Tíminn - 28.01.1981, Síða 1

Tíminn - 28.01.1981, Síða 1
i Eflum Tímann Siðumúla 15 • PósLhólf 370 • Reykjavík Ritstjórn 80300 • Auglýsingar 18300 • Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392 Viðræður um Atlantshafsflugið hefjast í Lux í dag Cargolux með í viðræðunum AB — i dag halda þeir Agnar Kofoed-H ansen, Sigurður Helgason og örn Johnson til Luxemburg til viðræðna við fulltrúa Luxemburgarfélag- anna Cargolux og Luxair, um hvernig áframhaldi á Atlants- hafsfluginu verði best hagað. Blaðamaður Timans hafði sam- band við Agnar Kofoed-Hansen i gærkvöldi og spurði hann hvers hann vænti af þessum viðræð- um. „Við munum bara ræða á- framhald á þeirri samþykkt samgönguráðherra beggja landanna, aö reyna að finna lausn á þeim vanda sem við blasir, og við munum reyna að koma saman byrjun á einhverri brúklegriáætlun. Til þess að svo megi verða verðum við aö sjálf- sögðu að bera saman bækur okkar og meta ástandið eins og það er i dag”. Agnar sagði, að það hefði lengi legið i loftinu að Cargolux komi inn i þessar viðræður, þvi fyrirtækið væri jú sá aðili, sem helst gæti tengst okkur Islend- ingum, þar sem við ættum þriðjung i þvi. Þvi væri eðlilegt, að tengja þetta systurfélag Flugleiða betur við islenskan flugrekstur, ef það væri mögu- legt. Agnar sagði, að það væri allt of snemmt að spá nokkru um árangur þessara viöræðna, hann yrði timinn að leiða i ljós. Ekki er reiknað með þvi, að þessar viðræður taki langan tima. Agnar sagði, aö lokum, að hann væri alltaí bjartsýnn á góða samvinnu við Luxemborg- ara.en hann væri bölsýnn á á- standið i Atlantshafsíluginu, hvort sem væri i farþegaflugi eða fragtflugi. Aðalatriðið væri, að sjálf- sögðu það, að finna viðskipta- legan grundvöll sem gæti borið þetta, þvi við lslendingar hel'ð- um flogið með islenskum félög- um frá árinu 1938 og aldrei verið á rikisframfæri fyrr, og þvi hlytu rnenn fyrst og fremst að stefna að þvi að ná aftur þessum viðskiptalega grundvelli. HH ungs stóriðja hentar best við íslenskar aðstæður. betur en stóriðja á borð við álverið Ekki sama hvar í Fossvogi 87 millj. Ilalda mætti að vorið væri komið, þvi lækir og ár um allt land hafa bólgnað i vatnavöxtum og snjór horfið úr fjöllum og af láglendi, svo klakaflákar einir standa eftir. Nú er þvi timi pollabuxnanna virki- lega upp runninn, og viða hægt að hugsa til að hefja útróðra á götum og torgum i þéttbýlinu. (Timamynd: Eóbert) húsin okkar eru: en 31 á Siglufirði AB — Einungis tvö svæði á ts- landi teljast hentug fyrir stóriðju- fyrirtæki á borð við álverið, þegar tillit er tekið til hafnaraðstöðu og nauðsynlegs mannafla. Svæði þessi eru suð-vestur hornið og Eyjafjörður. Þó eru engar líkur til að næg raforka verði fyrir hendi fyrir slik stóriðjufyrirtæki næstu 10 til 15 árin. Þetta kemur m.a. fram i könnun staðarvals- nefndar, sem skipuð var fyrir skömmu af iðnaðarráðherra til þess að kanna hvar á landinu hentugast kunni að vera að staö- setja meiriháttar iðnað hérlendis. Það kemur þó skýrt fram i skýrslu nefndarinnar, sem Þor- steinn Vilhjálmsson eðlisfræðing- ur veitir forstöðu að hér er að- eins um fyrstu niðurstöður nefnd- arinnar að ræða, og lýsa þær i engu endanlegum niðurstöðum hennar, en reiknað er með að nefndin starfi til ársloka 1982, Fram kemur i þessari fyrstu skýrslu, að mat nefndarinnar byggist á eins konar einkunna- gjöf, þar sem tekið er tillit til hafnaraðstöðu, öflunar neyslu- vatns, fólksfjölda, háhitasvæða, mengunarhættu, o.fl. Nefndin byggir störf sin á ýmsum gögn- um, s.s. á skýrslu Norsk Hydro um staðarval fyrir álver, könnun Virkis hf. um landfræðilegar for- sendur á Norðurlandi og á skýrslu landfræðinganna Emils Bóasson- ar og Sigriðar Hauksdóttur, sem þau unnu fyrir Orkustofnun og HEI — Fasteignaeigendur á land- inu urðu almennt um 45-60% rik- ari frá og með 1. des. s.l„ en þá tók gildi nýtt fasteignamat. Til- kynningar um þetta aukna rlki- dæmi verða bornar tii eigenda samhliða framtalseyðublöðum frá Rikisskattstjóra nú á næst- unni. Alls eru það um 90 þús. seðl- ar, sem sendir eru til um 69 þús- und eigenda. Gömlu krónurnar gilda ennþá hjá Fasteignamatinu þ.e. allar upphæðir á seðlunum eru tilgreindar I gömlum krónum. Fasteignagjöld er óheimilt að reikna af annarri upphæð en ber heitið Iðjusvæði, frumathug- anir á staðarvali til iðnrekstrar. I heildarskýrslunni kemur fram, að einungis tvö áðurnefnd svæði koma til greina fyrir stór- iðju á borð við álverið, og ráða fé- lagsleg áhrif mestu um þessa niðurstöðu. Á hinn bóginn gefur einkunna- gjöfin til kynna að 6 til 9 svæði komi til greina þegar miðlungs stóriðja er höfð i huga. Svæði þessi eru: Keykjavikur- svæðið, Hvalfjarðarsvæðið, Eyja- fjörður, Reyðarfjörður, Húna- vatnssýsla, Skagafjörður, Húsa- vikursvæðið, Árnessýsla og Suðurnes. Það er mat nefndarinnar að nauðsynlegt sé að rannsóknir sem þessar séu eingöngu unnar að frumkvæði islenskra stjórnvalda, þvi slikt myndi óneitanlega auð- velda mat á hugsanlegum mála- leitunum erlendra fyrirtækja þegar fram liða stundir. Auk Þorsteins eiga sæti i nefnd- inni Haukur Tómasson, jarðfræð- ingur, Orkustofnun, Ingimar Sig- urðsson, deildarstjóri heilbrigðis- ráðuneytisins, Sigurður Guð- mundsson, skipulagsfræðingur, Framkvæmdastofnun, og Vil- hjálmur LUÖviksson verkfræöing- ur, NáttUruverndarráði. Ritari nefndarinnar er Bragi Guö- brandsson félagsfræöingur og Pétur Stefánsson verkfræðingur er verkefnisstjóri hennar. þeirri er stendur á fyrrnefndum tilkynningaseðli Fasteignamats- ins og er þvi fasteignaeigendum bent á að bera saman þá upphæð við upphæðir á álagningarseðlum viðkomandi sveitarfélaga. I Reykjavik hækkar mat íbúða nálægt 57% frá árinu 1979. At- vinnuhúsnæði hækkar aftur á móti um 43-48%, allt eftir verð- mæti lóðarinnar. Hækkun at- vinnuhúsnæðis á Ártúnshöfða er þó sögð nema um 55% til jafnað- ar, vegna samræmingar við mat sliks húsnæðis annarsstaöar á höfuöborgarsvæöinu. Hliðstæðra hækkana mun að vænta annars- staðar á höfuðborgarsvæðinu, að undanskildum Kópavogi, eins og getið er um annarsstaðar I blað- inu. A öðrum stöðum á landinu hækkar fasteignamat jafnaðar- lega um 48-50%. Endurmetið ibúðarhúsnæði mun þó undan- tekningarlitið hækka meira. Sem dæmi um mat ibúðarhúsa i Reykjavik má nefna, að nýlegt 226 fm. einbýlishús i Fossvogi er metið á 87 millj. gkr. Tveggja herb. 65 fm. ibúð i blokk i Breið- holti er metin á 23,1 millj. en þriggja herb. 81 fm. I sömu blokk á 28,4 millj. Fimm herb. sérhæð 126 fm. i timburhúsi I Vogahverfi er metin á 35,3 millj. en 55 fm. ósamþykkt tveggja herb. kjall- araibúð i sama húsi á 16,7 millj. Oti á landi er matið lægra. Sem dæmi er nefnt nýlegt 2ja hæða 251 fm. einbýlishús á Akureyri á 61 millj., steypt 141 fm. einbýlishús á tsafirði á 35,1 millj., steypt 252 fm. einbýliiKeflavíká 43,8millj., steypt einbýli 134 fm. á Akranesi á 31,6millj., steypt 253 fm. einbýli á Siglufirði á 31,4 millj. og steypt 150 fm. einbýli i Vestmannaeyj- um á 26,3 millj. Fjalakattarmálið: Borgar- lög- maður vill áfrýja Kás — Keykjavlkurborg hefur cnn ekki ákveftið hvort áfrýjaft verfti dóminum f svokölluftu Kjalukattarmáli, sem kvebinn var upp I Bæjarþíngi Reykja- víkur 5. des. sl. Borgarráft hcfur á undanförnum fundunt fjailaft um málift, en ákvörftun hefur alltaf verift frestaft. Siftast á fujidi horgarráfts i gær. Jón G. Tómasson, borgarlög- maður, hefur lagt fram greinar- gerð i borgarráði, þar sem ein- .dregiðerlagttiiað málinu veröi áfrýjað. Þorkell Valdimarsson, núverandi eigandi Fjalakattar- ins, hefur ekki heldur fyrir sitt leyti ákveðið þvort hann ætli að áfrýja málinu, og mun hann ætla aft biða ákvörðunar borg- arráös, áður en hann gerir upp hug sinn. Eins og kunnugt er fóru þeir feðgar Valdimar Þórðarson og Þorkell Valdimarsson, fyrrver- andi og núverandi eigendur Fjalakattarins, fram á skaða- bætur frá Reykjavikurborg að upphæð 4500 millj. gkr. Sam- kvæmt héraðsdómnum er Þor- keli dæmdar bætur upp á 8 millj. gkr., en Valimar fær engar bæturdæmdar. Láta mun nærri að þetta séu um þrjú prómill af upphaflegu stefnukrölunni. Segja má, að þeir Fjalakatt- arfeðgar hafi tapaft málinu fjár- hagslega, eins og það fór i hér- aði, en Reykjavikurborg tapað þvi i „prinsipinu”, þar sem dómurinn féllst á, að aðgerða- leysi borgarinnar i skipulags- málum Grjótaþorpsins væri grundvöllur skaðabótaskyldu. Þaö að ákvöröun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar heíur hvað eftir annað verið frestað i borgarráði bendir til þess, að a.m.k. einhverjir borgarráðs- manna vilji borga Kpla þessar 8 gömlu milljónir og fórna þar með „prinsipinu”, þrátt fyrir að borgarlögmaöur leggi til aðra málsmeðferð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.