Tíminn - 04.02.1981, Side 6

Tíminn - 04.02.1981, Side 6
6 Miövikudagur 4. febrúar 1981 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tím- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Augiýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Verðílausa- sölu 4.00. Áskriftargjald á mánuði: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Barátta Grænlendinga Það er skammt siðan nágrannar okkar i vestri, Grænlendingar, náðu þeim áfanga að fá stjórn flestra eigin mála i sinar hendur heim. í augum ís- lendinga var það auðvitað sjálfsögð þróun, merkur áfangi á leiðinni til fulls sjálfstæðis. Á þeirri leið mæta Grænlendingar mjög mörgum vandamálum, og það er alls ekki nóg að íslendingar hafi samúð með þessum nágrönnum okkar, heldur ber okkur siðferðileg skylda til þess að veita þeim allt það lið sem við frekast megum. Og sannast sagna mun íslendingum fært og reyndar létt að veita mikla og margvislega aðstoð, —ef við fáumst einhvern tima til að lita upp úr dag- legu argaþrasi okkar sjálfra og litast um eftir þeim óskaplegu erfiðleikum sem hrjá margar þjóðir, og i þvi efni sem hér er vikið að, þeim miklu grettistök- um sem lyfta þarf i Grænlandi á öllum sviðum i framfarasókn nágrannaþjóðarinnar. íslendingum þarf ekki að segja þá sögu að það er hver sjálfum sér næstur þegar að þvi kemur að nýta auðlindir lands og sjávar og skipta aflanum. En við eigum að geta séð sjálfa okkur fyrir þegar Græn- lendingar lenda nú um þessar mundir i klónum á Eínahagsbandalaginu vegna nýtingar fiskstofna og veiðisvæða i landhelgi Grænlands. Horfur eru á þvi að Grænlendingar eigi fyrir höndum harða og jafnvel langvinna baráttu fyrir yfirráðum yfir eigin landhelgi sinni og þeim auð- lindum sem þar eru. Og að langmestu leyti eigum við íslendingar fulla samleið með þeim i þessu máli, og þannig er málið ekki ótengt okkar eigin hagsmunum. Yfirvöld Efnahagsbandalagsins og vilji þeirra i landhelgismálum á ekki að vera íslendingum ó- þekkt íyrirbrigði heldur. í þvi efni eigum við eyja- skeggjar i Færeyjum, á íslandi og Grænlandi fulla samleið, enda hvorki meira né minna en sjálfur grundvöllur byggðar á þessum eyjum i húfi. Við íslendingar eigum að leggja Grænlendingum miklu meira lið en við höfum gert i framfarasókn þeirra og viðleitni þeirra til að taka landsstjórn i eigin hendur. Við eigum að vinda að þvi bráðan bug að koma á nánu sambandi við stjórnmálahreyfing- ar i Grænlandi og opinberum tengslum við stjórn- arstofnanir þar. Meðan Grænlendingar takast á við fyrstu áfangana getur verið að þar sé ,,gull i hans hendi en aska i minni”, — að reynsla okkar og sá árangur sem við höfum náð geti orðið þeim að ótrú- lega miklu liði. En i landhelgisbaráttu Grænlendinga eigum við alveg sérstaklega að sjá okkur sjálfa fyrir. í þvi máli eigum við tafarlaust að veita Grænlendingum allt það lið beint og óbeint sem við frekast getum. Það er hreint og beint ámælisvert og versta hneisa ef íslendingar hafast ekki að meðan Efnahags- bandalagið býr sig undir að troða Grænlendinga niður i sliku lifshagsmunamáli. Slikt væri ódreng- skapur af okkar hálfu. í þessu eiga ekki áðeins stjórnvöld að taka þátt hér, heldur öll þjóðin. ■> JS Þórarmn Þórarinsson: Erlent yfirlit Hún verður jafnframt formaður Verkamannaflokksins ÞEGAR þetta er ritað eru all- ar horfur á að Gro Harlem Brundtland verði forsætisráð- herra Noregs, en Oddvar Nordli baðst óvænt lausnar i siðustu viku sökum heilsubrests. Það er lengi búið að ræða um Gro Harlem Brundtland sem forsætisráðherraefni. Þannig birtist hér i Erlendu yfirliti 4. febrúar 1979 grein um hana und- ir fyrirsögninni: Verður kona forsætisráðherra i Noregi? Meginefni greinarinnar fer hér á eftir, til frekari skýringar skal þess getið, að Gro Harlem Brundtland lét af starfi um- hverfismálaráðherra haustið 1979 eftir að hafa gegnt þvi á fimmta ár og gerðist þá tals- maður stjórnarinnar i Stórþing- inu. Hún var fyrst kosin á þing 1977, en tók ekki sæti á þinginu sem þingmaður fyrr en haustið 1979, þvi að ráðherrar i Noregi gegna ekki þingmennsku. Hefst svo greinin frá 4. febrú- ar 1979: „Eins og nú háttar hjá Verka- mannaflokknum hefur hann tvo formenn og mun erfitt að skera úr þvi, hvor þeirra er valdameiri. Annar þeirra er Oddvar Nordli forsæt- isráðherra, sem er formaður þingflokksins, en hinn er Reiulf Steen, sem er formaður flokks- ins. Áður gegndi sami maður báðum þessum formannsstörf- um, en vegna ósamkomulags um hvort Nordli eba Steen skyldi hreppa hnossið, þegar Bratteli fyrrv. forsætisráðherra lét af þessum störfum, varð nið- urstaðan sú, að skipta þeim milli áðurnefndra manna. Þetta hefur þótt reynast nokkuð vel, en annað getur orðið upp á ten- ingnum, ef flokkurinn heldur áfram að tapa. Þá getur þótt heppilegra að tefla fram einum vinsælum foringja en tveimur, eða likt og var i tið Gerhardsens og Brattelis. Undir þeim kring- umstæðum gæti orðið erfitt að velja á milli Nordlis og Steens, og hefur sú hugmynd þvi fengið nokkra vængi, að réttast kynni að vera að láta þá báða vikja en tefla fram varaformanninum, sem er Gro Harlem Brundtland umhverfismálaráðherra, en flokkurinn teflir henni nú mjög fram. Þvi hefur jafnvel verið hvislað, að hún gæti orðið fyrsta konan á Norðurlöndum sem yrði forsætisráðherra. GRO Harlem Brundtland er fertug að aldri og hefur gegnt embætti umhverfismálaráð- herra i fjögur ár. Harlem, faðir hennar, var einn af leiðtogum Verkamannaflokksins og gegndi um skeið embættum fé- Gro Harlem Brundtland lagsmálaráðherra og dóms- málaráðherra. Verkamanna- flokkurinnhélt þá uppi sérstakri starfsemi fyrir börn og tók Gro þátt i henni frá þvi hún var sjö ára. Siðan hefur hún tekiö virk- an þátt í félagsstarfi flokksins. Það var hins vegar ekki ætlun hennar að gera stjórnmálin að atvinnu, heldur lærði hún lækn- isfræði og starfaði siðan sem læknir um skeið. Hún var aö vinna að doktorsritgerð, þegar hún var kvödd til þess að taka við starfi umhverfismálaráð- herra. Varaformennskan i flokknum bættist á hana nokkru siðar. Flokkurinn hefur að und- anförnu teflt henni fram sem einum af þremur aðalforingjum flokksins. Gro Harlem Brundtland þykir hafa gegnt embætti umhverfis- mála með miklum ágætum, en verkefni þess hafa stöðugt farið vaxandi. örðugasta verkefnið Reiulf Steen og Gro Harlem Brundtland. fékk hún i april 1977, þegar henni bárust þær fréttir um miðnætti, en hún var þá i brúð- kaupsveizlu hjá vinum sinum, að slys hefði orðið á einum oliu- pallinum á Ekofisk-svæðinu svonefnda. Barizt var við afleið- ingar þess dögum saman og varð umhverfismáiaráðherran- um litið svefnsamt meðan á þvi stóð. Gro Harlem Brundtland gift- ist tiltölulega ung Arna Olaf Brundtland, sem vinnur við „ stofnun sem aflar upplýsinga um utanrikismál og gefur út álit og ritgerðir um þau, ásamt sér- stöku timariti, „International politik”, en Brundtland er rit- stjóri þess. Þau hafa eignazt fjögur börn, sem eru 11 ára, 13 ára, 15ára og 17 ára. Fjölskyld- an hefur orðið sammála um að fá ekki neina teljandi aðstoð við heimilishaldið og hefur komið á verkaskiptingu til að leysa það sem bezt af hendir Elzti sonur- inn sér t.d. um allan þvott og hreinsun á fatnaði og að hafa hann jafnan á réttum stað, en yngsti sonurinn, sem er 11 ára, sér um morgunverðinn. Hús- bóndinn sér hins vegar um öll innkaup og hefur eins konar yfirumsjón með höndum, þvi að hiísfreyja þarf oft aö vera að heiman. Þaökemur æði oft fyrir aö hún getur ekki matazt með fjölskyldunni. Einhverjir kynnu að óttast, að það gæti leitt til árekstra i fjöl- skyldunni að þau hjón eru ósammála i pólitík. Arna Olav Brundtland er hægri maður og fer ekki dult með það. Stjórnmál eru oft rædd á heimilinu og hafa börnin skipzt til helminga milli foreldranna. En þetta hefur ekki leitt til neinna árekstra á • heimilinu, heldur orðið til þess að málin hafa verið rædd frá viðari sjónarhóli en ella. Þegar tómstundir leyfa fer fjölskyldan út i náttúruna og að sjálfsögðu á skiði á veturna.” Kona verður forsætis- ráðherra Noregs

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.