Tíminn - 25.01.1981, Side 7

Tíminn - 25.01.1981, Side 7
Sunnudagur 25. janúar 1981. 7 Wmmm ,Jón Sigurðsson: Inn 1 nýjan áratug Þegar litiö er um öxl við upp- haf nýs áratugar og hugleitt er hverjar breytingar hafa gengið yfir stjórnmálalif landsmanna mun það sjást að margvislegar mikilvægar breytingar hafa orðið á siðustu tiu árum á flokkakerfinu og stjórnkerfinu. Það er þvi ástæða til að velta þessari þróun fyrir sér og reyna að ráða i það hvaðan blása muni á næstu árum. Kratar enn í lægð Það sem fyrst verður fyrir um gengi einstakra stjórnmála- flokka er að svo virðist sem hin mikla fylgisaukning Alþýðu- flokksins sem kom fram i kosningunum 1978 sé horfin aft- ur með öllu. Alþýðuflokkurinn er samkvæmt þessu, t.d. i nýj- ustu skoðanakönnun Dagblaðs- ins, enn kominn niður i lægðina sem hann var i allan fyrri hluta áratugarins. Nú hefur sú breyting önnur orðið á aðstöðu flokksins að hann er rúinn áhrif- um innan Alþýðusambandsins, svo sem greinilega kom fram þingi A.S.t. fyrr i vetur. Ef niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar Dagblaðsins um fylgi Alþýðuflokksins eru nærri réttu lagi verður að álykta að fylgisstofn Alþýðuflokksins hafi á liðnum árum minnkað um þriðjung, og er það i sjálfu sér mjög mikilsverð breyting i stjörnmálalifi landsmanna. Með þessu er þá upp kveðinn mjög réttlátur dómur um hávaðamennina sem mestu hafa ráðið um málefni Alþýðu- flokksins á siðustu árum, Vil- mund Gylfason og samverka- menn hans. Hins vegar bendir ýmislegt reyndar til þess að innbyrðis- deilur séu að hefjast i flokknum út af þessu öllu. Annars vegar er Vilmundur Gylfason orðinn al- gerlega einangraður i þing- flokknum, en hins vegar kennir hver öðrum um að ekki gengur of vel með blaðaútgáfu flokks- ins, svo sem nýlegar fréttir af Alþýðublaði og Helgarpóstinum bera með sér. Framsókn vel búin Að þvi er Framsóknarflokk- inn snertir virðist það skýrast að fylgistapið sem flokkurinn varð fyrir i kosningunum 1978 hefur unnist upp að nýju. 1 siðustu skoðanakönnun Dag- blaðsins er þetta enn staðfest, en fylgi Framsóknarmanna hefur i sögunni leikið á bilinu 22- 26% atkvæða. A siðari árum hefur orðið mjög hröð endurnýj- un i forystuliði flokksins og i þingflokki hans og verður að telja að flokkurinn sé af öllum ástæðum mjög vel i stakk búinn að takast á viðný verkefni á ár- unum sem fram undan eru. Til samanburðar við það sem áður sagöi um útgáfumál Al- þýðuflokksins hefur Fram- sóknarmönnum tekist að leysa versturekstrarvandamálin sem Timinn átti við að glima og endurnýjun I forystuliði blaðs- ins er ekki þáttur i deilum, en sem kunnugt er mun sá sem þessi orð ritar láta af störfum sem ritstjóri Tfmans á vori komanda. Reyndar er staða Fram- sóknarflokksins að þvi leyti merkileg nú um hrið að hann er i rauninni stærsti stjórnmála- flokkur þjóðarinnar, þar sem hæpið er að tala um Sjálfstæðis- flokkinn sem einn stjórnmála- flokk um þessar mundir. Hvað upp kemur i þessu efni er örðugt að segja, en hvað sem öðru liður er um sjaldgæft tækifæri að ræða fyrir Framsóknarmenn. Kerfisflokkur ekki síður Að loknum siðasta áratug er orðin sú meginbreyting i is- lenskum stjórnmálum að Al- þýðubandalagið er ekki lengur flokkur andstöðu, gagnrýni og andófs. Staða , Alþýðubanda- lagsins hefur þannig gerbreytst, og hefur önnur slik meginbreyt- ing á högum og aðstöðu sósialiskrar hreyfingar á Is- landi ekki orðið siðan Sósialista- flokkurinn var stofnaður á ár- unum fyrir heimstyrjöldina. Með þessu er ekki sagt að sósialistarhafi ekki áður setið á ráðherrastólum, það hafa þeir gert, en siðasti áratugur er fyrsta skiptið sem þeir ná að hafa langvarandi áhrif á gang mála i st jdrnarráðinu þannig að hreyfing þeirra sjálf verður fýrir áhrifum valdsins. 1 stað þess að vera flokkur gagnrýni og andstöðu er Al- þýðubandalagið orðið rikis- flokkur, valdaflokkur og kerfis- flokkur ekki siður en hver flokk- ur annar. A þvi leikur meira að segja sterkur grunur að Alþýðu- bandalagið sé orðið valdamesti kerfisflokkurinn i landinu nú um stundir, og er þá einnig átt við hin miklu itök sem flokkurinn hefur Ut fyrir sjálft stjórnkerfið. Þannig hefur flokkurinn lykil- stöðu i bæði Alþýðusambandi Islands og Bandalagi starfs- manna rikis og bæja, er forystu- flokkur I borgarstjórn Reykja- vikur og máttugur bæði i rikis- stjórn og á Alþingi. Við þetta bætist tvennt sem hefur komið Alþýðubandalaginu vel: Flokkurinn er einbeittur og forysta hans er ánægð með sjálfa sig, en engir forystumenn hrósa sjálfum sér jafnmikið og ráðherrar Alþýðubandalagsins. Hins vegar hefur flokkurinn ár- um saman haft algert forræði fyrir menningarmálum og i skólakerfinu og t.d. samtökum listamanna og enda þótt mjög hafi dregið úr þessu forræði á siðustu árum og það sé þverr- andi frammi fyrir nýjum straumum og aðstæðum gætir þess enn mjög. Þannig gengur Alþýðubanda- lagið inn i nýjan áratug valda- meira en nokkru sinni fyrr. Það er smám saman að verða næsta tækifærissinnaður valdaflokk- ur, ihaldssamur fyrir sig og sitt kerfi svo sem birtist þegar verð- bólguna ber á góma, en hallast að einhvers konar þjóðernis- legri rikishyggju þar sem helstu úrræðin eru millifærslur, skömmtun og höft, nefndabákn hjá ri'kinu og áætlanagerð á opinberum skrifstofum, forsjá flokks og rikis. Gljúfur óvildar Sú breyting ein sem lang- mestu varðar i þróun siðustu ára er auðvitað klofningur Sjálfstæðisflokksins. Eins og nú standa sakir er ekki séð fyrir endann á þvi máli, en mjög ótrúlegt verður að teljast að sættir geti orðiö i liði Sjálf- stæðismanna á næstu árum. Miklu liklegra er að þarna sé staðfest gljúfur óvildar og ill- inda sem haldast muni um nokkrarkynslóðir. Það er alveg ótrúlega mikil illska sem hlaupin er i innri mál Sjálf- stæðisflokksins, gamalgróin úlfúð sem hefur hlotið rækilega endurnýjun. Ekkert bendir til þess að sam- eiginleg „lausn” sé nokkurs staðar i sjónmáli á vanda Sjálf- stæðisflokksins. Skoðanakann- anirog almannatal benda þvert á móti til þess að mjög mjótt sé á munum milli forystuliðs flokksins i stjórnarandstöðu annars vegar og hins vegar varaformannsins á stóli for- sætisráðherra og stuðnings- manna hans. Má mikið vera ef rikisstjórnin og varaformaður- inn njóta ekki fylgis meirihluta Sjálfstæðismanna i landinu, og i kjördæmum virðast ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki verða I neinum vandræðum með að tryggja sér stöðu i framboðum og kjör í kosningum. Ef svo fer mun Sjálfstæðis- flokkurinn halda áfram að vera óstarfhæfur, nafnið tómt i stjórnmálabaráttunni og gæti svo staðið lengur en margur hyggur. Nú benda skoðana- kannanir til þess að Sjálfstæöis- flokkurinn — hvað sem það nú er!!! — njóti vaxandi fylgis, — þaö er að segja bæði flokkur for- sætisráðherra og flokkur for- ystu stjórnarandstöðunnar. Margt bendir til þess að flokks- ins biði á næstu árum svipaö ástand og rfkt hefur löngum inn- an Kristilega demókrataflokks- ins á Italiu sem iöulega er klof- inn i afstöðu til rikisstjórnar enda þótt flokksmenn séu jafn- an á ráðherrastólunum!! Miðað við reynslu ítala getur sliktástand varað meira en ára- tug ef út i það er farið. Hlutverkaskipti Það er til marks um það hve mjög staða Sjálfstæðisflokksins hefur veikst i islensku þjóðlifi á siðustu u.þ.b. fimm árum að flokkurinn er kominn i minni- hluta f Reykjavik, forystulið hægrimanna i launþegasamtök- unum virðist fremur hneigjast að Gunnari Thoroddsen en Geir Hallgrimssyni, Dagblaðið hefur brotið i spón einveldi blaða- flokksins i fjölmiðlun i landinu og virðist hliðhollt Gunnari á sama tima og Visir berst i bökkum; um leið veikist staða flokksins við það að ýmsir sem áður voru áhugasamir flokks- menn, t.d. i hópi kaupmanna og vinnuveitenda, vilja hvergi koma nærri eftir að klofningur flokksins varð opinber. Þá er það og til marks urn það hvernig flokksmenn finna á sér að Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst tökin á samfélagi og þjóð- lifi að „hugmyndafræði” nýtur vaxandi athygli innan flokksins og þjóðfélagsgagnrýni eykst i röðum Sjálfstæðismanna — á sama tima og Alþýðubanda- lagsmenn vitna I statistik!!! Á sfðasta áratug hafa marg- háttaðar aörar breytingar orðiö i stjórnmálakerfi þjóðarinnar og var gerð nokkur grein fyrir sumum þeirra i sunnudagspistli iTimanum sl. haust. Þar er um aö ræða þá meginbreytingu sem hefur orðið á hlutverkum stjórnmálaflokkanna við próf- kjörin, opnun fjölmiðlunarinnar og þróun valdamiöstöðva sem eru utan viö flokkakerfiö sjálft. Margt fleira mætti nefna, en aðeins þau atriði sem hér hefur verið drepiö á gefa til kynna mjög afdrifarikar breytingar sem sjálfsagt munu setja svip á framvinduna. Hve varanlegt núverandi ástand reynist mun enginn þora að geta sér til um, en flestra veðra er von. menn og málefni Erfitt er að spá hvaöan blása muni á næstu árum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.