Fréttablaðið - 02.08.2007, Side 2
„Þetta er einhliða ákvörð-
un Akureyrarbæjar, tekin á enda-
sprettinum. Þetta eru hrein svik á
því samkomulagi sem gert var við
okkur,“ segir Bragi Bergmann,
framkvæmdastjóri hátíðarinnar
„Ein með öllu“ sem fram fer á
Akureyri um helgina. Gestir 18-23
ára munu ekki fá aðgang að tjald-
stæðum bæjarins, samkvæmt
ákvörðun bæjaryfirvalda.
„Þetta er tryggðarof,“ segir
Bragi. Málið var tekið fyrir á fundi
í júní, að sögn Braga. Hann segist
hafa gengið af fundi og sagt bæjar-
yfirvöldum að ef þetta yrði ákveðið
myndi hann ekkert vilja hafa með
hátíðina að gera. Staðgengill bæj-
arstjóra hafi þá hringt í hann og
heitið honum að fallið yrði frá þess-
um hugmyndum.
Bragi segir tímasetninguna vera
slæma, en þetta hafi verið ákveðið
nú nokkrum dögum fyrir hátíðina.
„Ég hafði alltaf haldið að samstarf
okkar gengi í báðar áttir.“
„Akureyri hefur fjölda gisti-
staða,“ segir Sigrún Björk Jakobs-
dóttir bæjarstjóri. „Við erum að
reka tjaldsvæði fyrir fjölskyldu-
fólk með börn á öllum aldri.“ Hún
segir vandamálin vera á tjaldsvæð-
unum. Boðið hafi verið upp á ung-
mennatjaldstæði seinustu þrjú ár,
en reynslan af þeim hafi ekki verið
góð.
Björgunarskipið Húnabjörg
á Skagströnd sótti í gærmorgun
46 tonna bát út á Húnaflóa sem
hafði fengið veiðarfærin í
skrúfuna. Þrír voru um borð í
bátnum en þá sakaði ekki.
„Þetta gekk prýðisvel og það
var engin hætta á ferðum,“ segir
Reynir Lýðsson, formaður
björgunarsveitarinnar á Skaga-
strönd.
Þetta er sjöundi björgunarleið-
angur Húnabjargar frá því á
sjómannadag en það segir Reynir
óvenjulegt. „Þetta er álíka fjöldi
útkalla og önnur björgunarskip
sinna á heilu ári,“ segir Reynir.
Erilsamt hjá
Húnabjörg
Herjólfur siglir í ár
fjórar ferðir umfram það sem
siglt var vegna verslunar-
mannahelgarinnar á síðasta ári.
Auka-aukaferðirnar fjórar
verða farnar til Eyja fyrir og
eftir helgina og var sú fyrsta í
nótt. Áður voru áætlaðar þrjár
aukaferðir vegna helgarinnar
og verða því farnar alls sjö
viðbótarferðir.
Í auka-aukaferðunum fer
skipið frá Eyjum klukkan ellefu
að kvöldi og snýr til baka með
gestina frá Þorlákshöfn klukkan
tvö eftir miðnætti.
Ferðin fram og til baka kostar
4.000 krónur fyrir manninn og
siglingin tekur tæpa þrjá tíma.
Fjórum ferðum
fleiri en í fyrra
Byggðastofnun mun á
næstu tveimur árum fá 1.200 millj-
ónir til að laga skuldastöðu sína.
Þetta tilkynnti Össur Skarphéðins-
son, iðnaðar- og byggðaráðherra,
við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands á Ísafirði í gær.
„Það var mér mikið gleðiefni að
geta hér á Ísafirði tilkynnt um næsta
þrep í mótvægisaðgerðum rík-
isstjórnarinnar út af tímabundinni
þorsklægð,“ segir Össur. Hann segir
Byggðastofnun hafa búið við þröng-
an fjárhagslegan kost. Með því að
laga skuldastöðuna á stofnunin að
geta brugðist betur við vanda sjáv-
arútvegsfyrirtækja. „Ríkisstjórnin
mun teygja sig eins langt og þarf til
að geta hjálpað.“
„Byggðastofnun fagnar þessu.
Þetta gerir okkur mikið færari um
að taka á þeim vandamálum sem
eru sýnileg fram undan,“ segir
Örlygur Hnefill Jónsson, stjórnar-
formaður Byggðastofnunar. „Byggð-
astofnun er stofnun sem hefur verið
að lána inn á erfið svæði á lands-
byggðinni. Nú eru að koma miklir
erfiðleikar í helsta atvinnuveginn á
landsbyggðinni og með þessu erum
við fær um að koma til móts við þá
mörgu aðila sem gætu þurft að leita
til stofnunarinnar,“ segir Örlygur
jafnframt.
Fyrir utan þær 1.200 milljónir
sem Byggðastofnun fær til að laga
skuldastöðuna fær hún 200 milljónir
til viðbótar. „Það var einnig ákveðið
að Byggðastofnun yrði styrkt með
aukafjárveitingu sem stofnunin á
síðan að verja til að styðja við
atvinnuþróunarfélög á þeim svæð-
um sem koma hvað verst út vegna
skerðingar á þorskkvóta,“ segir
Össur. „Þetta verður eins konar
samkeppnissjóður yfir tveggja ára
tímabil. Það verður að sækja um
styrkina og bestu hugmyndirnar
verða valdar. Það ræðst því af frum-
kvæði og hugmyndaauðgi heima-
mannanna hvort og hversu mikið
þeir fá úr sjóðnum.“
Össur segir þær aðgerðir sem
kynntar voru í gær aðeins vera einn
lið í mótvægisaðgerðum ríkis-
stjórnarinnar. Fleiri hugmyndir á
fleiri sviðum muni líta dagsins ljós
á næstu vikum og mánuðum. Stefnt
er að því að allar tillögur um mót-
vægisaðgerðir liggi fyrir áður en
Alþingi kemur til starfa í haust.
Skuldum Byggða-
stofnunar aflétt
Iðnaðar- og byggðaráðherra tilkynnti í gær að Byggðastofnun fengi samtals
1.400 milljónir til að laga skuldastöðu sína og styðja við atvinnuþróunarfélög.
Liður í mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna skerðingar á þorskkvóta.
Ómar, var frúin ánægð með
dráttinn?
Segir ákvörðunina tryggðarof
Gríðarleg velta var á
gjaldeyrismarkaði í gær og
veiktist krónan um 2,9 prósent.
Gengisvísitalan stóð í 116,6 stigum
í lok dags. Veltan nam alls 52,7
milljörðum króna sem er með því
mesta sem sést hefur á einum
degi, en til samanburðar var hún
29 milljarðar daginn áður.
Sérfræðingar segja að innlendur
fjármálamarkaður sé viðkvæmur
fyrir því umróti sem er á erlend-
um mörkuðum um þessar mundir.
Það er þó athyglisvert að krónan
hefur verið að gefa töluvert meira
eftir en aðrar hávaxtamyntir.
Hlutabréf héldu áfram að
sveiflast í verði í gær en Úrvals-
vísitalan lækkaði um 1,84 prósent
og endaði í 8.473 stigum. Nítján
félög féllu en aðeins eitt hækkaði.
Mest lækkuðu hlutabréf í Eik
(-3,3%) og í Existu (-3,0%).
Mikil viðskipti
með gjaldeyri
Enginn læknir er á
bakvakt fyrir aðra af tveimur áhöfn-
um Landhelgisgæslunnar sem sinna
sjúkraflugi.
Landhelgisgæslan getur því ekki
veitt læknisþjónustu í sjúkraflugi,
komi tvö útköll á sama tíma, nema
með því að hringja sérstaklega eftir
aukalækni fyrst. Samkvæmt
heimildum innan Landhelgis-
gæslunnar hefur þetta á stundum
reynst tímafrekt, en þó ekki svo að
hætta hafi staðið af, enn sem komið
er.
Slysa- og bráðasvið Landspítalans
heldur utan um þyrlulæknis-
þjónustuna, en Már Kristjánsson,
sviðsstjóri þess, veit ekki til þess að
samráð hafi verið haft við spítalann
þegar nýja þyrlan var keypt til
landsins.
„Við höfum ekki svigrúm til að
manna nema eina áhöfn og þurfum
því að gera ráðstafanir fyrir áætl-
anir næsta árs,“ segir Már.
Kostnaður við bakvaktina hlaupi
á tveimur tugum milljóna. Hins
vegar sé það álitamál hvort nauð-
synlegt sé að hafa lækni í öllu
sjúkraflugi.
„Það er læknir í hverju flugi í
Noregi, þeir eru fremstir á þessu
sviði. Hins vegar er ekkert endilega
læknir í sjúkraflugi í Banda-
ríkjunum,“ segir hann.
Georg Lárusson, forstjóri Land-
helgisgæslunnar, svaraði ekki
beiðnum um viðtal.
Björgunarþyrlan er læknislaus
Rannsaka þarf nánar hvað
liggur að baki hjá þeim sem borga
fjármagnstekjuskatt en gefa ekki
upp tekjur, segir
Pétur Blöndal,
formaður efnahags-
og skattanefndar
Alþingis.
„Ef menn eru að
starfa við eigin
fjárfestingar, en
reikna sér ekki
tekjur, þá er það verkefni skatt-
rannsóknarstjóra að sjá til þess að
þeir geri það. Það geta þó verið
fjölmargar eðlilegar skýringar á
að fólk hafi fjármagnstekjur en
ekki laun,“ segir Pétur.
Fram hefur komið í fjölmiðlum
að á árinu 2005 höfðu um 2.200
skattgreiðendur eingöngu
fjármagnstekjur, og um 6.600
höfðu hærri fjármagnstekjur en
launatekjur.
Skattayfirvöld
taki á brotum
Engan sakaði þegar
nefhjól flugvélar bilaði við
lendingu á flugvellinum í
Múlakoti í Fljótshlíð í gær-
kvöldi. Að sögn lögreglunnar á
Hvolsvelli var um tveggja
hreyfla flugvél að ræða, og
tilkynnti flugmaðurinn Neyðar-
línunni sjálfur um óhappið.
Fulltrúar rannsóknarnefndar
flugslysa voru kallaðir á
vettvang til að rannsaka tildrög
óhappsins, og vildi lögregla ekki
gefa frekari upplýsingar um
málið fyrr en eftir að frumrann-
sókn nefndarinnar væri lokið.
Nefhjólið bilaði
í lendingu