Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.08.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 02.08.2007, Qupperneq 42
 2. ÁGÚST 2007 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● byggingaiðnaðurinn Húsafriðunarnefnd ríkisins metur hvaða hús eigi að friða á Íslandi. Sum hús eru alfriðuð á meðan hluti annarra er frið- aður. Ýmsir kostir fylgja því að búa í friðuðu húsi. Á Íslandi eru um 380 hús alfrið- uð eða friðuð að hluta, þar af 207 kirkjur og 7 vitar. Lög og reglur segja til um að hvert einasta hús sem byggt er fyrir 1850 sé friðað og allar kirkjur sem byggðar eru fyrir 1918. En hvað felur það í sér fyrir byggingu að hún sé friðuð? „Það þýðir að ekki má breyta neinu í húsinu nema með leyfi Húsafriðunarnefndar ríkisins,“ segir Magnús Skúlason, forstöðu- maður Húsafriðunarnefndarinn- ar. „Því fylgja líka ákveðnir kostir eins og möguleiki á niðurfellingu á fasteignagjöldum hjá viðkom- andi sveitarfélagi og styrkir til viðhalds. Svo þykir það líka heið- ur að búa í friðuðu húsi.“ Friðuð hús eru að misjafnlega miklu leyti friðuð, ef svo mætti að orði komast. Ytra byrði sumra húsa er friðað, önnur hús er al- friðuð en stundum er einhvers konar millivegur farinn. Þá eru hlutar húss friðaðir, til dæmis til- tekin herbergi. „Svo dæmi séu tekin er stóri salur Þjóðleikhúss- ins friðaður og sömuleiðis forsal- irnir. Það á hins vegar ekki við um aðra hluta hússins. Við erum ekk- ert að friða klósettin, þó miðað við hversu ljót mörg ný klósett eru sé full ástæða til þess,“ segir Magnús og hlær. Þegar tekin er ákvörðun um friðun húsa er horft til ýmissa þátta. „Stundum kemur fólk með ábendingar um hvaða hús ætti að friða og stundum ákveðum við sjálf að leggja til að hús séu frið- uð, en það er alltaf ráðherra sem á endanum friðar hús samkvæmt lögum,“ segir Magnús. „Þegar meta á hvort friða eigi hús er horft til varðveislugildis þess en það er metið út frá nokkrum atriðum. Þau eru byggingarlist, umhverfisgildi, það er hvernig húsið passar inn í götumyndina, tæknilegt ástand og svokallað menningar sögulegt gildi, en það er hvað hefur gerst í húsinu.“ Eins og áður sagði eru öll hús byggð fyrir 1850 sjálfkrafa friðuð og allar kirkjur byggðar fyrir 1918. „Þegar rífa, færa eða breyta á venjulegum ófriðuðum húsum sem byggð eru fyrir 1918 þarf einnig að leita álits nefndarinnar,“ segir Magnús. „Fólki er í sjálfs- vald sett hvort það fer eftir álit- inu en sem betur fer gera flestir það.“ Nánari upplýsingar um störf Húsafriðunarnefndarinnar er að finna á www.hfrn.is. tryggvi@frettabladid.is Til lítils að friða klósett - þó þess væri oft þörf Björgólfur þarf að fá leyfi hjá Húsafriðunarnefnd áður en hann leggur í framkvæmdir á húsi sínu við Fríkirkjuveginn. Húsið er nefnilega eitt 380 friðaðra húsa á Íslandi. Hlutar Þjóðleikhússins eru friðaðir, þar á meðal stóri salurinn og forsalir hans. Magnús Skúlason arkitekt er forstöðu- maður Húsafriðunarnefndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.