Tíminn - 28.01.1981, Page 2
2
Miövikudagur 28. janúar 1981
Árið 1980 engu líkt á
f asteignamarkaðinum
HEI — ,/Ariö 1980 er
engu likt á fasteignamark-
aðinum". sögðu forstöðu-
menn Fasteignamatsins á
fundi með fréttamönnum í
gær. Attu þeir þá við það,
að verðbreytingar hafi
veriðóróiegri en þeir hefðu
kynnst s.l. 15 ár, hér á
höfuðborgarsvæðinu.
Stöðug þensla var á þess-
um markaði allt frá því í
nóvember 1978 —(t.d.
hækkaði söluverðið um
71% frá okt. 1978 —sept
1979) — og þar til í mars
1980. i april segja þeir hjá
Fasteignamatinu að verðið
hafi lækkað um tæp 6% og
siðan hafi óróleikinn varað
frá einum mánuði til ann-
ars.
Annaö sem sagt var hafa ein-
kennt markaöinn á s.l. ári er
tregöa f sölu á atvinnuhUsnæöi á
s.l. ári. Hinsvegar er verö bygg-
ingarlóöa sagt hafa hækkaö mun
meira en á ibúöarhúsnæöi. Af þvi
er dregin sú ályktun aö skortur
hafi veriö á byggingarlóöum á
öllu höfuöborgarsvæöinu.
Þrátt fyrir þann óstööugleika
sem rikt hafi á fasteignamarkaö-
inum á s.l.árieru greiöslukjör á 3.
ársfjóröungi 1980 sögö hafa vériö
meö þeim erfiðustu sem þekkst
hafa. útborgunarhlutfall var þá
aö meöaltali um 76,1% sem er
rúmlega 5% hærra en slðari hluta
árs 1978 þegar hin öra verðþensla
hófst. Vextir af eftirstööva-
skuldabréfum eru sagðir 18—20%
á ári og bréfin oft til 5 ára.
Og til aö gleöja fasteignasala
svolftiö eftir erfiöleikana undan-
fariö er rétt aö koma þvi á fram-
færi, að forstjóri Fasteignamats-
ins komst m.a. svo aö oröi: ,,Við
höfum átt mjög góöa samvinnu
viö fasteignasala á nýliönu ári”.
Nýr vara-
maður
á Alþingi
JSG — Brynjólfur Sveinbergsson,
mjólkurbússtjóri á Hvamms-
tanga, tók i gær sæti á alþingi i
forföllum Ingólfs Guðnasonar,
sem dvelur eriendis i opinberum
erindagerðum.
Brynjólfur er þriðji varamaöur
Framsóknarflokksins i Noröur-
landskjördæmi vestra. Hinir tveir
fyrri varamenn, Bogi Sigur-
björnsson, skattstjóri, og Jón
Ingvi Ingvarsson, rafvirki, áttu
ekki heimangegnt til þingsetu
vegna anna.
Brynjólfur Sveinbergsson hefur
ekki setið á alþingi fyrr.
Brynjólfur Sveinbergsson.
Bráðabirgðalögin
lögð fyrir Alþingi
JSG — Frumvarp til laga ,,um
ráðstafanir til viðnáms gegn
veröbólgu”, eða um staðfestingu
á bráðabirgðalögum rikisstjórn-
arinnar frá þvi um áramótin, var
lagt fram á alþingi i gær.
Búist er við miklum umræðum
um frumvarpiö, en likur eru á, aö
Gunnar Thoroddsen, forsætisráð-
herra, mæli fyrir þvi á fundi i efri
deild I dag.
Nýr forstjóri
Norræna húss-
ins kemur
á sunnudag
AM — Næstkomandi sunnudag
verða framkvæmdastjóraskipti
viö Norræna húsið, er Anne
Sandelin kemur hingað tii lands
og tekur við starfi af Erik Sönd-
erholm, sem gegnt hefur starfi
sl. fjögur og hálft ár.
Erik Sönderholm mun hverfa
að kennslustörfum við Kaup-
mannahafnarháskóla sem áður
en hann kom hér og heldur hann
utan á föstudag. Hefur fjöldi
manns komið að kveðja hann i
Norræna húsinu að undanförnu.
Frú Anne Sandelin er list-
fræðingur og kemur hingað frá
Finnlandi, þar sem hún var for-
stjóri Kulturcentrum Hana-
holmen. Hún er gift Islenskum
manni, Borgari Garöarssyni,
leikara.
Framkvæmd manntalsins í Reykjavík: 1400 manns
121 mi hver ðstd fa- ð
Kás — Nú cru ekki nema nokkrir
dagar þar til aöalmanntal verður
tekið i Reykjavik, eins og reyndar
á öllu landinu, samkvæmt nýsett-
i um lögum þar að lútandi. Mann-
taliöer miðað við 31. jan. nk., sem
er næsti laugardagur, en sjálf
framkvæmdin veröur daginn eftir
þ.e. sunnudaginn 1. febrúar.
Þaö er Reykjavikurborg sem
Hefur yfirumsjón með fram-
kvæmd manntalsins i Reykjavik
eins og lögin gera ráö fyrir.
Borgarráð skipaöi i desember-
mánuöi sl. þriggja manna nefnd,
embættismanna, sem sjá á um
framkvæmdina. í henni sitja:
Gunnar Eydal, skrifstofustjóri
borgarstjórnar, formaöur, Egg-
ert Jónsson, borgarhagfræöingur
og Geir Thorsteinsson, hagsýslu-
stjóri borgarinnar. Nefndin réði
siöan Stefán Reyni Kristinsson,
viðskiptafræöing, til aö vinna að
framkvædminni. Hófst undirbún-
ingsvinna i desember sl., en sex
til sjö starfsmenn borgarinnar
hafa verið aö störfum frá þvi um
miöjan janúar viö verkefniö.
Skipulagi manntalsins i
Reykjavik er þannig háttað, að
borginni er skipt niður i 21 hverfi
og verður hverfismiöstöö i grunn-
skóla innan hvers hverfis. Hverju
hverfi er siðan skipt aftur i telj-
araumdæmi, sem alls veröa um
1230 i borginni. Hverfisstjórar
verða kennarar úr Verslunar-
skóla Islands og Menntaskólan-
um viö Hamrahliö en úr þessum
skólum koma flestir teljarar, en
einnig hefur verið leitað til nem-
enda úr Háskóla Islands, Fjöl-
brautaskólanum i Breiöholti,
Menntaskólanum viö Sund, Fóst-
urskóla tslands og félaga úr Juni-
or Chambier i Reykjavik og Kiw-
anisklúbbnum Jöfra i Arbæjar-
hverfi. Skólastjórar grunnskól-
anna starfa einnig viö stjórn
manntalsins, hver i sinum skóla.
Allir þeir sem til hefur veriö leit-
aö hafa tekiö mjög vel málaleitan
um aðstoö og gott samstarf náöst
við fyrirsvarsmenn þessara hópa.
Áætlað er aö allt aö 1400 manns
veröi aö störfum i Reykjavik viö
framkvæmd manntalsins.
I dag kl. 18 veröa fundir meö
teljurunum i öllum hverfamiö-
stöðvunum, þar sem þeim veröa
veittar nánari upplýsingar um
starfið og kennd útfylling eyöu-
blaöa. Siðan fá teljarar i hendur
þau gögn, sem þeir eiga að dreifa
til ibúanna i sinu umdæmi.
Enda þótt eyöublöðunum sé
dreift á miövikudagskvöldi er al-
menningi ráðlagt aö fylla þau
ekki út fyrr en á föstudagskvöld
eöa laugardag, enda veröur á
föstudagskvöldiö leiöbeininga-
þáttur i sjónvarpi sem auðvelda á
fólki aö fylla út skýrsluna. Þessi
þáttur verður siöan endurtekinn
siödegis á laugardag.
A sunnudag hefja teljarar starf
kl.12.30 og ganga þá i hús, safna
saman skýrslum og leiöbeina
þeim og aöstoöa, sem þess óska.
Einnig fylla teljarar þá út sér-
stakt eyöublað fyrir hverja ibúö
meö aðstoö heimilismanna. Mik-
ilvægt er þvi aö einhver fulloröinn
sé heima til að afhenda útfylltar
einstaklingsskýrslur og veita telj-
ara upplýsingar. Aö meöaltali fær
hver teljari i sinn hlut um 25 ibúö-
ir til aö heimsækja og færir á skrá
tæplega 70 ibúa. Til samanburðar
má geta þess aö viö manntalið
1960 komu álika margir einstakl-
ingar i hlut hvers teljara i Reyka-
vik en miklu færri ibúöir, enda
hefur ibúðafjöldinn aukist um
tæplega 80% en ibúafjöldinn aö-
eins um nálægt 12% á þessu tima-
bili.
íbúar Reykjavikur eru hvattir
til aö taka starfsmönnum mann-
talsins vel og leysa greiðlega úr
spurningum þeirra enda mun sá
fróöleikur, sem aflaö veröur með
manntalinu m.a. koma aö góöum
notum og auövelda skipulagningu
borgarinnar i framtiöinni.
Heilalinurit fasteignamarkaöar-
ins kölluðu þeir hjá Fasteigna-
matinu þetta linurit i gamni. En
þaö sýnir einmjtt þróunina i verö-
breytingum fasteigna á höfuö-
borgarsvæðinu frá einum mánuöi
til annars, frá þvi i nóv. 1979 þar
til I sept. 1980. 1 nóvember varö
9,4% hækkun, i des. aðeins 0,8%, i
janúar 4,7% i febr. 4,4 og mars
8,5%. í april varö siöan 5,9%
lækkun en siðan 11,1 hækkun i
mai. í júni varð 4,4% hækkun en
aftur 5,4% lækkun i júli. 1 ágúst
varð svo 7,6% hækkun en aðeins
2,9% hækkun i september.
Aurskriða féll á
bæinn Lund i
Lundarreykjadal:
Tjónið
skiptir
tugmillj.
g.kr.
— skriðan tók með
sér fjós, hlöðu
og 13 gripi
FRI — Skömmu eftir kl.9 i
fyrrakvöld féll aurskiröa á
gripahúsin á bænum Lundi I
Lundarreykjadal. Hún sópaði
með sér fjósi og hlööu bæjar-
ins auk hesthúss, sem stóö viö
gafl hlööunnar, þannig aö aö-
eins gaflar þessara húsa
standa eftir.
I gripahúsunum var 21 grip-
ur, þar af 13 mjólkandi kýr, en
nú er ljóst að 11 af kúnum
drápust og tveir hestar i þess-
um hamförum.
Bóndinn á bænum, Þorbjörn
Gislason, sagöi i samtali viö
blaðið aö ljóst væri aö tjóniö
næmi tugum millj. gkr. en auk
fyrrgreinds tjóns, skemmdist
nokkuð af heyi og partur af
túni.
Þorbjörn sagöi aö vatna-
vextir hefðu veriö miklir áöur
en skriðan fór af staö, en hún
kom úr hól sem stendur ofan
við bæinn. Sneið úr honum
rann af staö meö fyrrgreind-
um afleiöingum.
Heimamenn uröu varir viö
aö vatn var byrjað að renna úr
hólnum áöur en skriöan kom,
en áttu alls ekki von á þeim
ósköpum sem dundu yfir.
Þorbjörn sagöi aö nú væri
hann að vinna aö þvi aö koma
heyjum sinum i hús og átti
hann von á að þaö tækist fljót-
lega.
Hins Vegar er þaö mikið
verk aö byggja gripahúsin upp
á nýtt.
íslenskir flug-
virkjar til
Lýbíu
FRI — islenskir flugvirkjar
munu gera við Fokker vélina
sem hlekktist á i lendingu i
Lýbiu i fyrri viku. Viögeröin
fer fram i Trípoli.
Flugvirkjarnir voru á leiö til
Lýbiu til aö framkvæma á vél-
inni skoöun og munu gera þaö
samhliöa viðgerðinni.
Nefhjól vélarinnar skaddað-
ist er hún var i lendingu og
rakst á misfellu á flugbraut-
inni. Engin slys urðu á fólki og
var vélinni flogiö til Tripoli
eftir bráöabirgðaviögerö.