Tíminn - 04.02.1981, Side 8

Tíminn - 04.02.1981, Side 8
8 Miövikudagur 4. febrúar 1981 INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Sími 2S800 Lausar stöður Heilsugæslulækna Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður heilsugæslulækna: 1. önnur staða læknis á Siglufirði (H2) frá og með 1. april 1981. 2. Tvær stöður lækna á ísafirði (H2) frá og með 1. júli 1981. 3. Staða læknis á Djúpavogi (Hl) frá og með 1. júni 1981. 4. Staða lækms á ólafsfirði (Hl) frá og með 1. júni 1981. 5. Staða læknis á Seyðisfirði (Hl) frá og með 1. júni 1981 6. Staða læknis i Bolungarvik (Hl) frá og með l. ágúst 1981. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu eða sérfræðiviðurkenningu i heimilis- lækningum. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu fyr- ir 10. mars 1981. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 3. febrúar 1981 ® ÚTBOÐ Innkaupastofnun Keykjavikurborgar óskar eftir tilboðum i eftirfarandi fyrir vatnsveitu Reykjavikur A. Spjaldlokar Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 10. mars 1981 kl. 11 f.h B. Stálpipur „DUCTILE” pipur og forspentar steypupipur. Tilboðin verða opnuð miðvikudaginn 11. mars 1981 kl.ll f.h. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. nlte STILL Esslingen lyftarar uppgerðir frá verksm. Til afgreiðslu nú þegar. Rafmagns: 1,5 t, 2 t, 2,5 t og 3 tonna. Disil: 3,5 t, 4 t og 6 tonna. tíreiðslukjör. Eigum einnig á lager STOKA handlyftara . Mjög hagstætt verð STILL einkaumboð á íslandi K. JÓNSSON & CO. HF. g Umboðsmenn Tímans Vestfirðir Staður: Nafn og heimili: simi: Patreksfjöröur: Unnur Öskarsdóttir 94-1280 Bildudalur: Högni Jóhannsson 94-2204 Flateyri: Guðrún Kristjánsd. Brimnesvegi 2 94-7673 Bolungarvik: Kristrún Benediktsd. Hafnarg. 115 94-7366 tsafjörður: Guðmundur Sveinsson Engjavegi24 94-3332 Súðavik: Heiöar Guöbrandss. Neðri-Grund 94-6954 KONA ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ KONA, eftir Dario Fo og Franca Rame Þýðendur: Olga Guðrún Arnadóttir, Ólafur Haukur Simonarson og Lárus Ymir óskarsson Leikmynd og búningar: Ivan Tprök. Ahrifahljóð: Gunnar Reynir Sveinsson. Leikendur: I. þáttur: (Fótaferð) Sólveig Hauksdóttir. II. þáttur (Ein): Edda Hólm. III. þáttur (Við höfum allar sömu sögu að segja): Guðrún Gisladóttir. Jónas Guðmundsson: LEIKLIST Kona Einþáttungarnir þrir er Al- þýðuleikhúsið sýnir undir sam- heitinu „Kona”, er framlag hjónanna Dario Fo og Franca Rame til jafnréttisbaráttu kvenna um allan heim, og svo einkennilega vill til, að Franca þvingaði Dario Fo til að skrifa þennan leik, og hún reif hvert handritið af öðru, er maöur hennar skrifaði, uns hún var ánægð. 1 leikskrá er tilurð þessa verks m.a. lýst á þessa leið: „Hér verður athyglinni eink- um beint að Franca Rame, enda eru þættirnir upphaflega skrif- aðir fyrir hana. Um leið og þeir flytja boðskap hennar til kvenna, eru þeir uppreisn henn- ar sem listakonu þvi: „Þegar ég lék við hliðina á Dario Fo hvarf ég alltaf i skuggann. Hvers- vegna ætti ég að draga dul á það að ég þurfti á uppreisn að halda. 1 þessum þáttum finnst mér ég sýna hvað i mér býr” segir hún. Franca Rame er rúmlega fimmtug og hefur fengist við leiklist alla sina ævi. Hún er komin af farandleikurum og hefur verið með flokki Dario Fo frá þvi þau tóku saman. Hann hefur skrifað flest stærstu hlut- verkin fyrir hana og notfært sér til hins itrasta sérkenni hennar sem er röddin, hás með ein- kennilegum sönglanda. Um það hvernig kvennaþætt- irnir urðu til segir Franca: „Ár- um saman var ég aö nauða i Dario að skrifa leikrit um konur og stöðu þeirra. Eg hótaði meira aö segja að skilja við hann. Hvers vegna um konur? Vegna þess að ég er kona. Ég hef svo margt að segja, ég fann heiftina brenna innra með mér og hún varð að brjótast út. Gallinn var bara að ég gat ekki skrifað sjálf. Ég keypti allar bækur sem mér fundust koma að gagni, las og rétti Dario þær svo. Svo spurði ég eftir tvo mánuði: Jæja, er þetta ekki að koma? En hann svaraði afundinn, láttu mig i friði, mér finnst ég utanveltu i þessari umræðu.” En verkið komst á skrið. Dario Fo bætir við: „Ég skrifaði og skrifaði og alltaf reif hún niður allt mitt verk, og sagði mér að gera bet- ur, þar til það loksins fæddist.” Kvennabaráttan Leikritið Kona var frumsýnt i Milanó árið 1977 og er þannig verk, að það opnar augun i kon- um og karlmönnum fyrir þeirri dárakistusem gamaldags milli- stéttarheimili eru orðin, þar sem aðeins annað hjónanna hef- ur einhvern rétt. Þetta ranglæti er ekki aðeins hafið yfir siðfræði þjóða og stjórnmál, eins og hvert annað réttlæti, heldur birtist það sem ný lifsskoðun i mörgum löndum, og i óteljandi myndum. Konur taka nú virkari þátt i opinberu lifi, og má minna á að forseti Islands er kona, forsæt- isráöherra Bretlands og þjóð- höfðinginn lika, og sett hefur verið löggjöf i Sovétrikjunum, þar sem konum er meinað að bera grjót og stunda aðra erf- iðisvinnu. Að vfsu mun það taka áratug að koma þessum lögum i fram- kvæmd, þvi skortur er á þunga- vinnuvélum, en það stefnir i rétta átt, þar sem annarsstaðar, og konur og menn eru að verða jafningjar. Það má náttúrlega segja sem svo, að karlpeningur heimsins hafi ekki beinlinis svolgrað i sig allar hugmyndir jafnréttisbar- áttunnar. Þetta hefur gengið hægt ofan i menn meö slokri og viöeigandi mótþróa, en þó má segja að ýms skáld og hugsuöir, hafi ásamt konunum sjálfum, mótað nýja og frjálsari mann- eskju, og þdtt Dario Fó sé, eins og oft áður, öfgafullur og jafnvel hóflaus á köflum i meöferð lita, þá kallar hann ávallt fram ein- hver önnur viðbrögð, einhvern stórasannleik, sem greinist bakviö hláturinn og hinar óvægilegu yfirlýsingar. Ef leita skal hliðstæðu meðal skemmtimanna, þá er það lik- lega helst Charlie Chaplin, þvi þótt hann væri að skemmta okk- ur, fá okkur til að brosa, eða hlæja, var hann oftast að segja okkur eitthvað lika. Eitthvað sem allir menn verða endilega að vita. ítalska konan á íslandi Mér skilst að vargurinn Franca Rame sýni þennan leik ein, standi ein á sviðinu allan timann, og segi þá gjarnan frá tilurð þessa verks, i upphafi. En i Alþýðuleikhúsinu er þessu skipt milli þriggja kvenna, en það eru þær Sólveig Hauksdótt- ir, Edda Hólm og Guðrún Gísla- dóttir. Þættirnir, eða einþáttungarn- ir, eru þrir og fara þær með eina hlutverkið i hverjum þætti fyrir sig, en þetta er eintal, eða monolog. Guðrún Ásmundsdóttir léik- stýrir þessu verki, og leggur það fyrir á býsna sannfærandi hátt, og um leið á mjög einfaldan máta. Ungu konurnar eru (yfir- leitt) eins klæddar, og sviðið hiö sama, þótt um ólíkar aðstæður sé að ræða. Fyrsta konan, eöa fyrsti þátturinn, lýsir útivinn- andi konu með barn, þar sem enginn timi er til neins. Annar þátturinn gerist á peningaheim- ili, þar sem maðurinn lætur konuna hafa „allt til alls” og sá þriðji er um unga stúlku og riddarann á hvita hestinum, sem tekur að sér að kvelja kon- ur og hökta á þeim og rétti þeirra i nafni yfirburða, náms- gagna og prófa. Ur þessu öllu verður býsna skemmtileg sýning, og ég held aö þótt leikurinn gerist á Italiu, þá gerist hann nú i hliðstæðu sinni hreint út um allt, þvi ef svo væri ekki, þá færi hann ekki lengur sýndur sem lifandi leik- hús. Hann, eins og önnur ádeilu- Sólveig Hauksdóttir, Edda Hólm og Guðrún S. Gisladóttir. verk, nærist nefnilega á skir- skotun og engu öðru. Hinar ungu leikkonur komast bærilega frá þessum, annars erfiðu hlutverkum, en eru þó komnar mislangt á listabraut- inni og hygg ég að hlutverkum hafi verið úthlutað rétt i sam- ræmi við það. Alþýðuleikhúsið i bragga Leikmyndin er einföld og leik- hljóð Gunnars Reynis Sveins- sonar örva i'myndunaraflið stór- lega, án þess að keppa við ann- an gang verksins. Alþýðuleikhúsið hefur nú yfir- gefið Lindarbæ og verkamanna- félagið Dagsbrún, og hefur fengið inni i Hafnarbiói. Þar hefur verið gjört ágætt leiksvið (70 fermetrar sagði einhver) og samt eru mörg sæti. Það fer ekki illa á þvi að skjóta á umhverfið-úr gömlum striðsbragga. Gömlu leikhúsin i borginni hafa þarna fengið verðugan keppinaut, og þótt peningalegt útlit sé heldur slæmt fyrir leikhúsin i augna- blikinu, að ekki sé nú minnst á kontórstingi Listahátiðarinnar og synfóniunnar. Við óskum Alþýðuleikhúsinu til hamingju með vistaskiptin og þökkum góða sýningu. Jónas Guömundsson. Auglýsingasími Tímans er

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.