Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.09.2007, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 04.09.2007, Qupperneq 38
Þegar flett er í gegnum dagblöðin má sjá sér til glöggvunar fréttir af milljarðaviðskiptum auðjöfranna. Hlutabréf og fyrirtæki skipta nánast um eigendur eins og ekkert sé og milljörðum er eytt eins og hverjum skitnum túkalli. Hugtakið milljarðar er tiltölu- lega nýtilkomið inn í hversdags- legt málfar íslensku þjóðarinnar. Slíkar tölur voru varla nefndar nema þegar afkoma ríkissjóðs var tilkynnt eða þá þegar skýrt frá því hversu margar manneskjur byggðu þessa jörð. Einn og einn milljarða- mæringur skaut upp kollinum á slúðursíðunum og var það þá yfir- leitt Microsoft-njörðurinn Bill Gates. Og auðvitað soldáninn af Brunei sem flaug með Whitney Houston í afmælið sitt. Í dag þykir slíkt ekkert stórmál eins og dæmin sanna hér á Íslandi. Á yngri árum bar maður jafnan mikla virðingu fyrir milljónamær- ingum. Þeir voru afar fáir og stund- um var talað um þá með stjörnur í augum. Þeir höfðu flestir byggt upp veldi sitt af eigin rammleik, byrjað að framleiða karamellur í bílskúrnum eða flakað fisk í litlum skúr. Og þegar til að mynda blautir blaðburðardrengir mættu fyrsta hvers mánaðar borguðu þeir áskriftina með stórum seðlum. Drógu upp búnka af fimm þúsund köllum og völdu einn af handahófi sem þeir réttu síðan snáðanum. „Þú borgar mér síðan bara til baka einhvern tímann seinna,“ og hurð- inni lokað varlega. Í hlaðinu var kannski einn nýr bíll, með einka- númeri og blaðburðardrengurinn saup hveljur, starði á silfurfákinn með aðdáunaraugum og var hand- viss um að allir morgnarnir sem hann hefði nú rifið sig upp fyrir allar aldir myndu einhvern tímann borga sig. Draumurinn um að vera milljóna- mæringur er hins vegar horfinn. Í dag er meira að segja hægt að fá slíka fjárhæð með yfirdráttar- heimild í góðum banka. Í staðinn er hins vegar nýr draumur mættur til leiks; draumurinn um að verða milljarðamæringur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.