Tíminn - 18.02.1981, Page 7
7
Miðvikudagur 18. febrúar Í981
Ml
Við veröum að læra að hætta að lifa um efni fram.
Jón Eiríksson:
Síðbúnir
nýars-
þankar
Árið 1980 hefur kvatt. Nýtt ár,
áriö 1981 og nýr áratugur, 9.
tugur tuttugustu aldarinnar,
hefja nU göngu sina. Við höfum
fengið nýja krónu hundraðfalt
verðmætari en þá gömlu. Rikis-
stjtírnin hefur sett ný bráða-
birgðaefnahagslög, sem eiga að
hamla gegn verðbtílgunni. Sam-
timis ákvað stjtírnin að allar
(eða flestar) rikisstofnanir
mættu hækka gjöld sin um 10%,
sem er i þversögn viö þau
ákvæði laganna, aö ekki megi
hækka verð á vörum eða þjtín-
ustu, og heldur ekki laun. Þetta
er högg beint framan i andlit al-
mennings. Annaö kjaftshögg og
ekki minna, gaf svokalláður
kjaradtímur okkur meö þvi að
hækka laun alþingismanna og
annarra embættismanna um
22,5% og afturvirkt um 8
mánuði. Hér hallast ekki á. Við
fáum sitt undir hvorn eins og
sagt er.
Varðandi 10% hækkun þjón-
ustugjalda rikisstofnana, mun
rikisstjórnin að likindum halda
þvi fram, að sú hækkun hafi
verið nauðsynleg. Það getur
verið álitamál og kem ég aö þvi
seinna. Samdráttur fram-
kvæmda hjá rikinu hefur verið
boöaður og eitthvaö hefur verið
gerti'þá átt, en þaðnær skammt
til að hafa áhrif á verðbólguna,
og því miður er það svo, að þó að
nokkrar framkvæmdir hafi ver-
ið skertar, þá er hafist handa
um aðrar ennþá kostnaðarsam-
ari.
Hvað varöar kauphækkanir
alþingismanna og embættis-
manna, þá væri réttast aö þær
væru teknar af þeim aftur og
þeim skipt meðal láglaunaftíiks.
Og svo ætti að láta þá sæta há-
um sektum fyrir ósvifnina! Þeir
sem skipa kjaradóm eru hér
meðtaldir.
Eins og sagt er hér að framan
eru áhrif efnahagslaganna á
hjöðnun verðbólgunnar lltil sem
engin án frekari aðgerða og er
það viðurkennt bæði af
stuöningsmönnum og and-
stæðingum stjórnarinnar.
Hvorugur hópurinn hefur þó
komið með ákveðnar tillögur
um hvaö skuli gert, og er helzt á
þeim að heyra að það eina sem
til greina geti komið sé að
skerða laun sem auðvitaö kem-
ur harðast niður á þeim lág-
launuðu.
En eru þá til nokkur önnur
ráð, sem dugað geta i glimunni
við verðbólguna? Já, ég tel að
svo sé, og ég álit meira að segja
algerlega þýöingarlaust að
reyna að ná veröbólgunni niður,
ef sií leið er ekki farin, ásamt
þvi að halda verö- og kaup-
hækkunum i skefjum, sem kem-
ur að miklu leyti sjálfkrafa.
Þessi leið er i fáum orðum, aö
hætta að sóa fé og verömætum I
óþarfa og i gagnslausa hluti eöa
annaö sem þjóöinni er ekki
nauðsynlegt: hætta aö lifa um
efni fram.Hér er ekki átt ein-
göngu við einstaklinga heldur
einnig við fyrirtæki (rikisfyrir-
tæki meðtáin), rikisstjórnina
og þjtíðarbUið i heild.
— Það helzta sem gera
verður: —
Sjávarútvegur
Fiskveiðiflotinn er allt að
helmingi stærri en með þarf til
að veiða það magn sem leyft er
(og verður). Islenzk fiskiskip
eru UtbUin þeim fullkomnustu
veiðitækjum sem hugsast getur
til rányrkju. Aflinn er vannýtt-
ur, miklum verðmætum er
fleygt I sjóinn og þar að auki
hefur nU upp á siðkastiö borið
talsvert á óvandaðri meðferð
aflans, svo að mikið af honum
hefur lent i 2. og 3. flokki, sem
veldur þvi að minna fæst fyrir
hann og markaðshorfur stór-
lega skemmdar.
Afnema veröur hin nýsettu
vörugjaldslög. Þau mega ekki
fá staðfestingu Alþingis. Og slð-
ast en ekki sízt, — okurvexti
bankanna, sem eru að sliga all-
an atvinnurekstur, verður að
færa niður I normalt form. Þeir
mega ekki vera hærri en hjá
þeim þjóðum, sem keppa við
okkur I fiskveiðum. Við þetta
vinnst: minni stofnkostnaður,
minni reksturskostnaður, meira
verðmæti fyrir aflann,
markaðshorfur myndu batna
(ef varan væri fyrsta flokks),
laun fiskimanna hækkuðu og
verðbtílguvöxturinn myndi
minnka.
Iðja og iðnaður
Setja þarf hömlur á innflutn-
ing á iðnaöarvörum, afnema
vörugjaldslögin, minnka tolla
og önnur gjöld af innfluttu efni
til iðnaðar, örva rannsóknir og
framkvæmdir á nýjum iðn-
greinum Ur innlendu efni, lækka
okurvexti af lánum til iðnaðar
(sjá: SjávarUtvegur), hætta að
láta erlenda auðhringi, þ.e. hina
svokölluðu stóriðju auðgast enn
meira á kostnað landsmanna.
Maður einn góður komst þannig
að orði nýlega: „Þeir koma ekki
hingað til að bæta hag ís-
lendinga, þeir koma til að græöa
peninga á starfseminni”.
Þetta eru augljós sannindi.
Einna hlálegasta dæmið er hin
svokallaða járnblendiverk-
smiöja. Þar viðurkenna ráða-
menn aö hún verði rekin með
tapi en eru með þokukennda
draumóra um aö hún muni
standa undir sér einhvern tlma i
framtíöinni. Svona „pólitlk” er
ekki sæmandi mönnum, sem
þykjast hafa vit á fjármálum.
Hinar sifelldu kröfur starfsfólks
um hærri og hærri laun gerir
iönaðinum eins og öðrum at-
vinnugreinum erfittfyrir. Þessu
fólki er yfirleitt láð þessi kröfu-
harka, en þvi er vorkunn. Bæöi
er það að verðbólgan gleypir
allar launabætur svo að segja
jafnóðum og svo gefur sjálf
rikisstjórnin fordæmið. HUn er
kröfuharöari en nokkur laun-
þegasamtök og finnur upp hinar
ótrúlegustu aðferðir til að
leggja gjöld á landslýðinn til að
fullnægja eyðslu sinni en gerir
ekkert sem gagn er að til aö
lækka Utgjöld. Þetta á við allar
rikisstjórnir siðustu áratuga.
Landbúnaöur
Þar er höfð gamla aöferðin.
Stjórnin veitir aðstoð (út-
flutningsbætur og niður-
greiðslur) með annarri hendinni
en leggur svo ýmis gjöld á hann
með hinni. Þar tel ég að bændur
gætu gert mikið sjálfir til aö
minnka rekstursútgjöld bú-
anna. Er það nokkur hæfa að
hvert bú eigi allar tegundir rán-
dýrra landbúnaðarvéla sem aö-
eins eru notaðar I nokkrar vikur
eða jafnvel i nokkra daga á ári,
og hirðing þeirra hinn tima árs-
ins oft síður en skyldi þó þar eigi
ekki allir jafnskylt mál? Og svo
kostar það ekkert smáræöi öll
þau ósköp, sem bændur nota af
tilbUnum áburði og fóöurbæti að
mestu erlendum. Með þessu
pina þeir jaröveginn til að gefa
sem mest af sér, án þess að
hann fái næringu að nokkru ráði
i staðinn: — og með erlenda
ftíðurbætinum pina þeir kýrnar
til að gefa meiri mjólk en þeim
er eðlilegt.
Þetta ber sterkan keim af
rányrkju. Með sparnaði á þeim
liöum sem hér hafa verið nefnd-
ir mætti minnka niöurgreiöslur
til mikilla muna og með hæfi-
legum hömlum á framleiðslu-
magni gætu Utflutningsuppbæt-
ur aö mestu horfiö.
Ríkiss tofnanir
Rlkisstofnanir fengu 10%
hækkun I nýársgjöf eins og áður
er getiö („Prósent” er afskap-
lega vinsælt orð nú á dögum).
Rétt til að minnast þeirra
„stóru”, Utvarps, pósts & slma,
þá verðurmér á að spyrja: Var
litasjónvarp og stereo-Ut-
sending nauðsynlegt, og má
ekki biða betri tlma með bygg-
ingu UtvarpshUss?
Gaman væri að vita hvaða rök
Póstur & Sími hefur fært fyrir
hækkanabeiðnum slnum. Ef ég
man rétt höfðu þeir beðið um
margfalt meira en þessi 10%
sem þeir fengu.
Skatta veröur aö lækka beina
og óbeina. Þaö er þegar gengið
of langt I þeim efnum. Fróölegt
væri aö vita hvað rlkisskatt-
stjtíri meinar með þvl að útbúa
framtalseyöublað eins og þaö er
I ár og var I fyrra. Maðurinn
hlýtur aö vita, að langsamlega
meiri hluti framteljenda skilur
hvorki upp né niöur I þvl. Hvaö
vakir fy.rir manninum?
Gjaldeyrisfjallið
Og svo eru þaö erlendu
skuldirnar eöa gjaldeyrisfjallið
sem svo er nefnt. Hve lengi á aö
halda áfram að hlaða ofan á
það? Hvar endar það ef ekkert
er að gert? Getur það endað á
annan veg en aö landiö verði
gjaldþrota og komist undir er-
lenda stjórn? Ekki verða lifs-
gæðin meiri þá, en alltaf er
verið aö predika um að þau
þurfi aö bæta. Ekki verða færri
atvinnulausir. Ekki verða
skattarnir minni og tæplega fá
ríkisstofnanir þá að sóa pening-
um almennings I óþarfar að-
gerðir.
Og hvaða ráð höfum við til að
forðast þettahrun? Er það ekki
þegar orðið of seint? En við
forðumst engan háska með þvi
að leggja árar I bát. Tilraun
mætti gera með þvi að fylgja
þeim sparnaðarráöstöfunum,
sem ég hef bent á hér aö framan
og með þvi aö skerða innflutn-
ing á erlendum vörum fram yfir
þaö allra nauðsynlegasta —
einnig eyðslu erlends gjaldeyris
á annan hátt, og auðvitað
verður að stöðva allar erlendar
lántökur. Af ónauðsynlegum
innflutningi munar mest um
bilainnflutninginn en hann
mætti skerða um helming eöa
meira. Ýmislegt glingur, svo
sem barnaleikföng, sum hver
óheppileg og jafnvel skaðleg,
getum við án verið.
Og svo eru það ferðalögin til
útlanda. Þar er um drjúgan er-
lendan gjaldeyri og drjúgan
eyðslupening aö ræða. Séu hald-
in þing, fundir og mót erlendis
vilja Islendingar ólmir vera þar
með, hvort sem þeir hafa þar
hagsmuna að gæta eða ekki og
þeim nægir ekki að senda einn
eða tvo menn sem i öllum tilvik-
um er nóg, heldur senda þeir
stóra sveit með konum og fjöl-
skyldu og ööru fylgdarliöi.
Þaö er ekki ofsögum sagt af
flottræfilshætti Islendinga.
Iþróttafólker á stöðugum ferða-
lögum erlen’:° og þvi fylgja
venjulega jafnmargir menn og
Iþróttamennirnir eru sjálfir eöa
fleiri. Stórir hópar fara utan til
að horfa á iþróttamót, og er
landkynning af sumu þvl fólki
vafasöm ef dæmi má eftir
siðustu fréttum. En ekki
stendur á gjaldeyrisleyfum til
alls þessa.
Svo eru það sólarlanda-
ferðirnar. Þær veröur að stöðva
alveg. Það er hneykslanlegt af
gjaldeyrisyfirvöldum að hjálpa
ferðaskrifstofum til að græöa
sttírfé á fólki sem i langflestum
tilvikum hefur ekki ráð á að
eyða fé til þessara ferða. Það
má bæta þvl viö að þeir, sem
hafa tckið sér þaö vald að leika
sér með fjöregg þjóöarinnar,
hafa ekkert umboð til þess frá
þeim sem gjaldeyrisins afla.
Búkolla
Ekki má gleyma henni Bú-
kollu, mjtílkurkú allra fjár-
málaráðherra. Hún nærist ein-
göngu á erlendu fóöri. Mjólkin
úr henni er görótt. Þeir sem
hennar neyta missa ráð og rænu
og verða ófærir til vinnu. Mörg
og mikil önnur ógæfa fyrir
þjóðina fylgir neyzlu þessarar
ólyfjanar. Beljunni þarf þvi að
slátra sem fyrst, höggva af
henni hausinn og stinga honum
milli afturfótanna svo aö hún
geti ekki gengiö aftur og urða
' hana djúpt I jörð niður.
Menn halda ef til vill að ég sé
að mæla með leiftursókn. Svo er
ekki. Þetta sem ég hef bent á
eru Utlinur I stórum dráttum, en
mörg hliöarspor verður að taka
og það tekur allt sinn tima.
Mörg ljón verða á veginum.
Þau er hægt að yfirvinna ef vilji
er fyrir hendi. Allt veltur á vilj-
anum. Ekki má eyöa miklum
tlma I vangaveltur, heldur
verður að hefjast handa sem
fyrst.