Tíminn - 25.01.1981, Page 6

Tíminn - 25.01.1981, Page 6
6 Sunnudagur 25. janúar 1981. Utgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiftslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrlmsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefá nsdóttir, Friörik Indriöason, Frlöa Björnsdóttir (Ileimilis-Timinn), Heiöur Helgadóttir, Jónas Guömundsson (Alþing), Jónas Guömundsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: Guöjón Einarsson, Guöjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygió Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þor- 'steinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verö i lausasölu 4.00. Áskriftargjald á mánuöi: kr. 70.00. — Prentun: Blaöaprent hf. „Leiftursókn” út i sandinn Fyrir siðustu Alþingiskosningar ráku forystu- menn meirihluta Sjálfstæðisflokksins mikinn áróður fyrir þvi að efnahagsvanda íslendinga ætti aðleysa með harðri ,,leiftursókn” og myndu þá öll vandamál hverfa sem dögg fyrir sólu. Auðvitað komþað engum á óvart að þessi ,,leiftursókn” var ekki frumlegt eða frumkveðið framlag flokksfor- ystunnar, heldur þegið að láni eftir erlendum fyrirmyndum. Nú er nokkur reynsla að fást á „leiftursóknina” i þeim löndum sem gerð hafa verið að tilrauna- stofum fyrir þessa frelsunarleið. Þessi lönd eru Chile i Suður-Ameriku, Stóra-Bretland og ísrael. Reynsla þjóðanna sem byggja þessi lönd er satt að segja ekki á þá lund að mikið sé að öfunda. Ef til vill kemst herforingjastjórnin i Chile næst þvi að skila „árangri” i bókhaldinu, enda beitir hún miskunnarlaust hrottaskap til þess að skera þjóðina niður i það trog sem efnahagskerfið á að verða. Á Stóra-Bretlandi og i ísrael gengur þetta allt stórum verr og mjög horfir þar til vandræða ef þjóðunum auðnast ekki að knýja fram róttæka stefnubreytingu. Virtar sérfræðistofnanir á Bret- landi hafa látið birta opinberlega það álit að stjórnarstefnan þar i landi hljóti að leiða af sér enn meiri og vaxandi efnahagsvandræði og án þess að nokkrar horfur séu á bata. Og i ísrael hafa inn- byrðis átök i stjórnarliðinu ásamt ört vaxandi efnahagsvanda og óðaverðbólgu leitt til þess að rikisstjórnin hefur i reynd gefist upp og boðað til nýrra kosninga. Nú má vissulega segja að þetta séu fréttir úr misjafnlega fjarlægum löndum þar sem aðstæður eru ólikar þvi sem hér gerist, og við má bæta að ýmis einstök mál vega þungt i þessum efnum, svo sem kjaramál kennara i ísrael og gengi pundsins i Bretlandi. En hinu verður ekki neitað að stjórnarstefna i þessum löndum hefur verið mjög svipuð og tals- vert andlegt samfélag með hugsuðum stefnunnar i þessum löndum, en reyndar hefur það einnig átt við um forystumenn meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins. Og það fór ekki á milli mála fyrir rúmu ári hvaðan meirihlutamenn i Sjálfstæðisflokknum tóku fyrirmyndir sinar. Af sjálfu leiðir að þeir eru orðnir næsta þöglir um þetta allt upp á siðkastið. Af þessari framvindu má ýmislegt læra, og góðu heilli kusu islenskir kjósendur að afþakka boð meirihlutamanna Sjálfstæðisflokksins um að verða tilraunadýr i þeim töfralækningum sem „leiftursóknin” átti að verða. Sjálfsagt er sá lærdómur ótviræðastur að flókin og almenn efnahagsvandamál verða ekki „læknuð” með einföldum töfraformúlum og að viðbrögð við efnahagsvanda verða að byggjast á almennri samstöðu og skilningi fólksins á þvi sem gera skal og þeim markmiðum sem vaka fyrir stjórnvöldum. Þetta siðasta hafa stjórnvöldin i Chile að visu getað sparað sér enda ræða þau ekki við almenning nema með ofbeldi. Ýmislegt bendir til þess að um þessar mundir séu flest skilyrði fyrir hendi til að aðgerðir og frambúðarstefna rikisstjórnar íslands geti náð verulegum árangri. Þetta hefur gerst m.a. fyrir þá sök að rikisstjórnin hefur forðast afvegu „leiftur- sóknarinnar”. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Hann tekur við erfiðu hlutverki lagsins og þeim ákvöröunum, sem samþykktar eru af ráö- herranefndinni, en hún er valdamesta stofnun bandalags- ins. HUn kemur hins vegar sjaldan saman og fjallar aöal- lega um stærstu málefnin. Reynslan hefur þvi orðið sú, að valdið hefur dregizt meira og meira I hendur framkvæmda- stjórnarinnar. Hún annast ekki aöeins framkvæmdina, eins og áður segir, heldur undirbýr einnig tillögur, sem eru lagðar fyrir ráðherranefndina. Framkvæmdastjórnin starfar likt og ráðuneyti. Formaöur hennar er eins konar forsætis- ráðherra. í framkvæmdastjórn- inni eiga sæti 14 fulltrúar, tveir frá hverju fjögurra stærstu rikj- anna, en einn frá hinum sex. Tiu riki eru nú i bandalaginu, en Grikkland gekk i það um ára- mótin. Verkahring Efnahagsbanda- lagsins er skipt i 20 deildir, sem svipar á ýmsan hátt til ráðu- neyta. Hver fulltrúi i fram- kvæmdastjórninni fer með a.m.k. eitt ráðuneyti, en sumir verða aö sjá um tvö. Mest er sótzt eftir að stjórna þeim, sem talin eru meiri háttar. Mikíll starfsmannafjöldi fylg- ir flestum þessara ráðuneyta, en alls eru starfsmenn Efna- hagsbandalagsins taldir um tiu þúsund. Stærsti starfsmanna- hópurinn eru túlkarnir, en hjá Efnahagsbandaginu eru notuð fleiri tungumál en hjá Samein- ÞAÐ VAR Dönum mikið og óvænt áfall, þegar fulltrúi þeirra i framkvæmdastjórn Efnahagsbandalags Evrópu, féll frá. Anker Jörgensen forsætis- ráðherra varð þó að láta annað ganga fyrir en að sakna Gunde- lachs. Miklu máli gat skipt fyrir Dani að skipa fljótt eftirmann hans. Gundelach var eins konar landbúnaðarráðherra banda- lagsins og mörg riki höfðu sótzt eftir að fá það embætti i sinn hlut, þegar framkvæmda- nefndarmenn skiptu með sér verkum um áramótin. Gundelach haföi gegnt þessu embætti á siðasta kjörtimabili og leyst það þannig af hendi, aö hann hafði hlotið almenna viðurkenningu. Það þótti þvi ekki annað hlýða en að fela hon- um það áfram. Þetta starf er yfirleitt talið það erfiðasta innan bandalags- ins, þvi að landbúnaðarmálin eru mestu vandamál þess. En það er jafnframt talið hið valda- mesta. Stefnt er að þvi á þvi fjögurra ára kjörtimabili, sem hófst um áramótin, að koma framtíðar- skipulagi á landbúnaöarmálin. Það er i verkahring landbúnaö- arráðherrans, en ekki er óeöli- legt að nota þann titil, að undir- búa tillögur um þetta efni og vinna að framkvæmd þeirra. Þótt þessi maður eigi aö vera óháður f starfi og eigi eingöngu að hugsa um hagsmuni banda- lagsins, leggja rikisstjórnir margra bandalagsrikjanna kapp á, að fulltrúi, sem þær hafa tilnefnt, gegni þvi. Strax eftir fráfall Gunde- lachs hófst mikil samkeppni um það bak við tjöldin hver ætti að hljóta starf hans. Anker Jörgen- sen gerði sér ljóst, aö það gat skipt höfuðmáli, að Danir hefðu tilnefnt hinn nýja fulltrúa sinn fyrir næsta fund ráðherra- nefndarinnar, sem átti að taka endanlega ákvörðun um þetta efni. Þetta tókst Jörgensen, og danski fulltrúinn verður áfram landbúnaðarráðherra banda- lagsins. Fyrir Dani getur það skipt miklu máli. 1 RAUN og veru er fram- kvæmdastjórn eins konar rikis- stjórn bandalagsins. Það er hlutverk hennar að sjá um framkvæmd á sáttmála banda- Anker Jörgensen brá hart við. Eiginkona Dalsagers óskar honum til hamingju. uðu þjöðunum. Hvert þátttöku- riki á rétt til þess, að fulltrúar þess geti taláö eigið tungumál. Fulltrúarnir I framkvæmda- stjórninni gangast undir þá kvöð, að þeir láti eingöngu stjórnast af hagsmunum banda- lagsins og taki ekki nein fyrir- mæli frá þeirri rikisstjórn, sem hefur tilnefnt þá. Við afgreiðslu mála i fram- kvæmdastjórninni ræður meiri- hluti, en venjan er að greiða at- kvæði tvisvar. 1 fyrri atkvæða- greiðslu greiða fulltrúarnir at- kvæði eftir skoðun sinni, en við siðari atkvæðagreiðsluna sam- hljóða. Minnihluti kemur þann- igfram sjónarmiðum sinum, en viðurkennir svo rétt meirihlut- ans. Árslaun fulltrúa I fram- kvæmdastjórninni er 750 þús. danskar krónur. Þau eru skatt- frjáls. HINN nýi fulltrúi Danmerkur i framkvæmdastjórn Efnahags- bandalagsins er Poul Dalsager, sem var landbúnaöarráðherra. Hann verður nú landbúnaðar- ráðherra Efnahagsbandalags- ins og mun einnig fara með sjávarútvegsmálin unz lokið er samningum þeim um fiskveiði- málin, sem nú standa yfir. Poul Dalsager er 51 árs að aldri. Hann hlaut menntun sem bankamaður og starfaði um talsvert skeiö við Andelsbanken i Hjörring. Þar kynntist hann bæði málefnum landbúnaðar og fiskveiða. Dalsager gekk ungur i flokk sósialdemókrata og vann sér álit þar. Hann var kosinn á þing 1964 og hefur átt þar sæti siðan. Dalsager hefur þrivegis verið ráðherra. Hann var landbúnað- arráðherra friá þvi i febrúar 1975 og þangað til i febrúar 1977. Frá þvi i febrúar 1977 og þangað til i ágúst 1978 var hann bæði land- búnaöar- og sjávarútvegsráð- herra. Þá urðu stjórnarskipti og var mynduð samstjórn sósialdemókrata og Vinstri flokksins. Vinstri flokkurinn fékk landbúnaðarráðherrann. Dalsager var utan stjórnar meðan þessi stjórnarsamvinna hélzt. Þann fima var hann for- maður þingflokks sósialdemó- krata. Þegar þetta stjórnarstarf rofnaði i október 1979, varö Dal- sager aftur landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og gegndi þeim embættum þangað til nú, þegar hann gekk i þjón- ustu Efnahagsbandalagsins. Hann hefur sem danskur landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra tekiö verulegan þátt i störfum Efnahagsbandalagsins og er þvi vel kunnugur málum þar. Dalsager tekur við starfi Gundelachs

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.