Fréttablaðið - 02.08.2007, Page 72
Veigar Páll Gunnarsson
lagði upp bæði mörk Stabæk í 2-2
jafntefli við Vålerenga í norsku
úrvalsdeildinni í fótbolta um helg-
ina og hefur þar með átt ellefu
stoðsendingar í sumar. Er það
þremur fleiri en næsti maður á
listanum sem er Marek Sapara hjá
Rosenborg.
Veigar Páll hefur átt níu af þess-
um ellefu stoðsendingum í síðustu
sjö leikjum og alls átta þeirra á
félaga sinn í sókninni Daniel
Nannskog. Veigar Páll hefur skor-
að fimm mörk sjálfur og er því
ennfremur sá leikmaður deildar-
innar sem hefur komið að flestum
mörkum í deildinni eða alls sextán
í fimmtán leikjum.
Stabæk hefur skorað 24 mörk
og hefur Veigar Páll því átt þátt í
67 prósentum marka liðsins á
tímabilinu. Stabæk er sem stendur
í öðru sæti, þremur stigum á eftir
Brann.
Með níu stoðsendingar
í síðustu sjö leikjum
Smáraflöt 3
300 Akranes
Verð: 23.700.000
Stærð: 97,5 fm
Fjöldi herbergja: 3
Byggingarár: 2006
Brunabótamat: 19.550.000
Falleg 3ja herbergja, 97,5 fm íbúð á þriðjuhæð með sér inngang. Glæsilegt útsýni. Anddyrið er flísalagt
og með rúmgóðum klæðaskáp. 2 svefnherbergi eru í íbúðinni og eru þau bæði með eikarparketi og með
skápum en hjónaherbergið er mun stærra og með skápum á heilum vegg. Baðherbergið er með baðkari
með sturtuaðstöðu, innréttingu og flísum í hólf og gólf. Flísalagt þvottaherbergi og geymsla eru innaf
eldhúsi. Stofan er björt og falleg og þaðan er gengið út á Suðvestur svalir. Eldhúsið er opið inn í stofu.
Vilhjálmur
Sölufulltrúi
848 1200
villi@remax.is
BÆR
Opið hús 18.00 - 19.00
Guðbergur
Lögg. fasteignasali
Ítalski varnarmaðurinn
Marco Materazzi segist ítrekað
hafa óskað eftir því að hitta
Zinedine Zidane að máli, án
árangurs. Zidane skallaði
Materazzi eftirminnilega í
brjóstkassann í úrslitaleik HM
2006, í lokaleik ferils síns.
„Það ríkir friður innra með mér
vegna málsins. Ég hef oft reynt
að hitta Zidane til að grafa
stríðsöxina en hann hefur alltaf
neitað. Það er hans vandamál,“
sagði Materazzi og lítur út fyrir
að þeir kumpánar muni aldrei
semja.
Zidane vill ekki
hitta mig
Ítalski framherjinn Luca
Toni er ánægður með lífið hjá
Bayern München. Almenningur
getur meðal annars horft á liðið
æfa á degi hverjum. „Ég er mjög
ánægður með það. Það er gaman
þegar kvenkynið lætur sjá sig,“
sagði Toni og hélt áfram.
„Við Ítalir felum aldrei þá
staðreynd að þegar við flytjum í
nýja borg förum við fyrst í
fataverslanirnar, síðan húsgagna-
búðirnar. Ég eyði samt ekki
löngum tíma fyrir framan
spegilinn á morgnana,“ sagði Toni
sem tók jafnframt fram að hann
hlakkaði til að skora mörk í
Þýskalandi.
Kvenhyllin
heillar Ítalann
Sven Göran Eriksson,
stjóri Manchester City, er við það
að landa ítalska framherjanum
Valeri Bojinov. City er talið hafa
komist að samkomulagi við
Fiorentina um 5,75 milljón punda
kaupverð fyrir framherjann sem
yrðu fimmtu kaup Eriksson í
sumar.
Kaupir Bojinov
Þóra Björg Helgadóttir,
landsliðsmarkvörður Íslands,
hefur verið lánuð frá belgíska
liðinu Anderlecht til sænska
liðsins Malmö og mun spila við
hlið systur sínar í ágústmánuði.
Þóra mun leysa markmanns-
vandræði liðsins en aðalmark-
vörðurinn Caroline Jönsson sleit
krossband fyrir viku síðan.
„Hún er ein aðalmaðurinn á bak
við uppgang íslenska kvenna-
landsliðsins og er einn af bestu
markvörðum Evrópu,“ sagði
Jörgen Petersson, þjálfari Malmö
á heimasíðu félagsins.
Verður lánuð til
Malmö í ágúst
KR vann 6-2 sigur á
Breiðabliki í Landsbankadeild
kvenna í gær og náði því Val að
stigum á toppi deildarinnar.
KR-liðið hefur oft spilað betur
en í gær og þá sérstaklega í fyrri
hálfleik sem var að mestu í
höndum Blikastúlkna. Tvö mörk
Hrefnu Huldar Jóhannesdóttur á
lokamínútum fyrri hálfleik og
stórkostlegt mark Hólmfríðar
Magnúsdóttur eftir þrettán
sekúndur í seinni hálfleik gerðu
hins vegar algjörlega út um
leikinn.
Hólmfríður skoraði tvö mörk
fyrir KR, Hrefna var með tvö auk
þess að leggja upp önnur tvö mörk
og þær Ólína Viðarsdóttir og Olga
Færseth skoruðu hvor sitt markið
fyrir KR sem er með 25 stig líkt og
Valur en vantar 12 mörk upp á til
að jafna markatölu Valsliðsins.
Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR,
er búin að búa til sterkt lið hjá KR
sem er til alls líklegt á lokasprett-
inum. „Ég er mjög ánægð með
þennan leik og eina sem ég er ósátt
við er mörkin sem við fengum á
okkur í lokin. Það er rosalega flott
en það eru allir leikir erfiðir og
við höldum bara áfram. Við erum
ekkert að spá í markatöluna okkar
heldur hugsum um að vinna leikina
okkar,“ sagði Helena.
Blikaliðið var mikið með boltann
og spilaði vel úti á vellinum en
ógnunin var engin inn í teig. Það
var ekki fyrr en Jörundur Áki
Sveinsson skipti inn á ungum
stelpum fyrir slaka útlendinga,
Kathryn Moos og Mette Nielsen,
að hlutirnir fóru að gerast. Fanndís
Friðriksdóttir og Sandra Sif
Magnúsdóttir náðu síðan að laga
stöðuna með mörkum í lokin.
Alicia Wilson átti mjög góðan
leik í vörn KR og át upp flest allar
sóknir Blika og þær Hrefna og
Hólmfríður sýndu að munurinn á
liðunum lá einkum í leikmönnum
eins og þeim sem geta gert út um
leiki með því að skora mikilvæg
mörk þegar lítið er í gangi.
Spáum ekkert í markatöluna
Miðað við gæðamuninn á
liðum FH og Bate í Hafnarfirðinum
í gær er það nánast ómögulegt
verkefni sem bíður Íslandsmeist-
aranna í síðari leiknum sem fram
fer ytra í næstu viku.
FH-ingar voru yfirspilaðir á
löngum köflum í leiknum og þarf
líklega að fara langt aftur í tímann
til að finna þann leik þar sem FH-
ingar hafa litið eins illa út á
heimavelli, eins og í fyrri hálf-
leiknum í gærkvöldi.
„Mér fannst leikurinn mjög
góður en liðið okkar er samt einum
klassa betri en FH. Ég bjóst við
því að markmaðurinn okkar yrði í
meiri vandræðum en raunin var.
Þrátt fyrir að hafa unnið í dag
verður síðari leikurinn ekki
auðveldur þar sem leikmenn FH
börðust mjög vel,“ sagði Igor
Kryushenko, þjálfari Bate, við
blaðamenn eftir leikinn.
Draumabyrjun FH dugði engan
veginn til því eftir að Matthías
Vilhjálmsson hafði komið liðinu
yfir strax á fjórðu mínútu tóku
gestirnir öll völd á vellinum og
fóru endurtekið afar illa með
óörugga vörn FH. Jöfnunarmarkið
kom þó ekki fyrr en á 31. mínútu
þegar miðjumaðurinn Dmitri
Likharovich batt endahnútinn á
glæsilega sókn þar sem vörn FH
var sundurspiluð. Mörkin hefðu
hæglega getað verið fleiri og voru
FH-ingar hreinlega heppnir að
fara með jafna stöðu inn í hálfleik.
Tvö mörk gestanna á fyrsta
stundarfjórðungi síðari hálfleiks
gengu hins vegar frá leiknum en
bæði komu þau eftir einstakl-
ingsmistök í liði FH.
Í vonlausri stöðu, 3-1 undir á
heimavelli, vöknuðu FH-ingar
fyrst til lífsins og voru hreinlega
óheppnir að minnka ekki muninn
áður en yfir lauk. Sigur Bate var
hins vegar fyllilega verðskuldaður,
liðið stjórnaði leiknum nánast frá
upphafi og er óumdeilanlega í
kjörstöðu fyrir síðari leikinn.
Bate er lið sem leggur áherslu á
sóknarleikinn, sem sést einna best
á því að liðið pressaði FH-inga að
öftustu línu allt þar til að liðið
hafði skorað mörkin þrjú í gær.
Slík taktík verður að teljast
óvenjuleg hjá útivallarliði í
Evrópuleik og kom hún FH-ingum
líklega nokkuð á óvart.
Bate spilar hreyfanlegan og
skemmtilegan sóknarbolta sem
heimamenn áttu engin svör við
framan af leik í gær. Liðið gerði
aukinheldur vel í því að loka á
svæði og þvingaði FH-inga í að
spila eins og þeir vilja alls ekki.
Leikmenn FH vilja sennilegast
gleyma fyrri hálfleiknum í gær
sem fyrst en frammistaða þeirra
síðasta hálftímann, þar sem liðið
náði loks að sýna sitt rétta andlit,
sýnir að enn er von um að komast
áfram þótt lítil sé.
Veikleika Bate er helst að finna
í öftustu varnarlínunni, sem FH-
ingar nýttu sér í marki Matthíasar
í upphafi leiks. Þessa veikleika
verður liðið að nýta sér óspart í
seinni leiknum til að eiga einhverja
möguleika á áframhaldandi þátt-
töku.
Þrjú mörk FH og ekkert frá
andstæðinginum er það sem þarf
til, en miðað við gæðamuninn á
liðunum í gær þarf lítið minna en
kraftaverk til að slíkir draumórar
verði að veruleika.
Íslandsmeistarar FH voru yfirspilaðir á heimavelli sínum í Kaplakrika í gær af ógnarsterku liði FC Bate
Borisov. Hvítrússnesku meistararnir unnu sannfærandi 3-1 sigur og eru svo gott sem komnir áfram.