Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 1
Þriðjudagar
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í júlí 2007
Lestur meðal 18–49 ára
á höfuðborgarsvæðinu
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
70%
35%
B
la
ð
ið
M
o
rg
u
n
b
la
ð
ið
F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
D
V
42%
68%
6%
D
VV
D
V
DD
Heiðarleiki, kjarkur, þor, vitundarvakning og
flottari kroppur er það sem fæst með ástundum
rope-yoga.
„Rope-yoga er öflugt heilsuræktarkerfi sem byggist
á vaxtarmótandi æfingum, hugleiðslu og kenningum
um hinn gífurlegan mátt hugans,“ segir Elín Sigurð-
ardóttir, íþróttafræðingur og rope-yoga meistara-
kennari, sem í gær opnaði glæsilega rope-yoga stöð
á Bæjarhrauni 2 í Hafnarfirði.„Hugmyndafræði rope-yoga byggir á ábyrgð
hvers og eins á eigin tilveru M ðer hægt ð b
upp á innfrarauðan hitaklefa til meðferðar við vöðva-
bólgu, gigt og til almennrar vellíðunar.
„Rope-yoga mótar líkamann á fallegan hátt og
brennir fitu hratt þótt æfingakerfið sé rólegt. Það
þarf ekki að hamast og hlaupa frá sér allt vit til að
brenna. Við áreynslu eykst innöndun og brennsla. Í
rope-yoga notum við sjávarfallsöndun sem sexfaldar
lífaflið. Þá hitnar líkaminn og bæði andleg og líkam-
leg melting stórbatnar. Fólki eykst kjarkur og orka
til að framkvæma drauma sína; það drífu i
skiptir um vinnu o bM
Wii-leikjatölvan
trónir á toppnum
Opnar nýja
rope-yoga stöð
Rjúkandi gangur
á Reðasafni
tölvur og tækniÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 2007
OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16
DELTALIGHT
Lögreglumenn úr
sérsveit Ríkislögreglustjóra munu
ganga vaktir við hlið lögreglu
höfuðborgarsvæðisins að næturlagi
í miðborginni á næstunni. Þessi
aukna löggæsla hefst um næstu
helgi og verða sérsveitarmenn á
miðborgarvöktum aðfaranætur
laugardaga og sunnudaga.
„Við höfum boðið fram aðstoð
sérsveitarinnar til að styrkja lög-
gæsluna í miðborginni um helg-
ar,“ segir Jón Bjartmarz, yfir-
lögregluþjónn hjá embætti
ríkislögreglustjóra.
„Það er ljóst að með því verður
bætt verulega í mannafla við lög-
gæslu, sérstaklega í miðborg-
inni.“
Jón segir hlutverk sérsveitar
Ríkislögreglustjóra tvíþætt.
„Annars vegar er hún sérsveit,
sem sinnir margvíslegum verk-
efnum sem slík,“ útskýrir hann.
„Þar á meðal er að bregðast við
vopnamálum sem koma upp, sinna
handtökum hættulegra manna,
svo og húsleitum við slík tilvik,
kafarastörfum, sprengjueyðingu
og öryggisgæslu þegar um erlenda
þjóðhöfðingja er að ræða. Að auki
sinnir hún að sjálfsögðu þjálfun
sem sérsveit.
Hins vegar er sérsveitin stoð-
deild við lögregluliðin í landinu.
Sem slík er hún hreyfanlegur liðs-
styrkur til aðstoðar þar sem á
þarf að halda hverju sinni og
hefur á þessu ári lagt við viðbót-
arliðsafla víða um land.“
Jón segir enn fremur að sér-
sveitin manni merkta lögreglu-
bíla og sé úti í hefðbundinni lög-
gæslu daglega.
„Að lágmarki mannar sérsveit-
in eina útkallsbifreið á höfuðborg-
arsvæðinu og nágrenni. En í ljósi
fyrirliggjandi verkefna hverju
sinni og mannafla þá mannar hún
allt að þrjá bíla í almennri lög-
gæslu á höfuðborgarsvæðinu, enn
fremur einn bíl á Akureyri og
annan í Keflavík.“
Jón útskýrir að 25 ára reynsla
hafi sýnt og sannað að betra sé að
sérsveitin sé sjálfstæð deild, sem
sé viðbót við hina almennu lög-
reglu. „Þegar við tökum hana í
sértæk verkefni eða æfingar þá
erum við ekki að raska hinni
svæðisbundnu almennu löggæslu.
En þegar mannaflinn er til reiðu
til að sinna almennri löggæslu þá
kemur hann inn sem styrking og
viðbót. Þegar sérsveitin var efld
og færð undir Ríkislögreglustjóra
var um eðlilega skipulagsbreyt-
ingu að ræða því sérsveitin starf-
ar á landsvísu. Einstakir lögregl-
ustjórar eiga ekki að sinna
verkefnum á landsvísu. Það er
hlutverk Ríkislögreglustjóra.
Sérsveitin í dag er því hrein við-
bót við hina almennu svæðis-
bundnu löggæslu.“
Sérsveitin sinnir löggæslu
í miðbænum um helgar
Sérsveit Ríkislögreglustjóra verður við löggæslustörf í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar, frá og
með næstu helgi. Lögreglumönnum verður fjölgað verulega á næturvöktum á þessum tímum sólarhrings.
„Það hlýtur að vera réttur einstaklings-
ins að fá að halda þessum upplýsingum fyrir
sjálfan sig,“ segir Ármann Gylfason, lektor við
Háskólann í Reykjavík.
Ármann vísar hér til reglna um skattheimtu, en
samkvæmt þeim er heimilt að láta vinnuveitendur
innheimta fjármagnstekjuskatt fyrir tollstjórann í
Reykjavík, eða sýslumenn utan borgarinnar.
Vinnuveitendur fá þá sendar upplýsingar um
fjármagnstekjur starfsmannanna.
Aðstoðartollstjóri, Sigurður Skúli Bergsson,
segir þetta fyrirkomulag byggt á gömlum merg.
Árið 2001 hafi hins vegar verið sett ný reglugerð
sem skyldar atvinnurekendur til að halda eftir allt
að þremur fjórðu hluta launa þeirra starfsmanna
sem skulda tekjuskatt, útsvar eða gjald í Fram-
kvæmdasjóð aldraðra.
„Þetta hefur verið talin nokkuð þægileg og örugg
leið til að innheimta gjöldin,“ segir Sigurður.
Einhverjir launagreiðendur hafi þó kvartað yfir
því að þurfa að sinna þessu verki fyrir ríkið án
þess að fá greitt fyrir.
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar,
segir að þar sem enginn hafi kvartað undan þessu
geti Persónuvernd ekki tekið afstöðu til vinnu-
lagsins.
Hæstiréttur Kenýa
hefur fengið það erfiða verkefni
að skera úr um hvort Pontíus
Pílatus hafi framið mannréttinda-
brot þegar hann fyrirskipaði
krossfestingu Jesú Krists fyrir tvö
þúsund árum. Á fréttavef NBC
kemur fram að hópurinn „Vinir
Jesú“ hefur beðið dómstólinn um
að túlka lög Móse til að meta hvort
Jesús hafi hlotið sanngjarna
málsmeðferð þegar hann var
dæmdur fyrir guðlast.
Málið hefur vakið fjölda
lagalegra spurninga á borð við
hvort tvö þúsund ára gamalt brot
hafi ekki fyrnst fyrir löngu, og
hvort hæstiréttur Kenýa hafi yfir
höfuð eitthvert dómsvald yfir
fjarstöddum embættismönnum
Rómarveldis. Málsmeðferð hefst
að loknum sumarleyfum.
Mál Jesú Krists
loks tekið fyrir