um 5% af heildarmannafla á árinu 1978. Verslunarþjónusta. Hlutdeild Vestfirðinga af heildarmannafla i verslun og við- Sigurgeir Bóasson skiptum var aöeins 2.7% á árinu 1978. Þetta segir sina sögu um stöðu verslunar á Vestfjörðum. A árinu 1977 gerðu aðilar á vegum Framkvæmdastofnunar rikisins könnun á verslun og þjónustu á Vestfjörðum. Niðurstaða þeirrar könnunar var m.a. sú, að versl- unarþjónusta á Vestfjörðum væri víða mjög ófullnægjandi, vöruúr- val mjög litið, sérstaklega af ýmsum sérvörum, póstverslun til Reykjavikur tiðar. Vandi verslunar á Vestfjörðum er einkennandi fyrir dreifbýlis- verslunina yfirleitt. Fjarlægð frá heildsölum veldur minni veltu- hraða vörubirgða. Meiri vöru- birgðir krefjast aukins rekstrar- fjár, vaxtakostnaður verður meiri og stærra geymslurými nauðsynlegt. Við verslun með sérvörur veröur þessi vandi sér- staklega mikill og veldur þvi að margar verslanir treysta sér ekki til að hafa þær á boðstólum. Fleira má nefna, eins og kostnað við pantanaafgreiðslu og lánsvið- skipti, en slikan kostnað þurfa verslanir i þéttbýli ekki að bera. Annar vandi smásöluverslana á Vestfjörðum er uppbyggingar- vandinn. Vegna lélegrar rekstrarafkomu hefur viða ekki tekist að skapa f jármagn til upp- byggingar, og stofnlán til bygg- ingar verslunarhúsnæðis, hafa ekki verið fyrir hendi nema að takmörkuðu leyti. Hér þarf Byggðasjóður að koma til, en til þessa hefur Byggðasjóður ekki lánað til bygginga verslunarhús- næðis. Með hliðsjón af þvi, sem hér hefur verið rakið, er ljóst að mikið misvægi er i atvinnubygg- ingu á Vestfjörðum og verslunar- þjónusta ábótavant. Flutningur þessarar þingsályktunartillögu er viðleitni i þá átt að úr þessu veröi bæt. Eðlilegt er aö sú áætlun, sem tillagan gerir ráð fyrir, veröi unnin af Framkvæmdastofnun rikisins i samvinnu við sveitar- stjórnir á Vestfjörðum og Fjórö- ungssambandi Vestfirðinga. 1 framhaldi af j>vi er eðlilegt, að stofnlánasjóöum auk Byggða- sjóðs verði falið að veita lán til þeirra framkvæmda, sem áætlunin felur i sér. Á undanförn- um árum hefur mikil uppbygging átt sér stað I sjávarútvegi og fisk- vinnslu viðs vegar á landinu, og hefur Byggðasjóður komið þar við sögu. Hér hefur verið stigið fyrsta skrefiö i framkvæmd byggðastefnunnar, en aðeins fyrsta skrefiö. Ef markmið byggöastefnunnar eiga að nást hlýtur Byggðasjóður nú að snúa sér að öðrum verkefnum til að skapa fjölbreyttara atvinnulif á landsbyggöinni og að uppbygg- ingu verslana i dreifbýli. Einhæfir atvinnuvegir stuðla að óstööugleika i búsetu.Fólk, sem af einhverjum ástæðum getur ekki unniö við fiskveiðar og fisk- vinnslu á erfitt með að fá starf við sitt hæfi og verður oft að flytjast búferlum þangað sem atvinnu- tækifærin eru fjölbreyttari. Þá laðar einhæft atvinnulif fólk ekki til búsetu, eins og reynslan sýnir ef athugað er sú litla fólksfjölgun sem orðiö hefur á flestum þétt- býlisstöðum á Vestfjörðum á undanförnum árum þrátt fyrir mikla, en einhæfa atvinnu. Nálægð Vestfjarða við ein bestu fiskimið landsins og góð hafnar- skilyrði veldur þvi, að fiskveiðar og fiskvinnsla verða um ókomin ár aðalatvinnugreinar Vestfirð- inga. Þá veldur fjarlægð Vest- fjarða frá aðalmarkaðs- og orku- öflunarsvæði landsins þvi, að þar er ekki hagkvæmt að reka orku- frekan stóriðnað. Á hinn bóginn er það ljóst, að ákveðin fjöl- breytni i atvinnulifi er nauðsyn- leg ef halda á uppi traustri byggð i landshluta eins og Vestfjörðum. Þaö er þvi eitt meginmarkmið þessarar þingsályktunartillögu að stuðla að fjölbreyttara at- vinnulifi á Vestfjörðum. Hitt skiptir ekki minna máli, ef halda á uppi traustri og vaxandi byggð úti um land, að verslunar- þjónustan sé viðunnandi. Málefni dreifbýlisverslana hafa mikið veriö til umræðu á undanförnum árum, en i raun hefur litið annað gerst. Nefndir hafa verið skip- aöar og skýrslur samdar, en raunhæfar úrbætur ekki komist i framkvæmd. Það er annað meginmarkmiðið með þessari þingsályktunartillögu, að úr þessu verði bætt hvað Vestfjörð- um viðkemur, en hlið sama á við um dreifbýlisverslanir viða um land. Tafla 3. Skipting mannafla við annan iðnað (fiskiðnaður undanskil- in) á Vestfjörðum í iðngreinaflokka á árinu 1978. Iðngreinaflokkar Mannafli á Vestfjörðum Heildar- mannafli Hlutdeild Vestfjarða % Matvæla- og drykk jarvöruiðnaður..... 128 Vefjar-,fata-ogskinniðnaður............ 22 Trjávöruiðnaður........................ 39 Pappirsiðnaður, prentun og blaðaútgáfa 10 Annar framleiðsluiðnaður............... 14 Blandaður iðnaður, nýsmiði og þjónusta 137 Þjónustuiðnaður..................... 44 Samtals Heimild: Landssamband iðnaðarmanna. 394 2894 2406 1358 1770 3105 4118 1987 17638 4.4% 0.9% 2.9% 0.6% 0.5% 3.3% 2.2% 2.2% SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvember- mánuð 1980, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 29. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eft- ir eindaga uns þau eru orðin 20%, en siðan eru viðurlögin 4,75% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 19. desember 1980 Tamningar Tamningastöð verður starfrækt á Staðarhúsum simi um Borgarnes frá og með 1. janúar. 'Ijamningarmaður Benedikt Þorbjörnsson Tafla 1. íbúafjöldi á Vestfjörðum 1940—1979 A. Þéttbýlisstaðir 1940 1950 1960 1970 1975 1976 1977 1978 1979 Patrelcsfjörður 71G 860 957 996 1026 1029 1035 1025 1016 Tálknafjörður 96 173 204 215 290 307 326 Bíldudaltu- 352 385 360 311 353 323 335 351 354 Þingeyri .... 378- 315 340 395 384 391 435 429 438 Flateyri 440 418 530 455 412 421 438 469 446 Suðureyri .... 355 411 403 459 518 511 500 526 512 Bolungarvik . G43 688 767 978 1053 1119 1186 1215 1249 Isafjörður, Hnífsd 3129 3087 3013 3005 3081 3120 3203 3251 3301 Súðavik 218 231 184 201 226 222 256 252 248 Hólinavík 326 408 388 331 346 346 367 385 385 Þéttbvlisstaðir . alls: G557 G803 7038 7304 7603 7697 8045 8210 8275 B. Dreifbýli og blönduð byggð alls: 639G 4363 3280 2746 3436 2354 2135 2080 2088 íbúafjöldi alls: 12953 11166 10318 10050 10039 10051 10180 10290 10363 Tafla 2. Atvinnuskipting á Vestfjörðum á árinu 1978: Atvinnugrein. Mannafli á Vestfj. Hlutfallsleg skipting mannafla á Vestfjörðum Heildar- mannafli Hlutf.skipt. heildar- mannafla Hlutdeild Vestfjarða i einstökum atvinnugr. Landbúnaður 13.5% 8108 8.0% 8.4% Fiskveiðar ■ 671 13.3% 5373 5.3% 12.5% Fiskiðnaður • 1356 26.8% 8486 8.4% 16.0% Annar iðnaður .. 39Í 7.8% 17638 17.5% 2.2% Byggingarstarfsemi. .. 509 10.1% 11023 10.9% 4.6% Rafveitur, vatnsveitur.. 127 2.5% 1102 1.1% 11.5% Verslun og viðskipti . ... 417 8.2% 15182 15.1% 2.7% Samgöngur .. 248 4.9% 8033 8.0% 3.1% önnur þjónusta . 656 12.9% 25967 25.7% 2.5% Samtals •5059 100.0% 100912 100.0% Heimild: Hagtiðindi júni ’80.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.