Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.01.1981, Blaðsíða 16
Sfmi: 33708 A NÖTTU OG DEGI ER .VAKA A VEGI Wmmn AAiðvikudagur28. ianúar!981 Gagnkvæmt tryggingafé/ag m. . - ItA'V . c WSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Borgarendurskoöandi gerir athuga- semdir við reiknisskil Listahátiðar: Endanlegt tap rúmar 66 millj. gkr. — Framkvæmdastjóri Listahátíðar og fulltrúi borgarinnar i framkvæmda- nefnd hennar kallaðir fyrir á næsta fund borgarráðs Kás — A fundi borgarráðs i gær voru lagðar fram athugasemdir Bergs Tómassonar, borgarendur- skoðanda, við reiknisskil Listahá- tiðar 1980, en þau voru lögð fram á fundi borgarráös 20. janúar sl. Samkvæmt endanlegu uppgjöri Listahátiðar i Reykjavik áriö 1980, sem miöast við timabilið frá des. árið 1979 til loka nóvember 1980, er tap á henni tæpar 52 millj. gkr. Borgarendurskoöandi sl-ær i at- hugasemdum sinum varnagla viö ýmsa liöi reiknisskilanna, og kemst aö lokum að þeirri niður- stööu aö endanlegt tap á Listahá- tiö 1980 sé rúmar 66 millj. gkr., eöa um 14 millj. gkr. hærri upp- hæð en kemur fram i endanlegu uppgjöri frá Listahátið. Mestu munar um skuld Lista- hátiöar viö Flugdeáö.ir, en borgar- endurskoðandi telur h?iia van- áætlaöa um rúmar 6 millj. gkr.. og skuld Listahátiðar viö Þjóö- leikhúsið upp á rúmar 2 millj. gkr. Borgarendurskoðandi bendir i athugasemdum sinum á að ekki sé reiknað meö i reiknisskilum Listahátiöar neinum opinberum gjöldum, en slikt hafi verið venja hingaö til. Jafnframt bendir hann á aö gögn varðandi sundurliðun og skil vegna aðgöngumiðasölu séu ekki i þvi formi sem æskilegt sé, og gerir þvi tillögur um breyt- ingar á samþykktum Listahátiö- ar varöandi fjárhags- og reikn- ingsskil þannig að framvegis verði úr þessu bætt. Borgarráö samþykkti ekki reiknisskil vegna Listahátiðar 1980 á fundi sinum i gær, en ákvaö að boöa framkvæmdastjóra Listahátiöar og fulltrúa Reykja- vikurborgar i framkvæmdanefnd hennar á fund borgarráðs nk. föstudag til aö gera grein fyrir reikningum Listahátiðar. Þessi mynd er frá Listahátið sl. sumar. Nú sr kominn allhár bakreikningur. Fasteignamat 1980: Allt að 100% hækkun í Kópavogi Hei — ,,Okkur hefur borist mikið sagöi einn forsvarsmanna Fast- Kópavogi eru nefnilega dæmi um af fyrirspurnun úr Kópavogi”, eignamats ríkisins á fundi i gær. 1 allt að tvöföldun á fasteignamati Hjörleifur um virkjun Biöndu á alþingi: Viðræður við hreppsnefndirnar hefjast í dag JSG— Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, skýrði frá þvi á alþingi i gær, að þær hrepps- nefndir, sem beinna hagsmuna hefðu að gæta af hugsanlegri virkjun Blöndu, hefðu tilnefnt fulltrúa til viðræðna við Raf- magnsveitur rikisins, um lausn þeirra deilumála, er snerta virkjun Blöndu og hæfust við- ræður þessara aðila i dag á Blönduósi. Pálmi Jónsson, formaður stjórnar Rafmagnsveitnanna, bætti þvi við, að ætlunin væri að ræða ennfremur við fulltrúa veiðifélaga Blöndu og Svartár, að loknum hinum fundinum. Iðnaðarráðherra sagði nauð- synlegt aö tryggja sæmilegan frið um þessa stórframkvæmd, sem Blönduvirkjun væri, „áður en ákvörðun verður tekin um frekara framhald málsins”. Að sögn ráðherra er vett- vangsrannsóknum og tæknileg- um undirbúningi lokiö, og næsta skref yrði aö taka ákvöröun um gerð hönnunaráætlunar. Hjörleifur sagði iðnaðarráðu- neytið telja brýnt, ,,að unnt verði að móta stefnu og taka á- kvarðanir i vetur um næstu framkvæmdir varöandi raf- örkuöflun fyrir landskerfið i framhaldi af Hrauneyjafoss- virkjun, þannigað unnt veröi aö afla nauðsynlegra heimilda á yfirstandaiidi þingi”. Umræður um Blönduvirkjun spunnust vegna fyrirspurnar frá Eyjólfi Konráð Jónssyni, sem við umræðurnar sagði Páll Pétursson meöal annars aö „klúðrið” I Blöndumalinu mætti rekja til „ákaflyndis” manna i málinu. Þeir hefðu viljað virkja án þess að reyna itarlega að ná samkomulagi, og þeir hefðu ekki viljað leita leiða til að minnka náttúruspjöll af fram- kvæmdunum. Hann taldi þó enn möguleika á samkomulagi, en það yrði að byggjast á breyttri virkjunartilhögun. Guðmundur G. Þórarinsson taldi brýnt að taka sem fyrst á- kvörðun.um nýja stórvirkjun, en kvaðst vilja „vara við þvi að knýja fram ákvörðun um virkj- un ef deilur standa miklar i hér- aði. Menn ættu að hafa lært sina lexiu af Laxárvirkjun”. eigna, þótt almenn hækkun ann- arsstaðar á höfðuðborgarsvæöinu sé um 60%. Samkvæmt lögum á frumkvæöi að endurskoðun á skráningu og mati fasteigna að koma frá sveit- arfélögunum. Allsherjarmat hef- ur ekki farið fram siðan árið 1970. En á s.l. ári fór fram endurskoðun á fasteignamati I Kópavogi, sam- kvæmt ósk bæjarstjórnar, sem leiddi til þess að fasteignamat hækkaði þar meira en i öðrum sveitarfélögum á umræddu svæði og allt að 100% sem fyrr segir. Fasteignamatiö byggir á þeirri aðalreglu, að matið sé sem næst staðgreiðsluverði eigna. Þessi hækkun er fram kom á fasteigna- matinu i Kópavogi — umfram hækkun á mati t.d. i Reykjavlk — telja þeir hjá Fasteignamatinu stafa af þvi að söluverö fasteigna hafi hækkað tiltölulega meir i Kópavogi en i Reykjavik á s.l. áratug. Munur á söluverði eigna i Kópavogi og Reykjavik sé nú orð- inn minni en hann var um 1970. Úrslit atkvæðagreiðslu farmanna: Farmenn veittu heimild til verk- fallsboðunar AB — Talning fór fram i eftirmið- daginn i gær á skrifstofu Sjó- mannafélags Reykjavíkur, I at- kvæðagreiðslu farmanna um það hvort þeir heimila félaginu verk- fallsboöun. Atkvæði greiddu 140 og urðu úr- slit þau að 126 sögðu já við að veita heimild til verkfallsboðunar og 14 sögðu nei. Að talningu lokinni i gær var siðan haldinn stjórnarfundur i Sjómannafélagi Reykjavikur og þar tekin afstaða til áframhald- andi aðgerða. Þar var sú ákvörð- un tekin að óska eftir þvi við við- semjendur farmanna að viðræður um samninga yrðu teknar upp á ný. Farmenn hyggjast siöan sjá til hver framvindan verður á samningaviöræöunum áður en þeir taka ákvarðanir um frekari aðgerðir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.