Fréttablaðið - 04.09.2007, Qupperneq 26
4. SEPTEMBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR6 fréttablaðið tölvur og tækni
Símaframleiðendur keppast við
að framleiða nýja, betri og flottari
farsíma. Fólk hefur mismunandi
þarfir þegar kemur að notkun
símanna og eins spilar tískan stórt
hlutverk þegar farsími er valinn.
Konur velja sér frekar samloku-
síma og eru líka litaglaðari í sínu
vali og vilja nettari síma sem fara
vel í litlum vösum og veskjum.
Hér má líta nýjustu símana frá
Símanum, Vodafone og Hátækni í
dag. - sig
Nýjustu
símarnir
Sony Ericsson W880i
frá Símanum er þunn-
ur, léttur og fjölhæfur
3G sími sem er sérlega
góður þegar kemur að
tónlist. Hann er með ís-
lensku valmyndakerfi, 2
megapixla myndavél,
MP3 Walkman 2.0 tón-
listarspilara, tónlistargreini og 1
GB minniskorti. Viðskiptavinir Símans
geta horft á sjónvarp í þessum síma.
Sony Ericsson K810i frá
Símanum er einn flott-
asti 3G síminn í dag. Hann
er með 3.2 MP Cyber-
shot-myndavél og inn-
byggðu Xenon-flassi.
Einnig er hann með stór-
um hágæða litaskjá með
góðri upplausn. Þá er hægt að setja
upp bloggsíðu í gegnum símann
og blogga til dæmis myndum sem
teknar eru á hann. Valmyndakerf-
ið í K810i símanum er á íslensku fyrir
þá sem vilja en einnig er hægt að
hafa það á ensku. Viðskiptavinir Sím-
ans geta horft á sjónvarp í gegnum
þennan síma.
HTC Touch sím-
inn fæst í Hátækni
og er nettasta lófa-
tölvan sem komið
hefur frá HTC. Hann
vinnur á Windows
Mobile 6.0 og er sá
fyrsti með Touch
FLO sem gerir
manni kleift að nota fingurna og
þurfa ekki alltaf að vera með penn-
ann uppi við.
Nokia 6120c frá Hátækni
er glænýr Symbian-sími
sem er þriðju kynslóðar
og mjög nettur. Honum
fylgja bestu tölvuleikir
sem Nokia hefur boðið
upp á.
LÁTINNA MINNST Á NETINU
Minningarsíður um látna einstaklinga hafa lengi verið við lýði í Banda-
ríkjunum. Nú hefur orðið vakning á slíku í Bretlandi og víðar.
Ein vinsælasta minningarvef-
síða Bretlands er síðan www.
gonetoosoon.co.uk. Þar eru
vistaðar um þrettán þúsund
minningasíður og um 100
bætast við á hverjum degi.
Langflestar heimsóknir eru á
minningarsíður fræga fólksins,
en meðal annars má finna síður
um Díönu prinsessu og jafnvel
Elvis. Aðrar síður um óþekkta
einstaklinga eru þó einnig
mikið skoðaðar.
HRESST UPP Á IPOD
Sá orðrómur hefur farið hátt
meðal netverja að von sé á nýjum
iPod frá Apple. Fyrirtækið boðaði til
blaðamannafundar í San Francisco á
morgun, miðvikudaginn 5. september,
og búast margir við að Apple muni þar
kynna hinn nýja iPod og jafnvel nokkrar
mismunandi gerðir.
iPodinn frá Apple er vinsælasti MP3-
spilarinn í heiminum frá því hann var
fyrst kynntur 2001. iPod í fullri stærð
hefur ekki verið endurskoðaður frá okt-
óber 2005 og því kominn tími á slíkt að
margra mati. Nú er bara að bíða og sjá
hvað gerist í San Francisco á morgun.
Nokia 6120 Classic er glænýr, lítill
og nettur, þriðju kynslóðar
3G farsími. Hann er með
MP3 spilara, FM útvarpi
og myndavél auk
þess sem stýrikerf-
ið er mjög þróað
og býður upp á
ýmsa mögu-
leika.
BlackBerry Pearl er vin-
sælasti síminn hjá Voda-
fone í dag og er mörg-
um kostum búinn. Hann
býður upp á auðveldan
aðgang að tölvupósti,
dagbók úr tölvu not-
andans og netinu.
Skrá u ig á spennandi námskei sem byggir á ví sem kemur
fram í myndinni og bókinni „The Secret“ – Leyndarmálinu:
Bob Proctor´s
The Goal Achiever
Fyrirlesari: Oddmund Berger, framkvæmdastjóri LifeSuccess Nordic
etta skemmtilega og líflega námskei sem nú er haldi í anna sinn á Íslandi, færir ér
hagn t rá og hnitmi a ar hugmyndir til a ö last a sem ú sækist eftir á öllum
svi um lífsins, hvort heldur sem a er í starfi e a einkalífi. a byggir á ví sem fjalla
er um í myndinni „The Secret” Leyndarmálinu og kennir ér hvernig ú getur virkja A dráttar-
lögmáli (The Law of Attraction) til a láta draumana rætast – miklu fyrr en ig grunar!
Hvar: Háskólabíói, salur 2.
Hvenær: Laugardagur 8. september 2007.
Tími: Kl. 09:30 – 17:00
Á essu námskei i lærir ú a brúa bili á milli ess a setja ér markmi og koma eim sí an í framkvæmd. ú
lærir hvernig allt sem ú gerir og hugsar hefur áhrif á líf itt og örlög. ú lærir a skapa ér spennandi framtí ars n,
setja ér áhugaver markmi og forgangsra a sí an daglegum verkefnum.
Me al ess sem ú lærir er:
A ákve a á kerfisbundinn hátt hva a er sem ú
raunverulega vilt og ráir og sí an sett ér vi eigandi markmi
sem hjálpa ér a láta draumana rætast.
- A koma auga á hindranir og hemla í eigin lífi og umhverfi og
eytt áhrifum eirra annig a ú ver ir óstö vandi.
- A forgangsra a markmi um, hvort sem au eru 5 e a 5000!
- A koma auga mikilvægasta markmi i – markmi #1
- A skapa ér spennandi og sigursæla framtí ars n.
Fyrirlesarinn er Oddmund Berger er framkvæmdastjóri LifeSuccess Nordic. Hann var hér sí ast á fer í lok maí og
var á me fjölsótt Goal Achiever námskei sem hátt í rjúhundru átttakendur sóttu. Námskei i er eftir Bob
Proctor úr myndinni „The Secret“ en hann hefur á 45 ára ferli sínum sem fyrirlesari veri me námskei sem
hundru ir úsunda átttakenda um allan heim, hafa sótt.
Námskei sgjald: Kr. 15.995 TILBO : Kr. 12.995 (Gildir til 5. september) Takmarka ur fjöldi, bóka u í dag!
Hópafslættir: 3+1 FRÍTT (25% afsláttur) og 7+3 FRÍTT (30% afsláttur).
Innifali : Námskei sgögn og penni (allt nema veitingar).
Fjölmörg stéttarfélög og starfsmenntasjó ir endurgrei a félagsa ilum sínum námskei sgjaldi a hluta e a í
heild. Athuga u máli hjá ínu félagi.
Skráning og nánari uppl singar: www.stjornandinn.is
Skráning me tölvupósti: stjornandinn@stjornandinn.is
Símaskráning: 846-0149