Tíminn - 28.01.1981, Qupperneq 7
Miðvikudagur 28. janúar 1981
!i ll l !l !11111
7
*
Magnús Oskarsson, Sölvanesi:
v
'JU' ■ V
I___~ J B15nduvlrkjunarsv*4i4
Lónnt«*t* rt ^
mmm TillSgur um a*alverndarnva*i ft. O íf.’'.V V,'('"í. ."••tr***1 ’<
Tillögur um virkjunarsvæði Blöndu og aðalverndarsvæði við ána.
Blönduvirki un
Margt hefur verið rætt og rit-
að um fyrirhugaða virkjun
Blöndu. Og er það að vonum,
þarsem um störmál er að ræða.
Sýnistsitt hverjum einsog geng-
ur.
Fáir í héraði munu þó vera
alfarið á móti virkjun árinnar.
Aftur á móti eru margir, þar á
meðal landeigendur, er eiga
upprekstur á Eyvindarstaða- og
AuðkUluheiði. andvigir þeim
virkjunarkosti, sem fullrann-
sakaöur er. Benda þeir á, að
hann hafi i för með sér vatns-
miölun, sem færi um 60 ferkiló-
metra af velgrónu heiðalandi i
kaf. Mörgum finnst hins vegar
gróðurskemmdirnar léttvægar
borið saman við hagkvæmni
virkjunarinnar og orkuna, er
frá henni kemur.
Reynt mun i þessu spjalli að
brjóta til mergjar rökin með og
á móti Bönduvirkjun. Einnig
skal þess freistað að varpa nýju
ljósi á þetta mál og tengja það
þvi, sem er að gerast i umheim-
inum i sambandi við mann-
virkjagerð, atvinnustarfsemi og
umhverfisvernd. Loks mun
reynt að benda á lausn, er sem
flestir geta sætt sig við.
Er einhver
andvígur
virkjun?
Þvi var haldiö fram hér að
framan, aö fáir væru alfarið á
móti virkjun Blöndu. Kemur
þar margt til. Olia er þverrandi
orkulind i heiminum og fer stöð-
ugt hækkandi I veröi. Flestir
viðurkenna þvi, að mikilvægt sé
að auka innlenda orkuöflun
enda fer eftirspurnin hraðvax-
andi.
Rökin gegn
núverandi
virkjunar-
tilhögun
Þeir, sem andvigir eru fram-
komnum hugmyndum um
Blönduvirkjun, setja fyrir sig,
að vatnsmiðlunin spilli miklum
gróðurlenum á afréttunum og
ekki veröi grætt upp land i stað-
inn á harðlendismelum og
hraunum svo hátt yfir sjó. Yröu
þessi spjöll þau mestu i sögu
mannvirkjagerðar á Islandi.
Fram kom á fundi um
Blönduvirkjun i Húnaveri 7.
desember s.l., að bestu skilyrðin
til vatnsmiðlunar vegna virkj-
ana væru einmitt i lægöum á há-
lendinu, en svæði þessi eru
mörg hver hin gróðursælustu á
þessum slóðum. Fordæmið yrði
þvi hrikalegt, væri þessi virkj-
unarkostur valinn: og skiljan-
legt, aö margir landeigendur
séu tregir til að verða upphafs-
menn að slikri þróun. Jafn-
framt óttast margir, að fleira
kunni aö fara forgörðum en
landiö, sem beinlinis fer undir
vatn. Hafa þeir bent á, að svæði
umhverfis lónið geti orðið ónot-
hæft til beitar vegna vatnssmit
unar I jarðvegi. Þá hafa heyrst
raddir um, að jarövegsstifla við
ldcuvirki miðlunarlónsins geti
reynst ótraust, þarsem hún yrði
reist á mýri.
Ennfremur hafa náttúrufræð-
ingar látið I ljós, að kólnunar
gætti á vorin hátt yfir sjávar-
máli frá svo stóru stöðuvatni
sem miðlunarlónið yröi, vegna
þess að ís tæki seint af þvi.
Kynni það að tefja fyrir gróðri.
Aftur á móti hefði lónið áhrif til
hlýinda að haustinu, en slikt
kemur bændum ekki að notum,
þvi að þeir nota heiðarnar að-
eins hluta úr sumrinu: og hefir
sá ti'mi verið styttur vegna
gróðurverndarsjónarmiða.
Raunar hafa margir bændur,
sem gjörþekkja náttúruna á öll-
um timum árs, sagt sér sjálfir,
hver veðurfarsleg áhrif lónsins
yrðu, hvaðsem liður umsögn
Veðurstofu Islands þar að lút-
andi. Spurningin er þvi aðeins,
hve langt út frá sér gætir þess-
arar kólnunar? Þvi veröur látið
ósvarað hér hvort hún nær til
byggða, enda hefir vist Veður-
stofan fullyrt, að svo sé ekki.
Virkjunin
mun spilla
veiði
Þegar raktir eru ókostir
Bönduvirkjunar, verður það
trauölega gert án þess að minn-
ast á veiðimálin. Miðlun á jökul-
vatni um sum stöðuvötn og
sumar bergvatnsár Auðkúlu-
heiðar mun vafalitið spilla veiði
Og ekki er loku fyrir þaö skotið,
að minnkun á útstreymi hreins
bergvatns til jökulárinnar
Blöndu ásamt botnfalli við
stiflugarða hafi skaðleg áhrif á
lifriki hennar og þarmeð veið-
ina.
Spurningin
um stóriðju
Þegar rætt er um andstöðu við
núverandi áform um virkjun
Blöndu, verður ekki komist hjá
þvi að minnast á erlenda stór-
iðju í þvi sambandi. Þótt rikis-
stjórnin hafi ekki á prjónunum
fyrirætlanir um slika starfsemi -
hérlendis svo vitaö sé, geta
skjótt skipast veður i lofti, til að
mynda við stjórnarskipti. Og
viða veröur vart við áhuga i
þessa átt og það á æöstu stöðum.
A hinn bóginn eru margir land-
eigendur, er eiga upprekstur á
AuðkUlu- og Eyvindarstaða-
heiði, andvigir erlendri stór-
iðju: telja hana skaðlega fyrir
Islenskt sjálfstæði og efnahags-
lif. Kom það meðal annars fram
á fundinum i Húnaveri. Yrði
það reiðarslag fyrir þá, ef
þeirra land væri notað til að
greiða fyrir sliku.
Rökin með
núverandi
virkjunar-
tillögu
Þeir, sem meðmæltir eru
framkomnum hugmyndum um
virkjun Blöndu, hafa fært mý-
mörg rök fyrir máli sinu. Skulu
þau nú rakin, en áöur hefur
verið bent á nauðsyn þess að
auka innlenda orkuöflun. Virkj-
unin er talin mjög hagkvæm og
yrði utan eldvirkra svæða.
Virkjunin er vel staösett miöað
við byggðalinu og aörar dreifi-
linur, svo sem Vesturlinu, er
liggur úr Hrútafjarðarbotni.
Frá henni má þvi dreifa orku
mjög viða um landiö.
Ennfremur telja margir for-
mælendur virkjunarinnar i
héraöi hana af þeirri stærö, að
ekki þurfi aö risa erlent stór-
iöjuver samhliöa henni til þess
að nýta orkuna frá henni aö
hluta.
Það er álitiö, að miðlunarlón
virkjunarinnar auki öryggi og
afkastagetu raforkukerfisins.
Einnig hefir þvi verið haldið
fram, aö Blönduvirkjun stuðlaði
aö aukinni iðnþróun á Norður-
landi: og er full þörf á þvi sér i
lagi á Noröurlandi vestra, en
þar hefir vantað atvinnutæki-
færi fyrir ungt fólk, sem er að
koma á vinnumarkaðinn. Hafa
þvi margir, sem ella hefðu kosið
aö vera heima, flutt burt af
svæðinu.
Tregða á
umræðu og
viðtækari
rannsóknum
Formælendur virkjunar hafa
löngum verð tregir til að ræða
hugsanlegar breytingar á hönn-
un hennar til þess að forða
landsspjöllum. Hafa þeir borið
við minni hagkvæmni og tima-
leysi, aö eins fljótt og hægt er
verði að ákveöa næstu stór-
virkjun, svo að ekki verði hörg-
ull á rafmagni næstu árin.
Virkjunarmenn ýmsir á
Noröurlandi hafa auk þess ótt-
ast, að slikar umræður og
athuganir hefðu i för með sér að
næstu stórvirkjun yrði valinn
staður utan fjóðungsins, og
hefði þaö slæm áhrif á nýsköpun
atvinnulifsins i honum.
Einu umræðurnar, sem virkj-
unarmenn hafa viljað ljá máls
á, eru um bætur handa landeig-
endum sökum landspjalla. Hefir
I þvi sambandi helst verið
minnst á uppgræöslu i nánd við
lónið eöa annars staöar, þar
sem gróöurskilyröi eru talin
betri: — peninga og rafmagn.
En mjög hefir dregið úr vilja
stjórnvalda á að „bæta” bænd-
um landmissinn með rafmagni.
Þá hafa komið fram hug-
myndir um, aö bændur fengju
bætur á meöan virkjunin stæði
og þeir áskildu sér rétt til bóta
vegna ófyrirsjáanlegra óhappa,
sem virkjunin sjálf ellegar gerð
hennar ylli. Hinsvegar hafa
sumir andstæðingar núverandi
virkjunarhugmynda haldið þvi
fram, að landiö, sem færi undir
lónið, væri óbætanlegt.
Velmegunin
getur tortímt
okkur
Þegar reynt er að kryfja
Blöndumálið, sakar ekki að lita
til fleiri en einnar áttar af
sjónarhóli viðsýni. Hvað hefur
gerst i' hinum iðnvædda heimi
varðandi mannvirkjagerð og at-
vinnurekstur?
Vitaö er, að efnaleg lifskjör
eru hvergi betri en einmitt i
þeim löndum, sem hafa tekið
tæknina i þjónustu sina. En
böggull fylgir skammrifi. Þessi
efnalega velmegun hefir valdið
tjóni á umhverfi okkar — svo
miklu að heilsu og lifi manna er
hætta búin i stórum hlutum
heims, ef þróuninni verður ekki
snUið við að þessu leyti.
Ýmsar ógeöfelldar stað-
reyndir blasa við. Þrátt fyrir
allsnægtir er náttúrunni og gæö-
um hennar sjaldan hlift i ásókn
fölks I meiri efni en það hefir
þörf fyrir. Agirnd nægtanna
getur haft rányrkju I för með
sér engu aö siður en fátæktin.
Gróðri er eytt. Dýrategundir
eru ofnýttar eða þeim útrýmt
með öllu. Verðmæt efni, sem
ekki endurnýjast I náttúrunni,
eru meðfram notuð til fram-
leiðslu á einskisnýtum eða jafn-
vel skaölegum hlutum. Mengun
spillir landi, lofti, ferskvatni og
sjó. En lífið þarf einmitt grænan
gróður, hreint vatn og loft til
þess að þrifast.
Og hvaö gagnar okkur þá að
eiga virkjanir og verksmiðjur,
sem mala gull, ef höggviö er aö
rótum llfstrésins sjálfs?
Umhverfis-
vernd er
lífsnauðsyn
Skilningur fólks á gildi um-
hverfisverndar heíir vaxið
mjög hin siðari ár: og mann-
virki eru nú viða hönnuð með
það fyrir augum, að þau fari vel
i umhverfi sinu og spilii þvi
ekki. Við værum þvi að dómi
margra, sem eru andvigir nú-
verandi hugmyndum um
Blönduvirkjun, að viðhalda
öfugþróun, er hefir gengið sér til
húðar annars staðar, ef þær
kæmu til framkvæmda hér. Er
undirritaður sammála þessari
skoðun og álitur þar að auki, að
Blanda verði seint beisluð,
meðan umtalsverður hópur
fólks i héraði er andvigur virkj-
unartilhöguninni.
Hinsvegar er bilið milli deilu-
aðila alls ekki óbrúanlegt, enda
fáir á móti virkjun i sjálfu sér
eins og fram kom hér á undan.
Þvi hvetur undirritaður til þess
eindregið, að deiluaðilar i
héraði setjist niður og reyni að
ná samkomulagi sin i milli, áður
en þessi mál veröa rædd við
rikisvaldið. Enníremur gæti
hugsast, að fjórðungssamband-
ið ætti hlut aðslikri lausn ásamt
heimamönnum.
Væri þá jafnframt örðugra
fyrir rikisvaldið að setja sig á
móti óskum heimafólks ef þess
háttar breiðfylking skapaðist.
Einnig er á það að benda, að
orkuráðherrann hefir unnið
mjög vel að umhverfismálum,
og ekki ætti það að tefja fram-
gang þessa máls nema siður
væri.
0.
Hagkvæm-
asta lausnin
Undirritaður á þá ósk handa
þeim, sem semja um þessi mál
fyrir landeigendur að þeir beiti
sér fyrir meiri rannsóknum á
svæðinu, en tilgangurinn með
þeim ætti einkum að vera sá, að
breyta vatnsmiðluninni eða
færa hana til með þaö íyrir aug-
um að þyrma gróðri. Kæmu
slikar breytingar vafalaust eitt-
hvað niður á hagkvæmni virkj-
unarinnar, en ættu þó aö vinnast
upp með minni bótagreiðslum
að einhverju leyti.
Og ekki má gleyma, að lika er
óhagkvæmt að spilla náttúr-
unni, ef lifsskilyrði komandi
kynslóða eiga aö vera þau sömu
og þau eru nú eða batna. Og
ljóst má vera, að ílest mann-
virki hljóta að verða dýrari en
ella, ef góð sambúö við náttúru
landsins á að sitja i íyrirrúmi.
Stórfram-
kvæmdir
geta valdið
atvinnuleysi
Ekki er úr vegi, ef samkomu-
lag tækist um virkjun, að rikið
aðstoði við að koma á fót nýjum
atvinnugreinum á Norðurlandi
vestra, svo að ekki skapaðist at-
vinnuleysi að loknum fram-
kvæmdum við Blöndu. Hefir
slikt viljað brenna við á Suður-
landi, þarsem stórframkvæmd-
ir hafa átt sér stað.
Lokaorð
Vonandi verður Blanda virkj-
uðá „sem hagkvæmastan hátt”
i viðari merkingu þess orðs.
Með þvi vinnst a.m.k. tvennt.
Landsmenn fá meiri raforku.
Gott fordæmi fæst fyrir þvi
hvernig á að standa að við-
kvæmum stórframkvæmdum,
er snerta bæði land og þjóð.