Fréttablaðið - 04.09.2007, Blaðsíða 39
Bókaútgáfan Métailie í
Frakklandi gefur í þessari viku
út Tíma nornarinnar eftir Árna
Þórarinsson. Kynningareintök
voru send á franska fjölmiðla
og bókabúðir í júlímánuði og
ljóst er að mikill áhugi er á
bókinni. Biðpantanir frá
bókabúðum nema nú þegar
fleiri eintökum en útgefandinn
hafði prentað í fyrstu prentun
og því hefur endurprentun
verið pöntuð þótt formlegur
útgáfudagur bókarinnar sé enn
ekki runninn upp.
Nú þegar hafa birst þrír
ritdómar í Frakklandi um
bókina og eru allir mjög
jákvæðir; í einum þeirra segir
að „það sé með mikilli eftirsjá
sem lesandinn kveðji söguhetj-
una Einar sem að lestri loknum
sé orðinn einn af hans bestu
vinum“. Allir ritdómararnir
fjalla lofsamlega um blaða-
manninn Einar og rannsóknar-
blaðamennsku hans, sem þykir
trúverðug og laus við allar
klisjur. Í Le Monde, einu
stærsta dagblaði Frakklands, er
fjallað sérstaklega um samfé-
lagsgagnrýni Árna Þórarins-
sonar. Eru þetta fyrstu dæmin
um erlendar viðtökur bókarinn-
ar en á næstu mánuðum mun
Tími nornarinnar koma út í
fleiri löndum, bæði í Skandin-
avíu og víðar um Evrópu.
Tíðindin eru mun gleðilegri
vegna þess að Frakkar búa við
langa hefð af glæpasögum og
þar hafa erlendir höfundar átt
þröngan aðgang að markaði.
Tími nornarinnar kom út hjá
JPV útgáfu árið 2005 og hlaut
afbragðsviðtökur. Hún var
tilnefnd til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna en það
var einungis í annað sinn sem
glæpasaga hlaut tilnefningu til
verðlaunanna. Í haust er
væntanleg ný bók eftir Árna
Þórarinsson um Einar blaða-
mann. Í ljósi tíðinda af
væntanlegum samruna JPV og
Máls og menningar sem
tílkynnt var um skömmu fyrir
helgi kann að vera að bókin
komi út undir öðrum merkjum
en JPV þegar menn hjá hinu
nýja forlagi hafa skipað
verkum haustsins á bása á ný.
-
Árni upp á frönsku
Bókaútgáfan Bjartur sem hefur
komið sér fyrir í þremur löndum
sendi í gær frá sér tilkynningu
þess efnis að forlagið leitaði að
nýjum Dan Brown hér á landi.
„Bjartur er skyndilega orðinn
næststærsta útgáfa landsins. Við
vöknuðum upp við þá stöðu einn
morguninn,“ segir Guðrún Vil-
mundardóttir hjá Bjarti. „Fimm
ára áætlunin var mörgum árum
of snemma.“
Snæbjörn Arngrímsson, eig-
andi Bjarts, hefur sem kunnugt
er stofnað útibú í tveimur Norð-
urlandanna og selt bækur Dans
Brown í bílhlössum í Danmörku
þar sem hann fór með réttinn á
verkum spennusagnaskáldsins
bandaríska. Eins og alþjóð veit er
Dan Brown haldinn ritteppu um
þessar mundir. Milljónir manna
um allan heim bíða í ofvæni eftir
nýrri bók eftir þennan mikla
spennusagnameistara. Bók hans
Da Vinci lykillinn, sem er sölu-
hæsta bók allra tíma, kom út árið
2003 og í fjögur ár hefur Dan
Brown reynt að hnýta endahnút-
inn á næstu skáldsögu sína sem
ber vinnuheitið Salómonslykill-
inn. Til að létta þessum milljón-
um manna biðina eftir nýrri bók
hefur Bjartur ákveðið að hleypa
af stokkunum verkefni sem ber
yfirskriftina „Leitin að nýjum
Dan Brown“.
Bjartur auglýsir eftir handriti
að glæpasögu sem á möguleika á
alþjóðlegum vinsældum; sögu
sem getur farið sigurför um
heiminn. Komi slíkt handrit upp í
hendur forlagsins er veitt ein
milljón króna í verðlaun, auk
hefðbundinna höfundarlauna
samkvæmt rammasamningi
Félags íslenskra bókaútgefenda
og Rithöfundasambands Íslands.
Þetta er hæsta verðlaunafé sem
veitt er fyrir íslenska bók en hún
mun koma út hjá Bjarti á íslensku
haustið 2008. Bjartsmenn telja
heimsfrægð innan seilingar ef
handritið fellur að smekk spenn-
usagnalesenda um heim allan:
Réttindastofa Bjarts annast sölu-
mál á verðlaunahandritinu á
erlendum vettvangi og verður
lagt í umfangsmikla alþjóðlega
kynningarherferð á handritinu
með það að markmiði að gera það
að alþjóðlegri metsölubók. Nú
þegar hefur þýski útgáfurisinn
Bastei Lübbe, sem einnig er for-
lag Dans Brown þar í landi, fest
kaup á útgáfuréttinum að hand-
ritinu fyrir 10.000 evrur. Aldrei
áður hefur verið samið fyrirfram
um erlendan útgáfurétt á sigur-
handriti í íslenskri bókmennta-
samkeppni. Þýskaland er öflug-
asti markaður heims fyrir
þýðingar – og þar sló Dan Brown
fyrst í gegn utan heimalandsins.
Skilafrestur í samkeppnina
„Leitin að nýjum Dan Brown“ er
til 1. júlí 2008 og mun dómnefnd
tilkynna vinningshafann þann 1.
október árið 2008, sama dag og
verðlaunabókin kemur út.
Forlagið áskilur sér rétt til að
hafna öllum handritum. Dóm-
nefnd skipar ritstjórn Bjarts og
starfsmenn réttindastofu útgáf-
unnar.
Handrit merkt dulnefni skulu
berast Bjarti, Bræðraborgarstíg
9, 101 Reykjavík. Rétt nafn höf-
undar skal fylgja með í lokuðu
umslagi.
Hvar bíður sá brúni?
Bjartur leitar að Brown
Miele ryksugur
á einstöku tilboðsverði
Tilboð:
Kr. 15.990
Fáanlegir fylgihlutir t.d.:
AFSLÁTTUR
35%