Tíminn - 04.02.1981, Page 4

Tíminn - 04.02.1981, Page 4
4 Miðvikudagur 4. febrúar 1981 >#í spegli tímans ,Tónaflóð’ á sviði 1 London Petula Clark í aðalhlutverkinu Petula Ciark og fjölskylda i fjallakofa i Mégéve i Frakkiandi: F.v. Kate. Claude Wolff, eiginmaður Petuiu og Patrick litli og svo Petula sjálf. Elsta dóttirin Barbara var ekki með þeim. krossgáta Sffifr' 3500. Lárétt I) Drykkjarins. 5) Strák. 7) Egg. 9) Afrek. II) Onefndur. 12) Stafrófsröð. 13) Greinir i þolfalli. 15) Ambátt. 16) Eyða. 18) Hár- laus blettur. Lóðrétt 1) Jaxlinn. 2) Sverta. 3) Þófi. 4) Tók. 6) Andvarpaöi. 8) Fljót. 10) Boröa. 14) Dall. 15) Poka. 17) Blöskra. Allir sem sáu kvikmyndina „Tónaflóð” (The Sound of Music) hér um árið muna eftir Julie Andrews i hlut- verki Mariu von Trapp. Petula Clark, hin vinsæla breska söngkona, sagðist vera dálitiðhrædd við að fólk gerði samanburð á þeim Julie Andrew i þessu hlut- verki, ef hún tæki það aö sér, og hún sagðist hafa leitaö ráða hjá fjölskyldu sinni, hvort hún ætti að slá til. Elsta dóttir hennar, Barbara, sem er 19 ára, sagði að sér þætti hlutverk Mariu von Trapp allt of væmið, og hún væri á móti þvi, að mamma sin reyndi við það. ,,Þú ert allt öðru visi söngkona”, sagði hún. Næst- elsta dóttirin i fjölskyldunni er 18 ára og heitir Kate, hún sagðist vita að Petula mamma væri það góð söng- kona, að hún gæti bara lagað hlutverkið svolitið i hendi sér og hresst upp á það, og þá yrði það ekki eins vellulegt og væmið. Eiginmaðurinn, Claude Wolff, sagðist vera sama sinnis og Kate og treysta konu sinni fullkom- lega til aö gera hlutverkinu góð skil. „Það spyr mig enginn um hvað mér finnist”, sagði Patrick sem er 8 ára, „enda er mér alveg sama, ég vil bara horfa á einhverja almennilega hasarmynd, en ekki svona söngva- og kossa- mynd! ” Ráðning á gátu No. 3499 Lárétt 1) Svanga. 5) Urr. 7) Dár. 9) Ala. 11) Dr. 12) Óf. 13) Uss. 15) Uml. 16) Kæn. 18) Sofnar. Lóðrétt 1) Saddur. 2) Aur. 3) Nr. 4) Grá. 6) Kafl- ar. 8) Ars. 10) Lóm. 14) Sko. 15) Unn. 17) Æf. v ■ Símareikningar h já fyrirtæki Reimers eru geysiháir, enda þarf hann á hverjum degi að tala við fólk i öllum heimsálfum. ) vegað asna, hesta og hunda „með leik- reynslu”, eins og það er kallað, en þá hafa dýrinverið þjálfuð til aö leika ýmsar listir. Einkum eru það sjón- varps- og kvikmyndamenn sem vilja ná i slika leikara. Fyrir sjónvarpsþætti hefur Reimer útvegað Búskmenn frá Ástraliu með áhöld sin og veiðitæki, og frá Norður-Grænlandi fékk hann nokkra Eskimóa frá veiðimannahéruðum þar til að sýna hvernig þeir byggja sér snjóhús. Það var sýnt i þætti fyrir fjallamenn og skiðafólk, og tilgangur- inn með þvi var, að ef i nauðir ræki gætu menn byggt sér snjóhús sem skýli i likingu við snjóhús Eskimó- anna. Kvikmyndaframleiðendur og sjón- varpsmenn hafa komist upp á að nota „Reimer útvegar hvað sem er!” Þaö eru einkunnarorö fyrirtækis nokkurs sem Dieter Reimer stjórnar, að hann útvegi hvaö sem er, og eins og sjá má á myndinni þá er mikiö að gera. Simarnir á skriíboröi hans hringja án afláts, en fyrirtækið veitir mjög sérstaka þjónústu, og er kallað „Fyrirtækið, sem íramkvæmir það óframkvæmanlega!". Skrifstofur þess eru bæði i Paris og London. Reimer, sem er um fimmtugt, stofn- setti þetta fyrirtæki fyrir um það bil þremur árum, og á þeim tima hefur hann staðið fyrir hinum ótrúlegustu framkvæmdum, einkum fyrir auglýs- endur, sem vilja hafa eitthvaö mjög athyglisvert i auglýsingum sinum, eins og t.d. ýmis liíandi dýr viðs vegar að úr heiminum, slöngur, fiðrildi, ýmis smádýr o.fl. Jafnvel hefur hann út- sér þjónustu íyrirtækis Reimers til að útvega hina óvenjulegustu hluti. Eitt jiessara verkefna var t.d. að útvega dauðagrimu af Napóleon keisara, en vitað var að hún var til og Reimer tókst að hafa upp á henni, — en það kostaði mikla íyrirhöfn og mörg sim- töl. „Eg hef meira að segja útvegað áhald til þess að sjóða i ferköntuð egg”, sagði Reimer við blaðamenn. bridge Það borgar sig ekki alltaf að vera of gráðugur i að gefa félaga stungu i vörn- inni. Vestur, i spili dagsins, komst að þessu áöur en yfir lauk. Norður. KD75 G106 N/Enginn Vestur. 9763 AK Austur. G1083 962 852 A AK108 G2 74 G986532 Suður. A4 AD9743 D54 DlO Eftir að noröur opnaði á 1 grandi stökk suður í 4 hjörtu og vestur spilaði út tigulr kóng. Þegar austur lét gosann i þóttist vestur viss um að austur ætti tvispil i tigli og án þess að athuga stöðuna neitt nánar tókhann á tigulkóng og spilaði meiri tigli. Austur trompaði meö ásnum og siðan var þetta spil Ur sögunni. Suður átti afganginn eftir að austur spilaði sig út á spaða. Það er augljóst að vörnin gat gert betur i þessu spili. Vestur átti aö gera sér grein fyrir þvf að það var nauðsynlegt að austur ætti ásinn i öðrum hvorum hálitnum til að vörnin ætti möguleika á 4 slögum. Hann hefði þá kannski séð "hættuna á þvi að austur ætti hjartaásinn stakann. Það var lika óþarfi aö gefa austri tigulstunguna þvi ef austur átti 2 tigla þá átti vestur allt- af 3 tigulslagi ef austur kæmist inn til að spila tigli i gegn. Þess vegna hlaut að liggja ljóst fyrir aö vestur gerði best með (þvi að spila hjarta i öðrum slag. Þá á börnin fyrstu fjóra slagina.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.