Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 2
í Miðvikudagur 18. febrúar 1981 \ KL — Nú er langt komið ljósrit- un Skarðsbókar Jónsbókar, sem gefin verður út á vegum Stofn- unar Arna Magnússonar á islandi og Sverris Kristins- sonar, og gera aðstandendur út- gáfunnar sér vonir um að fyrstu eintök bókarinnar verði fullfrá- gengin fyrir 21. april n.k., en þann dag eru 10 ár liðin síðan fyrstu handritin komu til islands. Reyndar á Jónsbók 700 ára af mæli á þessu ári, svo að þarna yrði um tvöfalda afmælishátið að ræða Ljósprentunin er i lit- um. Það var haustið 1979, að Sverrir Kirstinsson, fram- kvæmdastjóri Bókmennta- félagsins, bauð Stofnun Arna MagnUssonar fjárhagslegan stuðning til að ljósprenta hand- riti eðlilegum litum og varð það ofan á, að formlegur samningur var gerður um litprentun Skárðsbókar. Var sett á fót fimm manna útgáfustjórn, sem i eiga sæti 3 fulltrúar Arnastofn- unar, þeir dr. Jónas Kristjáns- son, sem er aðalritstjóri verks- ins, og handritafræðingarnir Jón Samsonarson magister, dr. Ólafur Halldórsson og Stefán Karlsson magister, og tveir full- trúar skipaðir af Sverri, þeir dr. Kristján Eldjárn, fyrrver- andi forseti íslands, og Sigurður Lindal, prófessor og forseti Bókmenntafélagsins. Umsjón með verkinu hefur Guðni Kol- beinsson stud. mag., en hann er Hér sjást hliö við hlið ljósprentunin og frumritiö. styrkþegi Árnastofnunar. Þegar hefur verið fyrirhuguð ljósprentun fjögurra annarra islenskra handrita, Nikulás- sögu, Skarðsbókar postula- sagna, en það handrit færðu islensku bankarnir islensku þjóðinni að gjöf 1965, Konungs- bókar eddukvæða og Flateyjar- bókar. Margir aðilar leggja fram mikla og nákvæma vinnu við gerð ljósprentunarinnar, sem er ákaflega fallega unnin. Hleypur enda kostnaðurinn við útgáfuna á hundruðum milljóna gamalla króna. Ætlunin er að gefa hana út í 1000 eintökum og eiga menn (Tfmamynd GE) kost á að fá hana á áskriftar- verðiallt til 21. april, og félagar i Bókmenntafélaginu lengur. Askriftarverð er kr. 4.695, en eftir21. april fer verðið uppikr. 5.634. Þykja mörgum þetta vera dálaglegar upphæðir, en á það ber að lfta, að bókin er algert listaverk. Ljósprentun Skarðsbókar langt komin — vonast er til aö fyrstu eintökin verði fullbúin fyrir 10 ára afmæli heimkomu fyrstu handritanna Ungverski matsveinninn, Zoltan Bara, eldar ofan i sælkerana á ung- verska vísu. (Tlmamynd: Róbert) Þrjú fyrirtæki voru í stórhættu — Eldsvoði hjá Þorbirni hf. i Grindavík AM — Um kvöldmatarleytið sl. laugardagskvöld kom upp eldur i skreiðarhúsi Þorbjarnar hf. f Grindavík. Urðu all margir þegar varir við eldinn, sem lagði yfir bryggjurnar i plassinu og kom slökkvilið i Grindavík innan tíðar á vettvang, slökkvi- liðsbfll þess og tankbill. Eirikur Tómasson, útgerðar- stjóri hjá Þorbirni hf., sagði er við ræddum við hann i gær að eldurinn hefði orðið vegna raf- magnsbilunar i blásaramótor i húsinu og mun eldurinn á skammri stundu hafa komist upp í þak á húsinu, sem skemmdist talsvert. Engin skreið var á laugardaginn i hús- inu, en hins vegar fimm tonn af þurrkuðum saltfiski og ónýttist hann allur, svo og margar plast- tunnur. Hafa menn áætlað tjón- ið vera 4-500 þúsund nýkrónur. Slökkviliðið brá skjótt við og lofaði Eirikur framgöngu þess, en svo heppilega vildi til að menn komu einmitt að eldsupp- tökunum, þegar brotist var inn i húsið. Hafði þvi eldurinn verið slökktur þegar slökkviliðið af Keflavikurflugvelli og frá Keflavik bar að, en mikið var i húfi, þvi ef eldurinn hefði náð að breiðast út, hefði hann getað komist i hús Hóps hf., og Fiski- mjöls og lýsi hf., en hvasst var af suðvestri. Tók um 45 minútur að ráða niðurlögum eldsins og má segja að hér hafi farið betur en á horfðist, þvi stórkostlegt tjón hefði orðið, ef eldsins hefði ekki orðið vart fýrr en svo sem 15 mfnútum siðar. t gær hófst að Hótel Loftleiöum ungversk vika og veröur hér um að ræöa gagngera kynningu á Ungverjalandi, landiog þjóð. Svo og ferðamöguleikum og feröum þeim sem Ferðaskrifstofa Kjart- ans Helgasonar efnir til á vori og sumri komandi. 1 Vikingasal Hótels Loftleiða mun á hverju kvöldi verða borinn fram ungverskur matur með þar- lendum vinum og ungversk skemmtiatriði fara fram. Einn frægasti matsveinn Evrópu Zol- tan Bara mun annast matreiðslu ásamt matsveinum hótelsins. Sigaunahljómsveit leikur ung- versk lög en i hljómsveitinni eru fimm hljóðfæraleikarar og ein söngkona. Matseðlar eru númeraðir og verður dregið um vinninga á hverju kvöldi. Siðasta kvöld ung- versku vikunnar þ.e sunnudags- kvöld 22. febrúar verður svo dregið um aðalvinninginn sem er ferðfyrir tvo til Ungverjalands og dvöl þar i landi. Ferðaskrifstofa Kjartans Helgasonar hefur i mörg undan- farin ár i samvinnu við Flugleiðir haldið uppi skipulögðum ferðum til Ungverjalands og njóta þær si- vaxandi vinsælda. 1 Ungverja- landi er margt merkilegt að sjá og Ungverjar góðir heim að sækja. Hér er sama hvort menn sækjast eftir sögulegum minjum og skoðunarferðum eða góðum vinum og glaðværð. Þjóðin er kunn fyrir góða menntun, tónlist og sérstaka snyrtimennsku á öll- um sviðum. Slikt kunna Is- lendingar að meta. 1 þvi augnamiði að kynna það sem hér er að framan sagt og ýmislegt fleira er efnt til þeirrar kynningar sem nú hefst að Hótel Loftleiðum. Auk Ferðaskrifstofu Kjartans Helgasonar og Hótels Loftleiða standa að kynningunni Ferðamálaráð Ungverjalands, ungverska flugfélagið MALEV en fulltrúi þess hér er Tamás Odor sölustjóri félagsins á Norðurlönd- um. Þá stendur IBUSZ ungverska ferðaskrifstofan að kynningunni og er György Székely fulltrúi hennar hér. Þá er Hótel Szabad- sag en það leggur til matreiðslu- menn og sér um útvegun matar og er fulltrúi þess hér Dr. György Dobos. Siðast en ekki sist eru tveir fararstjórar, Eszter Fueloep og Ferenc Papp. Auk þeirrar Ungverjaiands- Sigaunahljómsveit meðsöngkonu sina i broddi fylkingar skemmtir á ungversku vikunni. (Timamynd: Róbert) kynningar sem fram fer i Vik- ingasal á hverju kvöldi verður Ungverjalandskynning i Blóma- sal i hádeginu meðan kynningar- vikan stendur. Þar munu ung- verskir réttir verða á kalda borðinu og sigaunahljómsveitin leikur. Þá verður ungverskur réttur á matseðli Veitingabúðar þá daga sem kynningin stendur. Sem kunnugt er hefur Hilmar Jónsson veitingastjóri sýni- kennslu i matgerðarlist i Leifsbúð hvert þriðjudagskvöld kl. 18:00. Þriðjudaginn 17. febrúar mun Hilmar ásamt Zoltan Bara hinum ungverska mátsveini sýna gerð ungverskra rétta. Þess má geta að Zoltan Bara vann fyrstu verð- laun i evrópskri keppni mat- sveina fyrir nokkru. Ungversk vika að Hótel Loftleiðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.