Tíminn - 28.01.1981, Síða 8

Tíminn - 28.01.1981, Síða 8
Miðvikudagur 28. janúar 1981 8 Viðtal við Kristján Benediktsson i tilefni af afgreiðslu fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar fyrir árið 1981: Hlutfallslega meira fé var- ið til framkvæmda en áður Reykjavik stendur traustum fótum fjárhagslega, þrátt fyrir að aðaltekjustofnar hennar eru óbreyttir frá fyrra ári Kás — Nokkrir dagar eru nú síðan borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti f járhagsáætlun Reykjavikur- borgar fyrir árið 1981. Er þetta þriðja fjárhags- áætlunin sem algerlega er unnin af núverandi meiri- hluta i borgarstjórn. Tíminn átti viðtal við Kristján Benediktsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem nú þetta árið gegnir einnig formennsku i borgar- ráði, og spurði hann hvað hann vildi segja um hina ný- samþykktu fjárhagsáætlun. „1 fyrsta lagi tel ég þessa áætlun raunhæfa”, sagði Kristján, ,,svo framarlega sem veröbólgan fer ekki fram úr þvi marki sem rikisstjórnin stefnir I að. Til að mæta launahækkunum á árinu eru ætlaðir þrir milljarðar gkr. Kostnaður við framkvæmdir er reiknaður á áætlaðri meðalvisitölu ársins 1981 og fjárveitingar miöaðar við það. Þá eru tæpir 2.5 milljarðar gkr. áætlaðir til að • mæta auknum tekjufærðum eftirstöðvum gjalda, en slikt er nauösyn i þeirri verðbólgu sem hér er, til að halda greiðslustöð- unni i góðu lagi. Þetta þrennt, ásamt góöu fjármálalegu aðhaldi, ætti að i tryggja að áætlun okkar stand- ist og að ekki þurfi að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir á miöju ári eins og oftast gerðist hér áður og fyrr, meðan Sjálf- stæðisflokkurinn réði ferðinni i borgarmálunum.” — Nú heyrðist það oft, bæði fyrir kosningar og í byrjun kjörtfmabilsins, að þið mynduð fljótlega setja borgina á höfuðið. Er kannski von á slíku? „Þess eru engin merki nema siður sé. Reykjavikurborg er mjög vel stæð fjárhaglega og hefur gott lánstraust. Borgin er raunar skuldlaus og eldri lán sem fyrir voru, þegar við tókum við og ekki voru há, hafa veriö greidd upp. Y firdráttarreikningur borgarinnar viö Landsbankann var t.d. lægri i krónutölu um siö- ustu áramót en árið á undan. Þó var staðan viö Landsbankann þá talin mjög góð. Tölurnar á hádegi 31. desember voru nú 1127 milljónir gkr., en voru 1214 milljónir gkr. á sama tima ára- mótin á undan. Þess má gjarnan geta að rikisstofnanir skulda Reyka- vikurborg næstum stöðugt árið um kring um 900 til 1100 millj. gkr. vegna reksturs Borgar- spitalans, en borgin leggur út allan kostnaö vegna reksturs hans, en fær hann siðan endur- greiddan frá Sjúkrasamlaginu og Tryggingastofnun. Til að standa straum af rekstri spitalans verður borgin að vera með meiri og minni yfirdrátt hjá Landsbankanum með ærnum vaxtakostnaði. 1 sambandi viö fjármál borgarinnar vil ég ennfremur taka þaðfram, að borgin hefur á að skipa mjög hæfum og traust- um embættismönnum á þvi sviði, en þar vil ég nefna fremsta i flokki borgarritara og forstööumann fjármáladeildar að ógleymdum borgarstjóran- um.” — Sjálfstæðismennirnir segja að þið séuð skatta- glaðir. Telur þú það rétt- nefni? ,,Ég get engan veginn fallist á slikt. Löggjafinn setur sveitar- félögunum ákveðinn ramma varðandi álagningu gjalda. Þessi rammi veitir hins vegar litið svigrúm fyrir sveitar- stjórnarmenn að velja og hafna þegar um gjaldstofna er að ræða. Ég tel að þeim sveitar- félögum sem veita ibúunum mikla alhliða þjónustu og eru auk þess meö ýmiss konar framkvæmdir i gangi veiti ekki af þeim tekjustofnum sem lög- gjafinn hefur skammtaö þeim. Þá er aðeins sáralitill hluti af tekjum sveitarfélaga verð- tryggður, gagnstætt þvi sem er hjá rikinu. Sumum finnst að fasteigna- skattarnir séu háir og vist eru þeir það. Aöalástæða þess er, að þeir sem meta fasteignir I Reykjavik meta þær mjög hátt. Við hjá Reykjavikurborg nýtum ekki þá heimild sem lögin veita i sambandi við innheimtu fast- eignagjalda af ibúðarhúsnæði. Viö erum heldur ekki með út- svarsálagninguna i lögleyfðu hámarki, þótt ekki muni þar miklu. Tekjur borgarinnar á ár- inu 1981 munu byggjast á óbreyttum gjaldskrám að þvi er aðaltekjustofnana varðar. Þar er ekki um neinar hækkanir að ræða milli ára. Þaö er rétt, að sumir ná- grannar okkar kjósa sér að inn- heimta litil gjöld af ibúunum. Ætli þeir framkvæmi þá ekki lit- ið þeir hinir sömu og njóti ann- arra varðandi ýmiss konar þjónustu. Slikt þarf að skoða i dálitið viðu samhengi eigi að fást rétt mynd.” — Hvernig er staðan varðandi skiptingu fjár- magns hjá borginni milli reksturs og fram- kvæmda? ,,A sl. ári og i byrjun þessa árs Kristján Benediktsson, borgar- fulltrúi tóku til starfa ýmsar nýjar stofnanir á vegum borgarinnar eða aukning á starfsemi sem fyrir var. Má þar nefna dag- vistunarstofnanir, skóla, æsku- lýösheimili, starfsemi fyrir aldraða, heilsugæslustöð o.fl. Þessi viðbót hefur vitanlega i för með sér aukinn rekstrar- kostnað. Þvi mætti ætla að stærra hlutfall af tekjum borgarsjóös á árinu 1981 færi i reksturinn og minna til fram- kvæmda en á árinu 1980. Þessu er hins vegar öfugt farið. A árinu 1980 fóru 61.7% tekn- anna i beinan rekstrarkostnað, 14.7% til gatna- og holræsa- framkvæmda og 23.6% til eigna- breytinga. 1 fjárhagsáætlun ársins 1981 eru sambærilegar tölur 61%, 14.4% og 24.6%. Þessum árangri hefur verið náð með þvi að vinna markvisst að aukinni hagkvæmni i rekstrinum. Að þeim hag- ræöingarverkefnum hafa unnið bæði hagsýslustjóri borgarinnar svo og aðilar utan borgarkerfis- ins.” — Því er haldið fram að það skorti pólitiska for- ystu hjá núverandi borgarstjórnarmeiri- hluta. ,,Ég geri mér ekki alveg grein fyrir hvað sjálfstæðismenn eiga við með pólitiskri forystu. Helst held ég að þeir eigi við það að ein pólitisk stefna ráði ekki ferðinni, likt og var meöan þeir stjórnuðu. Sé þessi skilningur réttur, sannar þessi málflutningur þeirra aðeins það, að þótt Al- þýðubandalagið sé langstærsti aðilinn i núverandi meirihluta, hefur þvi ekki tekist að setja sitt pólitiska mark á stefnu og störf borgarstjórnarmeirihlutans. Megum við framsóknarmenn vel viö þennan dóm una, enda held ég að hann sé i aðalatriðum réttur.” — Er alveg hætt að minnast á glundroða- kenninguna? „Þegar núverandi meirihluti kom til valda var einkum tvennt sem að dómi andstæöinganna átti að verða honum að fóta- kefli. Annað var það, að hann mundi fljótlega setja borgina á höfuðið fjárhagslega. Hitt var það að flokkarnir þrir myndu ekki koma sér saman um neitt og allt fara i glundroða og vit- leysu. Hvorugt hefur ræst svo sem kunnugt er.” — Hvert er álit þitt á þeim breytingartillögum/ sem sjálfstæðismenn fluttu við fjárhags- áætlunina? „Ég er sannast sagna mjög undrandi á þeim. Búast mátti við að þeir gerðu einhverjar til- Kristján Benediktsson, formaöur borgarráðs, og Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, ræöast viö. Tímamynd: Róbert lögur um samdrátt og niöur- skurö á rekstrinum. Þar eru þeir raunverulega með eina til- , lögu til sparnaðar, sem er lækk- un á bilakostnaði um 25 millj. gkr. 1 sjálfu sér eru allir sam- mála um að halda slikum kostn- aði niðri. Hins vegar er fjöldi manna sem starfa sinna vegna þurfa á bil að halda. Vilji þetta fólk ekki nota eigin 1 bil og fá þóknun fyrir er ekki um annað að ræða en leigubila. Tillögur sjálfstæðismanna voru um að lækka framlag til gatna- og holræsagerðar um 338 millj. gkr. án þess að nefna hverju ætti að sleppa af þvi sem < búið er að áætla. Þá vildu þeir lækka framlag til bygginga- framkvæmda um 373 millj. gkr. sem er svipuð upphæð og verja á til byggingar kennsluhúss við Seljaskóla i Breiðholti. Þeir vildu lækka um 500 millj. gkr. það fjármagn sem áætlað er til að mæta væntanlegum launa- i hækkunum vegna visitöluhækk- ana og framlag til SVR um aðrar 500 millj. gkr., en það fyrirtæki er rekið meö stórfelld- um styrk úr borgarsjóði þar sem treglega hefur gengið að fá hækkun á gjaldskrá. Varla , batnar hagur SVR varöandi gjaldskrá núna þegar algjör verðstöðvun er komin á. 1 heild námu lækkunartillögur þeirra tæpum tveimur og hálf- um milljarði gkr. og um þá upp- hæð vildu þeir lækka útsvörin. Aö minum dómi er góðra gjalda I vert ef hægt er að sýna fram á að lækka megi t.d. útsvör eða aðra skatta sem innheimtir eru. Sá slikt gert þarf venjulega að koma tilsvarandi lækkun á út- gjöldum. Ég tel tillögur þeirra sjálf- ( stæðismanna um lækkun fjár- veitinga til að mæta væntanleg- um launahækkunum og lækkun á rekstrarstyrk til SVR hreint skot út i heiminblámann sem enginn ábyrgur meirihluti getur tekið mark á.” I — Er ekki erfitt að vera einn á báti sem borgar- fulltrúi Framsóknar- flokksins í þessu meiri- hlutasamstarfi? „Stundum er það. Annars ( léttir það mér vissulega störfin ' að við framsóknarmenn eigum mjög traust og gott fólk i öllum nefndum og ráðum borgarinnar sem einhverju máli skipta. Þessu fólki get ég fullkomlega treyst, enda hefur það mjög gott samband við mig. Þannig veit ég um fiest þau mál, sem ein- hverju varða, áður en þau koma til kasta borgarráðs og borgar- stjórnar. Væri málum ekki þannig háttað væri vissulega erfiðara að vera eini borgarfull- trúi flokksins i meirihlutasam- starfinu.” — Nú hafa fram- sóknarmenn formenn í allmörgum ráðum og nefndum og á vegum sumra þeirra eru miklar framkvæmdir. Ert þú ánægður með ykkar hlut varðandi fjármagn í framkvæmdir? „Ég sem borgarfulltrúi verð vitanlega að lita á málefni borgarinnar i heild og meta þörf einstakra framkvæmda með til- liti til þess, en ekki hins, hver hefur forystu i þeim málaflokki. Hitt er rétt að við höfum for- ystu i ýmsum þeim málaflokk- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.