Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 18
Beinþéttnimæling er sársaukalaus rannsókn sem metur kalkmagn í beinum og gefur vísbend- ingar um brothættu. „Fólk kemur oft hingað að eigin frumkvæði og lækn- ar senda líka fólk í auknum mæli til okkar. Þessi rann- sókn hefur heilmikið gildi.“ segir Díana Óskarsdóttir geislafræðingur sem starfar að beinþéttnimælingum á Landspítalanum í Fossvogi. Þar þarf sem sagt að panta tíma með fyrirvara en mælingin tekur stutta stund og munnleg niðurstaða liggur fyrir strax að henni lokinni. Síðan gefst fólki kostur á símaviðtali við Gunnar Sigurðsson sérfræðing. En hvað er til ráða ef niðurstöður úr beinþéttnimælingunni eru óhagstæðar? „Það er auðvitað læknir sem ákveður hvað þá verð- ur gert,“ ansar Díana. „En það fyrsta sem við bend- um á er hollt mataræði og inni í því er kalkrík fæða. D-vítamínið skiptir miklu máli og þá nefnum við lýsið fyrst því inntaka þess er auðveld leið til að nálgast D- vítamínið. Hreyfingin skiptir máli líka. Reglubundin líkamsþjálfun er mikilvæg til að fyrirbyggja bein- þynningu. Síðan eru til beinþéttnilyf og það eru lækn- arnir sem taka ákvarðanir um notkun þeirra.“ Díana segir konur vera í meirihluta þeirra sem komi í mælingu, enda sé þeim þrefalt hættara við beinþynningu en körlum. Bæði sé hámarks bein- þéttni kvenna yfirleitt minni en karla og eftir tíða- hvörf verði bein þeirra brothættari en áður. „Konur sem fara snemma í tíðahvörf eru í aukinni hættu svo og konur sem gengist hafa undir legnám. Hér á landi er talið að rekja megi um eitt þúsund til tólf hundruð brot til beinþynningar á ári hverju og að önnur hver kona yfir fimmtugt beinbrotni einhvern tímann,“ segir hún. Þess má geta að fullkomnir beinþéttnimælar eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítalan- um í Fossvogi en víðar hægt að fara í mæla sem gefa vísbendingu um beinheilsuna, svo sem hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands og Beinvernd. Vísbending um þéttni beinanna og brothættu YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 5885711 og 6946103 YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunaræfingar slökun og hugleiðsla Sértímar fyrir barnshafandi og kraftyoga Allir yoga unnendur velkomnir www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is BYRJENDANÁMSKEIÐ ERU AÐ HEFJAST Upplýsingar eru veittar í síma 551 4003 og á heimasíðu félagsins www.thorshamar.is Matvörur Á Náttúrumarkaðinum finnur þú gott úrval af gæðavörum á góðu verði til heimilisins... ...vistvænar vörur... ...beint heim....heilsu- og hollustuvörur... ...opið alltaf, allsstaðar... www.natturan.is 09 -2 00 7 N át tú ra n .is Borðaðu þig granna(n) Nánari upplýsingar Sími 865-8407 www.vigtarradgjafarnir.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.