Tíminn - 25.01.1981, Síða 2
Sunnudagur 25. janúar 1981.
„Aftur stendur stjórnin keik
stríðs hvar eldar brunnu”
Svo segir i fornum sögum, aö
þeir Kári Sölmundarson og
Flosi á Svinafelli gengu til sátta
aö mörgum hausum foknum af
þeim bol, er haföi boriö þá og
heldust þeirra sættir vel upp frá
þvi. A eitthvaö viölika hátt
viröist nú vera aö ljúka þeim
hjaöningavigum, sem snilli-
menn okkar daga hafa háö um
heiður Heklu og Kröflu.
Egill Jónasson hefur látiö aö
þvi liggja að hann sliöri vopn sin
og Sunnlendingarnir viröast
einnig vera aö sekkja slnar
pipur. Svona blessunarlega fer
þaö jafnan aö næturgalinn, eöa
einhver hans liki, vinnur allar
styrjaldir. Og þó aö Hekla og
Krafla snýti bæði rauöu og
svörtu, þegar þær hreinsa and-
vegina, þá muna hinir grænu
kvistir og hinn söngvni fugl
vissulega koma meö sitt sigur-
hrds.
1 fáum orðum sagt: Suöriö
sæla andar þýðum vindum
noröur yfir fjöllum, þótt enn sé
hæstur vetur. Viö litum fyrst á,
hvað Arni Böövarsson leggur til
málanna.
„Ekki veit ég hvaö komið
hefur yfir mig aö vera aö senda
kveðlinga til birtingar”, segir
hann„En sá kunni visnasmiöur,
Egill á Húsavik, er maöur, sem
ég ber viröingu fyrir sökum
hagmælsku hans. Hann segist
nú vera hættur, og hæfir þá ekki
annaö en ég hætti lika. Þó get ég
sagt: „Þú byrjaöir” — og þvi
koma hér lokastökur minar, um
leið og ég þakka skemmtun-
ina”.
Og lokastökurnar eru á þessa
leiö:
Fnykur bæöi og flúor sinn
fær hún Hekla þaöan,
sem Húsavikur-höföinginn
hélt sin biöi staöan.
Varla mun á rökum reist,
þott rætt sé um á Fróni,
hvernig lyktin hefur breytzt
meö Húsavikur-Jóni.
Og þá er þaö Ingimundur
Einarsson, sem vill þakka Agli
kveöju og sagnfræöi. Þaö gerir
hann á þennan veg:
Oddapresturinn eitt sinn haföi
ötulan pilt, aö taliö er,
en klækjóttan nokkuö, svo
prestur vaföi
kauöa þessum um fingur sér.
Kölski fékk margt hjá klerki
aö heyra,
hann kaus aö losna úr vistar-
bandi,
en vogaöi ekki aö vera meira
I vistum hérna á Suðurlandi.
„Þaö fylgir ekki sögunni”,
segir Ingimundur, „hvert vika-
piltur Sæmundar I Odda fór, en
nafngiftir eru af ýmsum toga.
Svo vill til aö um tvo staöi veit
ég innan landamtrkja Suöur-
Þingeyinga sem bera hiö óhrjá-
lega nafn, Viti, og er annar
þeirra ekki langt frá Kröflu”.
Þess vegna segist hann
spyrja:
Þvi er Krafla kyrr I vetur,
kann hún ekki nokkurt svar?
Annars veit ég ekki betur
en aö Viti leynist þar.
Næst kemur röðin aö Guörúnu
Helgadóttur, sem viröist vera
yrkisefni manna um þessar
mundir. Veröur þá fyrst fyrir
sá, er þetta segir:
,,Ég er gamall maöur og hef
mætt bæöi góöu og illu um dag-
ana, þó aö ég sé svo sem ekkert
á neina vog. Þaö vonda er bezt
gleymt,úr þvi sem komið er, en
Tilkynning
til fólks sem hefur hug á aö Ijúka grunnskóla-
námi: Eftirfarandi deildir taka til starfa 28.
jan. n.k.
Aöfaranám fyrir fólk, sem ekki hefur lokið
miöskólanámi.
Fornám fyrir fólk sem lokiö hefur 3. bekk,
eöa þarf aö endurtaka grunn-
skólapróf.
Innritun og upplýsingar í síma 12992 og
14106.
Lækningastofa
Hef opnað lækningastofu
í Domus Medica, Egilsgötu 3,
5. hæð. Viðtalspantanir í
síma 15477
Gunnar Valtýsson, læknir.
Sérgrein:
Almennar lyfjalækningar,
innkirtia og efnaskip tasjúk*
dómar, sykursýki
hiö góöa ætti maöur aö reyna aö
muna I lengstu lög. Guörún
Helgaddttir hefur vikið góöu aö
mér og ég veit um mina lika,
sem hafa sömu sögu aö segja.
Mér kom ekki á óvart, þó aö hún
tæki málstað þessa franska
manns, sem beiddist hælis hjá
okkur. Mér þykir leiöinlegt,
þegar ég heyri kastaö aö henni
kögglum fyrir þaö, sem mér
finnst fallega gert. Þvi langar
mig til þess aö biöja fyrir
visuómynd, sem ég setti
saman”:
Viö gleymum ekki, Guörún
min,
hvar góösemi og mannást
býr.
Þeir, sem minna mega sin,
muna vel, hvaö aö þeim snýr.
Annars lúta þær visur um
hana, sem borizt hafa aö þvi
uppnámi er varö i stjórnmála-
heiminum, áður en forsætis-
ráöherra tók ábyrgö á þvi, aö
Patrekur Gervasoni lenti ekki I
fangelsi.
Jóhannes Benjaminsson yrkir
svo:
Aftur stendur stjórnin keik,
striös hvar eldar brunnu.
Opnast nú á nýjan leik
náöarfaömur Gunnu.
Óli Halldórsson á Gunnars-
stööum hefur sent þetta norðan
úr Þistilfiröi:
Stjórnarliöar fullum sættum
seint ná,
sifellt þvi I nokkurn vanda
rötum.
Þó hefur loksins Guörún
okkur
greint frá,
aö Gunnar hafi fullnægt
hennar
hvötum.
Loks er svo fjóröa vísan
einnig komin úr Noröur-Þing-
eyjarsýslu:
Hart verður stundum und
verndandi væng
og vandrötuö leiöin til
hjartans.
Guörúnu hlýnar i Gunnars
sæng,
en Geir skriöur upp I
Kjarta ns.
t forsetakosningunum I fyrra
var talsveröur flokkadráttur i
Grimsey, þvi aö sitt sýndist
hverjum um það, þar sem ann-
ars staöar, hver bezt myndi
skipa forsetastólinn. I þeim erj-
um kom einn fylgismanna þvi á
loft, aö skoöanakönnun sýndi,
aö Albert Guðmundsson myndi
hljóta sjötiu atkvæöi I eynni.
Þetta var talið fullvel i lagt,
þvi aö ekki voru nema rúmir
sextiu á kjörskrá og þótti þess
vegna sýnt, aö eitthvaö af at-
kvæðunum yröi aö sækja i
kirkjugaröinn.
Þetta var kveöiö er tiöindin
bárust til lands:
Eflaust setti aö þeim skrekk,
sem Alberts gengi kanna,
þegar kappinn fylgi fékk
framliöinna manna.
Að lokum bregöum við okkur
á framboðsfund, sem haldinn
var á Egilsstööum á Völlum i
siöustu kosningum. Hrafn
Sveinbjarnarson á Hallorms-
staö var einn fundarmanna og
hlýddi á ræöu Sverris Her-
mannssonar og þótti ekki mikiö
til hennar koma, enda nokkuö á
annarri meiningu en þing-
maöurinn. Ekki bætti úr skák,
aö þetta var i leiftursóknar-
vikunum.
Nú er þess aö geta, að i staf-
setningarmálum er Sverrir ein-
dreginn fylgismaöur þess sóma-
stafs, z, er ofsóknum hefur mætt
hjá valdamönnum. Meö þetta i
huga geröi Hrafn svolátandi at-
hugasemd viö ræöu Sverris:
Guö þér brást meö getuna,
gjarnan máttu fella tár.
Setztu nú á setuna
og sittu þar næstu fjögur ár.
Sverrir varö þó ekki viö þess-
um fyrirmælum Hallorms-
staöarmanns og ekki horfur á,
aö þaö veröi nema endrum og
eins aö hann tylli sér á setuna
næstu misserin.
JH
Oddný Guðmundsdóttir:
Orðaleppar
Kona, sem býr meö manni ógift, er
nú á lagamáli kölluð sambýliskona.
En líklega er heitið þó ólöglegt
samkvæmtþví, aðekki má nefna konu
í sambandi við starf og stétt. Slík hús-
móðir verður því að heita sambýlis-
kraftur. Frétt úr sveitinni gæti því
hljóðað svo í nútímalegum skrautstíl:
Barnsfæðingum hefur farið fækk-
andi gegnum árin. Hér fæðast að jafn-
aði þrjú börná ársgrundvelli. Það bar
til tíðinda i helgarlokin, að sambýlis-
kraftur fjárbónda veiktist i kjölfar
þungunar. Þegar fæðingarfræðingur-
inn hafði barið hana augum, voru ekki
aðrir valkostir fyrir hendi en að leita
læknis. i kjölfar þeirrar ákvarðana-
tektar fæddist í dagsbyrjun einn vel
hress nýburi.
Ekki er alltaf unnt að segja kraftur í
stað kona. Þá er gripið til að segja
manneskja: „ — Af þvi tilefni ætla
þær að rekja garnir úr konu, sem var
kaupamanneskja fyrir 24 árum og
ræða við hana um hið raunverulega líf
kaupafólks þeirra tíma, sem ekki er
fært á bækur", segir O.S. blaðamaður
og áræddi ekki að nota orðið kaupa-
kona.
Þetta er raunar misminni hjá
honum, að aldrei hafi verið f jallað um
kaupafólk í bókum. Margar æviminn-
ingarog skáldsögur segja frá því. En
ekki veit ég, hvað O.S. þóknast að
kalla „raunverulegt líf". Þá rúma tvo
áratugi, sem ég stundaði kaupavinnu,
rigndi oft mikið, en stundum var sól-
skin, hvað sem illviðrakrákur bók-
menntanna segja.
Nemendasamtökin L.M.F. á Akur-
eyri efndu til útifundar í fyrra með
ræðuhöldum og kröfuspjöldum. Meðal
annars kröfðust nemendúr mötuneytis
og ráðskonu. Ra'ðskona er bannorð, og
þeir hafa ekki fellt sig við orðin mat-
selja eða eldabuska.
„Við viljum ríkisreknar eld-
húsmellur" og „Matur er mannsins
megin" mátti m.a. sjá á kröfuspjöld-
um, sem uppi voru á fundinum."
(Frétt í blaði, undirrituð eös.)
Stúdentaráð Háskóla íslands og
fleiri nemendafélög sendu „stuðn-
ingsskeyti", segir enn fremur í frétt-
inni.
Stundum voru Ijóðlínurnar „móðir,
kona, meyja" hafðar að spotti á
kvennaárinu og oft síðan. Nú þurfa
konur ekki að kvarta um, að karlþjóð-
in vandi þeim kveðjurnar. Og ekki ber
á því, að ungu kvenréttindakonurnar
kunni illa við nýju nafngiftirnar.
Oddný Guðmundsdóttir.