Tíminn - 25.01.1981, Qupperneq 3

Tíminn - 25.01.1981, Qupperneq 3
Sunnudagur 25. janúar 1981. 3 Axel Bender, form. Meistarafélags pípulagningarmanna: HEI — „Ég get einmitt nefnt þér nærtækt dæmi. Nú rétt nýlega athuga&i ég hitakerfi hér i borginni er keyrt var á termostati og einum segulloka, sem eyddi um 5 tonnum af heitu vatni á sólarhring. Ég gerði ekkert annað en að gefa ráð um breyttan kyndingarmáta þ.e. að kynda sem jafnast allan sólar- hringinn og við það eitt minnk- aði heitavatnsnotkunin niður i tæp 2.5 tonn á sólarhring”. Þessa sögu sagði okkur Axel Bender, form. Meistarafélags pipulagningarmanna. En Timinn leitaði til hans m.a. vegna þeirrar órkusparnaðar- viku sem staðið hefur yfir. En i öllum þeim upplvsingum um hitasparnað, betri einangrun, þéttilista i dyr og glugga, hús- gögnin á rétta staði og svo framvegis, virðist nánast hafa gleymst að gefa fólki hagnýtar ráðleggingar um stýringu á kyndingu, miðað við það ástand sem fyrir er. Jöfn kynding nýtir orkuna best. „Fyrsta skilyrðið er að kynda sem jafnast allan sólarhring- inn. Þannig næst besta nýtingir. á orkunni”, sagði Axel. 1 dæminu sem fyrr er á minnst, sagði hann fólkið sem i hlut átti, um áraraðir hafa hagað kynd- ingunni þannig, að termostatið var lækkað niður i 10-15 gráður á morgnana til að fá góðan hita i ibúðina. Þegar siðan var orðið nægilega heitt að deginum til var aftur lækkað talsvert og síðan enn hækkað i 24-25 gráður þegar kólna tók að kvöldinu til. Það eina sem Axel gerði var að ráðleggja fólkinu að velja sér þann hita sem þvi þætti hæfilegur — i kringum 22-. 23 gráður og nýta sér hann. Lækkasíðan hitann i svefnher- berginu ef það kysi minni hita þar. Hitareikningurinn úr 60 þús. i 30 þús. Axel sagði þessar ráðlegg- ingar gilda um hvaða orku sem notuð væri til kyndingar. Það eyddist alltaf miklu meira með þvi að láta húsin kólna og vera siðan alltaf að kynda upp. Það væri hreint rugl, að Skrúfa fyrir kyndingu á kvöldin nema þá yfir sumartimann. Þarsem kranarværu á ofnum sagði hann þaö einnig mikiö atriði aö hafa þá rétt stillta. Sjálfur fylgist hann með stillingu á öllum krönum i 60 ibúða blokk á c.a. tveggja ára fresti, sem kemur út i verulega minni hitakostnaði en i næstu blokk við hliðina. Margir gifurlega kæru- lausir. Aðspurður sagði Axel marga Reykvikinga vera gifurlega kærulausa varðandi kynding- una, enda er heita vatnið þar sennilega einhver ódýrasta orka sem völ er á i heiminum. Sem dæmi benti hann á, að menn þyrftu ekki annað en að aka t.d um Vesturbæinn á köldu vetrarkvöldi og sjá gufuna leggja uppúr niðurföllunum. Það sýndi einfaldlega að frá fjölda húsa rynni vatnið allt of heitt Ut aftur. Það sagði hann einnig geta komið til við aðstæð- ur sem þær, að hluti af ibúð- innisé kannski þokkalega heitur en síðan væri e.t.v. ein- hversstaðar á kerfinu einn, kannski lítill ofn, og jafnvel kranalaus, sem hleypti heitavatninu óhindrað I gegn og stæli um leið frá hinum ofnun- Röngkyndingef frárennslisrörið er meira en 37 gráðu heitt Ókeypis ráð- gjafaþjónusta — Hvert eiga þeir siðan að leita, sem vilja afla sér upplýs- inga og ráðlegginga um rétta kyndingu? Axel benti á nýja þjónustu á vegum Meistarasambands byggingarmanna að Hall- veigarstig 1 i Reykjavik. Þar sagði hann alltaf einhvern af- stjórnarmönnum þeirra pipulagningarmanna vera hvern þriðjudag á millikl. 16 og 18 einmitt til þess að svara fyrirspurnum frá fólki. Þangað gæti fólk bæði komið eða hringt á þessum tima. Þá má geta þess, að Axel sagði pipulagningameistara hafa veriðmeðallasina menn á námskeiðum, einmitt I stillingu á ofnlokum, til þess aö þeir geti tekið að sér að fara Ihús til að stilla ofna hjá þeim er þess óska. Enda væri fólk svolítið að vakna til meðvitundar um þessi mál nú að undanförnu. Axel sagði við það miðað við kyndingu nýlegra og góðra hitakerfa, að ofnarnir séu heitir niður undir miðju og skili vatninu út aftur 25-30 gráðu heitu. Það sé besta nýtingin. í gömlum húsum þar sem upphaf- lega ofnastærðin hafi verið reiknuð fyrir oliukyndingu væru þeir i sumum tilvikum raun- verulega heldur litlir fyrir hita- veitu, sem þýddi auðvitað að þeir þyrftu meiri kyndingu. Þar þyrfti oft að hleypa hitanum niður fyrir miðju, sem gæfi þá auðvitað lakari nýtingu á ork- unni. En Axel sagði það a.m.k. öruggt dæmi um alranga kynd- ingu ef leiðslan, sem vatnið rennur i frá ofninum, sé heitari en lfkamshiti, þ.e. um 37 gráðu heit. Ekki þurfa allir sjálf- stillikrana. En hinsvegar er ekki þar með sagt að allir þarfnist slikra krana”, sagði Axel. t fjölmörg- un húsum, jafnvel allt frá árinu 1950, væru ágætis tvístillikranar á ofnum og oft i góðu lagi, þannig að hægt væri að ná skfnandi árangri eingöngu með réttri stillingu. I slikum tilvik- um væri kostnaðurinn ekki annar en að fá mann á staðinn, sem þyrfti þó jafnvel að koma 2- 3 sinnum til að stilla kerfið. Vegna þeirra sem vilja það fullkomnasta var Axel spurður um kostnað við uppsetningu sjálfstillikrana. Hann sagði vinnuna kosta um 67-75 nýkr. á hvern ofn i nýjum húsum, en frá þvi um 70-100 kr. I eldra hús- næði. Kraninn og annað efni kostaði um 190 krónur á hvern ofn. Þrýstijafnari á kerfið kostaði um 900 krónur og að lokum þyrfti að gera nokkrar breytingar i sambandi við hita- veitugrindina, sem ekki væri gott að áætla kostnað á, það gæti verið misjafnt eftir aðstæðum, en ekki væri þar um stórvægi- lega tölu að ræða. Að sjálfsögðu er hér alls staðar átt við nýjar krónur og Axel tój fram að auð- vitað væri um grófa kostnaðar- áætlun að ræða, sem frávik séu frá. — Hreint rugl að skrúfa fyrir hitann á nóttunni Getur þú lækkað hitareikninginn um helming aðeins með þvi að láta hitakranann sem mest f friði og jafnframt fengið jafnari og betri hita í ibúðina? MAIIRII «MII EnnAmMuvtronm! um. Vatnið færi alltaf léttustu leiðina og hinn hlutinn sæti eftir. Jöfn kynding allan sólarhringinn frumskilyrðið

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.