Tíminn - 30.01.1981, Síða 9

Tíminn - 30.01.1981, Síða 9
Föstudagur 30. janúar 1981 nWfr 13 Eins og kunnugt er hafa Sameinuöu þjóöirnar ákveöið aö árið 1981, sem nú er aö hefja göngu sína skuli helgað barátt- unni fyrir bættum kjörum fatlaðs fölks hvar sem er i heiminum. 1 tilefni alþjóöaárs fatlaðra hafa Sameinuðu þjóöimar gert starfsáætlun fyrir alþjóöaárið þar sem aðalmarkmiðiö er að vinna að fullkominni þátttöku fatlaðra i þjóðlifinu og jafnrétti þeirra og annarra þjóðfélagsþegna. Starfsáætlun S.Þ. er samin af ráðgjafanefnd, sem i eiga sæti fulltrúar frá 23 aðildarrikjum og hefur nefndin einnig umsjón með undirbiiningsstarfinu. Sérstök skrifstofa vegna alþjóðaárs fatl- aðra hefur verið sett upp i Vinar- borg. Starfsáætlun S.Þ. hefur að geyma ymis tilmæli til aðildar- rikjanna varðandi atriði sem leggja skal sérstaka áherslu á, innan hvers rikis svo og á alþjóð- legum grundvelli. Hvað varðar hið siðarnefnda veröa m.a. haldn- ar svonefndar svæðaráðstefnur i fjórum heimsálfum að tilhlutan S. Þ. um aðstoð við fatlaða i þró- unarlöndunum. Mikið djúp er milli raunverulegra lifskjara fatlaðs fólks og ákvæðanna I yfirlýsingu S.Þ. um réttindi þvi til handa. Talið er að i heiminum séu um 400 milljónir manna, sem búa við skerðingu eða fötlun af einhverju tagi. Tiltölulega er meira um fatl- að fólk i vanþróuðum löndum en annarsstaðar, vegna bágborinna lifskjara almennt. Orbirgð og fátækt veldur þvi aö frumþörfum fólks til fæðis og klæðis er ekki fullnægt, hvað þá öðrum, eins og t.d. heilsugæslu, menntun, at- vinnu o.s.frv. En einnig i velferðarikjunum svonefndu, „allsnægtaþjóðfélag- inu”, sitja fatlaðir ekkivið sama borð og aðrir. Þeim er bægt frá fjölmörgum þáttum þjóðlifsins sumpart af þvi að við almenn skipulagsstörf er ekki tekið tillit til þess aö menn eru misjafnle^a gerðir, sumpart af þvi að aðbun- aöi fatlaðra er svo áfátt að þeim er ógerlegt aö lifa eðlilegu lifi eins og aörir. Jafnvel f velferðarrikjum verða fatlaðir oft að sæta lélegri mennt- un, fábreyttu starfsvali eða engu, slæmu húsnæði, þröngum efna- hag og félagslifi. Afleiðingin er oft félagsleg einangrun og ein- semd. Sameinuðu þjóöimar hafa sett fram fjölmörg atriði, sem eins- konar leiöarvisi fyrir aðildarrikin að vinna eftir og samræma athafnir á árinu. Þar kemur m.a. fram að kappkosta beri að auka fræöslu og skilning almennt á fötlun af mismunandi tagi, hvort heldur hún er likamleg, andleg eða hvort tveggja. Varðandi hug- takið fötlunhafa S.Þ. sérstaklega tekiö fram i samþykkt sinni um málefni fatlaðra að fötlun sé af- stætt hugtak sem er háö sam- skiptum einstaklingsins og um- hverfis hans. Þannig getur um- hverfiö bæði dregiö úr fötlun þeg- ar tekið er tillit til eiginleika og sérþarfa, en einnig getur þaö aukið verulega á fötlunina og hamlað þvi að hinn fatlaði geti notiö þegnréttar sins og hæfileika sinna. 1 samræmi við þetta sjónarmiö beina S.Þ. þvi til allra aðildar- rikja sinna aö vinna markvist að þvi aö fatlað fólk eigi greiöan að- gang aö öllum þáttum þjóölifsins og að hagsmuna þess sé gætt við skipulagsstörf á öllum sviðum samfélagsins. Slikar aðgerðir I þágu fatlaðra ættu aö falla sjálf- krafa inn i umbóta- og þróunar- áætlanir I hverju landi fyrir sig svo og starf alþjóðastofnanna. Fleiri atriði má nefna, sem S.Þ. leggja áherslu á, svo sem rann- sóknir á lifsháttum og kjörum fatlaðra almennt. Ennfremur rannsóknir, sem beinast að or- sökum föúunar t.d. slysa og hvaða ráðstafanir séu hugsanleg- ar til aö koma i veg fyrir fötlun. Margrét Margeirsdóttir, formaður ALFA ’81: Jafnréttismál Ferilmál fatlaðra eru jafn- réttismál, sem timabært er að gera bragarbót á. ALFA ’81 nefndin vill leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið og að þessu verkefni vinnur starfs- hópur sem mun taka þessi mál til athugunar og meðferðar i sam- vinnu við ferlinefnd fatlaðra, sem skipuð er samkvæmt lögum frá 1979. Akveðið hefur verið að halda ráðstefnu fyrri hluta þessa árs um ferlimál fatlaðra. Hér er um mikiðréttindamál að ræða eins og fyrr er drepið á i þessari grein. ALFA’ 81 nefndin mun gera sitt ýtrasta til aö knýja á um fram- Við upphaf Alþj óðaár s fatlaðra Meginverk- efni og framkvæmd Hér að framan hefur veriö dregið saman i mjög stuttu máli hvert er megin inntak samþykkt- ar S.Þ. sem hefur verið beint til aðildarrikjanna. Um allan heim eru starfandi stjórnskipaðar framkvæmdanefndir I tilefni al- þjóðaárs fatlaðra. Hér á landi er framkvæmdanefnd alþjóðaárs fatlaðra skipuð átta manns og eiga þar sæti fulltrúar stjórn- valda og fulltrúar samtaka fatl- aðra i landinu. Nefndinni er m.a. ætlað að tengja saman og samræma að- gerðir rikisvaldsins, sveitar- stjórna, samtaka fatlaöra og annarra aðila. t þessu skyni hefur fram- kvæmdanefndin ALFA ’81 sent bæjar- og sveitarstjórnum tilmæli um að setja á- fót nefndir til að vinna aö málefnum fatlaðra á ár- inu. Eru nú starfandi 15 sllkar nefndir, I stærstu sveitarfélögun- um sem vinna að ýmsum verk- efnum, i samvinnu viö samtök fatlaðra á svæðinu. Meginverkefni framkvæmda- nefndarinnar á árinu eru i stórum dráttum sem hér segir: Aö móta heildarstefnu i mál- efnum fatlaðra, þar sem lagður er grundvöllur aö langtima þró- un. Að samræma og endurbæta gildandi lög og reglugerðir um málefni fatlaðra. Að hlutast til um að úrbætur fá- ist i atvinnu- og ferlimálum fatl- aðra Að láta fara fram alhliða og ýtarlega könnun á málefnum fatl- aðra. Að afla upplýsinga um orsakir slysa sem leiða til fötlunar og gera tillögur um varnaðargerðir. Að beita sér fyrir öflugu upplýsinga og fræðslustarfi varö- andi málefni fatlaðra og vekja umræður um þessi mál. Enda þótt hér verði ekki fleira tint til af verkefnum, sem nú er unniö að, er um mjög umfangs- mikið svið að ræða. Rétt er að vikja nánar að hverju einu fyrir sig, enda þótt þau tengist meira Margrét Margeirsdóttir, formað- ur ALFA ’81. og minna innbyröis. Stefnumótun i málefnum fatlaðra má segja, að felist að nokkru I einkunnarorð- um alþjóöaárs fatlaöra sem eru fullkomin þátttaka og jafnrétti. Þetta er markmið, sem vitanlega ætti aö vera svo sjálfsagt, að ekki þyrfti sérstakt baráttuár til að segja heiminum það. í reynd er þó langur vegur þangað til að þessu marki verður náð. Til þess þarf þjóðfélagið að breytast i þá veru aö viðurkenna fatlaöa ein- staklinga, fyrst og fremst sem manneskjur, sem hafi jafnmikla þörf og jafnmikinn rétt til að lifa lifinu eins og aðrir, hvort heldur það er I almennum skólum, á vinnustöðum, ellegar eiga heima i venjulegum ibúðarhverfum eða taka þátt I menningar- og félags- lifi o.s.frv. Þetta þýðir að umhverfið, sam- félagið og stofnanimar verða aö byggjast upp, með tilliti til heildarinnar alírar, en ekki bara fyrir hluta þegnanna, eins og nú er. Til þess aö unnt verði að þoka framkvæmdum i rétta átt til hagsbóta fyrir fatlaða, er nú langt komin endurskoðun á lögum og reglugeröum, sem snerta málefni þeirra, þar sem leitast er við að samræma og endurbæta laga- bálka, sem i gildi eru. í þessari endurskoöun er sérstök áhersla lögð á einkum er varðar þann þátt, eins og kostur er, og sam- ræma stjórnun og uppbygginu á þjónustu I ölhim landshlutum. kvæmdir i þessum efnum. Krafan um breytingar á opinberu hús- næði og lagfæringar á umferðar- götum fyrir fólk i hjólastólum er svo sjálfsögð að naumast þarfn- ast sllkt langrar umræðu, það er orðið timabært fyrir löngu aö hefjast handa i þessum efnum. Sama gildir um breytingar á umferðarmerkjum fyrir blinda varðandi hljóömerki, svo og sér- staklega merkta lyftuhnappa o.fl. það er m.a. svona hlutirsem gefa til kynna aö samfélagiö sé fyrir alla þjóðarheildina. Það er litilsvirðing við fólk, sem þarf að nota hjólastóla til að komast leiðar sinnar þegar opin- berar byggingar eru þannig úr garði gerðar aö þvi er fyrirmun- aður aðgangur að þeim. ALFA ’81 nefndin hefur farið fram á við fjárveitingavaldið aö fé verði veitt til að breyta opin- beru húsnæði þannig aö það verði aðgengilegt fólki i hjólastólum. Nefna mætti ótal önnur dæmi, sem leiða í ljós mismunun milli fatlaðra og ófatlaðra, þó að það verði ekki gert hér. Eitt af viðfangsefnum ALFA ’81 .nefndarinnar er að láta fara fram alhliða kannanir á högum fatl- aöra i landinu. 1 þvi skyni hefur verið leitaö eftir samvinnu við Félagsvis- indadeild Háskólans, og mun Þórölfur Þórlindsson prófessor i félagsfræöi stjórna þeirri könnun i samráði við ALFA ’81 nefndina. Markmiðið með slikri könnun er að varpa ljósi á hvernig að- stæðum fatlaðra er háttað, svo sem varðandi atvinnu, húsnæði, endurhæfingu, aöstöðu til mennt- unar, heilsugæslu, þátttöku I menningar- og félagslifi, svo nokkuð sé nefnt. Slikar kannanir eru nauðsynlegar og gerir nefnd- in sér vonir um að á grundvelli þeirra upplýsinga, sem slikar kannanir leiöa i ljós, muni verða unnt aö byggja upp markvissari og viðtækari þjónustu. A vegum ALFA ’81 nefndarinn- ar er starfandi hópur undir forsæti landlæknis sem vinnur að tillögugerð til að koma 1 veg fyrir slys, sem er algeng orsök fötlunar og örorku. Þetta verkefni snertir bæði slys á vitmustöðum I um- feröinni, og i heimahúsum. Samkvæmt tölfræöilegum rannsóknum er tiöni umferða- slysa hærrihérá landi en á hinum Norðurlöndunum. Sömu sögu er að segja varðandi slys i heima- húsum, einkum slys á ungum börnum. Hvernig má þetta vera? Hverj- ar eru orsakirnar og hverjar eru afleiöingarnar? Fjöldi fólks lifir við ævilöng örkuml, sem afleiðing slysa. Lif og heilsa verður aldrei metið til fjár, þar gilda aðrir mælikvarðar. Þessvegna má einskis láta ófreistaö I baráttunni gegn slysum. A vegum ALFA ’81 nefndarinnar er nú unnið að söfn- un upplýsinga um orsakir slysa I samvinnu við fjölda aðila, sem hafa með þessi málefni að gera. Má þar t.d. nefna umferöaráð, öryggiseftirlit rikisins, Trygg- ingastofnun rikisins o.fl. Þjóð okkar á þvi láni að fagna fram yfir flestar aörar þjóöir að enginn þarf aö þjást né bera örkuml vegna styrjaldarátaka og hernaðar. En þrátt fyrir það, verða fjölda margir, svipuðum örlögum háðir, og i hverju einasta tilviki þegar einstaklingurinn verður fyrir slysi með varanlegri sköddun, sem afleiðingu er slikt óbætanlegt, hversu vel sem að viðkomanda er búið bæði efna- hagslega og félagslega. ALFA '81 nefndin mun stuðla eftir megni að fyrirbyggjandi aö- gerðum meö tilliti til orsaka slysa og er stefnt að þvi að leggja fram tillögur um varnaðaraðgerðir og koma á stað almennri umræðu i þeim efnum á ári fatlaðra. 1 þessum málum dugar þó ekkert minna en að landsmenn allir leggist á eitt og reyni að leggja fram sinn skerf til aö af- stýra slysum. Það yrði ómetan- legur árangur, sem næðist, á þessu ári, ef okkur tækist að fækka slysunum frá þvi sem nú er. Upplýsing og fræðsla Þá er komið aö þeim þætti i starfi ALFA ’81 nefndarinnar, sem trúlega á eftir að verða mest áberandi, en það er upplýsinga- og fræðslustarf, sem hefur verið skipulagt i samvinnu við alla helstu fjölmiðla landsins. Stefnt er að þvi að hleypa af stokkunum greinaskrifum og viö- tölum I fjölmiðlum og veröur lögð sérstök áhersla á að hvetja fatl- aöa til að láta i sér heyra. Hér er um ákaflega umfangs- mikið svið aö ræða. Og tilgangur- inn er m.a. sá að leitast viö að rjúfa þá félagslegu einangrun, sem alltof margir fatlaðir búa við og liöa fyrir. En það er nauðsyn- legt að koma viöar við en i fjöl- miðlunum. ALFA ’81 nefndin mun einnig beita sér fyrir fræðslu i grunn- skólum landsins með bæklingum og öðru fræösluefni um fatlaða. Þá hefur verið leitaö til bókaút- gefenda varðandi útgáfu á þýdd- um bókum um þessi mál. Undirtónninn i öllustarfi fram- kvæmdanefndarinnar er sá, aö allt fdlk I þessu landi, sem haldið er fötlun af einu eða öðru tagi, verði í framtiðinni metið út frá öðrum sjónarmiðum, en þeim, sem gilda nú. Að manneskjan, þrátt fyrir fötlun hver sem hún er og hvernig sem hún er, öðlist i reynd sama rétt og fái sömu tæki- færi til þátttöku I þvi, sem fer fram i þjóðfélaginu hverju sinni. Að hinn fatlaöi fái tækifæri til að nýta hæfileika sina og geti val- ið sér lifsform samkvæmt óskum sinum eins og hver annar með til- liti til menntunar, búsetu, at- vinnu, félagsstarfa o.s.frv. íslenska þjóðin hefur reist myndarlegar stofnanir og viöa búið vel að fötluðum og öryrkjum. Stofnanastefnan er þó á undan- haldi, en önnur hefur rutt sér til rúms, stefna sem felur i sér að hjálpa einstaklingnum til aö lifa sjálfstæðu lifi utan stofnana, með öðrum ófötluöum i samfélaginu. ALFA ’81 nefndin heitir á landsmenn alla að leggja sitt af mörkum til að ár fatlaöra beri rikulegan árangur og að eink- unnarorð þess verði ekki aðeins i oröi heldur einnig og miklu frem- ur i verki, fullkomin þátttaka og jafnrétti.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.