Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 48

Fréttablaðið - 04.09.2007, Side 48
Haft er fyrir satt að áreiðanlegt merki um að stjórnmálaafl sé komið á villigötur sé þegar lista- fólk fer að láta mjög að sér kveða innan þess. Líkast til byggist þessi skoðun á þeirri trú fólks að lista- menn séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Þeir séu hálf vafasamt fólk sem ekki þekki raunverulega atvinnuvegi lands- ins og því stórvarasamir í umræðu um stjórnmál og framkvæmdir. Ég er íhaldssöm húsmóðir af lands- byggðinni, búsett í Vesturbænum og þarf því engum að koma á óvart þótt ég kinki kolli þegar varhuga- verðar lífsskoðanir bóhema (sem er bara fínt orð yfir alkóhólista) ber á góma. sá ég eftir því að hafa farið í hugvísindanám við Háskóla Íslands. Ég taldi víst að bláköld vísindin hefðu gert mig breiðari í samfélagsumræðunni heldur en þekking á heimspekikenningum og bókmenntum. Hvílíkur endem- is misskilningur sem það var. Sí og æ sjáum við náttúruvísindamenn snupraða og hunsaða. á listafólki er til margra hluta nytsamleg. Það sást afar vel síðustu ár þegar umræðan „með eða á móti Kárahnjúkum“ stóð sem hæst; stuðningsmenn virkjunar- innar vildu kveða niður umræðuna á sem skemmstum tíma en jafn- framt gera lítið úr andstæðingum sínum. Þá hló ég innra með mér en fljótlega þótti mér farið að kveða við holan hljóm í umræðum. Ég gerði mér einnig grein fyrir því að þótt reynt væri að sannfæra fólk um að aðeins listafólk og aðrir froðusnakkar úr 101 væru útmál- aðir sem einu andstæðingar fram- kvæmdanna, var málið ekki svo einfalt. raunvísindin eru aftur og aftur afgreidd sem skoðanir af sveitarstjórnarmönnum með gráðu í mannauðsstjórnun. Það hlýtur að vera erfitt hlutskipti að vera vísindamaður og eiga sífellt þá hættu yfir sér að vera úthróp- aður fjandmaður fólksins á lands- byggðinni séu útreikningarnir ráðamönnum ekki að skapi. mín á orðræðu valdamanna á póstmódernískum tímum mun líkast til skila mér lengra en áralangar rannsóknir á nattúrunni. Ómerkingar HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -1 0 4 9 Volkswagen Golf Variant er grænn bíll HEKLA greiðir fyrir kolefnisjöfnun allra nýrra Volkswagen-bíla í eitt ár. Kolefnisjöfnun felst í því að binda samsvarandi magn gróðurhúsalofttegunda og bíllinn gefur frá sér. Þetta gerum við með skógrækt og landgræðslu. Ímyndaðu þér hvað það þýðir í farangri og innkaupapokum! Golf Variant er glæsilegur, vel útbúinn og sniðinn að þörfum fjölskyldunnar. Verð frá aðeins 2.390.000 kr. Pláss fyrir 267 fótbolta Nýr Golf Variant –enn meira rými

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.