Tíminn - 28.01.1981, Síða 11
Miövikudagur 28. janúar 1981
IÞROTTIR
IÞROTTIR
15
Hilmar hefur valið 20 manna
hóp i leikina gegn Frökkum
• leiknir verða 3 landsleikir gegn Frökkum i handknattleik
• fyrsti leikurinn verður i Laugardalshöll i kvöld kl. 20
AB — íslenska hand-
knattleikslandsliðið
mun leika þrjá lands-
leiki við Frakka nú á
næstu dögum, og verður
sá fyrsti i kvöld í
Laugardalshöllinni kl.
20.
Hilmar Björnsson
landsliðsþjálfari til-
kynnti á blaðamanna-
fundi i gær val sitt á 20
manna hóp sem mun
leika þessa þrjá lands-
leiki, en að þeim loknum
mun Hilmar siðan velja
16 manna hópinn sem
tekur þátt í B-heims-
meistarakeppninni I
Frakklandi.
Tuttugumanna hópinn skipa:
Markverðir:
Kristján Sigmundsson Vikingi
Einar Þorvarðarson HK
Jens Einarsson 'T'ý
Ólafur Benediktsson, Val.
Aðrir leikmenn:
Ólafur Jónsson, Vikingi
Stefán Halldórsson Val.
Brynjar Harðarson Val,
Guðmundur Guðmundsson
Vikingi.
Bjarni Guðmundsson Val.
Steindór Gunnarsson Val
Ólafur H. Jónsson, Þrótti
Þorbjörn Guðmundsson, Val
Þorbergur Aðalsteinsson, Vikingi
Axel Axelsson, Fram
Atli Hilmarsson Fram
Sigurður Sveinsson, Þrótti
Páll Björgvinsson, Vikingi
Steinar Birgisson, Vikingi
Páll ólafsson, Þrótti.
Eins og fyrr segir er fyrsti leik-
urinn i kvöld kl. 20 i Laugardals-
höll, og verður þá forleikur milli
Unglingalandsliðs karla og IBK,
sem hefstkl. 18.45. Miðasala hefst
kl. 17.30. Annar leikurinn verður i
nýja iþróttahúsinu i Keflavik á
föstudag, og hefst hann kl. 20.
Sömu aðilar og i fyrsta lands-
leiknum leika forleik. Siðasti
landsléikurinn við Frakka verður
svo i Laugardalshöllinni á sunnu-
dagskvöldið, 1. febrúar, en þá
leika forleik A- og B-landslið
kvenna. Forleikurinn hefst kl.
18.30, en landsleikurinn kl. 20.
Dómarar i öllum landsleikjunum
eru danskir.
Miðaverð verður 50 krónur 1
sæti, 40 krónur i stæði og barna-
miðar verða á 10 krónur.
Nú kann marga að undra að
landsliðið okkar skuli leika þrjá
landsleiki við landslið F'rakka svo
skömmu íyrir B-keppnina i
Frakklandi, en eins og kunnugt er
þá eru Islendingar og Frakkar
saman i riðli á mótinu. Hilmar
Björnsson skýrði þetta á blaða-
mannafundi i gær með þeim orð-
um að í fyrsta lagi, þá væri meira
en eitt ár siðan samið hefði verið
um þessa leiki við Frakkland, en
þá hefði ekkert verið vitað um
niðurröðun i riðla i B-keppninni,
og i öðru lagi þá léku Islendingar
ekki við Frakkland i B-keppninni
fyrr en sinn fjórða leik, og þvi
hefðu Frakkar alla möguleika á
að njósna um leikaðferðir
islenska liðsins i fyrstu þremur
leikjunum. Það væri þvi alls
ekkert um það að ræða að fela
einhverjar leikaðferðir fyrir
Frökkunum. Hilmar sagði jafn-
framt að hann liti á þessa leiki við
Frakka sem nokkurs konar loka-
próf liðsins. Þá léku leikmennirn-
ir undir þeirri pressu að sýna
hvaði þeim býr og hvað þeir geta,
þvi þarna væru 20 leikmenn að
keppa um 16 landsliðssæti. Hilm-
ar reiknaði með að tilkynna
endanlega landsliðið sem fer til
Frakklands mjög fljótlega eftir
leikina við Frakka, en hafði þá
þann fyrirvara á að hann hefði
Alfreð Gislason KR, eins lengi
inni i myndinni og hann gæti, svo
framarlega sem hann hefði náð
sér af meiðslum.
Þeireinusem detta ú t úr lands-
liðshópnum, eins og hann var i
Þýskalandi og Danmörku eru
þeir Jóhannes Stefánsson KR og
Gunnar Einarsson, Haukum en
hann gefur ekki kost á sér.
Lokaundirbúningur islenska
landsliðsins verður svo þegar
Austur-Þjóðverjar koma hingað
til lands og leika við lslendingana
tvo landsleiki, dagana 12. til 16.
febrúar. Islenska landsliðið held-
ur svo áleiðis til Frakklands þann
19. febrúar.
Fram að þvi verður mjög stift
æfingaprógramm i gangi hjá
landsliðinu. Munu leikmennirnir
æfa 4 til 5 sinnum i viku.
Albert Guðmundsson alþingis-
maður verður heiöursgestur á
landsleiknum við Frakka i kvöld.
Islenska landsliðið og það
franska hafa keppt 8 landsleiki,
og hafa Islendingar náð að sigra
fjórum sinnum. Það er þvi jafn-
ræði nokkuð með liðunum, og þvi
óhætt að spá jöfnum og tvisýnum
leikjum. Það er Handknattleiks-
sambandinu mikil nauðsyn að
leikir þessir verði vel sóttir, þvi
mikill kostnaður sambandsins er
framundan vegna fararinnar til
Frakklands. Lætur nærri að sú
för muni kosta sambandið 150.000
nýkrónur, eða 15 milljónir
gamalla króna. Það er þvi nauð-
synlegt að þeir sem vilja uppgang
islensks handknattleiks sem
mestan, sýni það i verki og mæti á
landsleikina og hvetji Landann.
Þá má einnig geta þess að
H.S.l. mun nú i þessari viku
senda um 1000 bréf til ýmissa
fyrirtækja og stofnana viðsvegar
um landið og fara fram á fjár-
hagslegan stuðning.
Vikingar voru vel hvattir af fjölmörgum tslendingum sem mættu á leikinn f Lundi f Svlþjóð á sunnudag-
inn á myndinni sést hluti af hópnum. TlmamyndRöp.
llilmar Björnsson landsliðsþjálfari I handknattleik. Timamynd
Róbert.
í Þjó ðverJilil "í
i
i
i
Breiðabliks
kemur til íslands á föstudag
II
I
I
I
//Þjálfaramálin hjá Hann hefur mjög gott þjálf-
okkur viröast nú loksins fraP/óf °s hefur fen8*st viö
vera aö komast á hreint. hLSA^«»ýs«ar",,di’
s Þjalfað þar 6 félog og fjogur
Vlö hofum verið l sam- þeirra hafa orðið meistarar
bandi viö v-þýskan þjálf- Sjáifur íék Kissing knatt-
ara/ FritZ Kissing og spyrnu I Suður-Þýskalandi bg
Ihann mun koma hingað til td- 1 'úr.vaf,sl“. Suöur- ■
^ +;i Þyskalands. Ég hef ekki fengið ■
Islands a fostudaginn tll upplýsingar um það enn meö |
að kynna ser aöstæöur hvaða félagi hann lék og hvaöa _
hjá okkur", sagði Jón félög hann hefur þjálfað en það ■
Ingi Ragnarsson, for- kemur > *jós þegar hann kemur ■
maður knattspyrnudeild- fil landsins á íöstVdaeinn
ar Breiðabliks, í samtali
I
I
ma lllMVWI IVIIU I I Jf/ J ■ IIVMVI IM' I
I ar Breiðabliks, i samtali Kissing,semer33áragamall, ■
■ við Tímann i gær. mun verða hérna hjá okkur i J/j
I„Við komumst 1 samband við vikutlma og liki honum allar að-
Kissing I gegnum umboðsmann- stæ6ur og okkur viö hann mun ■
inn Ranke og höfum fengiö verðó gengið frá samningum”, ^
miklarog góðarupplýsingar um sa8&> Jón InS>-
BLhann. röp—. jm
■■ mm mm mmm mmmmmmm
Borðtennis-
hópur valinn
til æfinga fyrir HM I Júgóslavlu
Landsliðsnef nd Borð-
tennissambandsins hefur
valið eftirtalda leikmenn
til æfinga fyrir Heims-
meistaramótið í borðtenn-
is, sem fram fer í Novi Sad
í Júgóslavíu 14.-26. apríl
nk.
Karlar:
Bjarni Kristjánsson UMFK
Guðmundur Marlusson KR
Gunnar Finnbjörnsson Orninn
Hilmar Konráösson Vlkingur
Hjálmar Aðalsteinsáon KR
Hjálmtýr Hafsteinsson KR
Jóhannes Hauksson KR
Stefán Konráðsson Víkingur
Tómas Sölvason KR
Konur:
Asta Urbancic Orninn
Guöbjörg Stefánsdóttir Fram
Guðrún Einarsdóttir Gerpla
Kristin Njálsdóttir UMSB
Ragnhildur Siguröardóttir UMSB
tJr þessum hóp verða siðan
valdir 4 eöa 5 karlar og 3 konur
sem keppa munu I Novi Sad.