Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 02.08.2007, Blaðsíða 1
ÞÆR KOMA BARA AUKAKRÓNUR: Dagný Rut Gísladóttir ermjög hrifin af ævintýralegumbúningum og dramatík, en bara á bak við tjöldin. „Ég keypti uppáhaldskjóllinn minn klukkutíma fyrir frumsýn-ingu á verkinu Virkjunin í Þjóð-leikhúsinu. Þetta var fyrsta verk-ið sem ég vann að og það var svo vitlaust að gera að ég rétt náði að hlaupa niður í Rokk og rósir, þarsem ég fann hann í svörtum ruslapoka,“ segir Dagný RutGísladóttir búningakona.Að eigin sögn hefur hún bæðiprjónað og saumað út síðan húnvar lítil og búningastarfið því eðlilegt framhald af því stússi. „Ég komst inn sem aðstoðar-manneskja fyrir tilviljun í Þjóð-leikhúsinu og fann um leið að égvar á réttri hillu, enda algjörtdraumastarf,“ segir Dagný Rut, sem hefur komið að fjölda sýn-inga í Þjóðleikhúsinu og Íslenskuóperunni auk þess að sjá um bún-inga í sjónvarpsauglýsingum.Markmiðið er að vinna við bún-ingahönnun í framtíðinni og þáhelst við óperu- eða leikhús. „Ég er þegar komin inn í nám í bún-ingahönnun í Barcelona en námiðer það dýrt að ég ætla að vinna við þetta á meðan ég safna fyrirskólagjöldunum. Síðan langar mig mest til að fást við ævintýra-lega og dramatíska búninga,“segir Dagný Rut, sem þrífst bestá bak við tjöldin og er sjálf langtí frá dramatísk í klæðaburði. „Ég er mjög hrifin af hönnunHumanoid og Marc Jacobs og hefmjög gaman af Vivianne West-wood. Síðan finnst mér gaman að kíkja í verslanirnar KronKLibori Hringdu í síma Ævintýralegir og dramatískir búningar Hverjir eiga að búa í nýbyggingunum? Byggingariðnaðurinn FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2007 Leikskólar í Reykjavík hafa auglýst eftir á annað hundrað starfsmönnum á undanförnum dögum. Leikskólastjórar segja afar erfitt að fá menntað fólk í laus störf og hafa sumir ekki gefið nýjum börnum vilyrði um pláss vegna manneklu. Af 80 almennum leikskólum í borginni auglýstu 66 eftir leikskóla- kennurum og leiðbeinendum nýver- ið og 26 auglýstu eftir deildarstjór- um. Að auki auglýstu 14 leikskólar eftir sérkennurum og 11 auglýstu eftir fólki í hlutastörf. „Mig vantar fólk og ég er ekki búin að gefa dagsetningar á öll ný börn, enda ekki búin að manna fyrir haustið,“ segir Helga Alexanders- dóttir, leikskólastjóri á Laugaborg. Hún segir að það vanti í það minnsta þrjá starfsmenn, sem sé svipuð staða og í fyrra. Helga segir erfitt að átta sig á því hvernig muni ganga að manna stöð- urnar. „Maður verður bara að vera bjartsýnn. Það þýðir ekki að leggj- ast í þunglyndi,“ segir Helga. „Miðað við stöðuna undanfarin ár og hreyfingu á fólki er ekkert ólík- legt að það vanti við skólabyrjun eitthvað á annað hundrað starfs- menn,“ segir Ingunn Gísladóttir, starfsmannastjóri á leikskólasviði Reykjavíkurborgar. Ingunn segir erfitt að segja nákvæmlega hversu marga starfsmenn vanti, enda geti vantað fleiri en einn starfsmann á hvern leikskóla, og aðeins séu til upplýsingar um fjölda leikskóla sem vanti fólk, ekki fjölda starfa í boði. „Það er mjög erfitt að fá menntað starfsfólk,“ segir Jóna Elín Péturs- dóttir, leikskólastjóri á Ásborg. Þar vantar fólk í fjórar stöður, sem er einum færri en á sama tíma í fyrra. Jóna segist vonast til þess að það takist að manna stöður með hæfu fólki fyrir haustið, þótt menntaðir leikskólakennarar fáist varla. Einhver ný börn fá ekki pláss Það væri algerlega fráleit hugmynd að láta sveitarfélögin fá hlutdeild í fjármagnstekjuskatti, og engin áform uppi um slíkt, segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Sveitarfélögin fái nú þegar hlutdeild í öllum tekjum ríkisins í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Talsvert hefur verið rætt um að sveitarfélögin fái hlutdeild í tekjum ríkisins af fjármagnstekjuskatti, og segist Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, fylgjandi því að það verði skoðað. Tími sé kominn til að skoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af fullri alvöru í haust. Fjármálaráðherra hafði það eitt um skoðanir Gunnars að segja að Gunnar hefði setið lengi hinum megin við borðið sem sveitar- stjórnarmaður í Hafnarfirði, og hann væri greinilega enn þeim megin við borðið. „Það eru engar fyrirætlanir um að færa til sveitarfélaganna hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum,“ segir Árni M. Mathiesen. „Ég held að það væri algerlega fráleit hugmynd. Fjármagnstekjuskatturinn dreifist mjög misjafnlega á sveitarfélögin. Sennilega myndi tekjudreifingin á milli sveitarfélaganna verða ennþá ójafnari en hún er í dag. Ef við værum að tala um að flytja tekju- stofna frá ríkinu til sveitarfélaga væri þetta sennilega sá tekjustofn sem væri óskynsamlegast að flytja,“ segir Árni. Hann bendir á að ákveðið hlutfall tekna ríkissjóðs renni í jöfnunarsjóð sveitarfélaga, og því fái sveitarfélögin í raun hlutdeild í sköttum á fjármagnstekjur í gegnum sjóðinn. Því hærri upphæðir sem greiðendur fjármagnstekjuskatts inni af hendi, því meira fái sveitarfélögin. „Ég hef talað fyrir þessu sem sveitarstjórnarmaður í rúman hálfan áratug, og mun beita mér fyrir því að þessi umræða verði tekin upp innan Alþingis eða í nefndum,“ segir Gunnar. Hann segir þó ákveðinn vanda fylgjandi því að tekjur vegna fjár- magnstekjuskatts verði gjarnan helst til á höfuðborgarsvæðinu, og myndi því helst fara til þeirra sveitar- félaga sem hafi hvað hæstar tekjur á íbúa fyrir. Fráleitt að deila fjár- magnstekjuskatti Ekki kemur til greina að sveitarfélög fái hluta fjármagnstekjuskatts segir Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Tími er kominn til að skoða tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga í haust segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Rannsókn efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra á meintum skattalagabrotum nokkurra einstaklinga tengdum Baugi Group er á síðustu metrun- um, og er skýrslutökum lokið. Þetta staðfesti Björn Þorvaldsson, settur saksóknari efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra, í gærkvöldi. Björn segir að nú þurfi hann og aðrir starfsmenn efnahagsbrota- deildarinnar að fara yfir það sem fram hafi komið við rannsóknina og taka ákvörðun um það hvort ákærur verði gefnar út. Það geti tekið einhvern tíma, en niðurstaða fáist að öllum líkindum fyrir áramót. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, stjórnar- formanns Baugs Group, sagðist í gær ekki hafa frétt af þessari þróun mála. Rannsókn lög- reglu að ljúka Breska flugfélagið British Airways þarf að greiða samtals jafnvirði 34 milljarða króna í sektir fyrir að hafa stundað leynilegt samráð við helsta keppinaut sinn, flugfélagið Virgin Atlantic, um eldsneytis- gjald í langflugi. Kóreska flugfélagið Korean Air þarf einnig að greiða sektir fyrir þátttöku í samráði um eldsneytis- gjald, en flugfélögin Virgin og Lufthansa sleppa við sektir, þrátt fyrir aðild að samráðinu, vegna þess að þau gáfu sig strax fram við yfirvöld og gerðu grein fyrir sínum þætti í samráðinu. Milljarðar í sekt fyrir samráð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.