Fréttablaðið - 04.09.2007, Blaðsíða 12
Allt að 23 metra hús geta risið
við hlið húss Morgunblaðsins við Rauðavatn
eftir að borgarráð samþykkti að selja þremur
fyrirtækjum byggingarrétt í Hádegismóum
fyrir samtals 591 milljón króna.
Lóðirnar sem um ræðir eru við Hádegismóa
númer 1, 3 og 5.
Léttkaup ehf. kaupa stærstu lóðina, samtals
17 þúsund fermetra fyrir 296,5 milljónir
króna. Bakarameistarinn kaupir byggingar-
réttinn á tæplega tíu þúsund fermetra lóð á
172,6 milljónir og Límtré Vírnet ehf. kaupir
sjö þúsund fermetra lóð á 122 milljónir.
Í söluverðinu eru innifalin gatnagerðargjöld
fyrir samtals 16.950 fermetra byggingar. Þess
má geta að Léttkaup ehf. reka Europris-
verslanirnar svonefndu.
Eins og áður segir mega húsin vera allt að
23 metrar á hæð. Tekið er fram í skipulags-
skilmálum fyrir Hádegismóa að við hönnun
bygginganna verði að taka tillit til þess hversu
áberandi svæðið sé í umhverfi sínu, ásamt því
hversu nálægt það er útivistarsvæðinu við
Rauðavatn, golfvellinum á Grafarholti og
heiðarlöndunum þar fyrir ofan.
„Hönnuðum er sérstaklega bent á að
meirihluta mannvirkja í Hádegismóum ber
við himin, bæði séð frá Vesturlandsvegi og
Suðurlandsvegi,“ segir í skilmálunum.
Forsætisráðherra Bret-
lands, Gordon Brown, reyndi að
slá á væntingar um að hann myndi
kalla til snemmbúinna kosninga í
Bretlandi í samtali við fréttastofu
BBC í gær.
Brown sagði kosningar ekki
tímabærar nú en vildi þó ekki úti-
loka að hann kynni að boða til kosn-
inga fyrr en ráðgert er.
Frá því að Brown tók við af Tony
Blair sem forsætisráðherra 27.
júní síðastliðinn hefur honum og
Verkamannaflokknum vegnað vel
í skoðanakönnunum. Þessi sterka
staða hefur komið af stað orðrómi
um að Brown kunni að kalla til
kosninga fyrr en áætlað er. Næstu
kosningar eiga að fara fram í júní
árið 2010.
Segir kosningar
ótímabærar nú
Á sunnudaginn
staðfesti þýska innanríkisráðu-
neytið að ætlunin væri að lækka
lágmarksaldur fyrir vopnaeign úr
21 ári niður í
18, eins og
þýska tímaritið
Spiegel hafði
skýrt frá. Strax
daginn eftir
kom tilkynning
frá ráðuneytinu
um að hætt
væri við þessi
áform.
Áformin voru
það harðlega
gagnrýnd strax
eftir að um þau
fréttist að
Wolfgang Schäuble innanríkisráð-
herra, sem hafði haft forgöngu um
þau, sá sér ekki annað fært en að
hætta við allt saman.
Snarlega hætt
við ný vopnalög
George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hélt í óvænta heim-
sókn til Íraks í gær ásamt Robert
Gates utanríkisráðherra og fleiri
háttsettum embættismönnum. Til-
gangurinn var sagður að leggja
mat á ástandið í Írak, nú þegar
óðum styttist í uppgjör á banda-
ríska þinginu um stríðsrekstur-
inn.
Bush og fylgilið hans fóru þó
ekki til höfuðborgarinnar Bagdad,
heldur á afskekktan herflugvöll í
Anbar-héraði. Þar er mun frið-
sælla en í Bagdad.
Bush og Gates hittu að máli
bæði Nouri al-Maliki forsætisráð-
herra og Jalal Talabani forseta.
Einnig hittu þeir David Petreus
herforingja, sem er yfirmaður
bandaríska heraflans í Írak, og
Rayan Crocker, sendiherra Banda-
ríkjanna í Írak.
Í næstu viku gerir Petreus
Bandaríkjaþingi grein fyrir
ástandinu í Írak. Einnig mun þing-
ið spyrja Crocker sendiherra
spjörunum úr. Loks mun Bush for-
seti leggja fram fyrir 15. septemb-
er skýrslu sína um það hver árang-
ur hefur orðið af fjölgun í
bandaríska herliðinu á síðustu
mánuðum, sem Bush fór fram á
síðastliðinn vetur.
Mat þeirra Petreus og Crocker á
ástandinu ásamt skýrslu forsetans
mun ráða miklu um það hvert
næsta skrefið verður í stríðinu í
Írak. Demókratar, sem hafa meiri-
hluta á þinginu, vilja að herinn
verði kallaður heim hið fyrsta, en
Bush hefur jafnan staðið fastur á
því að herinn fari hvergi fyrr en
raunveruleg batamerki sjást.
Bush stoppaði í sex tíma í Írak
og hélt síðan áfram til Ástralíu á
leiðtogafund Asíu- og Kyrrahafs-
ríkja. Sex vikur eru síðan ákveðið
var að hann færi til Íraks, en af
öryggisástæðum var ekki skýrt
frá því fyrr en hann var kominn á
staðinn.
Nú eru 162 þúsund bandarískir
hermenn í Írak. Þeim hefur fjölg-
að um 30 þúsund frá því í febrúar,
þegar Bush fór fram á aukafjár-
veitingu til að auka herstyrkinn
svo draga mætti úr ofbeldi í land-
inu.
Andstæðingar forsetans gagn-
rýndu Íraksferðina; sögðu hana
sýndarmennsku eina, til þess ætl-
aða að auglýsa stefnu forsetans
varðandi Írak. Fulltrúar forsetans
í Hvíta húsinu í Washington voru
hins vegar fljótir til að andmæla
því. Bush hafi viljað tala við al-
Maliki augliti til auglitis og hitta
yfirmenn hersins á staðnum.
Bush kynnir
sér ástandið
Bush Bandaríkjaforseti brá sér í heimsókn til Íraks.
Upp úr miðjum mánuðinum stefnir í uppgjör á
Bandaríkjaþingi um framhald stríðsrekstrar í Írak.
HLUTHAFAFUNDUR
HJÁ ICELANDAIR GROUP HF.
Á DAGSKRÁ FUNDARINS ERU:
1. Tillaga um breytingar á samþykktum félagsins, sem felur það í sér
að aðalstjórnarmönnum er fækkað úr sjö í fimm.
2. Tillaga um stjórnarkjör, með fyrirvara um að tillaga skv. 1. tl. verði samþykkt.
3. Tillaga stjórnar um ákvörðun þóknunar til varastjórnarmanna.
4. Önnur mál löglega upp borin.
Dagskrá hluthafafundarins og endanlegar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins á Reykjavíkur-
flugvelli til skoðunar fyrir hluthafa frá og með 4. september 2007.
Aðgöngumiðar, fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra
á fundarstað frá kl. 15.30 á fundardegi, miðvikudaginn 12. september 2007.
Stjórn Icelandair Group hf.
A. Tillaga um breytingar á 1. mgr. 18. gr. samþykkta
félagsins felur það í sér að stjórnarmönnum er fækkað
úr sjö í fimm. Verði tillagan samþykkt, þá verður
málsgreinin svohljóðandi: „Stjórn félagsins skal skipuð
fimm mönnum og þremur til vara, kjörnum á aðalfundi til
eins árs í senn. Um hæfi stjórnarmannanna fer að lögum.
Stjórnarkjör skal jafnan vera skriflegt, ef tillögur koma
fram um fleiri menn en kjósa skal.“
B. Með fyrirvara um að ofangreind tillaga um breytingar á
samþykktum um fækkun stjórnarmanna verði samþykkt,
sem óhjákvæmilega kallar á nýtt stjórnarkjör, þá skal skila
framboðum til aðal- og varastjórnar skriflega fyrir kl. 16.00
föstudaginn 7. september 2007 til skrifstofu félagsins á
Reykjavíkurflugvelli. Í tilkynningu um framboð til stjórnar
skal gefa, auk nafns frambjóðanda, kennitölu og
heimilisfangs, upplýsingar um aðalstarf, önnur stjórnar-
störf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu.
Þá skal einnig upplýsa um hagsmunatengsl við helstu
viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og
hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.
C. Stjórn gerir tillögu um að varastjórnarmönnum skuli
greidd sama þóknun og aðalstjórnarmönnum frá
aðalfundi félagsins í mars sl. til hluthafafundarins sem
nú er haldinn. Fyrir tímabilið frá þessum hluthafafundi
fram að næsta aðalfundi leggur stjórn til að varastjórnar-
mönnum verði greiddar 100.000 kr. fyrir hvern setinn
stjórnarfund.
Stjórn Icelandair Group hf. boðar til hluthafafundar hjá félaginu miðvikudaginn 12. september 2007
kl. 16.00 síðdegis. Fundurinn er haldinn á Nordica hóteli, Reykjavík.
NÁNAR:
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/I
C
E
3
54
90
1
2/
06