Fréttablaðið - 04.09.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.09.2007, Blaðsíða 42
Vill sjá West Ham spila í Meistaradeildinni Handknattleiksdeild Vals hefur stefnt handknattleiks- deild Fram fyrir dómstóli HSÍ vegna máls Sigfúsar Páls Sigfús- sonar. Mál hans eru í miklum hnút en hann er samningsbundinn Fram en vill losna frá félaginu. Í samningi hans segir að honum sé heimilt að ræða við önnur félög á ákveðnu tímabili sem Sigfús og gerði. Hann ræddi við Val sem gerði tvö tilboð í samning hans hjá Fram. Það fyrra var upp á 600 þúsund krónur og hið síðara 1,5 milljónir. Í fréttatilkynningu sem Valur sendi frá sér í síðasta mánuði vísar félagið í tvær greinar í samningi Sigfúsar. Annars vegar að hámarksfjárhæð í samningum um félagaskipti við „smálið“ erlendis er 5.000 evrur, um 450 þúsund krónur. Enn fremur að „gæta skal sanngirni í samning- um um félagaskipti við innlend lið og stórlið erlendis“. Augljóst er að Valur telur að 1,5 milljónir króna sé sanngjarnt til- boð, ef mið er tekið af því að erlend „smálið“ þurfi ekki að borga nema 450 þúsund krónur fyrir hann. Dómstóll HSÍ treystir sér ekki til að ákveða hvað sé sanngjarnt verð og því mun á fimmtudaginn næstkomandi hlutlaus matsmaður verða kvaddur fyrir héraðsdóm Reykjavíkur sem mun skila sinni greinargerð fyrir dómstóli HSÍ. Jón Eggert Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, vildi lítið tjá sig um málið en ítrekaði að hann teldi félagið í fullum rétti hvað þetta varðaði. Dagur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Vals, vildi ekkert tjá sig en vísaði í áðurnefnda fréttatil- kynningu. Þar kemur einnig fram að Fram hafi „hafnað tillögu Vals um skip- an sérstaks gerðardóms til að ákvarða sanngjarna greiðslu vegna félagaskiptanna“. Afar sjaldgæft er að samnings- mál íþróttamanna við félagslið fari fyrir almenna dómstóla hér á landi. Þetta er enn fremur enn einn kaflinn í sögu þessara félaga þar sem deilt er um leikmenn og samningsstöðu þeirra. Sem dæmi má nefna mál Helga Sigurðssonar og Bo Henriksen knattspyrnu- manna. Matsmaður kvaddur fyrir héraðsdóm VISA-bikar karla Landsbankadeild kvenna: Meistaradeild Evrópu: Norska úrvalsdeildin: Sænska úrvalsdeildin: Norskir fjölmiðlar hafa fjallað um frumraun Gunnars Heiðars Þorvaldssonar í norska boltanum um helgina. Dagblaðið nefnir hversu mikið hann líkist Morten Gamst Pedersen sem spilar nú með Blackburn. Gunnar Heiðar spilaði fyrstu 63 mínúturnar í 3-2 sigri Vålerenga á Start. „Ég er sáttur við Gunnar Heiðar. Hann byrjaði mjög vel en síðan dró aðeins af honum,” sagði Harald Aabrekk, þjálfari Vålerenga, eftir leikinn en Gunnar Heiðar og Christian Grindheim þóttu ná vel saman í byrjun leiksins. Þykir afar líkur Morten Gamst NBA-stjörnurnar voru í aðalhlutverki á fyrsta degi Evrópukeppni landsliða sem hófst á Spáni í gær. Dirk Nowitzki var með 35 stig í 83-78 sigri Þjóðverja á Tékkum, Tony Parker var með 16 stig og 4 stoðsendingar í 74-66 sigri Frakka á Pólverjum og Andrei Kirilenko var með 24 stig og 12 fráköst í 73- 65 sigri Rússa á Serbíu. Þá unnu Spánverjar auðveldan 82-56 sigur á Portúgal þar sem Pau Gasol var stigahæstur með 19 stig. Sarunas Jasikevicius, leikmaður Golden State, var með 18 stig í 86- 69 sigri Litháena á Tyrkjum. NBA-stjörnur atkvæðamiklar Bergur Ingi Pétursson úr FH bætti í gær Íslandsmetið í sleggjukasti í fimmta sinn á árinu og braut jafnframt 70 metra múrinn þegar hann kastaði 70,30 metra á 19. Coca Cola móti FH í Kaplakrika. Bergur hefur nú bætt Íslandsmetið um 4,02 metra á þessu ári en í mars bætti hann met Guðmundar Karlssonar sem var 66,28 m frá árinu 1994. Bergur fór yfir 70 metrana Fjölnismenn eru komnir í úrslitaleik VISA-bikars karla eftir 2-1 sigur á Fylki í framlengdum undanúrslitaleik á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem Fjölnir kemst í bikarúrslitaleikinn og aðeins í þriðja sinn frá upphafi sem lið utan efstu deildar spilar bikar- úrslitaleik á Laugardalsvellinum. Síðast gerðist það þegar KA komst alla leið árið 2001 en Grindvíkingar fóru líka alla leið sjö árum áður. Það var Atli Viðar Björnsson sem skoraði sigurmark Fjölnis á 112. mínútu leiksins eftir að hafa fengið langa sendingu inn fyrir Fylkisvörnina. Atli Viðar stakk David Hannah af og skoraði af mikilli yfirvegun. Þetta var kannski súrsætt sigurmark því Atli Viðar má ekki taka þátt í úrslitaleiknum þar sem að hann er í láni frá FH, mótherjum Fjölnis- manna 6. október næstkomandi. Það var ljóst frá byrjun leiks að vindurinn myndi spila stórt hlut- verk þar sem það gekk rok og vatnsveður eftir endilöngum vell- inum. Fjölnismenn léku með vindi fyrir hlé og hvort sem Fylkismenn vanmátu mótvindinn eða misstu hvað eftir annað einbeitingu í sendingunum þá töpuðu þeir mörgum boltum á miðjunni sem gaf Fjölni kifæri á að sækja hratt á þá. Framan af leik var það því 1. deildarliðið sem sá um að skapa mestu hættuna. Hinir eldfljótu framherjar Fjölnis voru duglegir að keyra á varnarmenn Fylkis sem lentu í miklum vandræðum en gátu þakk- að fyrir að lítið kom úr sóknarað- gerðum Fjölnismanna þegar þeir voru komnir upp að markinu. Fylkismenn biðu átekta og víst að Fjölni tókst ekki að nýta kæru- leysislegar sendingar úr öftustu varnarlínu; má segja að þolinmæðin hafi borið árangur. Peter Gravesen átti snilldar- sendingu inn fyrir vörnina á markamínútu fyrri hálfleiks og Albert Ingason stakk varnarmenn Grafarvogsliðsins og skoraði í gegnum klof markvarðarins Þórðar Ingasonar sem mætti honum á nærstöng. Fjölnisliðið var þó ekkert á því að brotna þrátt fyrir að hafa fengið þetta mark á sig rétt fyrir hálfleik. Liðið kom af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn og það leið ekki á löngu áður en leikurinn var aftur orðinn jafn. Fjölnismenn höfðu ekki nýtt hornspyrnur sínar fram- an af leik en í kjölfar þeirrar ell- eftu varði Víðir Leifsson skot Atla Viðars Björnssonar með hendi og Jóhannes Valgeirsson dæmdi víta- spyrnu sem Gunnar Guðmunds- son skoraði úr af miklu öryggi. Það skall oft hurð nærri hælum það sem eftir lifði leiks og bæði lið fengu tækifæri til að komast yfir. Albert Ingason átti skot í slána ellefu mínútum fyrir leikslok skömmu eftir að Fjalar Þorgeirsson hafði varið skalla Fjölnismannsins Ómars Hákonarsonar af örstuttu færi. Færin voru fleiri en hvorugu liðinu tókst að bæta við og því varð að framlengja. Það var vel hægt að sjá það í þessum leik af hverju Fjölnir er búinn að skora 51 mark í 18 leikj- um í 1. deildinni í sumar. Liðið var þarna að skapa einu besta varnarliði Landsbankadeildar- innar mikil vandræði og sýndi að það er engin tilviljun að menn eru að upplifa ævintýrasumar í Grafarvogi þar sem félagið er komið í bikarúrslitaleikinn og með annan fótinn upp í Landsbanka- deildina. Það verða FH og Fjölnir sem spila til úrslita um VISA-bikar karla. Það var ljóst eftir 2-1 sigur 1. deildarliðs Fjölnis á Fylki í framlengdum undanúrslitaleik í gær.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.