Tíminn - 18.02.1981, Page 4
4
Miðvikudagur 18. fébrúar 1981
„Líf mitt hefur
aldrei verið
leiðinlegt”
segir Ingrid Bergman
Ingrid Bergman á nú orðið heima i London og segist kunna vel við
sig þar. Hún var nýlega á ferð i New York i sambandi við útkomu
nýrrar bókar, sem heitir „Ingrid Bergman — My Story” og er frá-
sögn hennaraf lifsferli hennar til þessa dags, en rituð af Alan Burg-
ess.
Leikkonan sagði á blaðamannafundi, að hún hefði ekki hugsað út i
það, að hún ætti að skrá ævisögu sina fyrr en sonur hennar Roberto
Rossellini, sem er 30ára fasteignasali i Monte Carlo, sagði:
„Mamma, ég vildi óska þess að þú skrifaðir þina frásögn af ævi
þinni. Það hefur árum saman veriö skrifað um þig i blöð viða um
heim, bæði satt og iogið, og ekki einu sinni börnin þin vita hvað er
satt og hvað ekki”.
Sagteraðþessibók séóiik þeim „leikkonu-ævisögum”, sem út hafa
koiniö upp á siðkastið, en þar er eins og frásögnin snúist aðallega
um að telja upp fræga menn, sem hafi verið elskhugar viðkomandi
ieikkonu, og ástamálunum lýst sem nánast. Ingrid Bergman gefur
ekki neinar nánar lýsingar á ástamálum sinum, en heldur sig aðeins
við staðreyndir. Hún segir ekki frá neinum eiskhugum (sem hún
hefur ekki gifst) — en það er vist af nógu að taka samt! sagði hún
glettnislega viöblaðamenn. Hún segir þó frá tveimur mönnum, sem
hún var hrifin af, en það var ljósmyndarinn Robert Capa, sem dó
við myndatökur I Vietnam-striðinu 1954. Einnig segist hún hafa ver-
ið ástfangin af Victor Fleming (eldri), sem var stjórnandi myndar-
innar „Jeanne D’Arc” árin 1948.
Ingrid Bergman hafði leikið i tveimur kvikmyndum sem ung stúlka
i Sviþjóö, „Intermezzo” 1936 og „En kvinnas ansikt” 1938. Hún tók
tilboði frá Hoiiywood um að leika ameriska útgáfu af „Intermezzo”
og sú mynd varð fræg, og siðan kom hver stórmyndin á fætur ann-
arri. Hún hefur þrisvar sinnum fengið Oscar-verðlaunin og má
segja það sé mesta viðurkenning, sem nokkur kvikmyndaleikkona
hefur hlotið.
Leikkonan sagði á blaðamannfundinum i New York: — Þegar ég
var ung stúika heima i Sviþjóð, þá bætti ég vanalega við kvöldbæn-
ina mina „Góði guð, gefðu að lif mitt veröi ekki leiðinlegt”. Það má
kannski segja að þetta hafi verið háifkjánaleg bæn, en guð hefur svo
sannarlega bænheyrt mig, þvi að lif mitt hefur aldrei verið leiðin-
legt!”
Hvað græddi Mick á
skilnaðinum?
Mick Jagger hljóp frá Biöncu Jagger á sinum tima
og beint i fangiö á sýningastúlkunni Jerry Hall. Það
kostaði hann dýrt. þvi að Bianca scldi skilnaðinn
dýru veröi. Þess vegna spyrja margir: — Er Jerry
Hall allra þessara peninga virði? Og reyndar, hvað
ætli Mick sjái við hana? Kannski mcðfylgjandi
mynd veiti svar við þeirri spurningu. Jerry Hall
tekur 5.000 króna laun á klukkustund fyrir að sitja
fyrir hjá Ijósmyndurum, svo að segja má, að hún sé
sjálf liátt metin til fjár.
Ingrid Bergman kát og hress á biaðamannafundi í New York.
í spegli
tímans
krossgáta
a
3511.
Lárétt
1) Hungursneyð. 6) Veggur. 7) Komast. 9)
Útt. 10) Kæfðiivatni. 11) Röð. 12) Fjórir.
13) Blöskrað. 15) Eð.
Lóðrétt
1) Tala. 2) Rómv. tölur. 3) Lumbrað. 4)
Kind. 5) Heima. 8) Timabils. 9) Óhreinki.
13) öslaði. 14) Eins.
Ráðning á gátu No. 3510.
Lárétt
1) Glundur. 6) Mál. 7) IV. 9) Et. 10) Kant-
ata. 11) KL. 12) Að. 13) Óða. 15) Rofinni.
Lóðrétt
1) Grikkur. 2) Um. 3) Náttaði. 4) DL 5)
Ritaðri. 8) Val. 9) Eta. 13) óf. 14) An.
bridge
Þegar þarf að fria liti i grandsamning
getur oft verið betra að reyna við litina
sem hvort eð er eru beinir tapslagir á.
Spilið i dag skýrir þetta.
Norður.
S. AK103
H. G543
T. D3
L. A106
Austur.
S. G984
H.A6
T. G754
L. 954
Suður.
S. D76
H. D82
T. 10982
L.KG2
aöi 1 grand og fékk út hjarta-
þrist. Austur tók á ásinn og spilaði meira
hjarta, suður lét áttuna, vestur niuna og
gosinn átti slaginn. Suður átti 6 slagi og
þurfti þvi aðeins einn i viðbót. Og spaöinn
leit ansans ári girnilega út. Þar voru ótal
möguleikar á að fá 4 slagi: liturinn 3-3,
gosinn annar og svo væri lika hægt að
svina fyrir gosann hjá vestri. Suður
spilaði þvi spaðaás, siðan litlum spaða á
drottningu og þriðja spaðanum. Þegar
vestur var ekki með var, sá draumur
búinn. Það var þó ekki öll nott úti enn þvi
enn var hægt að fá 3 slagi á lauf með þvi
að finna drottninguna. Suður lá lengi yfir
þessu og hrærði i spilunum á hendinni
meöan hann reyndi að ákveða sig. Að lok-
um komst hann aö þvi að fyrst vestur átti
aðeins tvilit i spaða þá væru meiri likur á
að hann ætti fjórlit i laufi og þ.a.l. drottn-
inguna (þessi röksemdafærsla er birt án
ábyrgðar). Hann spilaði þvi laufi á kóng-
inn og siðan litlu laufi á tiuna og átti 7
slagi þegar hún hélt.
Suður hefði nú getað sparað sér öll
þessi heilabrot ef hann hefði getað haldið
puttunum á sér frá spaðanum. Þar sem
vörnin gat aðeins fengið 3 slagi á hjartaö
var alveg óhætt hjá suðri aö fara I tigul-
inn. Þar getur vörnin fengiö 3 slagi i við-
bót en suður fær alltaf einn. Aö visu þarf
suður aöeins að gæta sin, ef vestur skiptir
i spaöa eftir að hafa fengið fyrsta
tigulslaginn, að taka slaginn i borði. Ann-
ars fær suður ekki nóg af innkomum
heim.
Vestur.-
S. 52
H.K1093
T. AK6
L. D873