Tíminn - 18.02.1981, Qupperneq 6

Tíminn - 18.02.1981, Qupperneq 6
6 Miðvikudagur 18. febrúar 1981 tJtgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. — Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurðsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaða- menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns- dóttir, Friðrik Indriöason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Tím- inn), Heiður Helgadóttir, Jónas Guömundsson (þingfréttir), Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál), Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd- ir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þor- bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif- stofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöidsimar: 86387, 86392. — Verð I lausa- söiu 4.00. Askriftargjaid á mánuði: kr. 70.00. — Prentun: Blaðaprent hf. Þórshafnartogarinn Siðdegisblöð og rikisútvarp hafa ekki látið sér tið- ræddara um annað meira en Þórshafnartogarann, sem svo er nelndur, þótt enn sé ekki séð fyrir, hvort togari þessi kemur nokkurn tima til Þórshafnar. Slikur hefur gauragangurinn út af þessu máli orðið, að halda mætti að hér væri eitthvert sérstakt glæframál á ferðinni. Skrifin og umtalið um Þórshafnartogarann virð- ast mest sprottin af þvi, að menn blanda saman tveimur óskyldum málum. Annað málið er að efla ber atvinnulif i afskekkt- um landshlutum, þar sem afkomuskilyrði eru góð til lands og sjávar, en byggð getur þó verið i hættu, ef atvinnuliíið er ekki styrkt. Hitt málið er, að togarafloti landsmanna er full- stór, og þvi ekki ástæða til að auka hann, eins og sakir standa. Viða er þó unnið að þvi um þessar mundir að bæta við togurum. Frá byggðasjónarmiði er þörfin hvergi brýnni en á norðausturhorni landsins, þar sem eyðing byggðar getur vofað yfir, ef atvinnulifið er ekki styrkt. Hinn umræddi Þórshafnartogari er dýr. Hversu miklu dýrara yrði það þó ekki fyrir rikið og þjóðina, ef byggð drægist stórlega saman á norðausturhorn- inu og búa þyrfti þvi fólki, sem flyttist þaðan heim- ili og afkomuskilyrði i öðrum landshlutum. Það má vel vera, að rétt sé að takmarka eitthvað stærð togaraflotans. Hitt er hins vegar augljóst, að slik takmörkun má sizt bitna á þeim héruðum, þar sem byggð er i hættu. Það er hlutverk Framkvæmdastofnunarinnar og Byggðasjóðs að standa sérstakan vörð um byggð- arlög, sem eru i hættu, en hafa þó góð skilyrði. í 29. grein laganna um Framkvæmdastofnun rik- isins segir: „Hlutverk Byggðasjóðs er að stuðla að jafnvægi i byggð landsins með þvi að veita fjárhagslegan stuðning til framkvæmda og eflingar atvinnulifs með hliðsjón af landshlutaáætlunum, sbr. 8.gr., og til að bæta aðstöðu til búsetu i einstökum byggðar- lögum og koma i veg fyrir, að lifvænlegar byggðir fari i eyði”. í 8.grein laganna, sem vitnað er til i 29. greininni, er áætlanadeild Framkvæmdastofnunarinnar falið það verkefni, að gera „áætlanir um þróun byggða og atvinnulifs viðs vegar um land, með það fyrir augum að skapa landsmönnum öllum fulla atvinnu og eðlileg lifsskilyrði og stuðla að heilbrigðri byggðaþróun”. Það mun i samræmi við slika áætlun, að ráðist var i umrædd togarakaup. Á norðausturhorni landsins eru vissulega lifvæn- legar byggðir, en þær þurfa sérstakan stuðning við atvinnulií sitt, ef byggðin á örugglega að haldast. Það er einmitt að slikum verkefnum, sem Fram- kvæmdastofnun rikisins á að beita sér, eins og skýrt kemur fram i niðurlagi 29. greinar Framkvæmda- stofnunar laganna. Hvernig, sem þetta togaramál fer, má það ekki bregðast að byggðin á norðausturhorni landsins verði styrkt. Þjóðin getur ekki með góðu móti verið án hennar. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Verður Jaruzelski pólskur de Gaulle? Honum er vel tekið bæði austan tjalds og vestan Wojciech Jaruzelski ÞAÐ er sjaldan sem frétta- skýrendur austan t jalds og vest- an eru nær einróma i dómum sinum. Þettagerðist þó i siðast- liðinni viku, þegar tilkynnt var, að Wojciech Jaruzelski hers- höfðingi hefði verið valinn for- sætisráðherra Póllands. Austantjalds, eða i kommún-. istarfkjum Austur-Evrópu, hefur verið látið i ljós það álit, að Pólland hafi fengið eins örugga stjórnarforustu og frek- ast væri á kosið undir rikjandi kringumstæðum. Jafnframt er látið i ljós, að horfur séu á að ástandið i Póllandi batni, a.m.k. hið pólitiska, en miklir erfið- leikar séu þó enn framundan. I vestrænum fjölmiðlum hefur verið farið mjög vinsamlegum orðum um Jaruzelski. Það er upplýst, að hann muni hafa ráð- ið mestu um að hernum var ekki beitt til að bæla niður verk- föllin á siðastl. sumri. Hann-hafi sagt að það mætti ekki koma fyrir að pólskir hermenn berð- ust við pólska verkamenn. Jaruzelski er sagður hafa verið fylgjandi þeirri stefnu jafnan siðan, að reynt yrði að leysa deilurnar i Póllandi með samkomulagi við hin nýjú samtök verkamanna og bænda. Svo virðist lika sem stjórnar- myndun hans hafi verið tekið vel af þessum aðilum. Það styrkir jafnframt stöðu Jaruzelskis, að Kremlverjar virðast bera traust til hans, þrátt fyrir framangreinda af- stöðu. Hann hefur fengið hern- aðarlega menntun sina i sovézka hernum. Hann hefur sem varnarmálaráðherra Pól- lands I 12 ár, verið eindreginn stuðningsmaður Varsjárbanda- lagsins. En jafnframt hafi það verið ljóst, að hann væri eindreginn pólskur þjóðernissinni, en eins og ástatt væri, teldi hann hags- munum og sjálfstæði Póllands bezt borgið með vinsamlegri samvinnu við Sovétrikin. MENN biðu með talsverðri óvissu frétta af miðstjórnar- fundi Kommúnistaflokks Pól- lands, sem haldinn var mánu- daginn 9. þ.m. Við þvi var búizt, að þar gætu orðið hörð átök. Kunnugt var orðið, að allmargir leiðtogar kommúnista undir forustu Stef- ans Olszowski, fyrrum utan- rikisráðherra, vildu taka upp harðari og óvægnari afstöðu til skæruverkfa11 a . Josef Pinkowski forsætisráðherra var talinn sama sinnis. Kania flokksleiötogi var hins vegar talinn vilja reyna enn samningaleiðina, þótt þolin- mæði hans væri komin að þrotum. Mesti styrkur hans var talinn sá,að hann nyti enn stuðnings Moczar hershöfð- ingja, sem talinn er einn valda- mesti leiðtogi Póllands að tjaldabaki. Engar áreiðanlegar fréttir hafa borizt af miðstjórnarfund- inum, en margt bendir til, að þar hafi orðið harðar deilur. Niðurstaðan virðist hafa orðið samstáða um að fela Jaruzelski stjórnarforustuna. Sitthvað bendir til þess að hann hafi sjálfur verið heldur tregur til þess. Sumar heimildir greina, að margir leiðtogar kommúnista hafi helzt kosið, að Jaruzelski tæki við flokksforustunni af Gierek, þegar honum var vikið frá á siðastliðnu hausti. Þetta hafi hins vegar strandað á Jaruzelski sjálfum, þvi að hann hafi talið óheppilegt, aö hers- höföingi yröi valinn til flokks- forustu. i þeirri stjórn, sem Jaruzelski hefur myndað, eru allmargir nýir ráðherrar, t.d. tveir nýir varaforsætisráöherrar. Tilnefn- ing annars þeirra Misczyslaws Rakowski hefur vakið sérstaka athygli, en honum hefur verið falið að annast samninga af hálfu ríkisstjórnarinnar við óháðu verkalýðssamtökin. Rakowski var áður blaða- maður og ritstjóri við eitt flckksblað kommúnista, en það hefur verið hvetjandi þess að samningaleiðin yrði farin til að koma á vinnufriði i landinu. Jaruzelski verður 58 ára á þessu ári. Tvitugur að aldri gekk hann i pólska útlagaher- inn, sem barðist með Rússum. Hann tók þátt i þeirri sókn Rússa, sem hrakti Þjóðverja úr Póllandi. A árunum 1945-1947 stjórnaði hann baráttu pólska hersins gegn skæruliðum, sem voru andvigir hinu nýja stjórnar- kerfi. Arið 1962 var Jaruzelski skip- aður aðstoðarvarnarmálaráð- herra. Arið 1965 varð hann formaður herráðsins. Siðan 1968 hefur hann verið varnarmála- ráðherra. Jaruzelski gekk i Kommún- istaflokkinn 1947. Arið 1964 var hannkosinn i miðstjórn flokks- ins. Arið 1970 var hann kosinn varamaður i framkvæmda- Misczyslaw Rakowski nefnd flokksins. Hann hefur átt fast sæti I framkvæmdanefnd- inni siðan 1971. JA RUZELSKI hefur lýst þeirri skoðun sinni, að það mum taka Pólverja mörg ár að koma efnahagsmálum sinum i lag. Fyrsta verkefnið sé að reyna aí tryggja vinnufrið i náinni framtið. Þess vegna hefur hann skorað á verkalýðssamtökin að efna ekki til verkfalla næstu þrjá mánuði, en þann tima mættinotatilviðræðnaum ýmis mál. Walesa hefur lýst yfir þvi,að hann sé hlynntur þvi að verk- föllum verði aflýst þennan tima, en telur sig ekki geta ábyrgzt það, að ekki verði gripið til skæruverkfalla. Sama hafa aðrir leiðtogar óháðu samtak anna gert. Samtökin virðast enn laus í reipunum og héraða stjórnir innan þeirra sjálfstæð- ar. Af hálfu óháðu verkalýðs- samtakanna mun lögð mest áherzla á þrjú mál, ef tryggja eigi vinnufrið á næstunni. 1 fyrsta lagi setning nýrrar frjálslegrar vinnulöggjafar. 1 öðru lagi endurpkoðun á regl- um um ritskoðun. 1 þriðja lagi að samkomulag náist við nýju óháðu bændasamtökin. Hæstiréttur hefur úrskurðað að nýju bændasamtökin hafi rétt til að starfa, en þau geti ekki talizt hliðstæð verkalýðs- félögunum og fái þvi t.d. ekki verkfallsrétt. Bændur séu ekki launþegar, heldur lifi á eigin at- vinnurekstri. Þetta hefur vakið óánægju leiðtoga óháðu bændasamtak- anna og hafa þeir haft i hótun- um um verkfallsaðgerðir. Yfirleitt virðast menn gera sér vonir um, að meiri kyrrð muni haldast á vinnumarkaðn- um næstu mánuði en að undan- förnu. M.a. mun kirkjan beita áhrifum sinum til þess. Sumir virðast gera sér vonir um að Jaruzelski eigi eftir að verða eins konar pólskur de Gaulle. Flestir virðast lika sam- mála um, að mistakist honum sé voði fyrir dyrum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.