Tíminn - 25.01.1981, Page 28
A NÖTTU OG DEG! ER VAKA A VEGI
Gagnkvæmt
tryggingafélag
4” Ái
WSIGNODE
, Sjáifvirkar i>indivélar
Sjávarafurðadeild
* ^
Sambandsins
^ Simi 28200
tóiíi'ii
Sunnudagur 25. janúar 1981.
Snjópeningar ríkissjóðs:
Vöxtur hleypur í eina tekju-
lind ríkissjóðs, ef nóg snjóar
Skattur, þyngstur á
þeim, sem búa við mest
snjóalög og slakari
almenna fyrirgreiðslu
en aðrir þjóðfélagsþegnar
Þessi mynd er úr Asabyggö á Akureyri. Þar nyröra snjóar drjúgum meira en til dæmis i Hafnarfiröi,
svo aö nefndur sé annar kaupstaöur jafnstór. Snjóskatturinn er þess eölis, aö Akureyringar eru látn-
ir gjalda þess, hvernig veöurfarinu er háttaö aö vetrinum: Þvi meiri snjór, þeim mun meiri skatt-
heimta.
Snjórinn er einn sérkcnnilegasti
skattstofn islenzka rikisins.
Leggist vetur snemma aö og
gefist sföan hriöar meö mikilli
fannkomu, hleypur vöxtur I eina
af tekjulindum rlkisins. Þaö er
og einkenni snjóskattsins, aö
þeim er látiö blæöa öörum
fremur, er I mestan kostnaö
veröa aö leggja vegna snjóa-
laga, og meira tlnt úr vösum
þeirra, er ákvörðuö hefur veriö
lltil þjónusta af hálfu rikisins,
en hinna, sein betur er gert viö.
Þessi snjóskattur rlkisins er
fólginn í söluskatti, sem lagöur
er vinnu þungavéla við snjó-
ruöning og snjómokstur. Og
hann er aö verulegum hluta sér-
skattur á þaö fólk, er býr þar,
sem snjóalög eru oftast meiri en
gengur og gerist og bitnar
þyngst á Vestfjöröum, miðbiki
Norðurlands og byggðum öllum
þaöan austur og suöur eins langt
og vænta má mikilla snjóalaga.
Hér er ekki um neitt smáræöi
aötala. Söluskatturinn er 23,5%
og vélavinnan dýr, svo aö hann
leggst á háan stofn.
Umsýsla Norðra og
Garra
Að visu greiöir Vegagerö
rikisins mikinn hluta snjó-
skattsins, þvl aö hún sér um
snjóruöning á vegum úti eftir
reglum, sem henni eru settar af
samgöngumálaráöuneytinu, og
ber kostnaö viö hann innan
fyrirskipaöra marka. Aö þvi
leyti sem snjóruöningurinn er
borgaður af fé vegageröarinn-
ar, kemur hann jafnt niöur á
skattþegnana. Þar á sér þvi I
raun aöeins staö millifærsla.
Rlkiö er aö taka aftur hluta af
þessari fjárveitingu, sem fjár-
lög segja, aö ein af stofnunum
þess, Vegageröin,.. hafi fengið
til samgöngubóta.
Þar er hin skoplega hliö máls-
ins sú, aö þaö er lagt þeim öflum
á vald, sem veörum stýra, hve
mikil þessi endurgreiösla skuli
vera. Stjórnarvöld hafa trúað
þeim Noröra og Garra fyrir þvi
aö ráöa þessu, og endurgreiösl-
an veröur þeim mun meiri sem
Vegagerö rilcisins veröur vetur-
inn kostnaðarsamari.
Ruðningsreglur
R'eglum þeim, sem Vegagerö
rlkisins eru settar I viöureign-
inni viösnjóinn á vegum lands-
ins, er þannig háttaö, aö nokkrir
vegir skulu ruddir daglega ef
þörf krefur og unnt er, sumir
tvisvar I viku og aðrir einu sinni
I viku og þar fram eftir götun-
um. Þessi skipting helgast af
umf eröarþunganum.
Af þvl flýtur, aö bezt er gert
við höfuöleiðir I nágrenni
Reykjavíkur, i öörum flokki er
tildæmis leiöin úr Borgarnesi til
Akureyrar, en I þriöja flokkinn
falla margar torsóttar leiöir
milli kaupstaöa og byggöa I
mestu snjóahéruöum landsins.
Söluskattur á erfiða
aðstöðu
Nú lifum við I viðskiptaþjóö-
félagi og ekki ævinlega hægt aö
bföa betri færöar. Oft og vlöa
getur nauösyn veriö á aö opna
vegi oftar en segir i reglum
samgöngumálaráöuneytisins,
og gildir þaö sérstaklega þar,
sem lengst liöur á milli ákvarö-
aöra ruöningsdaga. Auk viö-
skiptanauösynjar, svo sem
vöru- og mjólkurflutninga, og
almennra feröalaga, getur sjúk-
dóma og slys boriö aö höndum,
enda fer það víöast saman, aö
þarer torveldast aö ná til lækn-
is, er sjaldnast er rutt.
Þegar svo stendur á, geta
sveitarfélög eöa aörir marktæk-
ir aöilar snúiö sér meö ósk um
ruöning til verkstjóra Vega-
geröar er meta réttmæti þeirrar
beiöni, sem fram er borin.
Dæmist hún réttmæt, greiöir
Vegagerö ríkisins hálfan ruön-
ingskostnaö, en hinn helmingur-
inn veröur aö koma frá sveitar-
félögum, mjólkursamlögum eöa
öörum.
Og þá leggst snjóskatturinn
góöi ofan á raunverulegan til-
kostnaö, einnig þann hluta hans,
sem heimamenn veröa sjálfir
aö standa undir af brýnni þörf
eða illri nauösyn. Þar er komiö
aö dæmi um þaö, aö fólk, sem
nýtur lakari þjónustu en aörir,
veröur ekki aðeins aö borga
hálfan ruöningskostnaö, heldur
taka á sig fjóröungs viöauka
vegna þess, hvernig snjórinn
hefur verib gerður að tekju-
stofni.
t framkvæmd þýöa moksturs-
reglurnar því, aö þeir sem búa á
suðvesturhorni landsins, þar
sem snjóalög eru minnst, fá
vegina rudda daglega sér að
kostnaöarlausu, vegna þess að
þar er mestfjölmenniog mestur
bílafloti, en aörir veröa aö
borga drjúgum úr eigin pyngju
fyrir færan veg, þegar á liggur,
og þókna ríkissjóöi að auki sér-
staklega fyrir að vera illa settir.
Samtök til að axla
byrðarnar
Sums staöar er viðbúnaöur
hafður til þess að axla þessar
byröar, sem jafnan má búast
við, aö á fólk leggist i sumum
landshlutum, bæði vegna at-
vinnuhátta og af öðrum orsök-
um.
1 Vestur-Barðastrandarsýslu
hefur veriö gripið til þess ráös
að stofna sérstakan sjóð til þess
að standa undir þessum helm-
ingskostnaði viö ruöning á veg-
um umfram þaö, sem reglur
samgöngumálaráöuneytisins
segja til um og verkstjórar
Végageröarinnar láta fram-
kvæma sjálfkrafa — og standa
skil á söluskattinum, sem á
hann leggst.
A mjólkursölusvæðum verður
einnig að hafa skipulag og til-
tækt fé, svo að mjólk veröi kom-
ið á markað, þó að snjói, bæöi i
ruðningskostnað og söluskatt.
Snjóskattur bæja og
þorpa
Mestar snjótekjur, aö undan-
skildum endurgreiöslum Vega-
geröarinnar í formi söluskatts,
hefur rilcið þó af snjómokstri I
bæjum, kaupstöðum og þorpum,
og vitaskuld hlutfallslega lang-
mestar af snjóasvæöum lands-
ins.
Götur verða að sjálfsögðu
ekki ruddar, án þess að nota við
það vélar, en ekki verður vél-
skóflublaði stungið I skafl né
hróflað við snjódyngju með ýtu-
tönn, án þess aö I slóðina komi
skattreikningur, jafnvel þótt
sveitarfélögin eigi tækin sjálf.
Þar á ofan mun eiga aö koma
söluskattur af vinnu, sem til
þessara véla er kostað á verk-
stæði.
1 kaupstöðum á Vestfjöröum,
Norðurlandi og Austfjöröum
getur þessi skattur, sem að
verulegu leyti er I raun refsing
fyrir, að þar skuli fenna meira á
götur en annars staöar, numið á
annan tug milljóna í gömlum
krónum talið á einum vetri.
Ekki torleyst mál
Ekki verður séö I fljótu
bragði, að miklum vandkvæö-
um geti verið bundiö að undan-
þiggja snjóruöning á vegum
Vegageröar rikisins og sveitar-
félaga i landinu þessum snjó-
skatti. Hann er fádæmum rang-
látur gagnvart þeim, sem búa
viö mikil snjóalög I heimabyggð
sinni, eða kaupa sér þá sam-
göngubót, sem aðrir fá fyrir-
hafnarlaust án gjalds. Þyki
Vegageröin hafa meira fé til
umráða en viö höfum efni á, án
endurgreiðslu meö þessu móti,
er hægurinn hjá aö lækka fram-
lög tíl hennar sem þvi nemur.
Furðu gegnir, aö þaö skuli
hafa verið þolaö langt til hljóða-
laust, að skattur heimtist af þvl,
þegar reynt er að halda götum
akfærum meö þeirri mismunun,
er þvl fylgir eftir landshlutum.
En líklegasta skýringin er sú, aö
upphaflega nam söluskatturinn,
sem á snjóruðninginn lagðist,
ekki nema fjórum prósentum og
skipti þar af leiðandi ekki miklu
máli I útlátum. En siðan hefur
hann hækkað jafnt og þétt, unz
svo er komiö, að meöalkaup-
staðir mega eiga von á reikningi
upp á 10-20 milljónir gamalla
króna, jafnvel þótt snjóþungi sé
ekki ýkjamikill — guð hjálpi
mönnum, ef fannfergiö yrði of-
boöslegt.
Ranglætið helmingað
Nokkurneftirþanka hafa þeir,
sem ríkisvaldinu stýra, þó ein-
hvern tima fengiðaf þessumsnjó-
skatti.
Sú regla hefur veriö sett, að
sérstaklega megi sækja um
eftirgjöf á helmingi þess helm-
ings, sem sveitarfélög eða aðrir
borga, þegar keypt er auka-
ruöningur hjá Vegagerð rikis-
ins, ef snjóþyngsli hafa verið I
mesta lagi.