Tíminn - 04.02.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.02.1981, Blaðsíða 2
Mibvikudagur 4. febrúar 1981 Yfirlýsing frá Hagsýslustjóra Reykjavfkurborgar: Skýrslan ekki samin samráði við nokkuri borgarfulltrúa Kás — Geir Thorsteinsson, - hagsýslustjóri Reykjavikurborg- ar, hefur sent frá sér yfirlýsingu i tilefni blaóaskrifa um skýrslu Hagsýsluskrifstofu Reykjavikur- borgarum nýtingu skólahúsnæóis i grunnskólum borgarinnar. t henni segir orðrétt: „Skýrslan er samin af starfs- mönnum Hagsýsluskrifstofu. Hún er ekki samin að undirlagi, né að höfðu samráöi við nokkurn borg- arfulltrúa. Tilurð skýrslunnar tel ég vera aukaatriði i þessu máli. Það eru niðurstöður skýrslunnar sem taka þarf afstöðu til, en i lokaorð- um skýrslunnar segir m.a. að fyrirsjáanleg sé fækkun skóla- barna i Reykjavik á næstu árum og þvi timabært að taka áætlanir um frekari byggingar á skólahús- næði til gaumgæfilegrar athug- unar.” Upphaf þessa máls er það, að á borgarstjórnarfundum i desem- ber mánuði s.l. lýsti Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi og formaður fræðsluráðs, þvi yfir vegna fyrirspurnar frá Ragnari Júliussyni, varaborgarfulltrúa, sem sæti á i fræðsluráði, að sér hefði meö öllu veriö ókunnugt um aö hagsýslustjóri borgarinnar hefði verið aö vinna að marg- nefndri skýrslu. Ragnar Júliusson hélt þvi fram á móti að Kristján færi með ósannindi, þar sem hann hefði vitað að hagsýslustjóri var að vinna að þessu verkefni meðan á þvi stóö. Sagðist Ragnar hafa þessar upplýsingar beint frá hag- sýslustjóra, og hefði hann veitt honum heimild til að skýra frá þessu i borgarstjórn. I bréfi sem Geir Thorsteinsson, hagsýslustjóri, skrifar Kristjáni Benediktssyni vegna ummæla Ragnars Júliussonar i borgar- stjórn 18. des. 1981 segir hins vegar: „Einhvers misskilnings hlýtur aö gæta i orðaskiptum okkar Ragnars Júliussonar, þvi aldrei fullyrði ég, að formaður fræðslu- ráðs hefði vitaö af þvi að marg- umrædd skýrsla væri i vinnslu, - hins vegar sagði ég, og leyfði honum að hafa, aðspurður, eftir mér i borgarstjórn, að borgar- stjóra hefði verið kunnugt um skýrsluna á meðan hún var i vinnslu og að Kristjáni Benediktssyni hefði verið kunnugt um að skýrslan kæmi, þvi hann fékk hana afhenta ein- hvern tima á timabilinu frá þvi hún var prentuð og að hún varð opinber u.þ.b. hálfum mánuði sið- ar.” Kirnan Laugavegi 22 býöur upp á nýjung: Vietnami sér um austur- lenska matargerð AB — Þeir sem unna austur- ienskri matargerðarlist, geta heidur betur tekiö gleði sina, því Kirnan aö Laugavegi 22, sem opnaði nú nýlega, eftir gagngerar breytingar og eigendaskipti, hef- ur ráðið í sina þjónustu Vietnam- búa af kinverskum ættum, sem er sérfræöingur i austurlenskri matargerö. Þegar hann bjó I Viet Nam rak hann sitt eigið veitinga- hús. Nýju eigendurnir eru hjónin Guðrún Gisladóttir og Bragi Guð- mundsson matreiöslumaöur. Bragi er sjálfsagt mörgum kunn- ur, þvi hann rak Félagsheimiliö Festi I Grindavik á fjórða ár. Kirnanbýður upp á hefðbundna rétti eins og hamborgara, pizzur samlokur og ýmsar kökutegund- ir. Vinsælust mun vera heita eplakakan. Auk þess bryddar Kiman upp á þessari nýjung, aö bjóöa upp á vfetnamska og kin- Kári og Bragi Guömundsson töfra fram ljúffengar rækjubollur. Timamynd — G.E. verska rétti, bæöi smárétti og heilar máltiðir. Vietnaminn, sem er af kinverskum ættum, ber is- lenska nafnið Kári, og er elda- mennska hans listilega góð. Má i þvi sambandi nefna rétti eins og „Sæt-súrt svinakjöt”, „Rækju- bollur”, „Wan-dan-súpu”, „Vor- rúllur” og margt fleira. 1 hádeginu býður Kirnan upp á hina hefðbundnu rétti, svo og austurlenska smárétti, og aö kvöldinu eru stærri matseðlar á boðstólunum, og er þá gjarnan hægt að raða saman mörgum austurlenskum smáréttum og fá þannig út stóra og framandi, en ljúffenga veislumáltið. Kvöldveröur er framreiddur frá kl. 19 til kl. 22. Nýju eigendurnir hafa breytt húsnæðinu mikið, en áöur var til húsa að Laugavegi 22, Rauða myllan. Óhætt er að benda þeim, sem gjarnan vilja reyna eitthvaö nýtt i sambandi við mat, á að bragöa á hinni Kára. nýstárlegu framleiðslu Sænska-frystiMsið rifið i sumar: BÚR byggir nýja frysti- geymslu Kás — Samkvæmt fjárhags- áætlun Bæjarútgerðar Reykja- vikur verður ýmislegt á döfinni i ár sem telja má til meiriháttar framkvæmda. Mestu af fram- kvæmdafénu verður varið til byggingar á nýrri frysti- geymslu sem reisa á, á nýrri landfyllingu norð-vestan Grandagarðs, og er það jafn- framt fyrsti áfangi við upp- byggingu á þessu framtiðar- svæði BÚR. Aætlað er að verja um 800 millj. gkr. til byggingar hinnar nýju frystigeymslu, en auk þess er gert ráð fyrir að lán fáist frá Fiskveiðasjóði til að ljúka við bygginguna sem gert er ráð fyrir að risi upp á einu ári. BÚR er á miklum hrakhólum með frystigeymslur og er nú svo komið að fyrirtækið verður að leigja frystigeymslur suður meö sjó með ærnum tilkostnaði til að koma framleiðslu sinni i klefa. Talið er að þessi húsbygging borgi sig upp á tveimur til þremur árum. Vert er að hafa i huga, að ákveðið er að rifa Sænska-frystihúsiö á mótum Ingólfsstrætis og Skúlagötu i sumar þannig að margir aðilar, sem haft hafa þar frystihólf á leigu, missa þau. Er vonast til að hægt verði að bjarga þessum aðilum þegar nýja frysti- geymsla BÚR verður tekin i notkun, en eins og fyrr segir er áætlað aö reisa það á einu ári. BÚR veröur að greiða um 400 millj. gkr. i smiði nýja togarans sem verið er að smiða fyrir fyrirtækið i Stálvik. Verður sá togari sjósettur i þessum mánuði og væntanlega afhentur eiganda sinum með vorinu. Verða þá togarar BÚR orðnir fimm talsins. 600 millj. gkr. fara til endur- bóta á fiskiðjuverki BÚR á þessu ári, breytinga á Bakka- skemmu, þar sem nú er kæld fiskmóttaka, og til að koma fyrir blóðgunarkerjum i Spánartogarana. Fyrrnefndar upplýsingar komufram'á siðasta fundi borg- arstjórnar, þegar Björgvin Guðmundsson, útgerðarráðs- fórmaður BÚR, gerði grein fyrir helstu framkvæmdum á vegum fyrirtækisins á þessu ári. Jólabókasalan ekki sem verst Helgarpósturinn: Reksturinn í hendur starfsmanna — um næstu mánaðamót FRI — Nú mun vera ákvcöið að Helgarpósturinn verði rekinn af starfsmönnum blaðsins upp úr næstu mánaðamótum, og veröi þá óviðkomandi Alþýðublaðinu og Alþýðuflokknum hvað fjár- hag varöar en stefnt er að því aö Helgarpósturinn veröi áfram föstudagsútgáfa Alþýöublaðs- ins. Að sögn Björns Vignis Sigur- pálssonar annars af ritstjórum HP þá verður leitaö eftir 20-30 millj. gkr. hlutafé meðal starfs- manna en því fé er ætlaö I rekst- ur blaösins. Aður en ákveðiö var aö reksturinn yrði i höndum starfs- manna blaðsins hafði verið rætt viöaöra aðila um rekstur HP en Björn vildi ekki segja hverjir beir aðilar væru. AM — Nú um mánaðamótin gera bóksalar skil til útgefenda vegna jólabókanna og þótt ekki séu öll kurl komin til grafar enn, rædd- um við I gær við þrjá útgefendur og spuröum hvernig þeim litist á eftirtekjurnar. Var á þeim að heyra að þeir teldu sig geta unaö sinum hlut a 11 vel. Valdimar Jóhannsson hjá Ið- unni sagði að salan i Reykjavik hefði fariö all hægt af staö, en þar á móti heföi komið að alls staðar úti um land hefði salan hins vegar hafist rétt eins og menn áttu áður að venjast. 1979 fór bóksalan mjög snemma af stað og kann mönnum að hafa af þeim sökum oröiö enn starsýnna á töfina sið- ustu jdl. Enn vantar mikið á að full skil séu komin frá bóksölum, en sé mið tekið af þvi sem seldist hjá forlaginu sjálfu og þeim dreif- ingaraöilum sem látið hafa frá sér heyra taldi Valdimar aö þeir hjá Iöunni mættu vera ánægðir með sinn hlut og útkoman þokka- leg. Af einstökum bókum kvaö hann ljóst að eins og jafnan heföi bók Alaister McLean verið i toppi hvaö sölu snerti, svo og „öldin sextánda”, sem ekki sætti tiðind- um, þvfsúbókaröð er afar vinsæl. „Læknamafian” eftir Auði Haralds seldist ágætlega, svo og „Ég lifi”, eftir Martin Grace og „Kvennaklósettið” eftir Marilyn Frence. Enn nefndi Valdimar bók Guðrúnar Helgadóttur, „Enn af Jóni Oddi og Jóni Bjarna”, sem gekk vel sem þær fyrri. Auðvitað hefðu einnig verið i ár bækur sem litið seldust, „en það er aöeins lögmál,” sagði Valdimar. Þannig nefndi hann bók Hannesar Péturssonar, sem selst hefði ágætlega af ljóðabók að vera, þótt eintakafjöldinn væri ekki á við þær sem fyrr er getiö. Hjá Almenna bókafélaginu ræddum við við Brynjólf Bjarna- son, fra mkvæmdastjóra. Brynjdlfur sagði eins og Valdi- mar aö enn vantaöi nokkuö á aö skil væru fengin frá verslunum. Þó væri aö sjá sem salan heföi gengið ágætlega og A.B. náð áætl- un sinni i sölu. Væru menn þvi ánægðir, ekki sist ef litið er til þess að menn voru áhyggjufullir framan af, vegna þess hve sala byrjaði seint. Sú bók sem fjörlegast seldist var „Ófriður i aðsigi,” eftir Þór Withehead, sem seldist upp á 10 dögum og er nú komin út i annarri útgáfu. Ölafur ólafsson, framkvæmda- stjdri Máls og menningar, sagði að þar kvörtuðu menn ekki, en annars kvaðst Ólafur vilja sem mest fria sig af að ræöa einstakar bækur. Ljóst væri þó að bók Guö- laugs Arasonar, „Pelastikk” og bók Einars Olgeirssonar, „ísland i skugga heimsvaldastefnunnar” hefðu selst prýðilega. Eins og var um aðra bóksala haföi það ekki farið fram hjá Erni og örlygi, hjá bókaútgáfunni örn og örlygur, að salan hafði farið af stað með seinna móti i ár, einkum var nóvember daufur. En þegar leiðá rættistúr og örlygur kvaðst þakka góða útkomu þvi að hann 'hefði veriö meö all breitt svið i efni bóka sinna. Enn eru ekki mörg uppgjör komin frá bóksöl- um, en þó sagði örlygur ljóst að „Valdatafl i Valhöll” hefði selst vel, einnig „Forsetabókin”, „Heimsmetabókin”, „Asgeir Sigurvinsson” og „Hvað gerðist á Islandi 1979”,— sem er fyrsta bók i „annálum” íslands. Þá sagði hann að skáldsögurnar sem for- lagið gaf út hefðu selst ágætlega, ekki síst bækur þeirra Áslaugar Ragnars og Snjólaugar Braga- dóttur, þótt þær séu ólikar i skáld- skap sinum. „Ékki megum við gleyma „Þrautgóðir á raunarstund”, 12. bindi sem alltaf selst jafn vel og enn myndu bændur móðgast ef ég viðurkenndi ekki aö „Jón frá Garðsvfk hefði selst vel, enda geröi hann það”, sagði örlygur. Að endingu bað örlygur fyrir skilaboö til þeirra sem keyptu gjafabréf fyrir „Landið þitt”, þar sem fyrra bindiö, sem kom út i fyrra var innifalið. Þvi miður virðist það þó ekki koma úr .vinnslu erlendis frá fyrr en i mars/april og vildi örlygur biðja menn að sýna biðlund þangað til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.