Tíminn - 04.02.1981, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.02.1981, Blaðsíða 16
A NÖTTU OG DEGI ERVAKAÁ VEGI Gagnkvæmt tryggingafélag c WSIGNODE' Sjálfvirkar bindivélar Sjávarafurðadeild Sambandsins Sími 28200 IMllll AAiðvikudagur 4. febrúar 1981 Uppsagnir fóstra i Reykjavík lagöar fyrir borgarráö í gær Fóstrur í Kópavogi ganga út 20. febrúar verði samningarnir ekki endurskoðaðir AB — A fjölmennuin fundi fóstra i Kópavogi I fyrrakvöld var einróma samþykkt aö skora á bæjaryfirvöld að endurskoöa kjarasam ningana , ellegar gangi allar starfandi fóstrur i Kópavogi Ut 20. febrúar. Þessi ákvörðun fóstranna kemur til af þvi aö þær hafa i höndunum bréf frá 1979, þar sem þær fresta bvi að láta uppsagnirnar koma til framkvæmda. Þar er bókun frá bæjarráöi, þar sem segir aö séu fóstrur ekki ánægðar meö samningana þegar þeir veröa geröir, (en það heföi átt að verá fyrir einu og hálfu ári, en þeir voru undirritaöir 20. janúar sl.) þá hafi þær rétt á þvi aö ganga út innan fjögurra vikna frá undirritun. Það má þvi segja að sannköll- uð óvissa riki með framhald dagvistunar i Kópavogi og á Akureyri, en fóstrur þar hafa frestaðsinum uppsögnum til 20. febrúar. Kröfur fóstranna, svo og þeirra i Reykjavik eru þær sömu, þ.e. að þær taki laun samkvæmt 13. launaflokki, en ekki samkvæmt 12. launaflokki, og að þær eigi möguleika á þrepahækkunum. Þegar hefur náðst samkomulag i borgarráði Reykjavikur um undirbúnings- timannsem fóstrur eiga að hafa innan vinnuviku sinnar. Akveð- ið var að þær fengju tvær stund- ir vikulega til undirbúnings- starfa, og hafa þær fallist á þessa ákvörðun. Ekki hefur náðst samkomulag með fóstrum i Reykjavik og Reykjavikurborg um launa- flokkaröðunina, en þær krefjast þess sama og fóstrur á Akureyri og i Kópavogi. Þvi voru upp- sagnir u.þ.b. 130 fóstra i Reykjavik lagðar fyrir borgar- ráð i gær. Þær segja upp frá 1. febrúar, með þriggja mánaða uppsagnarfresti, þannig að upp- sagnirnar koma i fyrsta lagi til framkvæmda 1. mai. Þá hefur borgarráövald til þess að fresta framkvæmd uppsagnanna um aðra þrjá mánuði, og kæmu þær þá fyrst til framkvæmda 1. ágúst nk. Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson framkvæmdastjóri SH: Frystingin, sem slik, hefur ekkert svigrúm til hækkunar Þaö sýndi sig i gærkvöldi aö John heitinn Lennon bitill á hér marga aödáendur, þvi aö i Austurbæjarbió voru haldnir tvennir tónleikar þar sem eingöngu voru leikin lög eftir Lennon og fengu færri aö komast aö en vildu. Allur ágóöi af tónleikunum rennur til Geöverndarfélags islands og gáfu allir tónlistarmennirnir sem viö sögu komu vinnu sina. Á stærri myndinni sjáum viö m .a. Rúnar Júliusson, Gunnar Þóroarson, Asgeir óskarsson og Magnús og Jóhann. Innfellda myndin sýnir fjölda fólks sem sótti fyrri tónleikana og liföi upp gamlar endur minningar. Timamynd Róbert Steingrimur Hermannsson um fiskverðsákvörðun: „Ekki beðið eftlr neinu frá ríkisstjórninni” — Yrði enn tap á útgerðinni við 20% fiskverðshækkun? JSG — „Þaöhefur dregist allt of lengi aö ákveöa fiskverö, en þaö er ekkert sem vænta má frá ríkisstjórninni sem tefur þá ákvörðun,” sagöi Steingrimur Iiermannsson i umræöum utan dagskrár á Alþingi I gær. Matt- hías Bjarnason hóf þær umræður meö því aö láta aö þvi liggja aö beðiö væri eftir svör- um frá rfkisstjórninni viö ýms- um spurningum er snertu fisk- veröið, m.a. hvaöa hlutverki verðjöfnunarsjóöur fiskiön- aðarins *tti aö þjóna og hvernig hann ætti aö gegna þvi. Steingrimur sagði að fyrir þvi væru mörg fordæmi aö verö- jöfnunarsjóðurákvarðaði hærra viðmiöunarverð vegna frystra sjávarafurða, heldur en frysti- deild hans gæti staðiö undir. Sjóðurinnyr'öi þá aðtaka lán, en það gæti hann auðvitað ekki gert nema rikissjóður ábyrgðist lánið. Sjávarútvegsráðherra sagði að fiskverðsákvörðun hefði m .a. dregist vegna þess að yfir stæðu sjómannasamningar, sem væru ákaflega viðkvæmir. Sjómenn heföu talið að fiskverðsákvörð- un mætti dragast vegna samn- inganna, og Rikissáttasemjari hefði talið óráðlegt að fiskverðs- ákvörðun vröi hraðað, á meðan ekki kæmist skriður á samn- ingamálin. Þá hefði málið einnig dregist vegna útreikninga Þjóðhags- stofnunar á stöðu vinnslu og veiða, en ástæðan fyrir þvi hve seint þeir bárust væri m.a. að skattframtöl siðasta árs, sem byggt er á, hafi verið seint tilbú- in._ Það kom fram i máli Matt- hiasar Bjarnasonar, aö yrði fiskverð nú hækkað um 20%, þá myndu minni togararenn verða reknir með 0.8% tapi en stórir togarar með 6% tapi. Matthias gat þess ekki hvað slik hækkun þýddi fvrir vinnslugreinarnar, en ætla má að tap þeirra yrði meira, þvi eins og kom fram i blaðinu, i gær, hefur Þjóöhags- stofnun áætlað að vinnslu- greinarnar séu nú reknar að meðaltali með aðeins 7% hágnaði. FRI — Eins og skýrt var frá i Timanum i gæ'r þá hefur Þjóö- hagsstofnun nú reiknaö út stööu fiskvinnslunnar i landinu og litur dæiniö þannig út að frysting hefur um 1,6% hagnaðaf tekjum, söltun hefur um 10% hagnaö og skreiöarverkun um 25% hagnað en iheildina gerir þetta 7% hagn- aö af tekjum. Timinn spurði Eyjólf Isfeld Eyjólfsson framkvæmdastjóra Sölumiðstöðvar Hraðfrystihús- anna um hvert væri hans álit á þessum tölum. — Eg hef ekkert við þær að athuga hvað frystinguna varðar en ég er ekki svo kunnugur hinum greinunum, saltfisk- og skreiðar- verkun, að ég geti lagt mat á þær tölur, sagði Eyjólfur. — Mér sýnist að tölur varðandi frystinguna munu vera nærri lagi, miðað við hugmyndir okkar um stöðuna eins og hún er núna, en við erum að visu ekki fyllilega ánægðir með vaxtaliðinn, teljum hann heldur lágt metinn. Liggur ekki ljóst fyrir að fryst- ingin getur ekki tekið á sig mikla fiskverðshækkun samkvæmt þessum tölum? — Jú, 1,6% væri ekki talinn nema rétt þolanlegur, og ekki þolanlegur afgangur viðast hvar. Frystingin, sem slik, hefur enga möguleika á þessu en ef tölurnar eru réttar hvað varðar söltun og skreiðarverkun þá hafa þær greinar talsvert svigrún i sinni afkomu. En eru ekki mörg frystihús einnig með skreiðarverkun? Framhald á 14. siðu Fleiri og fleiri fá sér TIMEX mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.