Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 11

Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 11
„Við erum að opna nýja og glæsilega verslun og vildum vekja athygli á því,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Verslunin dreifði á þriðjudag- inn umslögum með einni krónu á 20 þúsund heimili frá Seltjarnar- nesi, í Vesturbæ og að Háaleitis- hverfi í tilefni af opnun nýrrar verslunar á Granda. Á umslögun- um stóð eingöngu „á morgun...“ og vakti þetta eðlilega forvitni margra. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra opnaði verslun- ina í gær í formlegri athöfn. Ein króna á 20 þúsund heimili Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama segist staðráðinn í að senda hermenn til Pakistans til að elta þar uppi hryðjuverka- menn, nái hann kjöri til forseta- embættis Bandaríkjanna. „Ef við höfum upplýsingar um mikilvæg hryðjuverkaskotmörk, sem hægt er að grípa til aðgerða gegn, og Musharraf ætlar ekkert að aðhafast, þá munum við grípa til okkar ráða,“ sagði Obama. Svo virðist sem hann vilji með þessu sýna styrk andspænis gagnrýni frá mótherja sínum, Hillary Clinton, þess efnis að hæfileikar hans í utanríkismálum væru takmarkaðir. Segist senda her til Pakistans Alþjóðadómstóll um þjóðarmorð í Kambódíu óttast að til óeirða geti komið í landinu í tengslum við réttarhöld yfir Kaing Guek Eav, 64 ára gömlum rauðum khmera, sem á sínum tíma var yfir- maður hins alræmda S-21 fangelsis þar sem um 16 þúsund manns voru pyntaðir og myrtir. Kaing Guek Eav, sem er 64 ára gamall og gengur einnig undir nafninu Duch, er fyrsti leiðtogi ógnarstjórnar rauðu khmeranna sem ákærður er fyrir aðild sína að fjöldamorðunum, sem framin voru á árunum 1975 til 1979. Einungis er talið að sextán manns hafi lifað af fangavist í S-21. Þar er nú til húsa safn um þjóðarmorðið í Kambódíu. Dómstóllinn, sem hefur mál hans nú til meðferðar, sendi í gær frá sér viðvörun um að glæpir ógnarstjórn- arinnar hefðu verið svo alvarlegir að upprifjun þeirra við réttarhöld- in gæti valdið því að almenningur gripi til ofbeldisverka. Meðal ann- ars þess vegna hefði dómstóllinn ákveðið að láta Duch ekki lausan gegn tryggingu. Einnig þykir hætta á að hann reyni að ógna vitnum. Mikil og djúpstæð reiði ríkir í Kambódíu í garð rauðu khmeranna, sem alla tíð hafa staðfastlega neit- að því að neinir glæpir hafi verið framdir á vegum stjórnar þeirra. Dómstóll varar við óeirðum Sextán hópar af 137 sem skiluðu fullgildum tillögum í samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar hafa verið valdir. Þeir munu vinna áfram úr hugmyndum sínum og skila útfærslum í lok október. Þetta kemur fram á vefsíðu Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. Dómnefndin velur næst sex til átta tillögur úr framhaldskeppninni og af þeim verða tvær til fjórar tilgreindar sem framúrskarandi. Að minnsta kosti ein þeirra mun hljóta samning um skipulagningu hluta af Vatnsmýrarsvæðinu. Sextán hópar komust áfram Frelsi stöðvar tímann Þú borgar bara fyrir fyrstu 3 mínúturnar en getur svo talað og talað fyrir 0 kr.* Fylltu á Frelsi með GSM símanum og njóttu þess að vera í gefandi samböndum í sumar. Til að geta fyllt á Frelsi með símanum þínum þarftu bara að skrá debet- eða kreditkortið þitt einu sinni á Mínu Frelsi á siminn.is eða í verslunum Símans. *Eftir 3 mínútna símtal talar þú fyrir 0 kr. næsta hálftímann innan kerfis Símans. Nánari upplýsingar á siminn.is. 800 7000 – siminn.is SONY ERICSSON K610i Léttkaupsútborgun 1.900 kr. 1.500 kr. á mánuði í 12 mánuði. Verð aðeins 19.900 kr. á su mar tilbo ðisím i E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 8 9

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.