Tíminn - 18.02.1981, Side 3

Tíminn - 18.02.1981, Side 3
Miðvikudagui- l’8. 'fetóúar 'l981 Kjartan Jónasson, fréttastjóri Timans, tekur viö verðlaunabikarnum úr hendi formanns TR, Guðfinns Kjartanssonar. (Timamynd GE.) Tíminn sigurveg- ari í Flrmakeppni TR í hraðskák Benedikt Jónasson sigraði fyrir biaðið með 12,5 v. af 16 AM — Þann 8. janúar sl. lauk Firmakeppni Taflfélags Reykjavikur I hraðskák og fóru leikar svo að Timinn bar sigur úr býtum en fyrir okkur keppti Benedikt Jónasson, sem hlaut 12.5 vinninga af 16 mögulegum og voru verðlaunin afhent I fyrradag af formanni TRj Guð- finni Kjartanssyni. 300 fyrirtæki tóku þátt I keppninni og var keppt I 12 riðlum. 1 öðru sæti varð Ágilst Ármann hf. og keppti Jóhann Hjartarson fyrir þá og hlaut 12 v. í þriðja sæti varð vélsmiðjan Öðinn i' Keflavik, en þar keppti Sævar Bjarnason og hlaut einn- ig 12 vinninga. Fjórði varö verslun Bjarna Eirlkssonar i Bolungarvlk sem Margeir Pét- ursson keppti fyrir og hlaut 11 vinninga. 1 fimmta sæti varð svo Dagblaðið, en fyrir það keppti AgUst Karlsson Ur Hafn- Benedikt Jónasson, hinn snjalii skákmaður sem sigraði I keppninni arfirði fyrir Timann. 300 fyrirtæki tóku þátt i keppninni að þessu sinni. Skákþingi Reykjavíkur lauk á föstudag Jón L. Árnason skákmeistari Reykjavíkur AM — Skákþingi Reykjavikur lauk sl. föstudagskvöid. Voru keppendur 118, og kepptu þeir í 6 flokkum. Voru fimm fiokkar i að- alkeppninni, sem tók rúman mánuð, en sá sjötti var unglinga flokkur. Hófst keppnin þann 11. janúar sl. Sigurvegarar á Skákþingi Reykjavikur. (Tlmam.G.E.) Ólafur H. Ólafsson I stjóm TR, sagði okkur að i A flokki, þar sem keppt var um titilinn skákmeist- ari Reykjavikur, hefði Jón L. Árnason sigrað og hlaut hann 8.5 vinninga af 11. Annar varð ungur skákmeistari, Elvar Guðmunds- son, sem hlaut 8 v. og þriðji varð Helgi Ólafsson með 7 vinninga. Fjórði varð Bragi Halldórsson meö 6 vinninga og fimmti sænskur skákmeistari, Dan Hansson meö 6 v. í B flokki sigraði Sveinn Krist- insson, sem nú keppti að nýju eft- irlangt hlé og hlaut hann 6.5 v. af 10. Jafn honum varð Magnús Gunnarsson, einnig með 6.5 v. en lægri á stigum. 1 C flokki sigruðu tveir ungir og efnilegir menn, þeir Hrafn Lofts- son og Sveinn Ingi Sveinsson, báðir með 9 v. af 11. I D flokki sigraði Jóhannes Ag- ústsson með 7 v. af 10 v. og i öðru sæti varð Gunnar Freyr Rúnars- son, einnig meö 7 v. en lægri á stigum. í E flokki varð sigurvegari Eggert Ólafsson, sem vann með yfirburðum, hlaut 10.5 v. af 11. í unglingaflokki 14 ára og yngri var sigurvegari með 9v. af 9.' Arnór Björnsson, sem þar með er unglingameistari I Rvik. 1981. Annar varð Jóhannes Agústsson sem hlaut 7 v. af 9 v. og þriöji varð Þröstur Þórhallsson með 6.5 v. af 9 v. A sunnudaginn var svo haldið Hraðskákmót Reykjavikur, sem var mjög vel skipað og margur snjall skákmaður i hinum 66 manna hópi. Sigurvegari varð Jóhann Hjart- arson með 15.5 v. af 18 og annar Haukur Angantýrsson með 13.5 v. Þriðji varö Dan Hansson meö 13 v. og fjórði Margeir Pétursson með 12.5 v. Fimmti varð svo Júli- us Friðjónsson með 12.5 v. Jón L. Árnason, skákmeistari Reykjavikur, hampar bikarnum. Ný tegund japanskra bfla á markaðinn 1 nýútkomnum Sambands- fréttum segir að: Véladeild Sambandsins muni fljótlega kynna hér á landi nýja gerð af japönskum bilum sem nefnast Isuzu. Fyrstu bilarnir af þessari gerð eru þegar komnir áleiðis til landsins og væntan- legir um miðjan mars. Jón Þór Jóhannsson frkvstj. segir f Sambandsfréttum að Véladeild hafi nýlega undirritað umboðssamning viö General Motors um að taka einkaumboð hér á landi fyrir japanska bif- reiðaverksmiðju, Isuzu-Motors Ltd., sem er i Tokyo og að hluta tili eigu General Motors. Verk- smiðja þessi framleiöir bila uk flestum gerðum, en hingað til lands verða i fyrstu fluttir fólks- bilar og ,,pick-up” bilar, bæði meö einföldu drifi og framhjóla- drifnir.Verða þaö bilar af báðu- um þessum gerðum sem koma hingað i þessari fyrstu sendingu um miöjan næsta mánuð. Jón Þór gat þess sérstaklega að Isuzu verksmiðjan fram- leiddi einnig fjórhjóladrifinn jeppa, sem virtist geta hentað mjög vel við hérlendar aðstæð- ur. Væri fyrirhugað aö kynna hann hér á landi nokkru siðar en hina bilana. Fiskverðið langþráða AB— Eins og alkunna er náðist loksins fram ákvörðun um fisk- verð siðastiiðinn laugardag. Fiskverðið gildir frá 1. janúar til 31. mai 1981. Verðákvörðunin felur f sér 18% meðalhækkun á skiptaverði frá 1. janúar til febriiarloka og 6% hækkun til viðbótar frá 1. marz til 31. mai. 1 fiskverðshækkuninni eru meðtalin áhrif þeirra breytinga á gæðaflokkum, stærðarflokk- um og verðhlutföllum milli ein- stakra fisktegunda, sem ákveðnar voru i Verðlagsráði áður en fiskverðsákvörðun var visað til yfimefndar. Við verð- ákvörðunina lá fyrir yfirlýsing rikisstjórnarinnnar þess efnis að hún muni beita sér fyrir ráð- stöfunum til þess að frystideild Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar- ins geti staðið við skuldbindingu um viðmiðunarverð, er sé 5% yfir núverandi markaðsverði. Verðið var ákveðið af odda- manni nefndarinnar, Ólafi Daviðssyni og fulltrúum fsik- seljenda, þeim Ingólfi Ingólfs- syni og Kristjáni Ragnarssyni, gegn atkvæðum fulltrúa fisk- kaupenda, Eyjólfs Isfelds Ey- jólfssonar og Friðriks Pálsson- ar. Skiptaverð á 1. flokks þorski, slægðum, með haus, er nú 3 krónur og 13 aurar, hvert kiló- gramm, til næstu mánaðamóta, en 3 krónur og 32 aurar eftir það. Verðið er miðað við að 20 fiskar eða færri séu i hverjum 100 kilógrömmum. Áður var miðað við 25 fiska. I 2. flokki er verðið nú 85% af verði 1. gæöaflokks, en var áður 75%. I 3. flokki er verið nú 60% af verði i' 1. gæðaflokki en var áður 50%. Samkvæmt ákvörðun yfir- nefndar Verðlagsráðs sjávarút- vegsins nú um helgina er skiptaverð á 1. flokks ýsu, slægðri með haus 3 krónur og 6 aurar fram til mánaðamóta, en eftir það 3 krónur og 24 aurar. Miðað er við að 50 fiskar eða færri séu I hverjum 100 kilóum. Skiptaverðið i 2. flokki er nú 85% af verði 1. flokks, og i 3. flokki 60% af verði 1. flokks. Kassabætur svo kallaðar voru við verðákvörðun um helgina lækkaðar úr 12 %i 10%.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.