Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.02.1981, Blaðsíða 11
Miövikudagur 18. febrúar 1981 11 <• ð til 20 ára: á árinu 198136.9 milljörðum gam- alla kr. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir þvi að þjóðarfram- leiðslan fari vaxandi. Þjóðhags- stofnun hefur gefið upp sem grundvöll í þvi sambandi að gera megi ráð fyrir 2.5% vexti þjóðar- framleiðslunnar frá ári til árs. Þetta þyðir miðað við stöðugt verðlag að 1988 væri framlagið komið upp i 43.9 milljarða til vegamála og 1996 i 53.5. Þannig yrði jöfn og þétt aukning á fjár- magni til vegamála. Hins vegar sýnist mér að ástæða sé til þess, eftir nokkra lægð undanfarið að gera sérstakt átak. Er þvi lagt til að fyrstu 8 árin vérði gert ráö fyrir 0.1% til viðbótar þannig að manna yfir 8600 km. Eg ieyn mer að haldá þvi fram að gifurlega miklar framfarir hafi orðið i vegamálum á undanförnum ár- um. Það hygg ég að allir geti borið sem um vegina hafa ekið um alllangan tima. Undir hitt vil ég hins vegar taka að verkefnin eru mörg og stórt átak þarf að gera i vegamálum. Kröfurnar hafa að sjálfsögöu aukist á ýms- um sviðum. Ég nefndi áðan að margir vegir eru lokaðir i 6-7 mánuði vegna snjóa og vegna burðarþolsf hálfan til einn mánuð á ári. Vegir eru margir holóttir og viðhald hefur verið af skornum skammti. Þær nýju bifreiðar sem nú eru almennar, nánast krefjast átak til rfið nar á alþingi Minning Guðmundur Kristmundsson f. 8. mars 1914 d. 8. febr. 1981. Guðmundur Kristmundsson framkvæmdastjóri Hólmgarði 2, lést að morgni 8. þ.m. Guðmundi^r var innfæddur Reykvikingur, sonur Ingibjargar Gamalielsdóttur og Kristmundar Guðmundssonar. Guðmundur stundaði öll sin unglings og uppvaxtarár algenga verkamannavinnu og var allt til striðsbyrjunar á sildveiðum að sumri til. Hugur Guðmundar stefndi ótvirætt til lengri skóla- göngu en skyldunámið bauð og hafði hann sest i 4. bekk Mennta- skólans i Reykjavik, þegar að- steðjandi erfiðleikar komu i veg fyrir frekari skólagöngu. Það voru honum örugglega mikil von- brigði, þvi hvort tveggja var, að löngun hans til frekara náms var ótviræð og góðir námshæfileikar fyrir hendi. Arið 1940 gekk Guðmundur að eiga eftirlifandi konu sina Guðrúnu Sigurðardóttur, útvegs- bónda i Göröum við Skerjafjörð hina mestu sæmdarkonu. Þau hjón eignuðust fjögur börn sem eru: Guðrún, gift Þorvaldi Thoroddsen, tæknifræðingi og eiga þau tvo drengi. Kristmund- ur, blikksmiður giftur Margréti Kristjánsdóttur og eiga þau tvo drengi. Bryndis, gift Ottó Thynes, flugmanni og eiga þau tvo drengi. Hrefna, gift, Helga Agnarssyni prentsm.sm. og eiga þau eina dóttur. Fyrir hjónaband átti * Guðmundur eina dóttur Esther og á hún eina dóttur. Allt er þetta hið mesta myndar- og sómafólk. Guðmundur Kristmundsson var vel greindur maður. Hann var dulur, flikaði ógjarnan sjálf- um sér og skoðunum sinum og seildist litt til metoröa. Hann var einstakt snyrtimenni og til þess var tekið hversu háttvis og fágað- ur hann var i framkomu sem og i verkum sinum. Séntilmaður á isleiska visu, fámáll en viðmóts- þýður og verkmaður góöur. Hann var fljótur aö tileinka sér hvað- eina sem honum kom að haldi i starfi sinu. Það var sama hvort Guðmundi voru falin verk til samningsgerðar eða úrvinnsla flókinna útreikninga, öll hans vinna var leyst af hendi af smekkvisi og með framúrskar- andifáguðu handbragði. Það þarf þvi engum að dyljast hvilikur styrkur var að slikum manni fyrir þau samtök sem hann helgaði störf sin, blómann úr æfiskeiöi sinu i nær þrjátiu ár. Arið 1948 vár Gúðmundur ráð- inn framkvæmdastjóri Þróttar og gegndi hann þvi starfi til ársins 1967, en tengdur var hann störfum fyrir samtök vörubifreiöastjóra allt til dauðadags. Guðmundur tók nokkurn þátt I félagsstörfum innan vörubil- stjórastéttarinnar, hann var for- maður Þróttar i tvö ár, og átti sæti i stjórn Landssambands vörubifreiðastjóra sem varafor- maður siðustu sex árin. Þegar Guömundur lét af störf- um sem framkvæmdastjóri Þróttar 'var hann gerður að heiðursfélaga i félaginu. Guðmundur átti sæti I sambands- stjórn A.S.I. siðasta kjörtimabil. Þau störf eru til sem láta litið yfir sér, krefjast vandvirkni fremur en hörku, þrautseigju fremur en snerpu, vanþakklát oftast, en þó grundvöllur alls hins, sem meir er eftir tekið. Oft er það einnig svo að það eru aðeins þeir sem næstir standa sem gera sér skýra grein fyrir mikilvægi slikra starfa og meta að verðleikum þá þrautseigju og þolinmæði sem þar er að baki. Er það einmæli, að allt sem frá Guðmundi kom hafi borið merki þeirrar vandvirkni sem honum var eiginleg. Mér býður svo i grun að stétt vörubifreiðastjóra muni seint geta metið störf Guðmundar Kristmundssonar að veröleikum, og að enn sannist hiö fornkveðna: að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég flyt þessum ágæta félaga okkar, kveðju frá heildarsamtök- unum, með þakklæti fyrir ómetanlega liðveislu á langri og á stundum strangri göngu. Að lokum, ágæti vinur, hinsta kveðja frá okkur hjónum og fjöl- skyldu okkar. Fjölskyldu Guðmundar flytjum við innilegar samúðarkveðjur. Einar ögmundsson. 2.1% þjöðarframleiðslu renni til vegamála. Þétta þýðir að i stað 36.9 milljarða 1981 yrði varið til vegamála 38.8 i ár og 1988 yrði upphæðin ekki 43.9 heldur 46.1 milljarður. Þessu fjármagni mætti t.d. verja til þess að auka enn bundið slit- lag. Fyrir þessa aukningu mætti leggja um 40-50 km af bundnu slitlagi. Hitt er svo annað mál að meta þarf að sjálfsögðu hvort unnt er að verja þvi öllu i þeim til- gangi eða sem ég geri ráð fyrir að mönnum muni sýnast að ýmis önnur verkefni séu brýn, þannig að sliktkomi vart til greina. Engu að siður að miðað við mikla þörf fyrir bundið slitlag er eðlilegt að verja verulegum hluta til sliks. Lagt er til að þetta fjármagn verði ekki allt bundið. I fyrsta lagi er nánast útilokað að binda slikt langt fram i timann. Er þvi gert ráð fyrir að 80% þess verði bundið en 20% verði óráðstafað en þó á fyrsta ári aðeins 10% óráðstafað. Það er margfengin reynsla fyrir þvi að orðið hefur að færa til fjármagn á milli verkefna kostnaður orðið meiri en gert var ráð fyrir o.s.frv. Þvi er lagt til að nokkru óráðstöfuðu fjármagni megi ráðstafa með samþykki fjárveitinganefndar og sam- gönguráðherra. Ég vil geta þess, að gert er ráð fyrir þvi að auka á næstu árum fjármagn til viðhalds vega. Óumdeilanlega hefur viðhald vega orðið útundan. Gert er ráð fyrir 20 ára áætlunartima. Hins vegar er gert ráð fyrir þvi að áætluninni sé skipt i fjögur þriggja ára timabil og síðan eitt átta ára timabil. Gert er ráð fyrir þvi að áætlunin verði endurskoðuð á fjögurra ára fresti og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst bundin það fjögurra ára timabil sem næst er, en siður á einstök verkefni þegar lengra er horft fram á áætlunartimabilið. Skipulegt átak Verkefnin eru brýn. Eins og ég sagði er þjóövegakerfi lands- bundins slitlags. Þær eru ekki gerðar fyrir þá vegi sem eru hér almennastir. Góðir vegir eru nauðsynlegir til sparnaðar á elds- neytisnotkun. Allt mælir með þvi að nýtt og skipulegt átak verði gert til þess að bæta vegakerfi landsmanna. Að visu orkar samanburður við aðrar þjóðir tvimælis. Minnst hefur verið á Færeyinga. Ef ég man rétt er þeirra vegakerfi 470 km en okkar 8600 km. Þar ber að sjálfsögðu mikið á milli. Það af- sakar ekki að við höfum ekki lagt bundið slitlag á meira en 360 km, en sýnir hins vegar, að verkefnið er ákaflega stórt og menn geta ekki búist við því að þvi verði lok- ið á örfáum árum. E.t.v. sýnist einhverjum að spenna ætti bog- ann meira en hér er ráð fyrir gert, og leggja meira til vega- mála. Við höfum einstöku sinnum samþykkt vegaáætlun þar sem gert er ráð fyrir meira fjármagni en i öll skiptin var hopað og farið töluvert neðar heldur en það sem hér er gert ráð fyrir. Svo var, þeg- ar aukið var mikið til vegamála 1975 og 1976 og komst upp i há- mark. Síðan hrapar fjárveitingin i 1.64% þjóöarframleiðslunnar. Við samþykktum einnig vega- áætlun fýrir tveimur árum sem gerði ráð fyrir mjög mikilli aukn- ingu en urðum að draga i land og náðum aðeins 1.92% þjóðarfram- leiðslu á siðasta ári. Ég héf þvi valiö þann kostinn að leggja fram till. sem ég tel raun- sæja og sem ég tel að unnt verði að standa við. Ef hins vegar hið háa Alþingi vill setja markið hærra, þá getur það vitanlega breytt þeim markmiðum, sem hér eru lögð fram en á það vil ég leggja áherslu að þá verðum við að vera menn til að standa við það. Ég tel, að eðlileg viömiöun sé, eins og hér er gert ráð fyrir hundraðshluti af þjóðarfram- leiðslu. Ef þjóðarframleiðslan dregst saman er út af fyrir sig skiljanlegt að eitthvaö þurfi að draga I land. En sem hlutfall af þvi sem við framleiðum i þjóðar- búi okkar eigum við að vera menn til að leggja til vegamála eins og ákveðið kann að verða af hinu háa Alþingi. A myndina vantar 4 fulltrúa en i nefndinni er einn fulltrúi fyrir hvert hinna 13 barna sr. Jóns, er niöja eignuðust. Reykhlíðingar sýna sig og sjá aðra Reykhlíðinga Unnið er nú að lokaundirbún- ingi móts þess, er niðjár sr. Jóns Þorsteinssona r, ættföður Reykjahliðarættarinnar, efna til sunnudaginn 22. febrúar næstkomandiá tveggja alda af- mæli hans. Mótið hefst i veitingahúsinu Sigtúni við Suöurlandsbraut kl. 3 e.h. með dagskrá og kaffi- drykkju. Er þess vænzt, að þangað komi ungir og gamlir, bæði ættmenn og tengdafólk. Þeir, sem taka vilja þátt i sam- eiginlegu borðhaldi um kvöidið kl. 8 þurfa að gera sérstaklega viðvart um það i sima 85073 (skrifstofutima Sigtúns) miðvikud.og fimmtudag 18. og 19. febrúar milli kl. 4 og 6. Auglýsið i Timanum -- r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.