Tíminn - 18.02.1981, Síða 1
Siðumúla 15 Pósthólf 370 • Reykjavik Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 Afgreiðsla og áskrift 86300 • Kvöldsímar 86387 & 86392
Tveir ungir sjómenn af
Heimaey VE 1 drukknuðu
— er skipið strandaði á Hólsárfjöru
AM — Tveir ungir sjómenn frá
Vestmannaeyjum fórust i
óveðrinu sem gekk yfir landið i
fyrrinótt, er skip þeirra,
Heimaey VE-1 hraktist undan
veðri með net i skrúfunni upp i
fjöru sunnan við Þykkvabæ. Tók
mennina út, er þeir voru að
reyna að losa anker frammi á
skipinu og brotsjór reið yfir þá.
Mennirnir hétu Albert Ólason,
fæddur 1959 og Guðni Guð-
mundsson, fæddur 1960.
' Hannes Hafstein, fram-
kvæmdastjóri SVFÍ sagði blaö-
inu i gær að það hefði verið um
miðnætti i fyrrinótt sem
hjálparbeiðni barst vegna
Heimaeyjar, sem fengið hafði
net i skrúfuna i fyrrakvöld.
Hafði ölduljón VE-130 komið
skipinu til hjálpar og tekist að
koma taug um borð, en hUn -
slitnaði skjótlega. Var þá veður
tekið að versna og barst leikur-
inn undan veðri nær landi. Þá
var togarinn Sindri VE-60 kom-
inn á vettvang og skömmu siðar
varðskip. Er ekki að orðlengja
að skipið barst upp i brimskafl-
inn við landið og varð þá hið
hörmulega slys, sem fyrr um
getur.
Er SVFl fékk þessar fréttir
um Vestmannaeyjaradió voru
björgunarsveitir sendar á
strandstað frá Hvolsvelli og
Hellu. Fóru þeir vestan við
Hólsárós, en sveit Ur Landeyj-
um, sem til vonar og vara var
kölluð til, að austanverðu.
Kom skipið að vestanmegin
og tókst giftursamlega að koma
mönnunum sem eftir lifðu i
land, en þeir voru átta talsins.
Voru þeir litt skaddaðir og fluttu
björgunarmenn þá upp á Hvols-
völl.
Skjótlega var farið að ganga
fjörur um nóttina og i gær var
leitað að likum hinna tveggja
manna. Hafa Landeyjamenn
leitað Landeyjasand frá
Hólsárósi i Markarfljót, en
sveitin á Hvolsvelli hefur gengið
fjörur frá Hólsárósi að Þjórsá.
Þá hafa aðrar sveitir leitað
strandlengjuna vestan Þjórsár.
Skipið mun ekki vera mikið
skaddað og að sögn eru góðar
horfur á að takast megi að ná
þvi á flot.
Mennirnir sem fórust hétu
Albert Ólason, fæddur 1959, og
Guðni Guðmundsson, fæddur
1960. Albert lætur eftir sig eitt
barn og unnustu. Guðni var ein-
hleypur.
Fréttír
af fár-
viðrinu
AM — „Eftir 25 ára starf i
lögreglunni i Reykjavik, man ég
ekki aðra eins nótt,” sagði aðal-
varðstjóri lögreglu i Reykjavík.
við okkur i gærkvöldi. Lögreglan
hafði nógu að sinna i almyrkri
borginni,varð jafnvel að fara i hús
til þess að róa gamalt fólk og börn
sem voru ein.
Kvaðningar skiptu hundruðum.
Stjórtjón varð á bifreiðum á
höfuðborgarsvæðinu er bilar fuku
og járn losnaði af húsum, en auk
þess stórskemmdist gróðurhús
Blómavals, þak fór af einbýlis-
húsi i Árbæ og af Fæðingardeild
Landspitalans. 1 Kópavogi var
skelfilegt ástand við Engihjaila,
þar sem bifreiðar fuku eins og
hráviður, en myndinhér á siðunni
er glöggt dæmi um útreiðina sem
sumar fengu. Stórtjón varð á
Vffilsstöðum vegna þakjárns sem
fauk á bila og i Krýsuvik sviptist
þakið af svinabúinu þar. Seint
verður allt upp taliö en inni i blað-
inu er lýst ástandi viða um land,
rætt við veðurstofu, Landsvirkjun
Sjá bls. 8, 9 og 12
Þórshafnartogarinn væntanlegur eftir 10 daga:
Jlefðum setíð uppi með skaða-
bótakröfur og óleystan vanda”
JSG — „Mér er alveg ljóst að
það hefði verið hægt að fá ódýr-
ara skip en ég tel hins vegar að
þetta sé gott og traust skip sem
keypt verður”, sagði Stefán
Guðmundsson alþingismaður i
samtali við Timann í gær, en
Stefán var einn þeirra stjórnar-
manna i Framkvæmdastofnun
rikisins sem i gær greiddu
endaniega fyrir kaupum á hin-
um margumtalaða norska skut-
togara til Þórshafnar og
Raufarhafnar.
Fimm af sjö stjórnarmönnum
i Framkvæmdastofnun þeir
Stefán, Geir Gunnarsson,
Ölafur G. Einarsson, Þórarinn
Sigurjónsson og Matthias
Bjarnason stóðu að lokasam-
þykktinni um togarakaupin þar
sem segir að Byggðasjóður
skuli leggja fram 10% af endur-
skoðuðu kaupverði togarans 28
milljónum norskra króna en
upphaflegt kaupverð var 21
milljón norskra króna. önnur
10% verða fengin af lánsfé sem
rikisstjórnin hafði ákveðiö að
ábyrgjast til Byggðasjóðs.
Rikissjóður ábyrgist siðan beint
lán fyrir 80% af kaupverði tog-
arans. Samkvæmt þessu minnk-
ar ábyrgð Byggðasjóðs úr 4,2
milljónum i 2,8 milljónir
norskra króna miðað við fyrri
samþykktir stjórnar Fram-
kvæmdastofnunar en ábyrgð
rikissjóðs vex.
Ólafur G. Einarsson sagði i
gær, að með þvi að hafna
kaupum á togaranum, hefði
Framkvæmdastofnun hætt á að
verða fyrir skaðabótakröfum
frá Norðmönnum og ennfremur
setið áfram uppi með óleystan
byggðavanda.
„Átökin út af þessu máli eiga
sér dýpri rætur en mest hefur
verið rætt um i þvi hvort halda
eigi uppi byggðastefnu i landinu
oghvortnotaeigi Byggðasjóð til
þess”,sagðiStefán Valgeirsson,
alþingismaður i samtali við
blaðið i gær. „Sem betur fer
tókst ekki að koma i veg fyrir
það nú”, sagði Stefán.
Stefán Guðmundsson minnti á
að tveimur frystihúsum, sem
skorthefur hráefni væri ætlaður
afli af hinum nýja togara. „Til-
koma togarans ætti að bæta
rekstrargrundvöll þessara húsa
og bæta stórlega afkomumögu-
leika þess fólks sem býr á þess-
um stöðum”, sagði Stefán.
Tveir stjórnarmanna i Fram-
kvæmdastofnun, þeir Eggert
Haukdal og Karl Steinar Guðna-
sonsátuhjá við afgreiðsluna. en
i bókun sem Eggert lagði fram
Framhald á bls. 27
Tímmn
kom ekki
út í gær
Vegna rafmagnsleysis og raf-
magnsskömmtunar gat ekki orðið
af útkomu Timans i gær og eru
lesendur blaðsins beðnir vel-
virðingar á þvi. 1 dag er blaðið
hins vegar stærra en venjulega
eða 28 síður.
Valur sigraöi
Valur lagði Islandsmeistara
Njarðvikur að velli i Úrvals-
deildinni i körfuknattleik er félög-
in mættust i Laugardalshöll i
gærkvöldi.
Lokatölur leiksins urðu 92-74 og
var sigur Vals aldrei i hættu.
Staðan i hálfleik var 44-30 fyrir
Val.