Tíminn - 25.01.1981, Side 9
Sunnudagur 25. janúar 1981.
jj __________
Söngkonurnar Sigurveig Hjaitesteð og Margrét Eggertsdóttir
syngja við undirleik Pálmars i Gaulverjabæjarkirkju á tuttugu ára
aimæli kirkjukórsins.
litil gamankvæði. Sviðið spannar
sorg og gleði. Hver er hvatinn að
öllu þessu?
— Það er nú mest litil sönglög,
sem ég hef samið. Það er kannski
Óður íslands, við ljóð Rósu B.
Blöndal, sem er stærsta tónverk-
ið. Þaö er i kantötuformi. Svo get
ég ekki neitað þvi, að sum lögin
verða til við sérstakar aðstæður,
eins og t.d. orgellag, sem varð til i
sambandi við sjóslysið mikla,
sem hér varð i innsiglingunni
1970. Ég hef nefnt þetta lag Boða-
fall. Það segirsina sögu. Þetta er
sorgarlag, en það vil ég taka
fram, Stefán, að ég tel mig ekki
vera tónskáld, þó að ég hafi feng-
ist við þettá eins og margir aðrir.
— Ég ætla nú ekki að deila við
dómarann i þessu efni. En nú eru
þáttaskil i þinu tónlistarlifi. Ný-
komið er út SÖNGVASAFN, sem
Arnesingafélagið i Reykjavik
gefur út og hefur að geyma 36 af
lögum þinum, handritað með þin-
um eigin penna. Ert þú ekki
ánægður með útgáfuna?
— Jú, ég er Arnesingafélaginu
mjög þakklátur, að af þessu gat
orðið. Það er auðvitað alltaf
vandi að velja lög i svona útgáfu.
Ég valdi þann kostinn að hafa
þetta svona nokkurs konar sýni-
bók, þar sem fram kemur eitt-
hvað úr flestum þeim lagaflokk-
um, sem ég átti.
— Sin ögnin af hverju?
— Já, gott hjá þér — sin ögnin
af hverju. Þvi miður hafa smá-
prentvillur slæðzt með, og er það
dálitill galli, þó ekki séu þær i lag-
linunum. Þetta er i vissum lög-
um, t.d. i laginu Send mér eld i
anda, Nú blikar við sólarlag og i
lagi, sem heitir Kvöld. Þar hefur
fallið úr úrfellingarmerki. Von-
andi finnur fólk þetta út, hvað
þarna er ábótavant. 1 heild er ég
ánægður með útgáfuna og er
þakklátur öllum þeim, sem stuðl-
uðu að þvi, að þessi bók kom út.
Prestarnir koma og fara
Nú ert þú búinn að stjórna
kirkjukórum á Stokkseyri og i
Gaulverjabæ i bráðum fjóra ára-
tugi. Hvað hafa margir sóknar-
prestar þjónað þessum söfnuðum
á þessum tima?
— Það eru þrir sóknarprestar,
auk þeirra, sem leystu af á milli
þess að prestar fóru og komu.
Fjórði sóknarpresturinn kemur
svo hingað til starfa næstu daga.
— Segöu mér: Prestarnir
koma og fara allir sömu leiðina
vestur yfir heiði i ysinn og annrik-
ið við Faxaflóa. Hvernig stendur
á þvi, að þú unir þér
hér alltaf á sama stað? Eru það
ræturnar við æskustöðvarnar og
umhverfið, sem veita þér lifsfyll-
ingu, sem hinir hafa ekki fundið
hér á þessum slóðum?
— Þaðerrétt hjá þér, ræturnar
við æskustöðvarnar og umhverfið
skipta mig mestu máli.
Sjómennirnir okkar eiga
skiliö að búa
við betra
— Ert þú ánægður með þróun
mála i menningarlegu og at-
vinnulegu tilliti hér i byggðarlag-
inu?
— Mér finnst, að kauptúnin hér
á ströndinni hafi orðið dálitið út-
undan i þjóöfélaginu. Stundum
heyrist talað um brú yfir ölfusá
hjá Óseyrarnesi. Hún er ókomin,
þessi brú, og það, sem verra er aö
minum dómi: Ekki fást heldur,
lendingarbætur. Sjómennirnir
okkar eiga skilið að hafa betri að-
stöðu en þeir hafa nú við vinnu
sina. Hér er þó rekin allmyndar-
leg útgerð, sem veitir mörgu fólki
vinnu, jafnvel aðkomufólki, nokk-
uð i stórum stil á sumum árstim-
um.
Ég er náttúrlega fyrst og
fremst Stokkseyringur, en frem-
ur finnst mér óeðlilegt, að Stokks-
eyrar er alls ekki getið i Vega-
handbókinni, og vegurinn, sem
liggur að Eyrarbakkavegi og hér
i gegnum plássið, er merktur
Gaulverjabær, þar sem hann
kemur af Eyrarbakkavegi austan
við Litla-Hraun.
— Hvað um félagsmálin?
— Miðað við fyrri tima, þegar
þau voru i mestum blóma, er lágt
á þeim risið. Það er svo margt,
sem glepur nú á timum, og svo
vantar betri aðstöðu til félags-
starfa.
— En snúum aftur að lagasafn-
inu. Nú tileinkar þú eiginkonu
þinni eitt laga þinna i Söngva-
safninu. Láttu mig fá i lokin fáein
orð um fjölskyldu þina og fram-
tiðarvonir.
— Já, konan min er Guðrún
Loftsdóttir frá Vestri-Hellum i
Gaulverjabæjarhreppi, og við
eigum þrjú börn, Guðrún hefur
sungiö i kirkjukórnum i Gaul-
verjabæ allan þann tima, sem ég
hefi stjórnað honum. Guðrún er
dóttir Helgu Guðlaugsdóttur og
Lofts Andréssonar á Vestri-Hell-
um. Loftur lést i fyrravetur en
Helga stendur enn fyrir búi á
Vestri-Hellum, mikil heiðurskona
eins og hún á kyn til. Og svo spyrð
þú um framtiðarvonir. Þvi er
fljótsvarað: Það er min ósk og
von, að öll góö tónlist megi vaxa
og blómgast i héraðinu okkar, og
min lokaorð skulu vera þessi:
Verum minnug þess, sem
skáldið sagði:
Dýrast gaf oss djásn i heim
drottinn lista, söngsins hreim.
Svo mælti Pálmar Þ. Eyjólfsson,
listamaðurinn sem leggur gull i
lófa framtiðarinnar, — ann æsku-
stöðvum sinum og finnur lifsfyll-
ingu meðal fólksins, sem hann
starfar með.
Stefán Jasonarson.
9
Finnsk heimsfræg^
GÖNGVSKtÐi
sem allir skíðagöngumenn þekkja
A Jarvinen gönguskiðum hafa unnist 132
Olympiuverðlaun og 227 heimsverðlaun
Gæðin mikil og verðið er hremt otrulegt.
Fyrir born — og unglinga kr. 253.55
Fyrir fullorðna verð fra kr. 408.20
Fyrir ALLA f|olskvlduna.
SPORTVAL
lAUGAVEGI 116 - SIMAR 14390 & 26690