Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 2

Fréttablaðið - 04.09.2007, Síða 2
 „Nýliðunin er ekki nógu mikil. Margir sem hafa komið til starfa hjá okkur hafa síðan farið til höfuðborgarinnar eða í skóla og koma ekki aftur,“ segir Sveinbjörn Már Birgisson, varaformaður björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli. Um helgina auglýsti Slysavarnafélagið Lands- björg eftir sjálfboðaliðum til starfa. Leitað er að áhugasömu fólki á öllum aldri til starfa í björgunar- sveitum félagsins. Sveinbjörn Már segir aðsóknina í björgunarsveit- ina vera dræma og álagið á þeim sem eru í við- bragðsstöðu sé mikið. „Þetta er alltaf sami hópurinn sem er að störfum,“ segir Sveinbjörn Már og bendir á hvernig breyttar forsendur varðandi skóla og atvinnutækifæri hafi haft mikil áhrif á hvernig gangi að manna í björgunarsveitirnar. „Fólk fer frekar eitthvert annað heldur en að stoppa hér. Það er ekki gott að segja hvað er til ráða. Þetta er ekki stórt vandamál núna á meðan þeir sem mæta alltaf eru ennþá með okkur en þetta gæti orðið vandamál í framtíðinni,“ segir Sveinbjörn Már. Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar, segir björgunarsveitirnar vera vel mannaðar í dag en það sé alltaf pláss fyrir fleira fólk. Hann segir álagið hafa aukist síðustu árin. „Í dag eru fleiri samfélagsleg verkefni sem björgunarsveitirnar koma að. Við höfum verið að aðstoða á tjaldstæðum og sinnt sjúkragæslu á bæjarhátíðum en þeim fjölgar ár frá ári. Síðan eru Íslendingar alltaf að verða duglegri að leita til fjalla.“ Kristinn segist finna fyrir miklum áhuga hjá almenningi á starfinu. „Breiddin í umsækjendahóp- num er að aukast. Við erum að fá eldra fólk inn í félagið eins og fólk sem er búið með nám, búið að koma sér fyrir og langar að sinna einhverjum félagsmálum.“ Björgunarsveitir eru með kynningarfundi um allt land. Kristinn bendir áhugasömum á að mæta á fundina eða hafa samband við þá björgunarsveit sem er í næsta nágrenni. Þar fást upplýsingar um hvernig hægt er að sækja um og gerast sjálfboðaliði hjá björgunarsveitum Landsbjargar. Alltaf sama fólkið við björgunarstörf Álagið á björgunarsveitarmönnum eykst með fleiri útköllum. Gæti orðið vandamál í framtíðinni, segir varaformaður Dagrenningar. Mikill áhugi á störfum björgunarsveitanna, segir framkvæmdastjóri Landsbjargar. Magnús, heldur Eimskip ykkur á floti? Hæstiréttur hefur staðfest með dómi að saksóknari efnahagsbrota megi ekki gefa út ákærur í eigin nafni. Ákærur í tveimur málum voru því ranglega gefnar út að mati Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti frávísun Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli fjögurra manna sem ákærðir voru fyrir að nýta sér kerfisvillu í heima- banka Glitnis og náð sér þannig í á þriðja tug milljóna króna. Hæstiréttur staðfesti einnig dóm Héraðsdóms Reykjaness í máli gegn tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir ýmis fjárhagsbrot en máli þeirra hafði verið vísað frá á sömu forsendu og málinu í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Ákærur verða hér eftir gefnar út í nafni saksókn- ara efnahagsbrota hjá embætti ríkislögreglustjóra en ekki einungis saksóknara efnahagsbrota eins og í fyrrnefndum málum. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahags- brota hjá embætti ríkislögreglustjóra, segir nýjar ákærur verða gefnar út í málunum sem hefur verið vísað frá og það sama eigi við um þrjár ákærur sem eru til meðferðar í dómskerfinu. „Framvegis verður farið eftir þessari niðurstöðu Hæstaréttar og hún væntanlega notuð sem viðmið við endurskoðun laga,“ segir Helgi Magnús. Menntamálaráðherra viðurkenndi afmörkuð fræðasvið nokkurra háskóla í gær. Lista- háskóli Íslands var þó viðurkenndur í heild sinni, fyrstur íslenskra háskóla. „Við erum afar stolt af þessu og ég hef verið að grínast við hina rektorana að ef þá vanti ráðlegg- ingar geti þeir komið til okkar,“ segir Hjálmar H. Ragnarsson, rektor LHÍ og hlær. „Þarna er opinber stjórnsýsla að viðurkenna að háskólinn standist ákveðna staðla og að hann standist samanburð við það sem þekkist erlendis,“ segir hann, en LHÍ var viðurkenndur í heild sinni, því allt listnámið var tekið fyrir sem eitt fræðasvið. „Þetta kemur að góðum notum í samstarfi við erlenda háskóla sem gera kröfu til svona viðurkenn- inga,“ segir rektor. Fræðasvið hugvísinda, guðfræði, náttúru-, verk- og tæknivísinda við Háskóla Íslands hlutu viðurkenningu. Einn- ig fræðasvið verk- og tæknivísinda við Háskólann í Reykjavík ásamt fræðasviðum náttúruvísinda við Landbúnaðarháskólann. LHÍ viðurkenndur í heild sinni Flugskeyti frá Palest- ínumönnum lenti og sprakk rétt hjá leikskóla í bænum Sderot, bæ sem oft verður fyrir árásum frá Palestínumönnum. Foreldrar barn- anna brugðust ókvæða við og segjast ekki ætla að senda börnin sín í skóla fyrr en nýr skóli rís fyrir utan bæjarmörkin. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segir að nú muni Ísraelar „hvergi halda aftur af sér varðandi árásir á þá sem skjóta upp flugskeytunum og þá sem útvega þeim þær“. „Við tökum þessar hótanir alvarlega,“ segir Taher Nunu, talsmaður Hamas á Gaza-strönd. „Við höfum gefið út viðvaranir um komandi fjöldamorð á fólki í Gaza.“ Olmert hótar hefndarárásum Frestur til að lýsa kröfu í hlutafé í fjárfestingarfélaginu Gift, dótturfé- lagi Samvinnu- trygginga, rann út á miðnætti í nótt. Í júní var ákveðið að leggja Sam- vinnutrygging- ar niður og að þeir sem tryggðu hjá félaginu yrðu hluthafar í Gift. Kristinn Hallgrímsson, formaður skiptanefndar félags- ins, segir töluverðan sprett hafa verið í gær, áður en fresturinn rann út. „Við teljum að við náum utan um þetta allt saman með upplýsingar okkar um þá sem tryggðu,“ segir hann. „Flestar kröfurnar koma frá fólki sem er bara að minna á sig.“ Of seint að lýsa kröfu í hlutafé Stjórn Straums- Burðaráss Fjárfestingabanka ákvað á fundi sínum í gær að skrá hlutafé bankans í evrum í stað íslenskra króna frá og með 20. september næstkomandi. Straumur er fyrsti íslenski bankinn og jafnframt fyrsta íslenska félagið sem skráð er í Kauphöllina sem skráir hlutafé sitt í erlendri mynt. Bankinn segir skráninguna lið í stefnu hans að auka hlutfall erlendra fjárfesta í bankanum og í rökréttu framhaldi af því að bankinn hóf að birta uppgjör sín í evrum á síðasta ári. Kastar krónum fyrir evrur Níu ára barnshafandi stúlka dvelur nú í mæðrahúsinu í Bluefields í Níkaragva, sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands lét byggja og var opnað fyrir nokkrum vikum. Stúlkunni var nauðgað af frænda sínum. Fóstureyðingar eru bannaðar með öllu í Níkaragva, og því kemur ekki annað til greina en að stúlkan eignist barnið. Sam- kvæmt tilkynningu frá Þróunar- samvinnustofnun er hún komin fimm mánuði á leið og mun dvelja í mæðrahúsinu fram að fæðingu þar sem sjúkrahús bæjarins hefur ekki aðstöðu til að hýsa hana. Hýsir barn með barn undir belti

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.