Tíminn - 30.01.1981, Qupperneq 3

Tíminn - 30.01.1981, Qupperneq 3
Föstudagur 30. janúar 1981 3 Verður „eldhúsdögum” fækkað á Alþingi?: „llmræður utan dagskrár hafa sprengt starfsrammann” — segir í tillögu Benedikts Gröndal JSG — „Enda þótt umræöur ut- an dagskrár gegni mikilvægu hlutverki, er ekki stafur um þær i þingsköpum, heldur eru þær algerlega á valdi forseta. Hefur þeim oft reynst erfitt að hemja ræðutima og þessar umræður hafa sprengt starfsramma þingsins.” bannig segir i greinargerð með frumvarpi sem Benedikt Gröndal hefur lagt fram á Alþingi um breytingu á þing- sköpum. 1 frumvarpinu er fjall- að um þingsályktunartillögur, fyrirspurnir og umræður utan dagskrár, sem Benedikt finnst hafa „vaxið mjög að fyrirferð i þingstörfum,” og „sem mörg- um hefur fundist tefja fyrir lög- gjafarstarfinu, höfuðverkefni þingsins”. í frumvarpinu er þvi lagt til að meðferð og umræðum um þingsályktunartillögur og fyrir- spurnir verði settar mun þrengri skorður en verið hefur, og að ræðutimi utan dagskrár verði takmarkaður. Þannig verði umræðum um þingsálykt- unartillögur, aðrar en þær sem snerta sQórnskipan, utanríkis eða varnarmál, eöa staðfest- ingu á framkvæmdaáætlunum, þannig að einungis flutnings- maður fái 10 minútna ræðutima, áður en tillögunum er visað til nefndar, en aðrir fái ekki að tala, en þegar tillögur koma frá nefnd fái flutningsmaður 5 minútur, en aðrir 3 minútur. Við umræður um fyrirspurnir fái aðeins fyrirspyrjandi og ráð- herra að taka til máls, tvisvar hvor, og þá i 5 minútur, nema hvað ráðherra fen^i 10 minútur til fyrra andsvars'. Um • utandagskrár umræður fengju ráðherra og framsögu- maður að tala tvisvar, i tiu minútur og fimm minútur, en aðrir þingmenn i 3 þrjár minút- ur tvisvar. Þess má geta að með þessum reglum væri hugsanlegt ef allir þingmenn notfærðu sér rétt sinn til hins itrasta, að um- ræöur stæðu lengst i sex klukku- stundir og tuttugu minútur. Eins og nú er þá gætu umræð- urnar staðið óendanlega. Alafoss eyk- ur framleiðsl- una verulega — Annaöi ekki nærri því eftirspurn á s.1. ári Hluti af setningartækjunum er þegar kominn upp og nemendur byrjaöir aö æfa sig á þeim. Timamynd Róbert. Prentiðnaðardeild Iðnskólans fær ný tæki: „Gj örbyldng á kennslu i deildinni” — segir Óli V. Einarsson deildarstjóri prentiðnaðardeildar FRI — Upp úr næstu mánaöamót- um mun prentiðnaðardeild Iön- skóians i Reykjavik fá nýjustu tækni sem til eru i prentiönaöi en þaö er vél, meö innskriftarboröi og tölvuskermi, sem hægt er aö brjóta um i, til dæmis dagblöð, en vélin byggir m.a. á leisargeislum. Auk þess eru nú komin upp i deildinni hluti af prenttækjum sem keypt voru af Morgunblað- inu. — Þessi tæki munu valda gjör- byltingu i kennslu hér i deildinni en með þeim hverfur blýið, og þau gera okkur kleift að fylgjast vel með timanum, á þessu sviði, sagði Óli V. Einarsson deildar- stjóri prentiðnaðardeildar Iðn- skólans. „Við erum nú að byrja aö setja upp ýmiss konar prent- tæki, setningarvélar og fleira, sem við höfum keypt frá Morgun- blaðinu, þannig aö þessi mál eru mikið f deiglunni hjá okkur. Áður var aðeins ein setningar- vél i deildinni þannig að ekki er of mikið sagt, að tala um gjörbylt- ingu i þessum efnum. Þess má einnig geta, að prent- smiðjan EDDA mun fá sams kon- ar tæki, og mun uppsetning á þeim þar sennilega hejast snemma i næsta mánuði. HEI — „A sl. ári höföum viö ekki nærri þvi undan aö framleiða þaö sem við hefðum getað selt og viö sjáum ekki fram á annað en markaðurinn eigi ennþá eftir aö aukast”, sagöi Guöjón Hjartar- son, verksmiöjustjóri Álafoss i samtaii i gær. Sérstaklega sagöi hann mikla aukningu i útflutningi á fatnaöi úr prjónavoð. Til þess að minnka eitthvað bil- ið á milli framleiðslu og eftir- spurnar er nú unnið að um 2.000 fermetra viðbyggingu við verk- smiðjuna á Álafossi, sem á að vera lokið i júni nk. Bætt hefur verið við nýrri kembivélasam- stæðu og spóluvélum, sem eiga að gefa um 18% aukningu á garn- framleiðslu verksmiðjunnar, en prjónavoðirnar eru að mestu unn- ar úr garni sem framleitt er á staðnum. Auk þess sagði Guðjón, að stækka ætti prjónastofuna. Þá hyggst Alafoss taka upp þá nýjung, aðsniða allan fatnaðinn á staönum og senda hann siðan sniðinn til saumastofanna úti á landi. En til þessa hefur fatnaður- inn verið sniðinn á hverjum stað. Þetta sagði hann bæði gefa tæki- færi til að nota betri vélakost við sniðninguna, auk þess að með þvi að sniða voðina beint af prjóna- stofunni eigi að vera hægt að prjóna hana i réttari stærðum og minnka þar með afurð á efni. En sem kunnugt er hefur stundum viljað brenna við að efni nýtist ekki sem skyldi. Þá sagði Guðjón, aö með þessu ætti að ná styttri vinnutima á hverja flik. Einnig mætti benda á hagræði af þessu fyrir litlar saumastofur þvi sniðning krefst mikils húsrýmis. Spurður um reynslu af þvi að hafa saumaskapinn dreifðan viða um landið sagði Guðjón að sjálf- sögöu heilmikla vinnu i kringum Fyrir Alþingi: Staðfestíng tveggja samninga JSG —Lagðar hafa veriö fram á Alþingi tvær þingsályktunartil- lögur um staðfestingu á milli- rikjasamkomulögum. Annars vegar er tillaga um staðfestingu á samkomulagi við Færeyinga um gagnkvæmar heimildir til veiða á kolmunna. Samkomulagið var gert 13. janúar sl. og nær til veiða á 20 þúsund lestum af kolmunna innan efnahagslögsögu Islands og fiskveiðilögsögu Færeyja á árinu 1981. Samkomulaginu fylgja tvær bókanir er varða af- stöðu Færeyinga til fiskveiða við Island, og samvinnu um fiskveiði og landgrunnsmál. Hins vegar er tillaga um full- gildingu á alþjóðasamþykkt varðandi samstarf um fram- kvæmd alþjóðlegra reglna á sviði vinnumála. það en reynslan af þvi væri samt góð. Aðeins ein saumastofa á höfuðborgarsvæðinu — Dúkur — saumar nú fyrir Alafoss, hitt er allt sent út á land. „Alþingi að tjalda- baki” Fyrirlestrar Benedikts gefnir út JSG — Forsetar Alþingis hafa ákveðið aö láta prenta og gefa út fyrirlestra þá sem Benedikt Gröndal flutti i rikisútvarpiö sl. haust, og hann nefndi ..Albinei að tjaldabaki.” Fyrirlestrar þessir þóttu mjög fræöandi, en er ekki nema að litlu leyti getið um I blöðum og öðrum fjölmiðlum. 1 handhægri Utgáfu standa vonir til aö þeir geti komið almenningi, jafnt sem skólum, aö gagni. Nýr sendi- herra Breta Nýr sendiherra Stóra-Bret- lands á tslandi, W.R. McQuilIan, mun taka viö störfum hér i mars- mánuöi n.k., en K.A. East sem veriö hefur sendiherra Breta- drottningar hériendis mun þá draga sig i hlé frá störfum í utan- rikisþjónustunni. McQuillan hefur starfað sem deildarstjóri Upplýsingadeildar utanrikisráðuney tisins i Lundúnum. Áður starfaöi hann i bresku utanrikisþjónustunni i Lusaka, Santiago og Guatemala City. Hann er fimmtugur, kvænt- ur og á son og tvær dætur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.