Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 36

Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 36
Fyrstu myndir birtar af Titanic Violeta Smid er búlgörsk að uppruna en hefur búið á Íslandi í yfir þrjá- tíu ár og í 25 þeirra hefur hún verið stjórnandi Söngfélags Skaftfellinga í Reykjavík. „Þetta er orðin löng og góð samleið, einn fjórði úr öld,“ segir hún brosandi. „En nú er þetta líka orðið ágætt og kominn tími á að nýr stjórn- andi taki við. Jón Ísleifsson sem var á undan mér var orðinn fullorðinn þegar hann hætti og honum leist ekk- ert á mig í byrjun. „Einhver stelpa! Hún verður búin að drepa niður kór- inn eftir ár,“ spáði hann. En síðan varð hann sáttur við mig og kórinn er enn í fullu fjöri. Í vor höfðum við hátíð- artónleika í tilefni af afmælinu og þá komu nokkrir til liðs við okkur aftur sem voru hættir. Það var skemmti- legt.“ Violeta segir gott fólk og góðan anda í Söngfélagi Skaftfellinga og kveðst alltaf hafa verið vel sett með karla í kórnum. „Ég monta mig oft af strák- unum mínum því margir kórar stríða við skort á karlaröddum. Hjá mér hafa þær alltaf verið þéttskipaðar,“ segir hún ánægð en hvernig skyldi hún hafa kynnst kórnum upphaflega. „Ég var á Eskifirði og Reyðarfirði fyrst eftir að ég flutti til landsins og stjórnaði þar Eskjukórnum. Einn góðan veðurdag eftir að ég flutti til Reykjavíkur 1982 kom systir konu í Eskjukórnum til mín og bað mig að stjórna Söngfélagi Skaftfellinga. Ég lét ganga á eftir mér í viku en sagði svo „allt í lagi, ég skal prófa“ og sú prufa stóð í 25 ár.“ Söngfélag Skaftfellinga hefur starf- að síðan 1974 og gefið út tvær plöt- ur, þá seinni undir stjórn Violetu. Hún heitir Brimströndin og vísar titillinn til átthaga kórfélaganna. En skyldi söngstjórinn eitthvað hafa innleitt búlgarska tóna í kórnum? „Nei, en við höfum sungið eitt lag á tékknesku sem hér heitir Kátir dagar. Ég fór ung til Tékklands að læra og kórinn hefur sungið í Prag. Flestar söngferðir hafa samt verið um Skaftafellssýslurnar.“ Violeta er þekkt fyrir að segja skemmtisögur hvar sem kórinn hefur komið fram. „Ég er alin upp við brand- ara,“ útskýrir hún brosandi. „Heima voru alltaf gestir og gangandi og þegar kaffið var komið á borðið var byrjað að segja brandara. Sumar sög- urnar mínar eru tvíræðar en ég nota samt aldrei gróf orð þannig að ef ein- hver sakar mig um dónaskap get ég sagt. „Það ert bara þú sem hugsar svona!“ Þó Violeta sé að hætta með Skaft- fellingakórinn ætlar hún að búa áfram á landinu og er með fulla kennslu í Söngskólanum við Snorrabraut. „Ég vil hvergi vera nema á Íslandi enda er ég orðinn hálfgerður Skaftfellingur,“ segir hún að lokum. „Listamaðurinn þarf að lúta skrímslinu sem býr í ímyndunarafli hans.“ sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þann 30. ágúst, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 6. september kl. 12.00. Kristján Möller Hólmfríður Karlsdóttir Birgir Möller Þórstína Sigurjónsdóttir Ragnheiður Möller Sigurður Sigurbjörnsson barnabörn Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, Einar Möller vélstjóri Heiðarholti 40, Keflavík Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Þorbjörg Ragna Björnsdóttir lést á hjúkrunarheimilinu Eir þann 31. ágúst síðastlið- inn. Útför fer fram frá Lágafellskirkju fimmtudaginn 6. september kl. 13. Pétur J. Magnússon Björn Pétursson Magnús Pétursson Pétur R. Pétursson Ólöf A. Þórðardóttir Björn Hlynur Pétursson Alexander Glói Pétursson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lovísa Þorgilsdóttir Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á Dvalarheimilinu Hlévangi, Keflavík, föstudaginn 31. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 7. september kl. 14.00. Unnur Þorsteinsdóttir Þórður Kristjánsson Guðný Helga Þorsteinsdóttir Halldór Fr. Olesen Hrönn Þorsteinsdóttir Magnús Jónsson Magnea Þorsteinsdóttir Johan D. Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug, við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Ástu Ólsen áður til heimilis að Hamarstíg 6. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Reynihlíðar á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Jakob V. Kárason Herborg Herbjörnsdóttir Guðrún J. Káradóttir Jóhannes Kárason Sólveig B. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Svava Ólafsdóttir frá Hruna, Klausturhólum 2 Kirkjubæjarklaustri, lést á Landspítalanum Fossvogi 2. september. Hún verður jarðsungin frá Prestbakkakirkju föstudaginn 7. september klukkan 14.00. Andrés S. Einarsson og fjölskylda Elskulegur sonur okkar, dóttursonur og bróðir, Hilmar Már Gíslason verður jarðsettur í dag 4. september í Fossvogskirkju kl. 13.00. Gísli Sigurgeir Hafsteinsson Heiður Sverrisdóttir Ragnheiður Hilmarsdóttir Steinar Jónsson Hilmar Mýrkjartansson systkyni hins látna Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, Erla Sigurgeirsdóttir Engihjalla 17, Kópavogi, lést á Gjörgæsludeild Landspítalans 1. september. Útför auglýst síðar. Sigurður Jónsson Guðrún Auður Hafþórsdóttir Gunnlaugur Valtýsson Rögnvaldur Ingi Eiríksson Jónína Jónsdóttir Eiríkur Ásbjörn Carlsen barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.